Kynþáttahatari vill verða valdamesti maður heims

Mikil spennan einkennir nú stöðu mála í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Magnús Halldórsson hefur fylgst með uppgangi hins fordómafulla Donalds Trumps úr návígi.

Auglýsing

Á meðan Don­ald Trump veður áfram í kosn­inga­bar­áttu sinn­i, ­með byr í segl­um, er flokks­for­ysta Repúblik­ana allt annað en róleg. Hún er sögð vera að stilla saman strengi til að koma í veg fyrir að Trump verði full­trú­i ­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber. Sá sem leiðir hóp for­ystu­manna Repúblik­ana er Paul Ryan, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, og ­fyrr­ver­andi vara­for­seta­efni flokks­ins.

Það sem fyllti mæl­inn hjá Ryan var þegar Trump neit­aði að fjar­lægja sig kyn­þátta­höt­urum í Ku Klux Klan sam­tök­un­um. Eftir að hafa ­gagn­rýnt Trump fyrir glanna­legar yfir­lýs­ingar í nokkur skipti, meðal ann­ar­s þegar hann lagði til að múslimum yrði bannað að koma til Banda­ríkj­anna, virð­is­t Ryan hafa misst algjör­lega þol­in­mæð­ina gagn­vart for­dóma­fullum við­horfum Trumps, og freistar þess nú að koma í veg fyrir að hann verði sá sem leiði Repúblikana í kosn­inga­bar­átt­unni.

Erfið staða

En hvernig er það hægt, ef Trump kemur á fund Repúblikana, þar sem end­an­lega mun koma í ljós hvaða full­trúar flokks­ins verða í far­ar­brodd­i í kosn­ing­un­um? Trump þarf að ná 1.237 kjör­mönnum til að vera með meiri­hluta á lands­fundi Repúblik­ana. Ef það tekst ekki þá opn­ast mögu­leiki fyrir aðra fram­bjóð­end­ur, til að styðja annan en Trump, alveg óháð því hversu mikla sigr­a Trump hefur unnið í ríkikj­un­um. Þannig geta kjör­menn ann­arra fram­bjóð­enda en Trump sam­ein­ast gegn honum og stöðvað sig­ur­göngu hans.

Flokk­ur­inn á hvolfi

Einn virt­asti blaða­maður Banda­ríkj­anna sem skrifar um ­stjórn­mála, Philip Bump, segir í grein á vef The Was­hington Post í dag, að þessar áhyggjur sem for­ysta Repúblik­ana hefur af vin­sældum Trumps séu um marg­t ein­stakar fyrir flokk­inn. Rökin gegn Trump sem oft eru dregin upp, það er að hann njóti ekki vin­sælda hjá flokks­mönn­um, einkum for­yst­unni, eru ekki nægi­lega ­sterk þegar töl­urnar eru skoð­að­ar.

Auglýsing

Í fyrra hafði Trump ekki svo mik­inn stuðn­ing innan flokks­ins, en þetta hefur breyst mikið á síð­ustu sex mán­uð­um. Nú virð­ist and­staðan við Trump vera að magn­ast hjá ­for­yst­unni, á sama tíma og vin­sæld­irnar hjá almennum flokks­mönnum hafa auk­ist. Þetta hefur þau áhrif að for­ystan hefur ein­angr­ast innan flokks­ins, og í þing­inu minnkar slag­kraftur þess.

Bump segir í grein­ingu sinni að töl­urnar séu bæði með og á móti Trump, því séu kosn­ing­arnar árið 2012 skoð­að­ar, og hvernig fylgið þró­að­ist hjá Mitt Rom­ney – sem nú er svar­inn and­stæð­ingur Trumps – þá getur brugðið til­ beggja vona, verði Trump útnefndur full­trúi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um. Þá ­gæti haf­ist nið­ur­lægj­andi veg­ferð fyrir flokk­inn, þar sem sam­stöðu­leysið yrð­i ­fyrir allra aug­um, sem myndi leiða til afger­andi sig­urs Demókrata, lík­lega Hill­ary Clinton eins og mál standa nú.

Donald Trump, að éta kjöt.

Upp­risan gegn for­dómum

Trump kemur úr heimi við­skipt­anna og hefur alla tíð ver­ið ­með silf­ur­skeið í munni, ef svo má að orði kom­ast. Eignir hans eru metnar á 4,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 600 millj­örðum króna. Þær eru að mest­u bundnar í fast­eign­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum For­bes, og að grunni til fékk hann þær í arf frá fjöl­skyldu sinni.



Aðeins einn stjórn­ma­ála­mað­ur í Banda­ríkj­unum er rík­ari en hann, og hann hefur opin­ber­lega gefið það út að hann ætli ekki að taka þátt í for­setaslagn­um. Það er Mich­ael Bloomberg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York, en ­eignir hans eru metnar á 40 millj­arða Banda­ríkja­dala, og er hann í hópi ríkust­u ­manna Banda­ríkj­anna. Hann lýsti því yfir á blaða­manna­fundi að hann vildi ekki verða til þess að gera „Trump eða Cruz“ að for­seta, með því að taka mögu­lega ­fylgi af Hill­ary Clinton eða Bernie Sand­ers.

Eins ótrú­lega að það  k­ann að hljóma þá hefur Trump, sem fyrir minna en ári síðan þótti ver­a ­full­trúi við­skipta­el­ít­unnar í kosn­inga­bar­átt­unni, tek­ist að mála sig nánast al­veg út í horn hjá „el­ít­unni“ á stjórn­mála­svið­inu. Hún er nú, þvert á flokka, í kappi við tím­ann til að gera honum ómögu­legt að verða for­seti Banda­ríkj­anna, ­sam­kvæmt grein­gum sem  birt­ast í fjöl­miðlum hér.



Hann hefur víð­tækan stuðn­ing hjá sér­trú­ar­söfn­uðum og hinum ýmsu sam­tökum sem Repúblikanar hafa þurft að hafa mikið fyrir að fjar­lægja sig, og standa Ku Klux Klan sam­tökin þar upp úr.

Upp­risa for­yst­unnar er upp­risa gegn for­dómunum

Eins og Ryan og John McCain hafa bent á, þá á að Repúblikana­flokk­ur­inn á að vera opinn fyrir öllum kyn­þáttum og trú­ar­brögð­um. Vissu­lega hefur mátt grein vafasöm sjón­ar­mið í gras­rót Repúblikana, í gegnum tíð­ina, en eng­inn lík­legur for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins flokks­ins hefur talað með við­líka hætti og Trump gerir nú. Sá sem kemst næstur er Ted Cruz, sem er næstur á eftir Trump í röð­inni eins og mál standa nú.

Það að neita að fjar­lægja sig for­ystu Ku Klux Klan, kalla alla Mexíkóa nauð­gara og eit­ur­lyfja­smygl­ara og vilja setja upp vegg á landa­mærum, og banna múslium að koma til Banda­ríkj­anna og vera þar, er skýrt merki um eitt.

Það er yfir­lýstur kyn­þátta­hat­ari að reyna að verða ­valda­mesti maður heims, á við­kvæmum tíma­punkti í heim­in­um.

Sjálf­sagt að koma mót­mælum á fram­færi

Von­andi hafa íslenskir ráða­menn kjark til þess að mót­mæla með ákveðnum hætt­i þessum frá­leitu og vit­firrtu stefnu­málum Trumps. Þó ekki nema í virð­ing­ar­skyn­i við múslima á Íslandi, svarta og aðra þá sem Trump talar gegn. Hann er ekki að tala bara gegn Banda­ríkja­mönnum heldur öllum þeim sem vilja koma þangað og ver­a þar, til dæmis við nám og störf.

Það eru dæmi fyrir kröft­ug­legum mót­mælum gegn Trump og mál­flutn­ingi hans, og má ­nefna stjórn­mála­menn í Bret­landi því til stað­fest­ing­ar. Hinn lit­ríki borg­ar­stjóri í London, Boris John­son, hefur farið þar fremstur í flokki. Bæði með því að beita húmorn­um, en einnig á alvar­legri nótum þegar honum hefur gef­ist kostur á því. Hann áttar sig á því að Trump er að tala með niðr­andi hætti um millj­ónir Breta líka.

Kyn­þátta­hatur eins og sést hjá Trump – sem for­ysta Repúblik­ana er nú orð­in laf­hrædd við – er alvar­legt mál og varðar okkur öll, því mið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None