Auglýsing

Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með átökum vegna forsetakosninganna, sérstaklega eftir að Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt. Margir blaða- og fréttamenn hafa líkast til fagnað framboði hans, að minnsta kosti í hljóði, vegna þess að það myndi alltaf gera baráttuna áhugaverðari og fréttnæmari. Framboð hans er beinlínis atvinnuskapandi.

Ástæðan er sú að Davíð er fyrst og síðast stjórnmálamaður, sem hinir frambjóðendurnir eru ekki. Það var viðbúið að taktík hans yrði önnur en þeirra. Og það hefur heldur betur komið á daginn að það var rétt mat.

Sú pólitík sem Davíð og hans nánasti stuðningshópur stundar má kalla merkimiðapólitík. Hún snýst um að reyna að festa ákveðna merkimiða (t.d. ESB-sinni, Icesave-stuðningsmaður, vinstri maður osfr.) á andstæðinga sína og láta þá merkimiða síðan verða aðalatriðið. Ef fléttan gengur upp þá eyðir andstæðingurinn öllum sínum tíma í að sverja af sér merkimiðana. Kastljósið beinist þá frá aðalatriðinu, hvernig forseti viðkomandi yrði, og festist á aukaatriðum. Á meðan er hægt að bjóða upp á söguskýringar um afrek Davíðs sem í besta falli eru margar hverjar afbökun á raunveruleikanum.

Auglýsing

Varan sem er verið að selja er að þarna sé sterkur og fumlaus leiðtogi sem þori að taka ákvarðanir fyrir þjóðina þegar hún eða kjörnir fulltrúar hennar á þingi ráða ekki við það. Yfirburðamanns sem gerir aldrei mistök. Og hefur aldrei gert slík. Annað en þeir sem bera merkimiðana.

Annar hópur, sama tækni

Annar hópur er í svipaðri baráttu um söguna, nýlega dæmdir efnahagsbrotamenn. Sérstaklega þeir sem tengdust Kaupþingi. Þeir virðast vera þess eðlis að persónuleiki þeirra leyfir þeim ekki að viðurkenna mistök. Slíkt myndi splundra sjálfsmynd þeirra sem yfirburðamanna.

Í stað þess að fara í sjálfskoðun réð þessi hópur eftir hrun almannatengla til að hafa áhrif á umræðu um sig. Þetta kom til að mynda fram í skjali sem merkt var einum þeirra, og fannst við húsleit yfirvalda hjá grunuðum brotamanni. Þetta skjal var dagsett árið 2009.

Á meðal leiða sem þar voru tíundaðar var að ota ákveðnum málum sem tengdust öðrum áberandi viðskipta- eða bankamönnum að fréttamönnum og færa þannig kastljósið af skjólstæðingum almannatengilsins. Í skjalinu var rætt um að ræsa út bloggher og nefnt var hverjir tilheyrðu honum. Þessi her átti að taka málstað skjólstæðinganna þegar mál þeirra voru í brennidepli eða að tala upp önnur mál sem gætu beint kastljósinu fljótt og örugglega annað. Skjalið innihélt einnig upplýsingar um helstu veikleika skjólstæðinganna til að þeir forðuðust að vekja sjálfir athygli á þeim. Auk þess voru þar tiltekin ýmis atriði sem gætu gert embætti sérstaks saksóknara, sem rannsakaði þá, tortryggilegt.

Þessi hópur eyddi síðan áður óþekktum upphæðum í lögmenn til að reyna að halda sér frá fangelsisvist. Þeir lögðu fram fordæmalaust magn af frávísunarkröfum til að reyna að fá skjólstæðinga sína lausa af tæknilegum ástæðum. Þær snérust um aukaatriði, ekki aðalatriði.

Þegar aðilar úr hópnum voru svo sakfelldir í hverju málinu á fætur öðru, og hlutu þyngstu efnahagsbrotadóma Íslandssögunnar, þá var ráðist af alefli að dómskerfinu með hjálp valinna fjölmiðla með tengsl við hópinn. Einn sagði að með því að dæma hann í fangelsi væri samfélagið að bregðast ákveðnum þjóðfélagshópi. Það væri í raun verið að leggja hann í einelti. Kerfi, sem dæmdi þessa yfirburðamenn sem eiga fullt af peningum í fangelsi, væri ónýtt. Sama áfellisdóm hlaut endurupptökunefnd sem neitaði að taka aftur upp mál þeirra og Fangelsismálastofnun sem neitaði þeim um að halda fokdýrt reiðnámskeið fyrir sjálfa sig.

Fjöldi vel borgaðra ráðgjafa, almannatengla, lögmanna, valinna fjölmiðlamanna og annarra úr innsta hring þessa hóps heldur síðan á lofti stanslausum áróðri um hversu illa sé farið með þessa „skarpgreindu menn“ sem njóti „enn mikillar virðingar víða í alþjóðlegu fjármálaumhverfi“ sem telja sig aldrei hafa gert nein mistök önnur en þau að hafa ekki mætt í nógu mörg viðtöl. Þeir beri allavega ekki ábyrgð á því að hér var hrun.

Aðferðafræðin sem notast er við er kunnugleg. Það eru allskyns merkimiðar hengdir á „andstæðingana“, engin mistök viðurkennd og síðan er reynt að selja afbakaða söguskýringu án stoða í raunveruleikanum. Alveg eins og hjá hirð Davíðs.

Í dag eru allir hliðverðir

Það er síðan skemmtileg viðbót að þessir tveir hópar sem beita nánast sömu aðferðafræðinni við að koma sínum boðskap á framfæri, og rétta sinn hlut í sögunni, gjörsamlega þola ekki hvorn annan. Hirð Davíðs kennir Kaupþingsmönnum og hinum útrásarvíkingunum um hrunið á meðan að þeir kenna Davíð um það.

Vandamálið við sambærilega áróðursaðferð beggja þessara hópa er að með henni ná þeir lítið sem ekkert út fyrir eigin þétta kjarna með málflutning sinn. Þeir eru fyrst og síðast að tala inn á við, ekki út á við. Þess vegna dýpkar málflutningurinn í hverri lotu, en hann breiðist ekkert út. Eina sem gerist er að raðirnar í neðanjarðarbyrginu þéttast.

Í miðri upplýsinga- og tæknibyltingu, sem hefur umbylt aðgengi að upplýsingum, gengur nefnilega ekki að treysta á að fólk gleypi afbökunina. Það gekk vel á árum áður þegar hliðverðir umræðunnar voru einn eða tveir ritstjórar sem stjórnuðu öllu upplýsingaflæði til almennings og hægt var að valdhýða eða kaupa til hlýðni. Nú tekur hins vegar örfáar sekúndur að gúggla sig niður á það hvort heil brú sé í þeim málflutningi sem á borð er borin og nokkrar sekúndur í viðbót að opinbera ósannindi á samfélagsmiðlum ef tilefni er til. Og draga málflutninginn sundur og saman í háði í kjölfarið.

Slakur árangur þessara tveggja hópa með beitingu úr sér genginnar aðferðar til að stýra umræðunni sýnir blessunarlega að það eru mjög jákvæðar hliðar á aukinni beinni þátttöku almennings í þjóðfélagsumræðunni í gegnum samfélagsmiðla og netið, þótt vissulega hafi sú aukna þátttaka líka sínar sóðalegu vondu hliðar.

Fyrir það má þakka þeim fyrir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None