Styttist í tilkynningu Össurar, Þorgerðar Katrínar og Andra Snæs

Forsetaframbjóðendur
Auglýsing

Ákvörðun Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, um að bjóða sig ekki fram í emb­ætti for­seta Íslands, sem Kjarn­inn greindi frá í morg­un, mun án vafa gera ákvörðun ýmissa sem velt hafa fyrir sér fram­boð­i auð­veld­ari. Afstaða Katrínar ætti raunar ekki að koma neinum mikið á óvart. Hún­ ­sagði fyrst frá því fyrir tæpu ári síðan að hún sæi sig ekki fyrir sér í emb­ætt­in­u. Í byrjun jan­úar sagði hún svo, í sam­tali við Kjarn­ann, að hún hefði fram­boð ekki í hyggju.

Afdrátt­ar­laus neitun hennar í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun tók síðan af allan vafa.

Ýmsir hafa þegar til­kynnt um fram­boð sitt til for­seta. Á með­al­ þeirra eru Ari Jós­eps­son, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Heimir Örn Hólmars­son, Ást­þór ­Magn­ús­son, Hildur Þórð­ar­dóttir og nú síð­ast sjúkra­hús­prest­ur­inn Vig­fús Bjarn­i Al­berts­son. Þor­gímur Þrá­ins­son, Sturla Jóns­son, Linda Pét­urs­dótt­ir, Sig­rún­ ­Stef­áns­dótt­ir, Stefán Jón Haf­stein og Hrannar Pét­urs­son hafa öll lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram. Flest þeirra er þó sem stendur ekki talin eiga mik­inn mögu­leika á að sigra í for­seta­kosn­ing­unum 25. júní næst­kom­andi.

Auglýsing

Þekkt­ustu nöfnin sem liggja undir feldi eiga þó enn öll eftir að segja af eða á. Nú þegar Katrín hefur gefið fram­boð algjör­lega frá sér er ljóst að ­stytt­ast fer í til­kynn­ingar þeirra. 

Fjórir virð­ast hafa lagt mesta vinnu í að láta ráð­gjafa meta ­mögu­leika sína, athugað með fjár­mögnun kosn­inga­bar­áttu og þreifað leynt og ­ljóst fyrir sér eftir stuðn­ingi við mögu­legt fram­boð. Þar ber fyrst að nefna Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fyrrum vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún­ ­sagði Kjarn­anum 23. febr­úar að hún væri að íhuga fram­boð og þeir sem þekkja til­ ­segja að Þor­gerður Katrín hafi m.a. viljað bíða eftir nið­ur­stöðu Katrín­ar Jak­obs­dóttur áður en hún til­kynnti um sína ákvörð­un. Lík­urnar á fram­boði henn­ar hafa því auk­ist til muna eftir dag­inn í dag.

Halla Tóm­as­dótt­ir, athafna­kona og einn stofn­enda Auðar Capital, er einnig að íhuga fram­boð og hefur unnið tölu­verða grunn­vinnu við að greina ­stuðn­ing við það. Ljóst er að hún og Þor­gerður Katrín munu að mörgu leyti fiska í sömu tjörn eftir atkvæðum og því verður áhuga­vert að sjá hvor verður á und­an­ að til­kynna.

Nokkuð ljóst þykir að Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­mað­ur­ ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hyggur á for­seta­fram­boð, þótt hann sé enn þög­ull sem gröfin um mál­ið. Hann hefur kannað mögu­legan ­stuðn­ing við það víða, bæði innan stjórn­mála og atvinnu­lífs, auk þess sem þekktir almanna­tenglar hafa verið kall­aðir til í verk­efn­ið. Öss­uri er því ör­ugg­lega létt að Katrín sé hætt við.

Að lokum ber að nefna Andra Snæ Magna­son, en lík­urnar á hans fram­boði aukast með hverjum deg­inum sem hann slær það ekki end­an­lega af. Rúm­ir t­veir mán­uðir eru síðan að hann sagði í við­tali við Frétta­blaðið að hann hefð­i hugsað alvar­lega um for­seta­fram­boð. Við blasti að Andri Snær myndi ekki fara á móti Katrínu Jak­obs­dótt­ur, enda áherslu­mál þeirra sam­bæri­leg og þéttasta stuðn­ings­netið það sama. Því enn ein hindr­unin milli hans og for­seta­fram­boðs horfin eftir dag­inn í dag.

Tíma­setn­ing fram­boðstil­kynn­ingar getur skipt öllu máli og í bak­her­berg­inu er því spáð að stóru fram­bjóð­end­urnir muni til­kynna um áform sín seinni hluta mars­mán­að­ar. Svo þjóðin geti smjattað á þeim í ferm­ing­ar­veislu­ver­tíð­inni sem framundan er. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None