Almenningur horfir á forsætisráðherra tæta niður traustið á stjórnmálunum

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra stendur í ströngu, en í morgun sagð­ist hann í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni „hlakka til“ þess ef fram kæmi á hann van­traust­til­laga á Alþingi. Ástæðan eru upp­lýs­ingar um félagið Wintris sem eig­in­kona hans á, en það er skráð á Bresku jóm­frú­areyj­unum og lýsti það um 500 millj­óna kröfu í bú hinna föllnu banka, Kaup­þings, Lands­bank­ans og Glitn­is, eins og kunn­ugt er, og hefur verið rætt mikið að und­an­förn­u. 

Eitt af því sem for­sæt­is­ráð­herr­ann nefndi í við­tal­inu í þætt­inum Sprengisandi, voru eft­ir­far­andi orð, þegar hann var spurður út í það, hvort hann ótt­að­ist van­traust­til­lögu frá þing­mönnum á Alþingi vegna máls­ins, einkum hinum aug­ljósu spurn­ingum sem vakna um van­hæfi for­sæt­is­ráð­herra til að koma að málum þar sem per­sónu­legir hags­munir hans voru und­ir. „Heldur betur ekki. Þetta er alveg kjörið tæki­færi til þess að ræða árangur þess­arar rík­is­stjórn­ar. Hvaða árangri hún hefur náð og bera það saman við aðra og hverju þeir hafa skil­að,“ sagði Sig­mundur Dav­íð, kok­hraust­ur. 

Það sem Sig­mundur Davíð virð­ist ekki átta sig á, þegar þetta mál er ann­ars veg­ar, er að það snýst aðeins að litlu leyti um hann, eig­in­konu hans eða Fram­sókn­ar­flokk­inn, þar sem hann er for­mað­ur. Það hefur ekki þurft þetta mál til þess að minnka fylgið við flokk­inn úr 29,6 pró­sentum skömmu fyrir kosn­ing­arnar 2013 niður í ell­efu pró­sent nú, sé mið tekið af könn­unum GallupMálið snýst mun frekar um almenn­ing og hvernig stjórn­mála­menn fara með umboðið sem þeir fá í lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. Þegar það stendur til að lýsa yfir van­trausti á for­sæt­is­ráð­herra, á grund­velli þess að hann hafi haldið leyndum per­sónu­legum hags­munum fjöl­skyldu sinnar er tengj­ast mál­efni sem hann var með putt­ann í ásamt trún­að­ar­mönnum sín­um, þá er það ekk­ert gaman mál fyrir almenn­ing. Þetta kemur í reynd flokkspóli­tískum atriðum lítið sem ekk­ert við, og því eru varn­ar­orð póli­tískra sam­herja for­sæt­is­ráð­herra nær alveg mark­laus.Það eru stjórn­mála­menn almenn­ings sem eru að deila um þessi mál, og for­sæt­is­ráð­herra getur ekki per­sónu­gert upp­legg van­traust­til­lög­unn­ar, bara til þess að geta rætt um hvernig þróun mála hefur verið í efna­hags­líf­inu frá því rík­is­stjórn hans tók við. Það er ekki rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra að van­traust­til­laga sé „kjörið tæki­færi“ til að ræða um árangur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Efn­is­lega ættu umræður um hana aðeins að snúa að því, hvort for­sæt­is­ráð­herra hafi verið hæfur þegar að fyrr­nefndu máli kom, og hvort það hafi ekki verið óeðli­legt að halda per­sónu­legum hags­munum fjöl­skyldu hans leyndum fyrir þingi og þjóð. Ekk­ert annað ætti að kom­ast að í þessum umræðum en þessi atriði.Ef það verður gerð til­raun til þess að snúa þessu alvar­lega máli upp í póli­tíska varn­ar­leik­sýn­ingu - eins og margt bendir til að sé verið að reyna að gera - þá mun það tæta niður traust almenn­ings á stjórn­mál­unum enn frek­ar. Sig­mundur Davíð hefur dregið veru­lega úr traustinu nú þeg­ar, með því að neita að ræða við fjöl­miðla um málið í tíu daga - nema með útvöldum und­an­tekn­ingum og í gegnum ein­hliða yfir­lýs­ing­ar. Slíkt gera bara óör­yggir stjórn­mála­menn.Það er veru­legt áhyggju­efni að for­sæt­is­ráð­herra skuli gera þetta - og svara fyrir málið eins og hann hefur gert - það er til marks um að sam­tal við þjóð­ina sé ekki í góðum far­vegi.

AuglýsingErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None