Það er óhætt að segja að fótboltafár ríki nú á Íslandi, vegna árangurs landsliðsins á EM í Frakklandi. Landsliðið hefur skráð sig á spjöld sögunnar, svo um munar, og kynningin sem Ísland fær út á árangurinn er bæði umfangsmikil og jákvæð.
Útlit er fyrir að þúsundir Íslendinga muni fara til Parísar til að sjá Ísland mæta Frakklandi í 8 liða úrslitunum, og vonandi komast sem flestir Íslendingar á leikinn. Ekki veitir af gegn sterkum heimamönnum, og sjálfum Stade France, þar sem Frakkar urðu heimsmeistarar 1998, með því að leggja Brasilíu 3-0 að velli. Þá var Zidane kóngurinn, og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum.
Frakkar hafa ekki slíka ofurstjörnu í liðinu núna, en liðið er engu að síður ógnarsterkt og valinn maður í hverri stöðu.
Íslenska liðsheildin getur lagt hvaða lið sem er að velli. Það getur mætt óhrætt til leiks gegn Frökkum. Stuðningurinn verður mikill, hvar sem fólk muni horfa. Liðið getur treyst því.