Illt er að reka svört svín í myrkri

Ólafur Stephensen
Ólafur Stephensen
Auglýsing

For­menn félaga svína- og kjúklinga­rækt­enda, þeir Ingi­mundur Berg­mann og Björg­vin Jón Bjarna­son, skrif­uðu dæma­lausa grein í Kjarn­ann í gær um afstöðu Félags atvinnu­rek­enda og und­ir­rit­aðs til upp­runa­merk­inga á mat­væl­um. Óhætt er að segja að þar sé flestu snúið á haus sem á annað borð er hægt að hafa enda­skipti á. Rök­semda­færsla grein­ar­höf­unda er svo óskýr og byggð á svo miklum rang­færslum að óneit­an­lega kemur gam­all íslenzkur máls­háttur um óhöndug­lega smölun búfén­aðar að næt­ur­lagi upp í hug­ann.

Í fyr­ir­sögn grein­ar­innar er spurt: „Af hverju vill FA leyna upp­runan­um?“ Í texta grein­ar­innar er haldið áfram: „Fram kom hjá Ólafi í áður­nefndu við­tali að hann telur að krafa um upp­runa­merk­ingu inn­fluttra land­bún­að­ar­vara sé „tækni­leg við­skipta­hindr­un.“

Auglýsing

Upp­runa­merk­ingar eða heil­brigðis­kröf­ur?

Höf­und­arnir gleyma reyndar að geta þess hvert „áð­ur­nefnt“ við­tal var, en gera má ráð fyrir að þeir eigi við við­tal við und­ir­rit­aðan í tíu­fréttum RÚV 22. ágúst síð­ast­lið­inn. Þar voru reglur um upp­runa­merk­ingar á kjöti ekki til umræðu, heldur sú til­laga starfs­hóps land­bún­að­ar­ráð­herra að „stjórn­völd leiti allra leiða til að setja frek­ari reglur um fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings, m.t.t. gæða­krafna, einkum og sér í lagi að því er snertir lyfja­notkun og heil­brigðis­kröfur til afurða.“ 

Þessi til­laga verður ekki skilin öðru­vísi en svo að starfs­hóp­ur­inn vilji hafa stíf­ari heil­brigðis­kröfur á Íslandi til kjöt­inn­flutn­ings frá öðrum EES-­ríkjum en önnur EES-­ríki gera til kjöt­inn­flutn­ings frá Íslandi. Slíkt er óheim­ilt, eins og stað­fest hefur verið í dómi EFTA-­dóm­stóls­ins. Reglur um upp­runa­merk­ingar eru hins vegar allt annar hlut­ur.

Ann­að­hvort skilja grein­ar­höf­undar ekki mun­inn á heil­brigðis­kröfum og upp­runa­merk­ingum eða þeir fara hér vís­vit­andi með rangt mál. FA og und­ir­rit­aður hafa aldrei talað gegn því að hér á landi gildi skýrar reglur um að mat­vörur séu merktar með upp­runa­landi, þvert á móti. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um búvöru­samn­inga­frum­varpið er hvatt til þess að inn­leið­ingu reglna Evr­ópu­sam­bands­ins um upp­runa­merk­ingar á kjöti verði hraðað hér á landi. Félag atvinnu­rek­enda er sam­mála þeirri til­lögu og hefur greint nefnd­ar­mönnum í atvinnu­vega­nefnd frá því. Félagið styður almennt að hér á landi gildi sömu reglur fyrir atvinnu­lífið og ann­ars staðar á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, líka í þessum efn­um.

Er taí­lenzkur kjúklingur seldur sem danskur?

Í við­tal­inu við RÚV sagði und­ir­rit­að­ur: „ Í þriðja lagi er lagt til að herða heil­brigðis­kröfur gagn­vart inn­flutn­ingnum og það er nú gam­al­kunnug tækni­leg við­skipta­hindr­un. Þarna er verið að tala um inn­flutn­ing frá löndum Evr­ópu­sam­bands­ins, það eru vörur sem hafa farið í gegnum heil­brigð­is­eft­ir­lit sam­kvæmt sömu reglum og gilda hér á landi. Þetta er algjör­lega sama lög­gjöf­in.“

Í grein sinni segja Ingi­mundur og Björg­vin: „Ólafur hélt því fram, í umræddu við­tali, að um inn­flutt kjöt giltu nákvæm­lega sömu reglur og það inn­lenda. Þarna má gera ráð fyrir að Ólafur viti bet­ur. Stað­reyndin er sú, að óvissa ríkir um upp­runa stórs hluta þess kjöts sem íslensk fyr­ir­tæki flytja inn. Til að mynda, er flutt  inn mikið af kjúklinga­kjöti frá Dan­mörku, en dönsk fyr­ir­tæki kaupa stóran hluta þess kjúklinga­kjöts frá Tælandi og þar gilda allt aðrar reglur en í Evr­ópu­sam­band­inu. Hvorki dönsk né íslensk inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að geta þess að hluti kjöts­ins sé upp­runn­inn í Tæland­i.“

Hér er aftur ruglað saman heil­brigð­is­reglum og reglum um upp­runa­merk­ing­ar. Auk þess fara for­kólfar íslenzkrar iðn­að­ar­fram­leiðslu á kjúklinga- og svína­kjöti hér með rangt mál. Í Dan­mörku hafa frá 1. apríl 2015  gilt stífar reglur um upp­runa­merk­ingu kjöts, þar sem kveðið er skýrt á um að merkja skuli kjöt bæði með upp­runa­landi og slát­ur­landi. Komi kjötið frá ríkjum utan Evr­ópu­sam­bands­ins ber að taka það skýrt fram. 

Til­raun full­trúa skemmu­bú­skap­ar­ins til að hræða neyt­endur með því að kjúkling­ur­inn sem þeir kaupa sé mögu­lega taí­lenzkur fellur því um sjálfa sig. Eftir því sem und­ir­rit­uðum er bezt kunn­ugt er inn­flutn­ingur stærstu inn­flytj­enda á kjúklinga­kjöti frá Dan­mörku danskur að upp­runa og merktur sem slík­ur. 

Hitt er svo annað mál að vara þarf ekki að vera slæm þótt hún komi frá landi sem er langt í burtu. Ekki eru mörg ár síðan stærstu dýra­vernd­un­ar­sam­tök Bret­lands, RSPCA, ollu miklu upp­námi hjá kol­legum Ingi­mundar og Björg­vins þegar þau færðu rök fyrir því að betur væri farið með dýrin á taí­lenzkum og brazil­ískum kjúklinga­búum en á verk­smiðju­búum í Bret­landi. Pottur er víða brot­inn í dýra­vel­ferð, ekki sízt í verk­smiðju­land­bún­aði. Þar er íslenzkur verk­smiðju­land­bún­aður því miður ekki und­an­skil­inn eins og nýleg dæmi sanna. 

Neyt­endur eiga að fá upp­lýs­ingar og hafa val

Í grein sinni segja Ingi­mundur og Björg­vin: „Fé­lag atvinnu­rek­enda  virð­ist ekki vilja að neyt­endur hafi þetta val, að þeir geti tekið upp­lýsta ákvörðun um hvaðan kjötið sem þeir velja að neyta er upp­runn­ið.“ Þetta er alröng full­yrð­ing. FA vill ekki leyna upp­runa vöru og leggst ekki „gegn því að neyt­endur verði upp­lýstir um upp­runa þess kjöts sem þeir kaupa sér út í búð.“ Það er ein­fald­lega lygi.

Félag atvinnu­rek­enda vill að inn­flutn­ingur á búvöru sé sem frjálsastur og upp­runa­merk­ingar í góðu lagi. Þannig hafa neyt­endur valið og geta tekið upp­lýsta ákvörðun um inn­kaup­in. Mál­flutn­ingur svína- og kjúklinga­rækt­enda hefur hins vegar aðal­lega gengið út á að hefta eigi inn­flutn­ing­inn og taka þannig valið af neyt­end­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None