Auglýsing

Und­an­farið hefur verið greint frá því hversu mikið starfs­menn eign­ar­halds­fé­laga utan um eignir föllnu bank­anna eiga að fá greitt í bónus fyrir góð störf í þágu kröfu­hafa þeirra. Um er að ræða millj­arða króna sem eiga að lang­mestu leyti að renna til fólks sem starf­aði við slit á búum Kaup­þings, Glitnis og gamla Lands­bank­ans áður en að nauða­samn­ingar þeirra voru sam­þykkt­ir, og starfar enn hjá þeim félögum sem stofnuð voru utan um eft­ir­stand­andi eignir búanna.

Ljóst er að kröfu­haf­arnir voru afar ánægðir með þá nið­ur­stöðu sem þeir fengu að lokum í skylm­ingum sínum við íslenska rík­ið. End­ur­heimtir þeirra urðu enda betri en þeir höfðu reiknað með á und­an­förnum árum.

Í stað 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatts, sem átti að skila 850 millj­örðum króna fyrir frá­drátt, mun ríkið fá 384,3 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag. 288,2 millj­arðar króna af því eru vegna við­skipta­bank­anna Íslands­banka og Arion banka, sem þó liggur ekk­ert fyrir um hvers virði séu. Þessi upp­hæð getur því lækkað mik­ið. 

Auglýsing

Um þetta hefur ríkið hins vegar samið við kröfu­haf­anna og því verður ekki breytt. Það jákvæða er að vand­inn sem slita­búin sköp­uðu íslensku efna­hags­kerfi er horf­inn og við getum haldið áfram sem sam­fé­lag. Hið nei­kvæða er að for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar fylltu þjóð­ina af rang­hug­mynd­unum um miklu hærri gullpott með kynn­ingu sinni á aðgerð­ar­á­ætlun um losun fjár­magns­hafta í júní í fyrra.

En hvernig sem er þá hefur Íslands­veð­mál kröfu­haf­anna gengið upp. Þeir sitja eftir með meira fé en þeir reikn­uðu með. Og þeir vilja ólmir greiða starfs­fólki sínu bónusa fyrir það.

Er fólk sem fær ekki bónus latt?

Opin­ber­lega er þetta ekki fram­sett með þessum hætti. Paul Copley, for­stjóri Kaup­þings, mætti í við­tal í Kast­ljósi til að svara fyrir bón­us­greiðsl­urnar á fimmtu­dag í síð­ustu viku. Þar sagði hann starfs­fólk sitt vera afar hæft, og end­ur­tók svo í sífellu sömu rök­semd­ar­færsl­una. Að það væri hans mark­mið að ljúka starf­semi og til­veru Kaup­þings sem fyrst og því þyrfti að skapa hvata fyrir starfs­menn til að leggja niður störf þeirra. Þetta væri eðli­legt í alþjóð­legu sam­hengi.

Það er erfitt að láta þessa rök­semd­ar­færslu ganga upp. Ef fólkið sem starfar hjá Kaup­þingi er svona mikið yfir­burða­fólk líkt og af er látið ætti það að búa yfir nægi­lega góðu vinnu­sið­ferði til að vinna vinn­una sína án þess að þurfi tug­millj­óna­hvata hver til þess að gera það.

Í eigna­um­sýslu félaga utan um eignir gjald­þrota banka hljóta sömu lög­mál að gilda og í öðrum starfs­stéttum þar sem fólk fær greitt laun fyrir vinnu sína. Þ.e. að það sinni þeim störfum eftir bestu getu. Ef það er latt eða sinnir starfi sínu illa þá er starfs­fólkið ein­fald­lega rek­ið. Starfs­fólk eign­ar­halds­fé­lag­anna sem er að selja eignir gjald­þrota banka eru mjög vel launað í öllu íslensku sam­hengi. Samt þarf að borga því sam­an­lagt millj­arða króna fyrir að vera ekki latt í vinn­unni sinni.

Og það mun engum takast að sann­færa mig um að eigna­um­sýsla og -sala sé svo marg­brotið og flókið starf að það geti ein­ungis hand­fylli ofur­fólks sinnt því. Miðað við þann fjölda starfa sem skorin hafa verið niður í fjár­mála­geir­anum eftir hrun ætti að vera fólk með B.S.-gráður í við­skipta­fræði í röðum eftir að kom­ast að þessum kjöt­kötl­um.

Ein­blínt á afmark­aða þætti

Tvenns konar rök hafa verið ráð­andi hjá mörgum sem varið hafa bón­us­greiðsl­urnar í opin­berri umræðu. Önnur eru þau að þá verði pen­ing­arnir að minnsta kosti eftir í íslensku sam­fé­lagi í stað þess að renna til erlendra hrægamma. Þeim verði síðan eytt hér­lendis og þannig hafi þessar bón­us­greiðslur sam­fé­lags marg­feld­is­á­hrif öllum til góða. Af þessu þurfi auk þess að greiða skatt sem endi í rík­is­sjóði.

Hin rökin eru þau að eig­endur pen­inga megi bara eyða þeim á hvern þann hátt sem þeir vilja. Og ef erlendir hrægammar vilja borga íslenskum við­skipta­fræð­ingum og lög­fræð­ingum millj­arða króna fyrir að selja eign­irnar þeirra þá verði þeim að því.

Bæði sjón­ar­miðin eru þess eðlis að fullt til­efni er að taka til­lit til þeirra, þó maður sé ekki sam­mála þeim. En þeir sem halda þeim fram virð­ast ekki sjá heild­ar­mynd­ina heldur ein­blína á afmark­aða þætti eins og frelsi til ráð­stöf­unar eigna.

Röskun á sátt­mála

Þetta snýst nefni­lega um sam­hengi og sið­ferði. Eitt helsta þjóð­ar­meinið sem við Íslend­ingar glímum við er ójafn­ræði í skipt­ingu gæða. Á árinu 2014 þén­aði rík­asta eitt pró­sent þjóð­ar­innar til að mynda tæp­lega helm­ing allra fjár­magnstekna. Sama ár féll helm­ingur alls nýs auðs sem varð til í land­inu þeim fimmt­ungi lands­manna sem höfðu hæstar tekjur í skaut og ráð­stöf­un­ar­tekjur rík­asta pró­sents­ins hækk­uðu umtals­vert meira en allra hinna. Á sama tíma og þorri launa­fólks á Íslandi glímir við að finna allt of lítið fyrir yfir­stand­andi góð­æri og skert lífs­gæði vegna lágra launa, hárra vaxta, bólu á fast­eigna­mark­aði og skertri vel­ferð­ar­þjón­ustu þá eru hinir ríku alltaf að verða rík­ari.

Það hefur átt sér stað röskun á sam­fé­lags­sátt­mál­an­um. Og óeðli­legt ójafn­vægi í skipt­ingu gæð­anna þar sem hæfi­leik­ar, áhætta og dugn­aður skipta mun minna máli en gott aðgengi að rétta fólk­inu í réttu stöð­un­um. Þess vegna er fólk brjálað þegar fréttir eru sagðar af því að það eigi að greiða venju­legu skrif­stofu­fólki millj­arða fyrir að hámarka virði eigna gjald­þrota banka. Banka sem ollu allri þjóð­inni skaða með atferli sínu fyrir hrun.

Lög­málið um bónus fyrir banka­fólk

Sömu rök fyrir kaupaukum hafa auð­vitað verið notuð áður. T.d. þegar íslenska ríkið samdi við kröfu­hafa gamla Lands­bank­ans í des­em­ber 2009 um að gefa starfs­mönnum bank­ans rúm­lega tveggja pró­senta hlut í honum fyrir að rukka inn tvö lána­söfn, Pegasus og Pony, í botn. Heild­ar­virði hlut­ar­ins hleypur á millj­örðum króna. Þá var sagt að betra væri að starfs­fólk Lands­bank­ans fengi þennan hlut en erlendir hrægamm­ar. Þau rök reynd­ust reyndar byggð á sandi. Hlut­ur­inn hefði alltaf farið á end­anum til rík­is­ins ef Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, hefði ekki samið um að afhenda hann starfs­mönnum Lands­bank­ans.

Svo hafa auð­vitað verið sett upp kaupauka­kerfi í Íslands­banka og Arion banka sem end­ur­reistir voru fyrir inn­stæður Íslend­inga eftir að þeim var stýrt í duftið af áhættu­sæknum dæmdum glæpa­mönnum haustið 2008. Sam­tals hafa verið bók­færðar bón­us­greiðslur upp á tvo og hálfan millj­arð króna til starfs­menn bank­anna á þremur árum Þetta hefur verið gert þrátt fyrir að Ísland sé enn í höft­um, að í gildi sé enn full rík­is­á­byrgð á öllum þessum end­ur­reistu bönk­um, og að engin alþjóð­leg eft­ir­spurn sé eftir íslenskum banka­mönn­um. Engin hald­bær rök eru fyrir því að greiða kaupauka í íslenskum bönkum utan þeirra að það tíðk­ist bara í fjár­mála­geir­anum að gera það. Líkt og að um ein­hvers­konar lög­mál sé að ræða. 

Bónusar eru skað­legir

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, náði ágæt­lega utan um fyr­ir­hug­aðar bón­us­greiðslur gömlu slita­bú­anna í frétta­við­tali í síð­ustu viku þegar hann sagði að það væri ekk­ert að því að menn hagn­ist í sam­­fé­lag­inu okkar ef þeir hafi tekið áhættu eða leggja fjár­­­magn sitt und­­ir. „En þegar menn taka enga áhættu, eru bara að mæta í vinn­una, og eru að semja við jafn­­f­urð­u­­leg fyr­ir­­bæri og þessar skeljar af gömlu bönk­­unum eru í ein­hverju svona lok­uðu mengi, þá verður allt málið að skoð­­ast í öðru ljósi. Þess vegna kemur strax upp í hug­ann orðið „sjálftaka“ þegar maður sér svona nið­­ur­­stöð­u.“ Þessa skýr­ingu má færa yfir á mörg önnur svið hins inni­lok­aða íslenska banka­kerf­is.

Bónusar á borð við þá sem greiddir eru í fjár­mála- og slita­búa­kerf­inu okkar eru skað­leg­ir. Þeir eru skað­legir vegna þess að þeir auka áhættu­sækni. Þeir búa til hvata til að brjóta regl­ur. Þeir auka lík­urnar á því að úrlausnin sem verði fyrir val­inu í sölu eign­anna miði fyrst og síð­ast við hversu háa greiðslu sá sem sýslar með eign­ina getur fengið fyrir hana en ekki hversu góð sú lausn er fyrir íslenskt efna­hags­kerfi. Þeir búa til aukin verð­mæti þar sem engin eru. Og þeir eru skað­legir vegna þess að þeir draga úr trausti milli fólks og stofn­ana í landi þar sem skortur á trausti er eitt helsta þjóð­fé­lags­mein­ið.

Völd spretta af pen­ingum og með því að færa afmörk­uðum hópum gríð­ar­legt magn af slikum þá veitum við þeim að minnsta kosti tæki­færi umfram aðra að hafa áhrif á sam­fé­lagið sem við búum í.

Við það hriktir í stoðum sam­fé­lags­sátt­mál­ans. Og þess vegna er fólk svona reitt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None