Jákvæðir íslenskir straumar um allan heim

Aron Einar og Gylfi Sigurðsson peppa hvorn annan á meðan Ronaldo ræðir við liðsfélaga sína.
Auglýsing

Óhætt er að segja að Ísland hafi verið í svið­ljós­inu, þegar íslenska kar­lands­liðið lék fyrsta leik­inn í úrslita­keppni stór­móts, gegn sterku liði Portú­gal, á EM í Frakk­landi. Úrslit­in, 1-1, gefa til­efni til bjart­sýni, enda liðið sam­stíllt og frá því stafar gríð­ar­leg bar­átta og leik­gleð­i. 

Aug­ljóst var á umfjöllun erlendra fjöl­miðla - sem fylgj­ast með EM um allan heim - að Ísland er að vekja gríð­ar­lega mikla athygli fyrir fram­göngu sína, og fyrir það eitt að vera í úrslita­keppn­inni. Þul­ur­inn á ESPN stöð­inni í Banda­ríkj­un­um, átti varla orð til að lýsa því, hversu mikið afrek það væri hjá Íslandi að kom­ast á EM, og hrós­aði hann sér­stak­lega mögn­uðum stuðn­ingi á vell­in­um. 

Sömu sögu er að segja á Norð­ur­lönd­unum og víð­ar. 

Auglýsing

En Fær­ey­ingar eiga alveg sér­stak­lega mikið hrós skil­ið, þegar kemur að stuðn­ingi við Ísland. Fólk kom saman í stórum hópum utandyra til að horfa á leik­inn á stórum skjá, og fagn­aði gríð­ar­lega mik­il­vægu stigi Íslands þegar jafn­teflið var tryggt. Magn­að.

Jákvæðir kraftar ber­ast því frá Íslandi í útlönd­um, hvert sem litið er. Það er góð til­breyt­ing, frá því sem stundum hefur ver­ið, hvort sem það er vegna athafna banka­manna eða stjórn­mála­manna. Íþrótta­fólkið bregst hins vegar ekki, frekar en fyrri dag­inn, og heldur uppi góðri ímynd lands­ins.

Áfram Ísland, alla leið!

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None