Illt er að reka svört svín í myrkri

Ólafur Stephensen
Ólafur Stephensen
Auglýsing

For­menn félaga svína- og kjúklinga­rækt­enda, þeir Ingi­mundur Berg­mann og Björg­vin Jón Bjarna­son, skrif­uðu dæma­lausa grein í Kjarn­ann í gær um afstöðu Félags atvinnu­rek­enda og und­ir­rit­aðs til upp­runa­merk­inga á mat­væl­um. Óhætt er að segja að þar sé flestu snúið á haus sem á annað borð er hægt að hafa enda­skipti á. Rök­semda­færsla grein­ar­höf­unda er svo óskýr og byggð á svo miklum rang­færslum að óneit­an­lega kemur gam­all íslenzkur máls­háttur um óhöndug­lega smölun búfén­aðar að næt­ur­lagi upp í hug­ann.

Í fyr­ir­sögn grein­ar­innar er spurt: „Af hverju vill FA leyna upp­runan­um?“ Í texta grein­ar­innar er haldið áfram: „Fram kom hjá Ólafi í áður­nefndu við­tali að hann telur að krafa um upp­runa­merk­ingu inn­fluttra land­bún­að­ar­vara sé „tækni­leg við­skipta­hindr­un.“

Auglýsing

Upp­runa­merk­ingar eða heil­brigðis­kröf­ur?

Höf­und­arnir gleyma reyndar að geta þess hvert „áð­ur­nefnt“ við­tal var, en gera má ráð fyrir að þeir eigi við við­tal við und­ir­rit­aðan í tíu­fréttum RÚV 22. ágúst síð­ast­lið­inn. Þar voru reglur um upp­runa­merk­ingar á kjöti ekki til umræðu, heldur sú til­laga starfs­hóps land­bún­að­ar­ráð­herra að „stjórn­völd leiti allra leiða til að setja frek­ari reglur um fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings, m.t.t. gæða­krafna, einkum og sér í lagi að því er snertir lyfja­notkun og heil­brigðis­kröfur til afurða.“ 

Þessi til­laga verður ekki skilin öðru­vísi en svo að starfs­hóp­ur­inn vilji hafa stíf­ari heil­brigðis­kröfur á Íslandi til kjöt­inn­flutn­ings frá öðrum EES-­ríkjum en önnur EES-­ríki gera til kjöt­inn­flutn­ings frá Íslandi. Slíkt er óheim­ilt, eins og stað­fest hefur verið í dómi EFTA-­dóm­stóls­ins. Reglur um upp­runa­merk­ingar eru hins vegar allt annar hlut­ur.

Ann­að­hvort skilja grein­ar­höf­undar ekki mun­inn á heil­brigðis­kröfum og upp­runa­merk­ingum eða þeir fara hér vís­vit­andi með rangt mál. FA og und­ir­rit­aður hafa aldrei talað gegn því að hér á landi gildi skýrar reglur um að mat­vörur séu merktar með upp­runa­landi, þvert á móti. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um búvöru­samn­inga­frum­varpið er hvatt til þess að inn­leið­ingu reglna Evr­ópu­sam­bands­ins um upp­runa­merk­ingar á kjöti verði hraðað hér á landi. Félag atvinnu­rek­enda er sam­mála þeirri til­lögu og hefur greint nefnd­ar­mönnum í atvinnu­vega­nefnd frá því. Félagið styður almennt að hér á landi gildi sömu reglur fyrir atvinnu­lífið og ann­ars staðar á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, líka í þessum efn­um.

Er taí­lenzkur kjúklingur seldur sem danskur?

Í við­tal­inu við RÚV sagði und­ir­rit­að­ur: „ Í þriðja lagi er lagt til að herða heil­brigðis­kröfur gagn­vart inn­flutn­ingnum og það er nú gam­al­kunnug tækni­leg við­skipta­hindr­un. Þarna er verið að tala um inn­flutn­ing frá löndum Evr­ópu­sam­bands­ins, það eru vörur sem hafa farið í gegnum heil­brigð­is­eft­ir­lit sam­kvæmt sömu reglum og gilda hér á landi. Þetta er algjör­lega sama lög­gjöf­in.“

Í grein sinni segja Ingi­mundur og Björg­vin: „Ólafur hélt því fram, í umræddu við­tali, að um inn­flutt kjöt giltu nákvæm­lega sömu reglur og það inn­lenda. Þarna má gera ráð fyrir að Ólafur viti bet­ur. Stað­reyndin er sú, að óvissa ríkir um upp­runa stórs hluta þess kjöts sem íslensk fyr­ir­tæki flytja inn. Til að mynda, er flutt  inn mikið af kjúklinga­kjöti frá Dan­mörku, en dönsk fyr­ir­tæki kaupa stóran hluta þess kjúklinga­kjöts frá Tælandi og þar gilda allt aðrar reglur en í Evr­ópu­sam­band­inu. Hvorki dönsk né íslensk inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að geta þess að hluti kjöts­ins sé upp­runn­inn í Tæland­i.“

Hér er aftur ruglað saman heil­brigð­is­reglum og reglum um upp­runa­merk­ing­ar. Auk þess fara for­kólfar íslenzkrar iðn­að­ar­fram­leiðslu á kjúklinga- og svína­kjöti hér með rangt mál. Í Dan­mörku hafa frá 1. apríl 2015  gilt stífar reglur um upp­runa­merk­ingu kjöts, þar sem kveðið er skýrt á um að merkja skuli kjöt bæði með upp­runa­landi og slát­ur­landi. Komi kjötið frá ríkjum utan Evr­ópu­sam­bands­ins ber að taka það skýrt fram. 

Til­raun full­trúa skemmu­bú­skap­ar­ins til að hræða neyt­endur með því að kjúkling­ur­inn sem þeir kaupa sé mögu­lega taí­lenzkur fellur því um sjálfa sig. Eftir því sem und­ir­rit­uðum er bezt kunn­ugt er inn­flutn­ingur stærstu inn­flytj­enda á kjúklinga­kjöti frá Dan­mörku danskur að upp­runa og merktur sem slík­ur. 

Hitt er svo annað mál að vara þarf ekki að vera slæm þótt hún komi frá landi sem er langt í burtu. Ekki eru mörg ár síðan stærstu dýra­vernd­un­ar­sam­tök Bret­lands, RSPCA, ollu miklu upp­námi hjá kol­legum Ingi­mundar og Björg­vins þegar þau færðu rök fyrir því að betur væri farið með dýrin á taí­lenzkum og brazil­ískum kjúklinga­búum en á verk­smiðju­búum í Bret­landi. Pottur er víða brot­inn í dýra­vel­ferð, ekki sízt í verk­smiðju­land­bún­aði. Þar er íslenzkur verk­smiðju­land­bún­aður því miður ekki und­an­skil­inn eins og nýleg dæmi sanna. 

Neyt­endur eiga að fá upp­lýs­ingar og hafa val

Í grein sinni segja Ingi­mundur og Björg­vin: „Fé­lag atvinnu­rek­enda  virð­ist ekki vilja að neyt­endur hafi þetta val, að þeir geti tekið upp­lýsta ákvörðun um hvaðan kjötið sem þeir velja að neyta er upp­runn­ið.“ Þetta er alröng full­yrð­ing. FA vill ekki leyna upp­runa vöru og leggst ekki „gegn því að neyt­endur verði upp­lýstir um upp­runa þess kjöts sem þeir kaupa sér út í búð.“ Það er ein­fald­lega lygi.

Félag atvinnu­rek­enda vill að inn­flutn­ingur á búvöru sé sem frjálsastur og upp­runa­merk­ingar í góðu lagi. Þannig hafa neyt­endur valið og geta tekið upp­lýsta ákvörðun um inn­kaup­in. Mál­flutn­ingur svína- og kjúklinga­rækt­enda hefur hins vegar aðal­lega gengið út á að hefta eigi inn­flutn­ing­inn og taka þannig valið af neyt­end­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None