Gíslataka dulbúin sem róttæk skynsemishyggja

Auglýsing

Stjórn­mála­mað­ur­inn Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er sjálf­hverfur maður með stórar hug­myndir um eigið ágæti. Sig­mundur Davíð talar mikið upp eigin verk, að hann nái oft að fram­kvæma nán­ast krafta­verk með ákvörð­unum sínum og þegar á móti blæs þá er það iðu­lega öðrum að kenna. Nán­ari skoðun á verkum hans leiðir þó iðu­lega til hóf­sam­ari nið­ur­stöðu og álykt­ana um að helstu póli­tísku hæfi­leikar Sig­mundar Dav­íðs séu að skreyta sig stolnum fjöðr­um.

Sig­mundur Davíð er þeirrar skoð­unar að önnur lög­mál eigi að gilda um sig en aðra. Honum finnst til að mynda ekk­ert athuga­vert við að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­ eigi aflands­fé­lag ­sem geymi millj­arða króna og lifi þannig í öðrum efna­hags­legum veru­leika en allur almenn­ingur sem hann vinnur fyr­ir, að hann sé kröfu­hafi í slitabú fall­ina banka á sama tíma og hann hefur beina aðkomu að upp­gjöri slíkra slita­búa, né að hann sé grip­inn við það að ljúga í sjón­varps­við­tali fyrir framan alþjóð, og síðar fyrir framan allan heim­inn. Hann sér lítið athuga­vert við það að svara bara spurn­ingum um slík mál sem hann spyr sig sjálf­ur, leggja fram valin gögn og túlka gildi þeirra fyrir aðra. 

Stjórn­mála­mað­ur­inn Sig­mundur Davíð er á stundum ágæt­lega máli far­inn og getur meira að segja sýnt af sér yfir­borðs­kennda per­sónu­töfra. Margir sem féllu fyrir honum í Ices­a­ve-slagnum muna eftir þess­ari útgáfu af hon­um.

Auglýsing

Sig­mundi Davíð virð­ist hins vegar standa á sama um hvaða áhrif ákvarð­anir hans hafa á aðra, iðr­ast aldrei gjörða sinna og á mjög auð­velt með að rétt­læta eigin hegðun eða firra sig ábyrgð á eigin verk­um. Honum virð­ist sér­stak­lega vera í nöp við fjöl­miðla sem hann hefur ásakað um „loft­árás­ir“,„af­stöðu“, „að­far­ir“ og fyrir að hafa reynt að mann­orðs­myrða sig fyrir eðli­lega og lög­lega umfjöllun um athafnir hans og ummæli. Það virð­ist heldur ekki trufla hann mikið þegar hann er stað­inn að ósann­sögli eða blekk­ing­um. Við­bragðið er þá oft­ast að bera fyrir sig að aðrir hafi mis­skilið hann eða að breyta sinni útgáfu af sann­leik­anum á þann hátt að hann trúir því að minnsta kosti sjálf­ur.

Sig­mundur Davíð á mjög erfitt með að setja sig í spor ann­arra. Það vita þeir Fram­sókn­ar­menn sem hafa leyft sér að gagn­rýna hann eða fyrr­ver­andi sam­herjar hans í Indefence-hópnum.  Það vita líka þeir tugir þús­unda sem mót­mæltu honum á Aust­ur­velli í apríl og þau 78 pró­sent þjóð­ar­innar sem vilja hann ekki lengur í póli­tík. Þegar menn eru ekki sam­mála Sig­mundi Davíð - þegar þeir fylgja honum ekki í blindni - þá verða þeir sam­stundis óvinir hans.

Svona póli­tík kallar Sig­mundur Davíð rót­tæka skyn­sem­is­hyggju. Það er inni­halds­laus frasi sem smíð­aður er til að láta til­vilj­ana­kenndar geð­þótta­á­kvarð­anir hljóma spek­ings­lega, enda ekk­ert rót­tækt við beit­ingu skyn­semi og fátt skyn­sam­legt við margar ákvarð­anir Sig­mundar Dav­íðs.

Stjórn­ar­and­staðan von­ast eftir Sig­mundi Davíð í fram­boð

Þrátt fyrir að hafa verið neyddur til afsagnar sem for­sæt­is­ráð­herra í stærsta póli­tíska hneyksli Íslands­sög­unnar þá er engan bil­bug að finna á Sig­mundi Dav­íð. Hann hefur nú til­kynnt um end­ur­komu sína og að hann ætli sér að hafa áhrif á ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­innar hvort sem hann sitji í henni eður ei.

Við­brögð leið­toga stjórn­ar­and­stöð­unnar við end­ur­komu Sig­mundar Dav­íðs inn á hið póli­tíska svið hafa verið frekar fábrot­in, miðað við hversu eld­fimar yfir­lýs­ingar hans hafa ver­ið. Ástæða þessa er ein­föld: það er ekk­ert sem stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir vilja frekar en að Sig­mundur Davíð leiði Fram­sókn­ar­flokk­inn inn í haust­kosn­ing­ar. Þeir telja að það verði eins og að gleypa hand­sprengju, sem muni óhjá­kvæmi­lega halda öllum mögu­leikum á fylg­is­aukn­ingu frá Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Þetta er skilj­an­leg afstaða. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mælist mjög lágt um þessar mundir (8,7 pró­sent), rík­is­stjórnin nýtur ein­ungis stuðn­ings um þriðj­ungs kjós­enda og síð­ast þegar traust til Sig­mundar Dav­íðs var mælt sögð­ust 81 pró­sent aðspurðra ekki treysta honum.

Vill skrið­dreka, flug­vél og und­an­komu­leið

Innan stjórn­ar­liðs­ins eru við­brögðin einnig merki­lega hóf­söm. Svo virð­ist raunar vera sem að Sig­mundur Davíð sé með bæði Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ein­hvers konar gísl­ingu. Af við­tölum við þing­menn þeirra flokka virð­ast þeir helst vera að reyna að túlka fram­göngu Sig­mundar Dav­íðs í vik­unni sem eitt­hvað annað en hún var, skýr hót­un. Skrif Sig­mundar Dav­íðs í byrjun viku svipa til krafna sem algjör­lega umkringdir gísla­töku­menn setja þegar þeir fal­ast eftir skrið­dreka, flug­vél og öruggri und­an­komu­leið gegn því að sprengja ekki allt í loft upp. 

Þótt kröfur Sig­mundar Dav­íðs um frestun kosn­inga, afnám verð­trygg­inga og sam­fé­lags­banka séu settar fram í nafni flokks­hags­muna - og jafn­vel almanna­hags­muna - þá snú­ast þær ein­ungis um per­sónu­lega hags­muni Sig­mundar Dav­íðs; veika von um að tafir færi honum upp­reista æru og fram­halds­líf í póli­tík.

Hann veit sem er að Sig­urður Ingi Jóhanns­son er for­sæt­is­ráð­herra vegna þess að þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkti kröfu Sjálf­stæð­is­flokks um kosn­ingar í haust. Hann veit líka að bæði Sig­urður Ingi og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafa marglofað kosn­ing­um, að 70 pró­sent þjóð­ar­innar vill kjósa og að vinna þings­ins miðar öll við að svo verði. Hann veit líka að helstu and­stæð­ingar afnáms verð­trygg­ingar og sam­fé­lags­banka­hug­mynda er ekki stjórn­ar­and­stað­an, heldur sam­starfs­flokkur Fram­sóknar í rík­is­stjórn.  

Eggjar sam­starfs­flokk til stjórn­ar­slita

Með því að setja fram skil­mála sína í vik­unni var Sig­mundur Davíð eggja Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu.

Þannig telur Sig­mundur Davíð sig geta fylgt Fram­sókn­ar­flokknum - illa höldnum af með­virkni sem svipar til Stokk­hólms­heil­kennis - á bak­við sig, kennt Sjálf­stæð­is­flokknum um að rík­is­stjórnin hafi ekki náð að klára öll verk­efnin sem lagt var upp með og gert hið ómögu­lega og algjör­lega óut­skýrða afnám verð­trygg­ingar enn og aftur að kosn­inga­máli.

Sig­mundi Davíð líður vel þegar hann er eins máls mað­ur. Við þannig aðstæður hefur hann áður náð árangri. Það gerð­ist í Ices­a­ve-­mál­inu og í Leið­rétt­ing­ar­mál­inu og heppn­að­ist vel. Það verður hins vegar að telj­ast afar ólík­legt, og nær ómögu­legt, að áætlun Sig­mundar Dav­íðs gangi eftir í þetta skipt­ið.

Það vill eng­inn vinna með Sig­mundi Davíð

Það sem stendur sér­stak­lega í vegi fyrir því er að það er ekki til sá stjórn­mála­flokkur með mæl­an­legt fylgi sem gæti hugsað sér að vinna með Fram­sókn­ar­flokknum undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs í rík­is­stjórn. Það á jafnt við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Í sam­tölum við stjórn­mála­menn úr þeim flokkum kemur skýrt fram að sam­starf við hann er „póli­tískur ómögu­leik­i“. Ástæðan er ekki endi­lega sú að flokk­arnir gætu ekki hugsað sér að vinna með Fram­sókn­ar­flokkn­um, þeir geta bara ekki undir neinum kring­um­stæðum unnið með stjórn­mála­mann­inum Sig­mundi Dav­íð. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, eða á að minnsta kosti að vita.

Nið­ur­staða þess farsa sem við okkur blasir nú verður því lík­lega ekki önnur en sú að Sig­mundi Davíð tekst að ganga frá Sig­urði Inga Jóhanns­syni sem stjórn­mála­manni og stuðla að stjórn­ar­slit­um. Eina fólkið sem gæti stöðvað þessa atburða­rás eru Fram­sókn­ar­menn og þeir virð­ast ekki hafa dug í það. Það gæti raun­veru­lega orðið bana­biti flokks­ins, enda hafa neðri vik­mörk í nýlegum skoð­ana­könn­unum sýnt fylgi hans svo lágt að Fram­sókn næði ekki inn manni á þing.

Enn og aftur verða því per­sónu­legir hags­munir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar teknir fram yfir hags­muni flokks hans, rík­is­stjórnar og almenn­ings alls, sem neyð­ist til að horfa á þessa lang­dregnu póli­tísku tra­gedíu allt til enda. Nán­ast í raun­tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None