Auglýsing

Í gær voru sam­þykkt lög á Alþingi sem fella niður fjár­magns­höft á almenn­ing að mestu. Frum­varpið var lagt fram 17. ágúst og var sam­þykkt ein­róma í gær. Þó ennþá verði fyrir hendi tak­mark­anir á fjár­magns­flutn­ing­um, þá er þetta stórt og sögu­legt augna­blik fyrir land og þjóð og er áhrifa­mik­ill vitn­is­burður um að við séum á réttri leið eftir hið ein­staka efna­hags­hrun dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008.

Seðla­bank­inn hefur nú áhrifa­meiri tól en áður til að tryggja fjár­mála­stöð­ug­leika, meðal ann­ars með reglu um bind­ingu reið­u­fjár vegna nýs inn­­­­­­­streymis erlends gjald­eyris sem á að draga úr hættu­legum afleið­ingum vegna svo­kall­aðra vaxta­muna­við­­­­skipa. Þá eru allar meiri­háttar fjár­magns­hreyf­ingar og fjár­fest­ingar úr landi háð­ar­ ­sam­þykki Seðla­bank­ans, en almenn­ingur getur farið að fjár­festa erlendis og hefur meira frelsi til ráð­stöf­unar á sínum fjár­munum en áður.

Nú er það ekki bara elítan sem getur átt sparnað sinn erlend­is.

Full ástæða til að hrósa

Það kann að vera að það sé ekki til mik­illa vin­sælda fallið hjá ­fólki, að hrósa stjórn­mála­mönnum og sér­fræð­ingum sem starfa með þeim, innan og utan ráðu­neyta og stofn­anna rík­is­ins, en nú er full ástæða til þess að ger­a það. Stjórn­mála­menn og sér­fræð­ingar sem unnið hafa með þeim hafa staðið sig vel á und­an­förnum átta árum við að rétta af þjóð­ar­skút­una, eða í það minnsta stuðla að því með aðgerðum sem að þeim snúa. Losun hafta er stór­mál og var tækni­lega flókið við­fangs­efni, viða­mikið og um margt spennu­þrung­ið, enda miklir ólíkir hags­munir í húfi.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, getur ver­ið á­nægður með stöð­una og þau verk sem unnin hafa verið á árinu sem tengj­ast þess­ari mik­il­vægu vinnu, að losa um höft­in. Það sama má segja um Má Guð­munds­son seðla­banka­stjóra.

Skulda­staða þjóð­ar­búss­ins gagn­vart útlöndum er um þessar mund­ir­ ­með ólík­indum góð, og hefur ekki verið betri í ára­tugi. Skuldir í erlendri mynt við útlönd eru litlar sem engar hjá litlum og ­með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, og nær ein­göngu bundnar við fyr­ir­tæki með tekjur í er­lendri mynt. Má þar nefna orku­fyr­ir­tæk­in, stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin og ­síðan íslensk fyr­ir­tæki sem starfa á erlendum mörk­uðum eins og Marel og Öss­ur.

Fjár­mála­kerfið í höndum almenn­ings

Íslenska fjár­mála­kerfið er nú að mestu fjár­magnað af almenn­ing­i, ­sem jafn­framt á kerfið að mestu leyti. Um 80 pró­sent af því er í eigu rík­is­ins, og eigið féð – mun traust­ara en það var fyrir hrun – er tæp­lega 500 millj­arð­ar­ króna.

Löngu tíma­bært er að leiða til lykta rök­ræður um hvernig fjár­mála­kerf­ið á að vera skipu­lagt, og á hvaða þáttum á að bera baká­byrgð rík­is­ins og hverjum ekki. 

Átta árum eftir að íslenskur almenn­ingur var ráð­þrota og hrædd­ur, í kjöl­far ein­staks efna­hags­hruns, er Ísland nú með sterka stöðu í sam­an­burð­i við flest þróuð ríki heims­ins.

Neyð­ar­lögin og fjár­magns­höftin reynd­ust Íslandi áhrifa­mik­il hjálp­ar­tæki á ögur­stundu. Til slíkra ráð­staf­ana gátu önnur ríki ekki gripið til­ ­með sam­bæri­legum hætti. Hrunið var svo stórt og umfangs­mikið að neyð­ar­að­gerð­ir voru óum­flýj­an­leg­ar. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur fengið sitt til baka, og ­ríkið skuldar honum ekk­ert. 

Þegar ég er að tala við fólk hér í útlönd­um, sem spyr hvern­ig Ís­landi gengur núna, þá verður það nær und­an­tekn­inga­laust hissa á því hversu ­staðan er sterk.

Fjórir punktar eru sér­stak­lega jákvæð­ir.

  1. Ríkið skuldar nú innan við 60 pró­sent af ár­legri lands­fram­leiðslu, sem telst lítið í sam­an­burði við flest önnur þró­uð ­ríki. Skuld­irnar voru hærri en 100 pró­sent eftir hrun­ið.

  2. Verð­bólga er 1,8 pró­sent og hefur verið und­ir­ 2,5 pró­sent mark­mið­inu í á þriðja ár. Þetta hefur verið lyk­il­at­riði í efna­hags­bat­anum und­an­farin miss­er­i. 

  3. Fjár­magns­höft hafa verið losuð og tól leidd í lög sem gera Seðla­banka Íslands mögu­legt að bregð­ast við erf­ið­leikum og ójafn­vægi.

  4. Skuldir íslenskra fyr­ir­tækja, heim­ila og hins op­in­bera (ríki og sveit­ar­fé­lög) eru að litlu leyti í erlendri mynt eða við út­lönd. Þetta er stórt mál í mínum huga, eins og áður sagði, sem hjálpar til við að taka á mál­u­m þegar efn­hags­þróun erlendis fer að hafa mikil áhrif á Íslandi, eins og ger­ist reglu­lega.

Alltaf má þó gera bet­ur, og það á við um Ísland eins og önn­ur ­ríki.

Sér­stak­lega þurfa að stjórn­mála­menn að ákveða hvern­ig fjár­mála­kerfið á að virka til fram­tíðar lit­ið, og reyna að hindra að ­fífldirfska geti ráðið ferð­inni aftur með miklu tjóni fyrir almenn­ing. Dómar hafa nú end­ur­tekið stað­fest það, að lög­brot voru framin um langt skeið á fjár­mála­mark­aði fram að hrun­in­u. 

Eins er full ástæða til að þess fyrir stjórn­völd að huga að innviðum lands­ins, ekki síst vegna þeirrar miklu sóknar sem hefur verið hing­að til lands frá erlendum ferða­mönn­um. Á innan við fimm árum hefur ferða­þjón­usta í land­inu umturn­ast og spár benda til þess að gjald­eyr­is­inn­spýt­ing vegna henn­ar verði yfir 500 millj­arðar á næsta ári, og á þessu ári yfir 400 millj­arð­ar. Þetta eru miklar stærði og full ástæða til að spyrja að því hvort ekki sé nauð­syn­legt að styrkja sam­göng­ur, aðstöðu í þjóð­görðum og á sama tíma styrkja tekju­stofna sveit­ar­fé­laga vítt og breitt um land­ið, til að inn­við­irnir verði betri og sterk­ari.

Kosn­ing­arnar 29. októ­ber ættu ekki að snú­ast um til­tekt­ina eftir hrun­ið. Henni er lokið að mestu, og rík­is­stjórnir Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sonar og Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar geta verið stolt af því hvern­ig til tókst.

Miklu frekar ættu kosn­ing­arnar að snú­ast um fram­tíð­ar­sýn­ina. Hvernig er eðli­legt að haga auð­linda­nýt­ingu? Hvernig ætlar Ísland að upp­fylla Par­ís­ar­sátt­mál­ann? Sam­rým­ist það honum að vera að bora eftir olíu í íslenskri lög­sögu? Hvernig á takast á við mis­skipt­ingu auðs? Hvernig verð­ur­ ný­sköpun efld? Og síð­ast en ekki síst; hvernig á að standa að upp­bygg­ing­u heil­brigð­is- og mennta­þjón­ustu í land­inu? Þaðan hafa borist hálf­gerð neyð­ar­óp að und­an­förnu sem full ástæða er til að taka alvar­lega. 

Hið almenna deilu­mál um hvernig eigi að for­gangs­raða í rík­is­rekstr­inum verður einnig jafn krefj­andi næstu miss­erin og það hefur verið til þessa. 

Krefj­andi hag­stjórn

Eins og alltaf er raunin með Ísland, þá mun þróun erlendis hafa ­mikil áhrif og okkar örsmáa ein­angr­aða hag­kerfi. Olíu­verð hefur til dæmis hækkað um 100 pró­sent á hálfu ári á er­lendum mörk­uð­um. Tunnan af hrá­olíu hefur farið úr 26 Banda­ríkja­dölum í 52, og út­lit fyrir að það geti farið hækk­andi á næst­unni. Það mun skila sér í auk­inn­i verð­bólgu á Íslandi.

OPEC ríkin munu eiga form­legan fund í nóv­em­ber og verður þar tekin ákvörðun um, hvort draga eigi úr olíu­fram­leiðslu og í hversu miklu mæli. Ákvörð­unin getur haft mikil áhrif á eigna­verð á mörk­uð­um, og stuðlað að mik­illi verð­hækkun á olíu ef ákveðið verður að draga úr fram­leiðslu. Sádí-­Ar­abía er stærsti olíu­fram­leið­and­inn innan OPEC og hefur mest áhrif á það hvað ákveðið verður að ger­a. 

Allra augu á geng­inu

Gengi krón­unnar er líka áhættu­þáttur fyrir Íslenska hag­kerf­ið. Má þar nefna, að stærstu skráðu fyr­ir­tæki lands­ins, Icelanda­ir, Marel og Öss­ur, eru öll með efna­hag í erlendri mynt og styrk­ing krón­unnar getur haft mik­il á­hrif á verð­mæti þeirra í krónum talið. Að und­an­förnu hefur verð­mæti félaga ­fallið nokk­uð, og styrk­ing krón­unnar á vafa­lítið sinn þátt í því. Þá hafa þau við­horf komið fram að und­an­förnu, að gengi krón­unnar hafi lengi verið „falskt“ vegna inn­gripa Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­mark­að. Nú eru þau mun minni, og vel hugs­an­legt að krónan muni styrkj­ast tölu­vert á næst­unni. Kannski fer evran í átt að hund­rað krón­um, en hún kostar nú 127 krón­ur. Fyrir ári síðan kost­aði hún­ 150 krón­ur.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er einnig við­kvæmur fyrir geng­is­þró­un­inni.

Í ljósi sög­unnar er full ástæða til að fylgj­ast vel með geng­inu. Í raun ættu allra augu að vera á því.

Afnám hafta eru merki­leg tíma­mót og ástæða til að gleðj­ast yfir­ þeim. Staðan á Íslandi er að mörgu leyti góð í augna­blik­inu, en hún get­ur breyst á skömmum tíma til hins verra eins og sagan geymir mörg dæmi um. Deil­urnar um hvernig sam­fé­lag við viljum búa til fyrir kyn­slóðir fram­tíð­innar verða vafa­lítið áfram harð­ar, en von­andi þok­ast hlut­irnir í rétta átt eins og þeir hafa gert á und­an­förnum árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None