Styttist í tilkynningu Össurar, Þorgerðar Katrínar og Andra Snæs

Forsetaframbjóðendur
Auglýsing

Ákvörðun Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, um að bjóða sig ekki fram í emb­ætti for­seta Íslands, sem Kjarn­inn greindi frá í morg­un, mun án vafa gera ákvörðun ýmissa sem velt hafa fyrir sér fram­boð­i auð­veld­ari. Afstaða Katrínar ætti raunar ekki að koma neinum mikið á óvart. Hún­ ­sagði fyrst frá því fyrir tæpu ári síðan að hún sæi sig ekki fyrir sér í emb­ætt­in­u. Í byrjun jan­úar sagði hún svo, í sam­tali við Kjarn­ann, að hún hefði fram­boð ekki í hyggju.

Afdrátt­ar­laus neitun hennar í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun tók síðan af allan vafa.

Ýmsir hafa þegar til­kynnt um fram­boð sitt til for­seta. Á með­al­ þeirra eru Ari Jós­eps­son, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Heimir Örn Hólmars­son, Ást­þór ­Magn­ús­son, Hildur Þórð­ar­dóttir og nú síð­ast sjúkra­hús­prest­ur­inn Vig­fús Bjarn­i Al­berts­son. Þor­gímur Þrá­ins­son, Sturla Jóns­son, Linda Pét­urs­dótt­ir, Sig­rún­ ­Stef­áns­dótt­ir, Stefán Jón Haf­stein og Hrannar Pét­urs­son hafa öll lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram. Flest þeirra er þó sem stendur ekki talin eiga mik­inn mögu­leika á að sigra í for­seta­kosn­ing­unum 25. júní næst­kom­andi.

Auglýsing

Þekkt­ustu nöfnin sem liggja undir feldi eiga þó enn öll eftir að segja af eða á. Nú þegar Katrín hefur gefið fram­boð algjör­lega frá sér er ljóst að ­stytt­ast fer í til­kynn­ingar þeirra. 

Fjórir virð­ast hafa lagt mesta vinnu í að láta ráð­gjafa meta ­mögu­leika sína, athugað með fjár­mögnun kosn­inga­bar­áttu og þreifað leynt og ­ljóst fyrir sér eftir stuðn­ingi við mögu­legt fram­boð. Þar ber fyrst að nefna Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fyrrum vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún­ ­sagði Kjarn­anum 23. febr­úar að hún væri að íhuga fram­boð og þeir sem þekkja til­ ­segja að Þor­gerður Katrín hafi m.a. viljað bíða eftir nið­ur­stöðu Katrín­ar Jak­obs­dóttur áður en hún til­kynnti um sína ákvörð­un. Lík­urnar á fram­boði henn­ar hafa því auk­ist til muna eftir dag­inn í dag.

Halla Tóm­as­dótt­ir, athafna­kona og einn stofn­enda Auðar Capital, er einnig að íhuga fram­boð og hefur unnið tölu­verða grunn­vinnu við að greina ­stuðn­ing við það. Ljóst er að hún og Þor­gerður Katrín munu að mörgu leyti fiska í sömu tjörn eftir atkvæðum og því verður áhuga­vert að sjá hvor verður á und­an­ að til­kynna.

Nokkuð ljóst þykir að Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­mað­ur­ ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hyggur á for­seta­fram­boð, þótt hann sé enn þög­ull sem gröfin um mál­ið. Hann hefur kannað mögu­legan ­stuðn­ing við það víða, bæði innan stjórn­mála og atvinnu­lífs, auk þess sem þekktir almanna­tenglar hafa verið kall­aðir til í verk­efn­ið. Öss­uri er því ör­ugg­lega létt að Katrín sé hætt við.

Að lokum ber að nefna Andra Snæ Magna­son, en lík­urnar á hans fram­boði aukast með hverjum deg­inum sem hann slær það ekki end­an­lega af. Rúm­ir t­veir mán­uðir eru síðan að hann sagði í við­tali við Frétta­blaðið að hann hefð­i hugsað alvar­lega um for­seta­fram­boð. Við blasti að Andri Snær myndi ekki fara á móti Katrínu Jak­obs­dótt­ur, enda áherslu­mál þeirra sam­bæri­leg og þéttasta stuðn­ings­netið það sama. Því enn ein hindr­unin milli hans og for­seta­fram­boðs horfin eftir dag­inn í dag.

Tíma­setn­ing fram­boðstil­kynn­ingar getur skipt öllu máli og í bak­her­berg­inu er því spáð að stóru fram­bjóð­end­urnir muni til­kynna um áform sín seinni hluta mars­mán­að­ar. Svo þjóðin geti smjattað á þeim í ferm­ing­ar­veislu­ver­tíð­inni sem framundan er. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None