Góðæris heiður himinn, eða hvað?

Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Hag­kerfið íslenska sner­i við úr sam­drætti og djúpri lægð á síð­ari hluta árs­ins 2010. Síðan þá hafa flestir hag­vísar á Íslandi þró­ast jafn og þétt í rétta átt. Hér hefur ver­ið ­sam­felldur hag­vöxt­ur, atvinnu­leysi hefur minnkað jafnt og þétt, hagur heim­ila og atvinnu­lífs að jafn­aði batn­að, skuldir lækkað og afkoma rík­is­ins hefur ver­ið í jafn­vægi eða plús síðan 2013.

Enda er nú svo komið að farið er að bera á gam­al­kunn­ugum og ónota­legum belg­ingi um að hér sé allt að ­ganga svo miklu betur en ann­ars stað­ar, við séum að kom­ast í öfunds­verða stöð­u og ekk­ert annað en blóma­breiður séu framund­an. Þá staldrar und­ir­rit­aður við. Er að læð­ast aftan að okkur sama gagn­rýn­is- og and­vara­leysið og fór svo illa með­ okkur árin fyrir hrunið 2008? Ég minn­ist and­rúms­lofts­ins og umræð­unnar 2005, 2006 og í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 2007. Þegar reynt var að benda á hættu­merkin og alla mæl­ana sem stóðu á rauðu var maður sak­aður um ­svart­sýn­is­raus og að sjá ekki veisl­una. Svo fór sem fór.

Til að fyr­ir­byggja allan mis­skiln­ing þá gleðst und­ir­rit­aður á hverjum degi yfir því sem enn er að sýna og sanna að efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands, sem með ærinni fyr­ir­höfn tókst að ýta af stað á árinu 2010, er enn að ganga vel. En engu að síður ætla ég mér ekki frekar nú en fyrr að sofa á verð­in­um. Bitur reynsla ætti að hafa kennt okk­ur Ís­lend­ingum lex­íu. Það er ekki síður og kannski fyrst og fremst þegar við höldum að allt leiki í lyndi og trúum því að við siglum góð­ær­is­byr, sem við ­gerum mis­tökin og klúðrum hag­stjórn­inni. Enn er til­tölu­lega heiður him­inn, en hyggjum að eft­ir­far­andi skýjum við sjón­deild­ar­hring:

Auglýsing

Skoðað í skýin

1) Vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn er nú nei­kvæður mánuð eftir mán­uð. Þ.e., við flytjum minni verð­mæti út í formi varn­ings en við flytjum inn. Fyrstu fjóra mán­uði árs­ins var halli á vöru­við­skiptum tæp­lega 31 millj­arður króna en á sama tíma­bili í fyrra var af­gangur uppá tæpa 9 millj­arða. Sem sagt, sveifla til hins verra sem nemur 40 millj­örðum frá fyrra ári. Ef ekki væri hinn ævin­týra­legi vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar og mik­ill afgangur af þjón­ustu­við­skiptum væru þetta gam­al­kunnug hættu­merki og eru það auð­vitað enn, því ferða­þjón­usta og þjón­ustu­við­skipti almennt eru ­kvik­ari starf­semi en rógróin fram­leiðslu­starf­semi.

2) Þó verð­bólga sé enn lág og vel undir við­mið­un­ar­mörkum þá skýrist það ann­ars vegar af ytri aðstæð­u­m ­sem við höfum lítið yfir að segja, svo sem sögu­lega lágu olíu- og hrá­vöru­verð­i. Hins vegar af því að krónan hefur verið í styrk­ing­arfasa og ríkið hefur afsal­að ­sér tekjum að hluta gegnum leiðir sem hafa lækkað verð­lag. Það hefur að vís­u skilað sér illa til neyt­enda og áhrifin af slíku því minni en ella. En, hvor­ug­t ­styrkir okkur að mínu mati til fram­tíðar lit­ið. Útflutn­ings- og ­sam­keppn­is­greinar þola mis­vel frek­ari styrk­ingu geng­is­ins og ríkið þarf á traust­u­m og stöð­ugum tekju­stofnum að halda til að tryggja und­ir­stöð­ur­ vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins.

3) Afkoma rík­is­ins er í of miklum mæli byggð á ein­skiptis eða skamm­tíma búhnykkjum en ekki traust­u­m grunn­rekstri. Satt best að segja er afkoma rík­is­ins án óreglu­legra liða nánast í járnum og horfur á því áfram sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Þessu veldur fyrst og fremst  mik­ið ­tekju­af­sal rík­is­ins í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. Lækkun skatta í anda hægri­stefnu á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili í vax­andi þenslu­á­standi á mörg­um sviðum er að mínu mati óskyn­sam­leg leið og áhættu­söm horft frá sjón­ar­hóli ­rík­is­bú­skap­ar­ins og getur komið hart niður á afkomu rík­is­sjóðs ef ytri aðstæð­ur­ breyt­ast til hins verra.

4) Hagur sveit­ar­fé­lag­anna hefur ekki batnað í takt við batn­andi stöðu rík­is­sjóðs. Stóru sveit­ar­fé­lög­in voru flest rekin með halla á síð­asta ári og verða í besta falli nálægt núll­in­u á þessu ári. Engu að síður velur rík­is­stjórnin að lækka sínar tekj­ur, og það því miður oftar en ekki í þágu þeirra sem síst þurfa á því að halda, fremur en ­færa ein­hverja tekju­stofna yfir til sveit­ar­fé­lag­anna og jafna þannig á klifj­un­um. Þetta er óskyn­sam­leg „landamæra­hugs­un“ þegar kemur að ábyrg­um ­rekstri vel­ferða­sam­fé­lags­ins í land­inu í heild.

5) Fjár­fest­inga­stig ­rík­is­ins er allt of lágt og ástandið alger­lega ósjálf­bært hvað það snert­ir. Inn­við­irn­ir, svo sem veg­irn­ir, eru að grotna niður og á því sviði hleðst upp­ skuld við fram­tíð­ina. Flokka má kjarna­starf­semi heil­brigð­is- og mennta­kerf­is til inn­viða sam­fé­lags­ins í þessu sam­hengi og þar liggur fyrir þörfin á að ger­a bet­ur. Nægir að nefna stöðu Land­spít­al­ans og fram­halds­skól­ana í því sam­band­i. Fjár­fest­ingar uppá 1,3% af vergri lands­fram­leiðslu og þó þær eigi að tosast upp í 1,5% árið 2019 sam­kvæmt rík­is­fjár­mála­á­ætl­un, er miðað við sögu­legt með­al­tal um helm­ingi of lágt. Vissu­lega er ákveð­inn hag­stjórn­ar­legur vandi því sam­fara að stór­auka alveg á næst­unni fjár­fest­ingar rík­is­ins, sbr. það sem hér verð­ur­ fjallað um á eftir um ákveðin bólu­merki, en við því má sjá með ýmsum aðferð­u­m og ekki síst því að afla ein­fald­lega tekna á móti þeim auknu fjár­fest­ing­um. Auk þess má velja framkvæmdum stað og stærð þannig að það yrði síð­ur­ þenslu­hvetj­andi en ella.

6) Vaxta­stigið í land­in­u er þegar mjög hátt á sama tíma og það er í sögu­legu lág­marki í flestum nálæg­um lönd­um. Vaxta­mun­ur­inn milli Íslands og ann­arra landa býður heim, og raun­ger­ir ­reyndar þeg­ar, vaxta­muna­við­skipta­brask  og ættum við nú að vera nógu brennd á því. Þessu vaxta­stigi fylgir mik­ill kostn­aður og komi til frek­ari vaxta­hækk­ana geta af­leið­ing­arnar orðið skelfi­legar eins og reynslan sýn­ir. Hug­leiðum hvað ger­ist ef ytri aðstæður snú­ast snögg­lega við og hækk­andi olíu- og hrá­vöru­verð tek­ur allt í einu að flytja inn verð­bólgu í stað þess að hafa lækkað hana að und­an­förnu.

7) Ákveðin þenslu- eða ­bólu­merki sjást á gam­al­kunn­ugum svið­um. Fast­eigna­mark­að­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þan­inn og ástandið á því sviði reyndar herfi­legt á allan hátt. Í bygg­inga­geir­anum og mann­virkja­gerð er hið sama uppi og æ oftar ber­ast nú fréttir af til­boðum í verk sem eru tugi pró­senta yfir kostn­að­ar­á­ætl­un­um. Þau skila­boð ættum við að taka alvar­lega. Það er að byggj­ast upp ójafn­vægi, bæði í efna­hags­legu og hag­stjórn­ar­legu til­liti og einnig milli lands­hluta. Slak­inn er horf­inn á vinnu­mark­aði og spennu þar haldið niðri með stór­felldum inn­flutn­ing­i á vinnu­afli.

8) Þrátt fyr­ir­ efna­hags­legan upp­gang helst okkur illa á ungu fólki og umtals­vert fleiri ­ís­lenskir rík­is­borg­arar flytja frá land­inu en koma til baka nú miss­eri eft­ir miss­eri. Vanda­málið er gam­al­kunn­ugt en jafn mikið áhyggju­efni fyrir því og ­reyndar nýtt að hag­stætt árferði efna­hags­lega skuli ekki einu sinni duga til að ná a.m.k. tíma­bundnu jafn­vægi. Er okkur ekki að mis­takast að skapa hér nóg­u ­barn- og fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag, jákvætt and­rúms­loft og spenn­and­i fram­tíð­ar­horfur fyrir nýjar kyn­slóðir í ljósi þessa?

9) Efna­hags­á­stand, ­þjóð­mála­á­stand og and­rúms­loft eru í meira og minna mæli hug­læg fyr­ir­bæri. ­Þjóðin er ósátt við sitt lítið af hverju eins og t.d. apr­íl­mán­uður sýndi og ekki að ástæðu­lausu. Orð­spor lands­ins hefur á nýjan leik beðið hnekki á al­þjóða­vett­vangi og þó auð­vitað sé engin leið að kvarða áhrifin af slíku geta þau varla verið annað en nei­kvæð. Aðeins er spurn­ing um stærð­argráðuna. Vafa­samt þátt­töku­heims­met Íslend­inga í aflands­við­skiptum með ráða­menn í brodd­i ­fylk­ing­ar, sem Panama­skjölin afhjúp­uðu, var ekki það sem við þurftum mest á að halda til að end­ur­heimta traust og til­trú á að hér væri að rísa rétt­lát­ara og heið­ar­legra sam­fé­lag úr rústum hruns­ins.

10)  Og síð­ast en ekki síst skulum við enda á spurn­ing­unni um rétt­látt sam­fé­lag. Útbreidd til­finn­ing manna fyrir því að þeir ­búi þrátt fyrir allt í rétt­látu, heið­ar­legu og sann­gjörnu sam­fé­lagi er ­senni­lega dýr­mætasta þjóð­ar­eign sem til er tak­ist að skapa hana og séu fyr­ir­ henni inni­stæð­ur. Ekk­ert tryggir betur stöð­ug­leika og far­sæld en slík­ ­til­finn­ing í þjóð­arsál­inni. Þar getum við gert betur og við verðum að ger­a bet­ur. Lífs­bar­áttan er enn alltof mörgum allt of erf­ið. Landið er of ríkt til­ þess að það sé líð­andi að yfir sex þús­und börn búi við skort. Megn og rétt­mæt ó­á­nægja öryrkja og eft­ir­launa­fólks með sinn skarða hlut er ör á þjóð­ar­lík­am­an­um. Mis­skipt­ing gæð­anna er of mikil og tæki­færi allra eru ekki nógu jöfn. Launa­munur kynj­anna storkar stans­laust bar­átt­unni fyrir fullu ­jafn­rétti. Lands­menn hafa áhyggjur og það með réttu af land­inu sínu og móð­ur­ ­nátt­úru. Getum við nú ekki að minnsta kosti lagt stofnun almenni­legs mið­há­lend­is­þjóð­garðs inn á sátta­reikn­ing­inn, sparða okkur þannig deilur og sofið rórri.

Loka­orð

Höf­undur bíður þess nú ­spenntur hvort þetta grein­ar­korn kalli fram við­brögð í anda stemm­ing­ar­innar sem ­ríkti árin fyrir hrun. Skyldi ein­hverjum verða það á að tala um svarta­galls­raus eða eru hér jafn­vel loft­ára­ásir á ferð gegn glæstum árangri núver­and­i ­rík­is­stjórnar að hennar eigin sögn? Verði það sem verða vill en ég hef þá alla­vega reynslu í að taka á móti slíku.

Sam­an­tekið má segja að horf­urnar eru enn um margt ágæt­ar, en feil­spor geta fljótt reynst okkur afar ­dýr­keypt. Gagn­rýn­is- og and­vara­leysi og inni­stæðu­lít­ill remb­ingur yfir eig­in á­gæti ef ekki yfir­burðum borið saman við aðrar þjóðir fór illa með okkur á sínum tíma. Látum slíkt ekki henda okkur aftur og skjótum ekki sendi­boð­ana sem vara okkur við, hvort sem þeir koma úr eigin röðum eða eru glöggt gests­auga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None