Auglýsing

Það hefur verið afar áhuga­vert að fylgj­ast með átökum vegna ­for­seta­kosn­ing­anna, sér­stak­lega eftir að Davíð Odds­son til­kynnti um fram­boð sitt. Margir blaða- og frétta­menn hafa lík­ast til fagnað fram­boði hans, að minnsta ­kosti í hljóði, vegna þess að það myndi alltaf gera bar­átt­una áhuga­verð­ari og fréttnæmari. Fram­boð hans er bein­lín­is at­vinnu­skap­andi.

Ástæðan er sú að Davíð er fyrst og síð­ast stjórnmálamaður, sem hinir fram­bjóð­end­urnir eru ekki. Það var við­búið að taktík hans yrði önnur en þeirra. Og það hefur heldur betur komið á dag­inn að það var rétt mat.

Sú póli­tík sem Davíð og hans nán­asti stuðningshópur stundar má kalla ­merki­miða­póli­tík. Hún snýst um að reyna að festa ákveðna merki­miða (t.d. ES­B-sinni, Ices­a­ve-­stuðningsmaður­, vinstri maður osfr.) á and­stæð­inga sína og láta þá merki­miða síðan verða aðal­at­riðið. Ef fléttan gengur upp þá eyðir andstæðing­ur­inn öll­u­m sínum tíma í að sverja af sér merki­mið­ana. Kast­ljósið bein­ist þá frá aðal­at­rið­inu, hvern­ig ­for­seti við­kom­andi yrði, og fest­ist á auka­at­rið­um. Á meðan er hægt að bjóða upp á sögu­skýr­ingar um afrek Da­víðs sem í besta falli eru margar hverjar afbökun á raun­veru­leik­an­um.

Auglýsing

Varan sem er verið að selja er að þarna sé sterkur og fum­laus leið­togi sem þori að taka ákvarð­anir fyrir þjóð­ina þegar hún eða kjörnir full­trúar hennar á þingi ráða ekki við það. Yfir­burða­manns sem gerir aldrei mis­tök. Og hef­ur aldrei gert slík. Annað en þeir sem bera merki­mið­ana.

Annar hóp­ur, sama tækni

Annar hópur er í svip­aðri bar­áttu um söguna, nýlega dæmdir efna­hags­brota­menn. Sér­stak­lega þeir ­sem tengd­ust Kaup­þingi. Þeir virð­ast vera þess eðlis að per­sónu­leiki þeirra ­leyfir þeim ekki að við­ur­kenna mis­tök. Slíkt myndi splundra sjálfs­mynd þeirra ­sem yfir­burða­manna.

Í stað þess að fara í sjálf­skoðun réð þessi hópur eftir hrun almanna­tengla til að hafa áhrif á umræðu um sig. Þetta kom til að mynda fram í skjali sem merkt var einum þeirra, og fannst við hús­leit yfir­valda hjá grun­uðum brota­manni. Þetta skjal var dag­sett árið 2009.

Á meðal leiða sem þar voru tíund­aðar var að ota ákveðnum mál­u­m ­sem tengd­ust öðrum áber­andi við­skipta- eða banka­mönnum að frétta­mönnum og færa þannig kast­ljósið af ­skjól­stæð­ingum almanna­teng­ils­ins. Í skjal­inu var rætt um að ræsa út blogg­her og nefnt var hverjir til­heyrðu hon­um. Þessi her átt­i að taka mál­stað skjól­stæð­ing­anna þegar mál þeirra voru í brennid­epli eða að tala upp önnur mál sem gætu beint kast­ljós­inu fljótt og örugg­lega ann­að. Skjalið inni­hélt einnig ­upp­lýs­ingar um helstu veik­leika skjól­stæð­ing­anna til að þeir forð­uð­ust að vekja ­sjálfir athygli á þeim. Auk þess voru þar til­tekin ýmis atriði sem gætu gert embætti ­sér­staks sak­sókn­ara, sem rann­sak­aði þá, tor­tryggi­legt.

Þessi hópur eyddi síðan áður óþekktum upp­hæðum í lög­menn til að reyna að halda sér frá­ fang­els­is­vist. Þeir lögðu fram fordæma­laust ­magn af frávís­un­ar­kröfum til að reyna að fá skjól­stæð­inga sína lausa af tækni­legum ástæð­um. Þær snér­ust um auka­at­riði, ekki aðal­at­riði.

Þegar aðilar úr hópnum voru svo sak­felldir í hverju mál­inu á fætur öðru, og hlutu þyngst­u efna­hags­brota­dóma Íslands­sög­unn­ar, þá var ráðist af alefli að dóms­kerf­inu með hjálp val­inna fjöl­miðla með tengsl við hóp­inn. Einn sagði að með því að dæma hann í fang­elsi væri ­samfélagið að bregð­ast ákveðnum þjóð­fé­lags­hópi. Það væri í raun verið að leggja hann í ein­elti. Kerfi, sem dæmdi þessa yfir­burða­menn sem eiga fullt af ­pen­ingum í fang­elsi, væri ó­nýtt. Sama áfell­is­dóm hlaut end­ur­upp­töku­nefnd sem neit­aði að taka aftur upp­ ­mál þeirra og Fang­els­is­mála­stofnun sem neit­aði þeim um að halda fok­dýrt reiðnámskeið fyrir sjálfa sig.

Fjöldi vel borg­aðra ráð­gjafa, almanna­tengla, lög­manna, val­inna ­fjöl­miðla­manna og ann­arra úr innsta hring þessa hóps heldur síðan á loft­i stans­lausum áróðri um hversu illa sé farið með þessa „skarp­greindu menn“ sem njóti „enn mik­illar virð­ingar víða í alþjóð­legu fjár­málaum­hverfi“ sem telja sig aldrei hafa gert nein mis­tök önnur en þau að hafa ekki mætt í nógu mörg við­töl. Þeir beri alla­vega ekki ábyrgð á því að hér­ var hrun.

Aðferða­fræðin sem not­ast er við er kunn­ug­leg. Það eru allskyns ­merki­miðar hengdir á „and­stæð­ing­ana“, engin mis­tök við­ur­kennd og síðan er reynt að selja afbak­aða sögu­skýr­ingu án stoða í raun­veru­leik­an­um. Alveg eins og hjá hirð Dav­íðs.

Í dag eru allir hlið­verðir

Það er síðan skemmti­leg við­bót að þessir tveir hópar sem beita ­nán­ast sömu aðferða­fræð­inni við að koma sínum boð­skap á framfæri, og rétta sinn hlut í sög­unn­i, ­gjör­sam­lega þola ekki hvorn ann­an. Hirð Dav­íðs kennir Kaup­þings­mönnum og hin­um út­rás­ar­vík­ing­unum um hrunið á meðan að þeir kenna Davíð um það.

Vanda­málið við sambærilega á­róð­urs­að­ferð beggja þess­ara hópa er að með henni ná þeir lítið sem ekk­ert út ­fyrir eigin þétta kjarna með mál­flutn­ing sinn. Þeir eru fyrst og síð­ast að tala inn á við, ekki út á við. Þess vegna dýpkar mál­flutn­ing­ur­inn í hverri lotu, en hann breið­ist ekk­ert út. Eina sem ger­ist er að rað­irnar í neð­an­jarð­ar­byrg­in­u þétt­ast.

Í miðri upp­lýs­inga- og tækni­bylt­ingu, sem hefur umbylt aðgengi að upp­lýs­ing­um, geng­ur ­nefni­lega ekki að treysta á að fólk gleypi afbök­un­ina. Það gekk vel á árum áður­ þegar hlið­verðir umræð­unnar voru einn eða tveir rit­stjórar sem stjórn­uðu öllu ­upp­lýs­inga­flæði til almenn­ings og hægt var að vald­hýða eða kaupa til hlýðni. Nú tekur hins vegar örfáar sek­úndur að gúggla sig niður á það hvort heil brú sé í þeim mál­flutn­ingi sem á borð er borin og nokkrar sek­úndur í við­bót að op­in­bera ósann­indi á samfélags­miðl­u­m ef til­efni er til. Og draga mál­flutn­ing­inn sundur og saman í háði í kjöl­far­ið.

Slakur árangur þess­ara tveggja hópa með beit­ingu úr sér­ ­geng­innar aðferðar til að stýra umræðunni sýnir bless­un­ar­lega að það eru mjög jákvæðar hliðar á auk­inni beinni þátt­töku almenn­ings í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni í gegnum sam­fé­lags­miðla og net­ið, þótt vissu­lega hafi sú aukna þátt­taka líka sínar sóða­legu vondu hlið­ar.

Fyrir það má þakka þeim fyr­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None