Baráttan um miðjuna og krafan um að „breyta kerfinu“

Auglýsing

Það verða að telj­ast stór­tíð­indi að Þor­gerður Katrín G­unn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ráð­herra, og Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins og ráð­herra, séu gengin til­ liðs við Við­reisn.

Eng­inn þarf lengur að efast um það að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er klof­inn, þó ýmsir kunni að túlka fram­boð Við­reisnar með öðrum hætti. En ­flokks­starfið snýst um fólkið sem sinnir því, og það er komin aug­ljós mynd á það hvernig Við­reisn er að stilla upp liði sínu fyrir kosn­ing­ar. Rætur flokks­ins eru í for­yst­unni í atvinnu­líf­inu, sem hefur ára­tugum saman verið helsta vígi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Breytt staða blasir við. 

Eins og mál standa nú, sam­kvæmt kosn­inga­spá Kjarn­ans frá 2. sept­em­ber, er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur með 25,6 pró­sent fylgi og Píratar koma næstir með 24,9 pró­sent.

Auglýsing

Reyna að ná miðj­unni

Ef við líkjum stöð­unni við það, hvernig lands­liðs­þjálf­ari ­stýrir liði sínu til sig­urs í fót­bolta­leik, þá ætlar Við­reisn að reyna að vinna miðj­una í kom­andi kosn­ing­um. Þangað á að sækja fylg­ið, og reyna að stuðla að sátt á hin­um ­kvika póli­tíska kvarða íslenskra stjórn­mála. Þannig getur Við­reisn kom­ist til­ ­valda og haft áhrif.

En þangað eru flestir flokkar að sækja. Horft til gömlu rót­grónu flokk­anna, þá finnst mér þeir eiga í erf­ið­leikum með að skerpa á sér­stöðu sinni gagn­vart kjós­end­um. 

Sam­fylk­ing­in, sem er nú víðs­fjarri þeirri hug­mynd sem lá að baki stofnun henn­ar árið 2000, sækir líka á miðj­una. Hún átti að vera turn á vinstri vængn­um, sem væri mót­vægi við turn á þeim hægri, Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það er þessi staða sem er gjör­breytt og jarð­veg­ur­inn fyrir þessum póli­tíska veru­leika er ekki til­ ­staðar leng­ur. Óháð öðru, þá held ég að vand­ræði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem hef­ur að mörgu leyti svipuð stefnu­mál á odd­inum og fólkið í for­ystu Við­reisn­ar, meg­i rekja til þessa breytta lands­lags.  Hvert er erind­ið, og hvernig tekst að fá fólk til að grípa það og trúa því? Í þess­ari snörpu bar­áttu sem er framundan þarf flokk­ur­inn að koma þessu til skila. Oddný Harð­ar­dóttir hefur stigið nokkuð afger­andi inn í for­manns­hlut­verk­ið, finnst mér, og virð­ist vera til­búin til að láta til sín taka og mynda byr í seglin hjá sínu fólki. 

Gras­rót­ar­hreyf­ing...­samt ekki

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur í gegnum ára­tugi skil­greint sig ­sem miðju­sækið stjórn­mála­afl. Sam­vinnu­hug­sjónin er miðju­þráð­ur­inn, og hann á fullt erindi nú sem fyrr. En maður sér oft ekki glitta neitt í þess­ar ­sam­vinnu­hug­mynd­ir, einkum og sér í lagi þegar kemur að flokks­starf­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar er eins og sér­hags­munir fái meira vægi heldur en víða á lands­byggð­inni, þar sem sterkastu vígi flokks­ins eru kvenn­fé­lög, ung­menna­fé­lög, ­í­þrótta­fé­lög og Kiwanis­klúbb­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er gras­rót­ar­hreyf­ing í þessum skiln­ingi, víða á lands­byggð­inni, en önnur atrið­i ráða ferð­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að því er virð­ist. Fylgið þar segir sína ­sögu. Það hefur aldrei verið mik­ið, og er nú í lægstu lægð­um.

Vanda­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins eru þekkt, og snú­ast um ­trú­verð­ug­leika Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar formmanns. Deilur inn­an­ ­flokks­ins snú­ast um stöðu hans eftir Wintris-­mál­ið, og hvernig flokk­ur­inn kem­ur til dyr­anna gagn­vart kjós­endum í kom­andi kosn­ing­um. Stundum getur verið erfitt að greina ­vanda­mál­in, þegar maður stendur inn í þeim miðj­um, en Fram­sókn­ar­fólk stend­ur frammi fyrir stórum ákvörð­unum þegar kemur að end­ur­nýjun umboðs for­yst­u ­flokks­ins. Verður hún trausts­ins verð og best til þess fallin að leiða ­sam­vinnu­hug­mynd­irnar inn í nýja tíma?

Vinstri hreyf­ing

Vinstri græn finnst mér vera skýr­asti val­kost­ur­inn fyrir þá ­sem horfa til vinstri sér­stak­lega. Katrín Jak­obs­dóttir hefur mælst með sterka ­stöðu gagn­vart almenn­ingi. Fólk treystir henni. Hún hefur það sem þarf til að fá vinstri menn til að mynd sterka hreyf­ingu vinstra meg­in. En Vinstri græn hafa ekki mikið að sækja á miðj­una, með sín stefnu­mál, og það getur reyn­st erfitt, t.d. þegar kemur að stjórn­ar­myndun eftir kosn­ing­ar.

Þó stefnu­málin séu oft vel stað­setj­an­leg á miðj­unni, þá er það nálg­unin sem ræður því hvernig flokkar höfða til kjós­enda. Vinstri græn koma þessu að í sjálfu nafn­inu. Þetta er vinstri­hreyf­ing, sem nálg­ast málin út frá þeirri stöðu. Í stöð­unni sem nú er upp kom­in, er þetta styrkur frekar en veik­leik­i. 

Björt fram­tíð er að sprikla, og berj­ast fyrir lífi sínu. Það er erfitt að greina nokkurn byr í segl, jafn­vel þó fólkið sem fyrir flokkn­um fari sé bæði traust og komi vel fyr­ir. Flokk­ur­inn hefur ekki fundið leið­ina að hjarta kjós­enda. Svo ein­falt er það. Skýr­ingin held ég að liggi í því, að kjós­endur kalla eftir víð­tæk­ari breyt­ing­um, og að þennan fjölda­hreyf­ing­ar­með­byr sé ekki að finna hjá Bjartri fram­tíð.

Kúvend­ingar aftur og aftur

Sé horft yfir síð­ustu átta ár, það er frá hrun­i fjár­mála­kerf­is­ins, þá hafa allar kosn­ingar frá þeim tíma reynst kosn­ing­ar ­mik­illa breyt­inga. Lítið traust á stjórn­mála­mönnum birt­ist í þess­ari ó­þol­in­mæði, jafn­vel þó landið hafi risið hratt upp úr mik­illi lægð, og að vel hafi tek­ist til við til­tekt­ina eftir hrun­ið. 

Í kosn­ingum 2009 varð fyrsta vinstri stjórnin til og hún kol­féll síðan 2013, með miklum sigri Fram­sókn­ar­flokks Sig­mundar Dav­íðs. Í milli­tíð­inni, árið 2010, kom Best­i ­flokk­ur­inn inn í stjórn­málin í Reykja­vík og vann sögu­legan sigur með Jón Gnarr í broddi fylk­ing­ar. 

Árið 2014, í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, voru líka miklar breyt­ingar í kort­un­um, og sást þá glögg­lega hversu kvikt lands­lagið væri í stjórn­mál­un­um. ­Fólk kall­aði eftir ein­hverju nýju. 

Það gerir það enn­þá. Píratar hafa verið leið­andi í skoð­ana­könn­unum lengst af á und­an­förnum tólf mán­uðum og mæl­ast enn með um fjórð­ungs­fylgi. Þeir eru að koma fram sem breyt­ing­arafl, þeir stilla sér upp á móti kerf­inu. Þetta er kunn­ug­legt frá öðrum löndum um þessar mund­ir, meðal ann­ars hér í Banda­ríkj­un­um, þó stjórn­mála­öfl séu inn­byrðis ólík eftir löndum og áherslu­mál­um. Stundum greinir maður samt svip­aða strauma.

Margir hafa notað frasa um að breyta kerf­inu og að standa gegn el­ít­unni. Bernie Sand­ers var með þetta sem algjört leið­ar­stef í sinni bar­átt­u ­fyrir því að verða full­trúi Demókrata í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um.

Þessa dag­ana heyr­ist sömu orð frá Don­ald J. Trump, sem ber­st við Hill­ary Clint­on, og er þessa dag­ana að ganga í gegnum erf­ið­leika í sinn­i ­kosn­inga­bar­áttu, þó fylgið sé enn nokkuð hátt, miðað við for­dóma­full­an ­mál­flutn­ing, í það minnsta eins og hlut­irnir horfa við mér. Hann fékk meira að ­segja Nigel Fara­ge, for­sprokka Brexit hreyf­ing­ar­inn­ar, til að koma og halda ræðu fyrir stuðn­ings­menn hans, einmitt til að koma þessum skila­boðum skýrt á fram­færi.En hver heldur á kyndl­in­um?

Það skiptir máli hver það er, sem vill breyta kerf­inu og P­íratar hafa náð að festa sig niður sem hreyf­ing sem boðar breyt­ing­ar. Ef það ætti að stað­setja hana ein­hvers stað­ar, þá er það á miðj­unni. Þess vegna er hún­ ­stór og breið.

Aug­ljóst er á því hvernig Bjarni Bene­dikts­son hefur tal­að, að hann vilji ná að marka Sjálf­stæð­is­flokknum sterk­ari stöðu inn á miðj­unn­i. Þar getur hann stækk­að, og þar getur hann náð „gömlu“ vopnum sínum aft­ur. Hann ­mælist oftar en ekki stærtti í könn­unum en reyndin er í kosn­ing­um, og því virð­ist hætta á því að hann sé að ein­angr­ast hægra meg­in. Fylgi í kringum 20 ­pró­sent er ekki fjarri í lagi, ef ekk­ert breyt­ist, en það finnst mörg­um vafa­lítið óásætt­an­leg fyrir þennan burð­ar­stólpa í íslenskum stjórn­málum um ára­tuga­skeið.

Gegn spill­ingu

Fram­boð Bene­dikts Jóhann­es­sonar og félaga í Við­reisn er að mínum dómi merki­legt fyrir þær sakir, að þar er ein­dregið talað fyr­ir­ við­skiln­aði frá sér­hags­muna­gæslu. Flótti fyrr­ver­andi for­ystu­fólks úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um ­sýnir glögg­lega að lengi hefur verið kraum­andi óánægja innan flokks­ins vegna þess­arar stöðu. Það má nota ýmis orð um þessi mál, en eitt þeirra er spill­ing. Það er að Við­reisn setji það á odd­inn að vinna gegn sér­hags­mun­um, sem aldrei hafa verið langt undan í bak­landi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Áhugi á Evr­ópu­sam­bands­að­ild er aug­ljós­lega fyrir hendi, en áhug­inn virð­ist þó frekar vera að snú­ast um að skil­greina það betur hvernig Ísland eigi tengja sig við um­heim­inn í fram­tíð­inni, bæði efna­hags­lega og póli­tískt, þannig að hér geti þrif­ist sam­keppn­is­hæfur mark­aðs­bú­skap­ur. 

Bar­áttan um völdin í land­inu hefur sjaldan verið harð­ari, og tví­sýnni á sama tíma. Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sagði af sér­, skatta­skjóls­gögn eru til skoð­unar og rann­sókn­ar, og kosn­ing­arnar fara fram á sama tíma og síð­ustu skrefin í umfangs­miklum aðgerðum stjórn­valda og Seðla­banka Ís­lands, til að losa um fjár­magns­höft, eru stig­in. Þetta er sögu­legt, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Gegnum miðj­una

Hægri, vinstri, miðja. Þetta eru ein­fald­ar­ skil­grein­ingar á flóknu og síbreyti­legu póli­tísku lands­lagi. En ekki er sam­t annað að sjá, en að þeir flokkar sem ná að marka sér sterka stöðu á miðj­unni, og um leið halda „breytum kerf­inu“ kyndl­inum á lofti, muni sigra í kosn­ing­unum og verða með þræð­ina í hendi sér eftir kosn­ing­ar. Við­reisn og Píratar eru í þess­ari stöðu núna, eftir tíð­indi síð­ustu daga. Við­reisn þarf þó að skýra stefnu­mál sín bet­ur, ekki síst í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, jafn­vel þó talað hafi verið fyrir mark­aðs­lausn sem sann­ar­lega yrði stefnu­breyt­ing frá núver­andi kerfi. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist um 35 pró­sent. Gamli fras­inn um að margt geti breyst á skömmum tíma í póli­tík á þó svo sann­ar­lega við þessi miss­er­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None