Fjármálaþjónusta við almenning í nýjum og gömlum farvegi

Auglýsing

Á örskömmum tíma hefur fjár­mála­geir­inn á Íslandi breyst, og ­lent svo til allur í fang­inu á íslenska rík­inu. Upp­gjörið við slita­bú­in, á grunni samn­ings­stöð­unnar sem neyð­ar­lögin og fjár­magns­höftin sköp­uðu, er stærsta ástæð­an. Ríkið á nú rúm­lega 98 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, stærsta banka Íslands, allt hlutafé Íslands­banka, ­Í­búða­lána­sjóð, Byggða­stofn­un, LÍN, 13 pró­sent hlut í Arion banka og auk þess smærri ­eign­ar­hluti í spari­sjóð­u­m. 

Til við­bótar á ríkið síðan stóra eign­ar­hluti í mörgum félög­um, sem eru und­ir­ Lind­ar­hvoli ehf., félagi íslenska rík­is­ins. Því félagi til­heyra eign­ar­hlut­ir ­mörgum félög­um. ALMC eign­ar­halds­fé­lag ehf., AuЭur I fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur, Bru II Venture Capi­tal Fund, DOHOP, Eim­skip hf., Eyrir ehf., Inter­net á Íslandi, Klakki ehf., Lyfja hf., Nýi Norð­ur­turn­inn ehf., Reit­ir hf., S Hold­ing ehf., SAT eign­ar­halds­fé­lag hf., SCM ehf. og Sím­inn hf. Eign­ir­hlutir í öllum þessum félögum eru nú í hönd­um ­rík­is­ins.

Á hendi rík­is­ins

Það sem verður að telj­ast óvenju­legt, er að að hefð­bundin við­skipta­banka­þjón­usta, svo sem íbúða­lán og slíkt, er nú komin að miklu leyti á hendi rík­is­ins. Allt er komið í sama far­veg­inn og var fyrir hendi á árum áður. 

Auglýsing

En ­kjörin eru þó mis­mun­andi eftir fyr­ir­tækj­um. Íbúa­lána­sjóður er með lökust­u ­kjörin af rík­is­fyr­ir­tækj­un­um. Býður 4,2 pró­sent fasta verð­tryggða vext­i, há­marks­lán 24 millj­ónir og 80 pró­sent veð­hlut­fall. 

Lands­bank­inn býður fjöl­breytt­ari kjör, verð­tryggt og óverð­tryggt. Óverð­tryggt á föstum 7,45 pró­sent vöxtum í fimm ár, óverð­tryggt á föstum 7,3 pró­sent vöxtum í þrjú ár og síðan óverð­tryggða breyti­lega vexti, 7,25 pró­sent. Verð­tryggð lán á breyti­leg­um vöxtum eru á 3,65 pró­sent vöxtum og lán með föstum vöxtum til fimm ára eru með­ 3,85 pró­sent vöxt­um. Lán­tak­endur geta svo tekið blönduð lán, þar sem hlut­i láns­ins er óverð­tryggður og hinn verð­tryggð­ur. Allt eftir óskum og þörf­um. Hámarks­veð­hlut­fall er 85 pró­sent.

Færum okkur þá til hins rík­is­bank­ans, Íslands­banka. Þar eru breyti­leg­ir  vextir 7,25 pró­sent á óverð­tryggðu lán­i, f­astir óverð­tryggðir vextir í þrjú ár eru ­með 7,25 pró­sent vöxtum og fastir óverð­tryggðir vextir til fimm ára eru 7,35 ­pró­sent. Verð­tryggð hús­næð­is­lán eru svo með 3,85 pró­sent vöxt­um. Hámarks­veð­fhlut­fall er 90 pró­sent, en þó aðeins í unda­tekn­ing­ar­til­vikum við kaup á fyrstu íbúð.

Lang­bestu kjörin hjá líf­eyr­is­sjóð­unum

Það er ágætt fyrir neyt­endur að hafa hinu ýmsu ­mögu­leika, en það er eðli­legt að spyrja að því hvort þetta sé eðli­leg staða og þá hvort ríkið geti hag­rætt og bætt láns­kjörin eitt­hvað með því, t.d. Þarf að dreifa þessum kröftum svona, þegar kemur að fjár­mála­þjón­ustu? Sann­gjarnt er að spyrja að því hvort ekki sé hægt að end­ur­skipu­leggja kerf­ið. Ég fæ stundum á til­finn­ing­una að það sé eitt­hvað ofur­við­kvæmt að ræða um það, að hag­ræð­ing innan banka­kerf­is­ins sé vel mögu­leg. Kannski hræð­ast stjórn­mála­menn að skoða þessi mál og grípa til aðgerða. Hver veit. Arð­semi rekstr­ar­ins er lít­il, sé mið ­tekið af sterkri eig­in­fjár­stöðu. Eigið fé Lands­bank­ans og Íslands­banka er ­sam­tals 460 millj­arðar króna, og Lands­bank­inn er með mesta eigið fé allra ­fyr­ir­tækja í land­inu. Meira en hjá Lands­virkj­un, þar sem eigið fé er ríf­lega 250 millj­arð­ar.

Eins og staða mála er núna bjóða íslenskir líf­eyr­is­sjóðir lang­sam­lega best­u ­kjörin á hús­næð­is­lána­mark­aði. Nefna má til dæmis kjörin hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna. Þar eru verð­tryggð lán á með föstum 3,6 pró­sent vöxt­um, breyti­legum 3,5 pró­sent vöxtum og svo eru  fastir óverð­tryggð­ir vextir til þriggja ára 6,64 pró­sent. Þetta eru miklu betri kjör en ­rík­is­bank­arnir eru að bjóða. Fleiri líf­eyr­is­sjóðir eru að bjóða sam­bæri­leg ­kjör. 

Stjórn­mála­menn ráða för

Gera má ráð fyrir að líf­eyr­is­sjóð­irnir auki mark­aðs­hlut­deild sína jafnt og þétt á næst­unni. Þeir eru ekki settir undir sama reglu­verk og bank­arnir og geta því, ­meðal ann­ars af þeim ástæð­um, boði almenn­ingi betri vexti á hús­næð­is­lán­um. Það er gott fyrir almenn­ing, en ætti líka að gefa stjórn­mála­mönn­um, sem búa til­ ­leik­regl­urnar og smíða rammann um fjár­mála­kerf­ið, til­efni til þess að hugsa um hvernig best sé að haga þessum málum til fram­tíðar lit­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None