Það verða að teljast góð tíðindi fyrir íslenska neytendur að H&M séu að koma til landsins, og ætli sér að opna tvær verslanir á næstu tveimur árum. Íslendingar hafa verið duglegir að kaupa föt í H&M í gegnum tíðina, og hefur fyrirtækið verið með fjórðungshlutdeild í fatainnkaupum Íslendinga, þrátt fyrir að hér sé engin verslun.
Íslenskt samfélag hefur gott af erlendri samkeppni. Því meiri sem hún er, því betra. Hún leiðir til þess að vörur lækka í verði og vöruúrval eykst. Einokun er því miður fylgifiskur íslensks samfélags, vegna smæðar og einungrunar frá alþjóðavæddum heimi. Öll skref sem stigin eru í þá átt, að auka alþjóðlega samkeppni í verslun, eru til góðs.
Sannarlega fagnaðarefni!
Auglýsing