Styttist í tilkynningu Össurar, Þorgerðar Katrínar og Andra Snæs

Forsetaframbjóðendur
Auglýsing

Ákvörðun Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, um að bjóða sig ekki fram í emb­ætti for­seta Íslands, sem Kjarn­inn greindi frá í morg­un, mun án vafa gera ákvörðun ýmissa sem velt hafa fyrir sér fram­boð­i auð­veld­ari. Afstaða Katrínar ætti raunar ekki að koma neinum mikið á óvart. Hún­ ­sagði fyrst frá því fyrir tæpu ári síðan að hún sæi sig ekki fyrir sér í emb­ætt­in­u. Í byrjun jan­úar sagði hún svo, í sam­tali við Kjarn­ann, að hún hefði fram­boð ekki í hyggju.

Afdrátt­ar­laus neitun hennar í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun tók síðan af allan vafa.

Ýmsir hafa þegar til­kynnt um fram­boð sitt til for­seta. Á með­al­ þeirra eru Ari Jós­eps­son, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Heimir Örn Hólmars­son, Ást­þór ­Magn­ús­son, Hildur Þórð­ar­dóttir og nú síð­ast sjúkra­hús­prest­ur­inn Vig­fús Bjarn­i Al­berts­son. Þor­gímur Þrá­ins­son, Sturla Jóns­son, Linda Pét­urs­dótt­ir, Sig­rún­ ­Stef­áns­dótt­ir, Stefán Jón Haf­stein og Hrannar Pét­urs­son hafa öll lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram. Flest þeirra er þó sem stendur ekki talin eiga mik­inn mögu­leika á að sigra í for­seta­kosn­ing­unum 25. júní næst­kom­andi.

Auglýsing

Þekkt­ustu nöfnin sem liggja undir feldi eiga þó enn öll eftir að segja af eða á. Nú þegar Katrín hefur gefið fram­boð algjör­lega frá sér er ljóst að ­stytt­ast fer í til­kynn­ingar þeirra. 

Fjórir virð­ast hafa lagt mesta vinnu í að láta ráð­gjafa meta ­mögu­leika sína, athugað með fjár­mögnun kosn­inga­bar­áttu og þreifað leynt og ­ljóst fyrir sér eftir stuðn­ingi við mögu­legt fram­boð. Þar ber fyrst að nefna Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fyrrum vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún­ ­sagði Kjarn­anum 23. febr­úar að hún væri að íhuga fram­boð og þeir sem þekkja til­ ­segja að Þor­gerður Katrín hafi m.a. viljað bíða eftir nið­ur­stöðu Katrín­ar Jak­obs­dóttur áður en hún til­kynnti um sína ákvörð­un. Lík­urnar á fram­boði henn­ar hafa því auk­ist til muna eftir dag­inn í dag.

Halla Tóm­as­dótt­ir, athafna­kona og einn stofn­enda Auðar Capital, er einnig að íhuga fram­boð og hefur unnið tölu­verða grunn­vinnu við að greina ­stuðn­ing við það. Ljóst er að hún og Þor­gerður Katrín munu að mörgu leyti fiska í sömu tjörn eftir atkvæðum og því verður áhuga­vert að sjá hvor verður á und­an­ að til­kynna.

Nokkuð ljóst þykir að Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­mað­ur­ ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hyggur á for­seta­fram­boð, þótt hann sé enn þög­ull sem gröfin um mál­ið. Hann hefur kannað mögu­legan ­stuðn­ing við það víða, bæði innan stjórn­mála og atvinnu­lífs, auk þess sem þekktir almanna­tenglar hafa verið kall­aðir til í verk­efn­ið. Öss­uri er því ör­ugg­lega létt að Katrín sé hætt við.

Að lokum ber að nefna Andra Snæ Magna­son, en lík­urnar á hans fram­boði aukast með hverjum deg­inum sem hann slær það ekki end­an­lega af. Rúm­ir t­veir mán­uðir eru síðan að hann sagði í við­tali við Frétta­blaðið að hann hefð­i hugsað alvar­lega um for­seta­fram­boð. Við blasti að Andri Snær myndi ekki fara á móti Katrínu Jak­obs­dótt­ur, enda áherslu­mál þeirra sam­bæri­leg og þéttasta stuðn­ings­netið það sama. Því enn ein hindr­unin milli hans og for­seta­fram­boðs horfin eftir dag­inn í dag.

Tíma­setn­ing fram­boðstil­kynn­ingar getur skipt öllu máli og í bak­her­berg­inu er því spáð að stóru fram­bjóð­end­urnir muni til­kynna um áform sín seinni hluta mars­mán­að­ar. Svo þjóðin geti smjattað á þeim í ferm­ing­ar­veislu­ver­tíð­inni sem framundan er. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None