Smá viðbót við mestu mistök Ólafs Ragnars

Auglýsing

Eins og ég minnt­ist á í pistli á dög­unum þá tel ég að Ólaf­ur Ragnar Gríms­son hafi gert mikil mis­tök, fyrst hann var að beita ­mál­skots­rétt­inum á annað borð, að vísa ekki lögum sem heim­il­uð­u Kára­hnjúka­virkjun í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Það var tæki­færi til þess eftir 16. apr­íl 2002, þegar Alþingi sam­þykkti lög sem heim­il­uðu virkun Jök­ulsár á Brú og Jök­ulsár á Fljóts­dal, en það hefði einnig verið hægt að gera það á öðrum stig­um, þegar aðrir hlutar Kára­hnjúka­virkj­unar komu til kasta þings­ins.

Meiri almanna­hags­munir undir

Fjöl­miðla­lögin svoköll­uðu og Ices­a­ve-­málin eru mun ­vega­minni atriði heldur en þessi ráð­stöfun á orku­auð­lindum þjóð­ar­innar felur í sér, hvort sem litið er til almanna­hags­muna eða beinna pen­inga­legra hags­muna. Upp­hæð­irn­ar ­sem tengj­ast við­skipt­unum með raf­ork­una eru marg­faldar á við hags­mun­i al­menn­ings sem snéru að Ices­a­ve-­mál­inu, og fjöl­miðla­lögin blikkna í sam­an­burð­i við hags­mun­ina sem undir voru, hvernig sem þau eru borin sam­an. Þar skiptir sköpum að um 40 ára við­skipta­samn­ing var að ræða.

Svo virð­ist sem Ólafur Ragnar hafi ekki haft áhuga á beit­ingu mál­skots­rétt­ar­ins þegar 37,5 pró­sent af orku­auð­lindum þjóð­ar­innar var ráð­stafað, sé miðað við efna­hags­reikn­ing Lands­virkj­unar árið 2014 og þá orku sem fram­leidd er nú.

Auglýsing

Þús­und störf og 14 til 15 þús­und störf

Nú eru sjö ár liðin af 40 ára samn­ings­tíma Lands­virkj­un­ar við Alcoa. Í 33 ár í við­bót munu hlut­hafar Alcoa njóta góðs af lágu verði sem ­samið var um, með fram­leiðsl­unni á Aust­ur­landi. Gagn­rýni á þessi við­skipti snýr ekk­ert að fram­leiðslu sjálfri eða starfs­fólki Alcoa á Íslandi. Um eitt þús­und ­störf hafa orðið til vegna starf­semi Alcoa.

En það verður að horfa á þessi hluti í stærra sam­hengi en út frá hags­munum Alcoa. Á árunum 2013 til 2015 hafa t.d.  orðið til 14 til 15 þús­und ný störf á Ísland­i, flest í gegnum nýsköp­un­ar­starf­semi og ferða­þjón­ustu. Þetta rakti Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ágæt­lega í pistli á mbl.is á dög­unum. Þetta hefur gerst á sama tíma og íslenska ríkið hefur verið að borga ­niður skuld­ir, og Lands­virkjun sömu­leið­is.

Ríkið þarf ekki alltaf að ryðja veg­inn

Þetta sýnir ágæt­lega, að íslenska ríkið þarf ekki nauð­syn­lega að taka lán í erlendri mynt, upp á nálægt 200 millj­arða miðað við núver­and­i ­gengi, til þess að búa til þús­und störf fyrir Alcoa. Það eru engin lög­mál. ­Stjórn­mála­menn, ekki síst þeir sem tala til fólks frá hægri vængn­um, skulda betri rök fyrir stefnu eins og þeirri sem Kára­hnjúka­virkjun og 40 ára við­skipta­samn­ing­ur­inn við Alcoa byggði á, og þeim miklu skuld­bind­ingum sem hið op­in­bera er að stofna til, svo að agn­ar­smár hluti starfa af heild­inni verð­i til.

Nú er fyr­ir­sjá­an­legt, eftir að þjóðir heims­ins komu sér­ ­saman um að stemma stigu við mengun af manna­völdum í París undir lok árs­ins, að á­hugi erlendis frá á end­ur­nýj­an­legri orku á Íslandi muni aukast mik­ið. Til þessa hafa íslenskir stjórn­mála­menn ekki sýnt nægi­legan sátta­vilja þegar kemur að því njörva niður ramma­á­ætlun sem segir til um hvað megi virkja og hvað ekki, til­ langrar fram­tíð­ar. Mik­il­vægt er að hún hald­ist óbreytt milli kjör­tíma­bila, svo að sátt geti náðst og lang­tíma­sýn á stöðu mála verði til með ein­hvern grunn sem held­ur.

Hvernig ætli þessi orka, sem Alcoa mun kaupa næstu 33 árin, sé verð­lögð núna? Það er vitað að erlend ríki vilja að sæstrengur sé lagð­ur­ hing­að, og orka seld um hann, á marg­földu verði á við það sem Alcoa kaupir á. Norð­menn hafa þegar klárað póli­tískar rök­ræður um þessi mál, og er það mat stjórn­mála­manna þar, þvert á flokka, að skyn­sam­legt sé fyrir Noreg að selja raf­orku um sæstreng til Evr­ópu­ríkja.

Stjórn­mála­menn munu þurfa að taka afstöðu til þess, hvernig við ætlum að taka þátt í alþjóða­sam­starfi í þessum efn­um, en um leið verja hags­muni lands­ins. Því miður er umræða um þetta stutt kom­in, en hún er aðkallandi.

Það er full þörf á því að minn­ast á það aft­ur, eins og ég ­gerði í síð­asta pist­li, að margir þeir sem gagn­rýndu við­skipta­samn­ing­inn við Alcoa, mál­efna­lega og af festu - sam­hliða nátt­úru­vernd­ar­bar­áttu - fengu yfir sig miklar skammir og oft yfir­læt­is­fullar aðdrótt­an­ir. Guð­mundur Páll Ólafs­son heit­inn, nátt­úru­fræð­ingur og rit­höf­und­ur, er meðal þeirra.

Nú liggur það fyr­ir, sjö árum eftir að orku­sala frá­ Kára­hnjúka­virkjun hóf­st, að stjórn­mála­menn sáu til þess að stórum hluta af orku­auð­lindum þjóð­ar­innar var ráð­stafað í þágu hags­muna hlut­hafa Alcoa.

Kom­andi kyn­slóðir munu spyrja sig spurn­inga

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um virkj­un­ar­á­formin hefði skapað grunn að sátt um ­nið­ur­stöð­una, og gefið kom­andi kyn­slóðum betri grunn til þess að meta hvern­ig þessir við­skipta­samn­ingar komu til. Því miður var Ólafur Ragnar ekki búinn að ­færa hug­ann að þessum mögu­leika árið 2002, þó það hafi breyst skömmu síð­ar­ þegar hags­munir fjöl­miðla­lag­anna voru und­ir. Hvað veldur því, er erfitt að segja, en eng­inn vafi á því í hvoru mál­inu voru meiri hags­munir undir fyrir almenn­ing og hvort málið var umdeild­ara meðal þjóð­ar­inn­ar.

En nú heyrir það upp á stjórn­mála­menn, og þau sem að því stóðu, að treysta við­skiptin við Alcoa í sessi með lög­um, og ráð­stafa stórum hluta af orku­auð­lindum þjóð­ar­innar í leið­inni, að tala skýrt um hvernig staðan horfir við og hvort þessi við­skipti voru skyn­sam­leg eða ekki. Getur verið að Alcoa hafi gert ótrú­legan samn­ing við íslenska stjórn­mála­menn, sem almenn­ingur tapar á og kom­andi kyn­slóð­ir?

Voru þetta góð við­skipti? Voru þessi þús­und störf dýru verði keypt eða ekki? Höfðu Guð­mundur Páll, og fleiri sem gagn­rýndu við­skiptin við Alcoa - og máttu þola skít og skömm fyrir - rétt ­fyrir sér? Þessum spurn­ingum þarf að svara, og von­andi verða þau sem stóðu að við­skipta­samn­ing­un­um, fyrir hönd almen­ings, óhrædd við að bera gögn á borð máli sínu til stuðn­ings í þetta skipt­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None