Auglýsing

Borg­ar­svæði eru að stækka og innan þeira á stór hlut­i ný­sköp­unar í hag­kerfum heims­ins sér stað. Það er ekki nýtt, en þró­unin hef­ur verið sú að mik­il­vægi borg­ar­svæða hefur verið að aukast. Gert er ráð fyrir því að mik­il­vægi þeirra muni aukast enn meira á næstu árum og ára­tug­um. Þau verða hjarta­slögin í alþjóð­væddum heimi við­skipta.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri hefur bent á þetta ítrek­að í skrif­um, og það sama má segja um fleiri. Alveg þvert á hið ­flokkspóli­tíska lands­lag.

Sam­keppni um hug­myndir

Hér vest­an­hafs, í Banda­ríkj­un­um, er umræða um þetta alls ekki ný af nál­inni. Borgir eiga í mik­illi sam­keppni um fólk og fyr­ir­tæki, hug­myndir og rann­sókn­ir, nýsköpun og mann­líf. Sam­keppnin birt­ist meðal ann­ars í því hvernig tekst að tengja saman atvinnu­lífið á borg­ar­svæð­un­um, við ­rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfið ann­ars veg­ar, og mann­lífið og skipu­lagið hins ­veg­ar. Úr verður ein heild; sjálf­stætt hag­kerfi sem vex síðan áfram, jafn­vel í ó­væntar átt­ir.

Auglýsing

Meira en þrjú hund­ruð borg­ar­kjarnar í Banda­ríkj­unum eru tvö­falt ­fjöl­menn­ari en höf­uð­borg­ar­svæðið (202 þús­und íbú­ar) á Íslandi, og hag­kerf­in flest stærri en Ísland, þegar allt er talið. Þegar borg­ar­svæðin eru greind enn ­meira nið­ur, eru svo ein­staka svæði með mun þyngri og stærri efna­hags­legan hjart­slátt en önn­ur.

Má nefna Brook­lyn í New York (fyr­ir­tæki eins og goTenna og Li­vestr­eam hafa vaxið þar), mið­borg­ar­hluti Portland og útjaðra Seatt­le-­borg­ar (Amazon og Microsoft),  sem dæmi um ­borg­ar­kjarna sem hafa afar sterkan efna­hags­legan grunn.

Þegar horft er til Norð­ur­landa er mið­bær­inn í Stokk­hólmi annað dæmi. 



Þar hafa borg­ar­yf­ir­völd, í sam­vinnu við frum­kvöðla­sam­fé­lagið í borg­inni og fjár­festa sömu­leið­is, lagt mikið upp úr því efla tengsl, og búa til­ „suðu­pott“ hug­mynda og mann­lífs. Ákvörðun Nas­daq um að hafa höf­uð­stöðvar sínar á Norð­ur­löndum í Stokk­hólmi, og líf­legan fjár­magns­markað fyrir smærri fyr­ir­tæki, hefur ýtt undir sterkt efna­hags­líf á svæð­inu. Það er ekki til­viljun að Spoti­fy er með glæsi­legar höf­uð­stöðvar sínar á svæð­inu, og að Minecraft tölvu­leikja­sam­fé­lag­ið hafi orðið til þar (og síðan selt til Microsoft fyrir 2,5 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, um 300 millj­arða króna). Svæðið sogar til sín fólk með mikla þekk­ingu víða að úr heim­in­um, sem styrkir sam­fé­lag­ið.

Náið sam­starf

Í New York hefur borgin lagt sig fram við að skipu­legja „suðu­potta“ í nánu sam­starfi við fyr­ir­tæki og háskól­ana í borg­inni. Efna­hag­ur ­borg­ar­innar er risa­vax­inn, og sér­stakur sökum þess að hið alþjóða­vædda fjár­mála­kerfi á sér heima­stöð í borg­inni.

Hag­kerfið í New York er sagt stærra en hag­kerfi Kanada og margra ann­ara stórra ríkja, sem segir sína sögu.

Hér á Seattle svæð­inu er það keppi­kefli borg­ar­innar að vinna ­með fyr­ir­tækjum sem vilja stækka og efl­ast á svæð­inu. Allt frá fyrstu stigum og fram að hröðu vaxt­ar­skeið­i. 

Gott umhverfi

Má nefna ótrú­legan vöxt Microsoft og Amazon sem dæmi um þetta, en í til­fellum beggja fyr­ir­tækja hafa borg­ar­yf­ir­völd unnið náið með­ ­fyr­ir­tækj­unum að því að tryggja gott umhverfi fyrir fyr­ir­tæk­in, svo þau ákveðið að vaxa áfram á svæð­inu.

Sam­hliða þessum upp­bygg­ing­ar­á­formum fylgj­ast borg­ar­yf­ir­völd grannt með hverju skrefi, og reyna að þróa borg­ina í sam­ræmi við upp­bygg­ing­una ­sem á sér stað í atvinnu­lífi og háskóla­starfi. Þaðan kemur mikið af fólk­inu sem býr atvinnu­lífið til. Gott skipu­lag getur virkað eins og smurn­ing á vél þeg­ar kemur þessum mál­um. Og ef allt gengur upp, þá geta krafta­verk gerst. Fyr­ir­tæki ­fæðast, svæði end­ur­nýj­ast upp úr hug­mynda­vinnu þeirra og mann­líf blómstr­ar.

Þetta er ekki aðeins gert til að fjölga fólki sem fær góð ­laun, heldur til að ýta undir sjálf­bærni á svæð­inu til lengdar og skapa að­stæður fyrir „end­ur­tekn­ing­u“, þegar þörf er á. Fyr­ir­tæki geta komið og far­ið, en ef aðstæður eru byggðar upp með þeim hætti að jarð­veg­ur­inn er „dínamískur“, þá er lík­legra en ekki að svæðin end­ur­nýji sig sífellt.

Þessi atriði eru vafa­lítið ekk­ert ný af nál­inni, fyrir þeim ­sem hafa fylgst með umræðu um borg­ar­mál á Íslandi og víð­ar, en það er engu að ­síður mik­il­vægt að fara í gegnum þau, aftur og aft­ur.

Þróun eina borg­ar­svæðis lands­ins mun hafa mikið um það að ­segja hvernig íslenskt sam­fé­lag verður í fram­tíð­inni. Það hefur þan­ist út á und­an­förnum ára­tug­um, og út frá skipu­lags­málum hefur þró­unin verið umdeil­an­leg, svo ekki sé meira sagt.

Besta tæki­færið í upp­bygg­ingu á lands­byggð­inn­i ­getur falist í efla höf­uð­borg­ar­svæð­ið, og þróa það í rétta átt. Það verður til­ ­góðs fyrir landið allt, sér­stak­lega í örríki eins og Íslandi sem er með allra s­mæstu ríkjum ver­ald­ar. Mik­il­vægi starf­semi á lands­byggð­inni er vel þekkt, ekki síst þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi, og með til­komu ferða­þjón­ust­unnar sem mátt­ar­stólpa í hag­kerf­inu eru þegar farin að opn­ast fjöl­mörg tæki­færi. Fyrir mér er aug­ljóst, að upp­bygg­ing í Vatns­mýr­inni er efna­hags­lega mik­il­vægt mál fyrir Ísland, vegna þess sem að ofan er lýst. Þar er ­kjör­svæði fyrir myndun suðu­potts sem getur virkað eins og end­ur­nýj­un­ar­vél fyr­ir­ hag­kerfið til fram­tíðar lit­ið.

Mér finnst ábend­ingar Róberts Guð­finns­sonar fjár­fest­is, um þessi mál, vera hár­rétt­ar, þó hann horfi á Vatns­mýr­ina í grein sinni út frá­ ­sjón­ar­hóli ferða­þjón­ust­unn­ar.

En mat hans, um að hag­felld þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til­ ­lengdar lit­ið, sé mik­il­vægt mál fyrir allt land­ið, er hár­rétt. Og þetta er stór­mál.

Þetta er hægt

Mann­líf sem tengir saman helstu nýsköp­un­ar­svæði á Íslandi, í Há­skól­anum í Reyka­vík og í Háskóla Íslands – sem eru í nátt­úr­legri nálægð við ­sprota- og rann­sókn­ar­starf­sem­ina í land­inu – getur myndað suðu­pott­ana sem borgir víða um heima kepp­ast um að skapa. Það er hægt að gera þetta á Íslandi og þau skref sem þegar hafa verið stig­in, með starf­semi Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, háskól­ana, og til fram­tíðar CCP og Alvogen, eru svo sann­ar­lega í rétta átt. En það er hægt að ganga lengra, stíga stærri skref, búa til kjörað­stæður fyrir fram­þróun á alþjóð­legum þekk­ing­ar­iðn­aði.



Tæki­færið er fyrir framan okk­ur, að því er mér finnst. Það er óþarfi að umræða um þessi mál, það er þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í sam­heng­i við efna­hags­legt mik­il­vægi þess fyrir landið í heild, skuli vera látin snúast al­farið um flug þegar horft er til Vatns­mýr­ar­inn­ar. Það eru fleiri hliðar á svæð­inu en flug­völl­ur­inn, og þó margend­ur­tekið hafi verið kafað ofan í kost­ina þegar kemur að flug­þjón­ustu í land­inu, þá hefur minna farið fyrir umræðu um suðu­pott­inn og mik­il­vægi hans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None