Sigur Íslands á Englandi, í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi, er eitt mesta íþróttaafrek Íslandssögunnar, og án efa stærsta stundin í fótboltasögunni. Ísland er komið í 8 liða úrslit á stórmóti, sem hefur til þessa verið fjarlægur draumur hjá karlalandslaðinu.
Stórkostlegur 2-1 sigur á Englandi gleymist aldrei.
Leikmenn, stuðningsmenn, þjálfarateymið og allt starfsfliðið í kringum liði, á hrós skilið fyrir frábært starf. Það var gaman að heyra viðbrögðin frá Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfurum, eftir leikinn. Þeir voru að vonum ánægðir og glaðir, en minntu á að ef íslenska liðið væri gott, og ætti í raun enn eftir að sína sitt besta.
Lars sagði að þessi árangur væri ísbrjótur fyrir sigra framtíðarinnar, því nú vissu allir sem störfum í kringum landsliðið, og leikmennirnir líka, hvað þyrfti til að ná árangri eins og þeim sem nú væri búinn að raungerast.
Þetta eru orð að sönnu. Ísland hefur aldrei tapað leik á stórmóti, og getur unnið öll lið. Þannig er staðan núna.
Sannarlega magnaður árangur hjá íslenska liðinu, sem sendir út holl og góð skilaboð umað allt sé hægt ef vilji, skipulag og hæfileikar fara saman.