Ef þú ert að kvarta yfir fjölmiðlum, þá ertu líklega að tapa

Auglýsing

Það er kosn­ingatitr­ingur í sam­fé­lag­inu. Hann birt­ist meðal ann­ars í ótrú­lega langsóttum álykt­unum ýmissa sem eru ekki að ná því fylgi sem þeir höfðu von­ast eft­ir. Liðnir dagar hafa ein­kennst af slíkum álykt­unum og van­stilltum sam­sær­is­kenn­ingum um til­gang frétta af neyð­ar­láni sem Seðla­banki Íslands veitti Kaup­þingi 6. októ­ber 2008.

Frétta­flutn­ing­ur­inn, sem er sann­ur, lög­mætur og á sann­ar­lega erindi við almenn­ing, byggði á vitna­skýrslu yfir Sturlu Páls­syni, lyk­il­starfs­manni Seðla­bank­ans, hjá sér­stökum sak­sókn­ara 2012. Í skýrsl­unni lýsir Sturla því að Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, hafi tekið sím­talið við Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem neyð­ar­lánið var ákveðið í sinn síma, sem Davíð vissi að væri hljóð­rit­að­ur. Sturla greindi einnig frá því að hann hefði verið við­staddur sím­tal­ið.

Í vitna­skýrsl­unni er birt end­ur­rit úr sím­tal­inu fræga. Þar er haft eftir Dav­­íð: „Í dag getum við skrapað saman 500 millj­­ónir evra og erum þá nátt­úru­­lega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaup­­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­­bank­­anum líka sko.“

Auglýsing

Við yfir­heyrslur lýsti Sturla því að Davíð Odds­son hefði sagt við Geir H. Haarde að „þeir fengju þennan pen­ing ekki til baka og að ákvörð­unin hafi í raun verið GHH.“

Það er val að upp­lýsa ekki

Enn er fjöl­mörgum spurn­ingum varð­andi neyð­ar­lána­veit­ing­una ósvar­að. Það er val þeirra sem að henni komu að svara ekki þeim spurn­ing­um, þ.e. Dav­íðs og Geirs. Þeir hafa í hendi sér að birta upp­tök­una sem er til að sím­tali þeirra og varpa þar með ljósi á heild­ar­mynd þeirrar ákvörð­unar sem tekin var þegar Kaup­þingi voru lán­aðar 500 millj­ónir evra sama dag og lög voru sett sem allir hefðu átt að sjá að myndu fella bank­ann. Þeir hafa hins vegar valið að skýra málið ekki opin­ber­lega heldur þess í stað skipst á að kenna hvor öðrum um að hafa borið ábyrgð á lán­veit­ing­unni, þótt fyrir liggi að ein­ungis Seðla­banki Íslands, sjálf­stæð stofn­un, geti tekið slíka ákvörðun sam­kvæmt lög­um.

Þess vegna voru þær upp­lýs­ingar sem fram komu í vitna­skýrslu Sturlu mjög frétt­næm­ar. Um var að ræða nýjar upp­lýs­ingar um ákvörðun sem hafði gríð­ar­leg sam­fé­lags­leg áhrif, enda var verið að lána allan nettó gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­bank­ans, sem var á pari við eigin fé hans. Það hefur aldrei áður komið fram að Davíð hafi vís­vit­andi látið hljóð­rita sam­tal við for­sæt­is­ráð­herra, það hefur aldrei áður verið birt end­ur­rit úr sím­tal­inu og það hefur aldrei áður komið fram að seðla­banka­stjór­inn sem veitti lánið hafi talið að það myndi ekki end­ur­greið­ast áður en að hann heim­il­aði útgreiðslu þess.

Og enn er á huldu hvað pen­ing­arnir fóru nákvæm­lega í.

Að hengja sig í auka­at­riðin

Af umræð­unni að dæma mætti halda að ekk­ert ofan­greint hafi komið fram. Þess í stað fjallar hún annað hvort um form eða galnar sam­sær­is­kenn­ingar sem eru ekki studdar neinum rök­um.

Form­um­ræðan er orðin nokkuð þekkt hjá völdum kreðsum hér­lend­is. Hún snýst um að hengja sig í auka­at­riði máls til að forð­ast að ræða aðal­at­riði þess. Í sam­hengi við Kaup­þings­lánið eru spuna­meist­ar­arnir sem not­ast við hana m.a. að spyrja af hverju það sé ekki frekar verið að fjalla um hvernig vitna­skýrslan hafi lekið frá sér­stökum sak­sókn­ara, sem í dag heitir hér­aðs­sak­sókn­ari?

Í fyrsta lagi liggur ekk­ert fyrir um að gögn hafi lekið frá sér­stökum sak­sókn­ara. Fimm menn höfðu rétt­ar­stöðu grun­aðs í því máli sem verið var að rann­saka þegar Sturla var yfir­heyrð­ur. Kjarn­inn hefur fengið stað­fest að lög­menn þeirra hafi fengið afhent gögn máls­ins, meðal ann­ars yfir­heyrslur yfir vitn­um, líkt og eðli­legt er í rétt­ar­ríki. Það er því mun stærri hópur en bara hér­aðs­sak­sókn­ari sem er með umrædda skýrslu og frá­leitt að álykta án rök­stuðn­ings eða sann­anna að emb­ætti hér­að­sak­sókn­ara hafi lekið umræddri skýrslu.

Í öðru lagi skiptir það engu máli fyrir fjöl­miðla hvaðan gögnum er lek­ið, ef efni þeirra er frétt­næmt og á erindi við almenn­ing. Og það er rangt sem haldið hefur verið fram af lög­lærða alþing­is­mann­inum Vig­dísi Hauks­dóttur að það sé lög­brot þegar fjöl­mið­ill birtir trún­að­ar­gögn. Fjöl­mið­ill, sem við­tak­andi gagn­anna, getur aldrei brotið trún­að, ein­ungis sá sem afhendir þau. Og heim­ild­ar­menn fjöl­miðla njóta verndar í lög­um.

Sam­særi?

Hitt sem er ein­kenn­andi í umræð­unni eru órök­studdar ávirð­ingar um að frétta­flutn­ingur frétta­stofu Stöðvar 2 og Kast­ljóss, sem sögðu fyrst frá vitna­skýrsl­unni, sé þáttur í ein­hverju ægi­legu sam­særi gegn ákveðnum stjórn­mála­flokkum eða -mönn­um.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og einn valda­mesti maður lands­ins, hefur farið þar fram­ar­lega í flokki. Hann sagði í útvarps­þætti á fimmtu­dag að honum finn­ist „nú nokkuð aug­ljóst að menn hafi setið á þessu og plantað inn í miðja kosn­inga­bar­átt­una til að rugla menn í rím­inu og setja anda hruns­ins yfir síð­ustu daga fyrir kosn­ing­ar.“

Bjarni bætti síðan við að ekk­ert nýtt hafi komið fram í umfjöllun Kast­ljóss um vitna­skýrsl­una, sem er bein­línis rangt líkt og rakið er ítar­lega hér að ofan.

Fyrir rúmum tveimur mán­uðum opin­ber­aði Bjarni skoðun sína á fjöl­miðlum nútím­ans. Þá skrif­aði hann á Face­book-­síðu sína: „Hún­ ­ger­ist æ sterk­­ari til­­f­inn­ingin að vegna mann­eklu og fjár­­skorts séu við­kom­andi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um ­starf­­semi þar sem hver fer fram á eigin for­­send­­um. Engin stefna, ­mark­mið eða skila­­boð og þar með nán­­ast eng­inn til­­­gang­­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skipt­ast ­síðan á að grípa gjall­­­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn ­fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­book­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“

Orð Bjarna þá sýndu algjöra van­virð­ingu gagn­vart íslenskum fjöl­miðlum og full­komið skiln­ings­leysi á eðli þeirra. Orð hans nú festa það mat í sessi.

Afleikur Bjarna

Lík­lega verður þessi bræði Bjarna vegna umfjöll­unar fjöl­miðla um nýjar upp­lýs­ingar í sam­fé­lags­lega mik­il­vægu máli síðar dæmd sem einn mesti afleikur sem leik­inn var í aðdrag­anda kom­andi kosn­inga.

Það hafði nefni­lega eng­inn almenni­legur fjöl­mið­ill haldið því fram að umfjöll­unin teng­ist með nokkrum hætti stjórn­málum dags­ins í dag eða þeim sem nú leiða flokka. Það er Bjarni sjálfur sem setur málið í það sam­hengi í við­tal­inu og bregst síðan við fullur af heil­agri bræði yfir því hvað það sé ósvíf­ið. Þar skýtur hann sig fast í fót­inn. Fyrir utan hversu sjálf­lægt það er að taka alla umfjöllun beint til sín með þessum hætti. Það eru stundum sagðar fréttir sem tengj­ast ekki Bjarna Bene­dikts­syni.

Þá má bæta við að ásak­anir um að þessum fréttum hafi verið „plant­að“ vegna kosn­inga sýna gríð­ar­lega van­þekk­ingu á eðli fjöl­miðla. All­ir, all­ir, sem koma upp­lýs­ingum á fjöl­miðla hafa eitt­hvað „agenda“. Það getur verið allt frá því að vera sterk rétt­læt­is­kennd til þess að reyna að hafa áhrif á ein­hverja fram­vindu sem er að eiga sér stað. Það á jafnt við um upp­lýs­inga­full­trúa á vegum rík­is­stjórnar í aðdrag­anda kosn­inga og lög­menn sem sitja á vitna­skýrsl­um. Eng­inn gerir neitt að ástæðu­lausu.

Hlut­verk fjöl­miðla er að taka við þessum upp­lýs­ing­um, meta frétta­gildi þeirra og segja síðan frá þeim ef það mat skilar þeirri nið­ur­stöðu að þær eigi erindi við almenn­ing. Það skiptir engu máli fyrir fjöl­miðla hvenær slíkar upp­lýs­ingar ber­ast. Víta­vert hefði verið ef frétta­stofa Stöðvar 2 eða Kast­ljós hefðu ákveðið að geyma umfjöllun um vitna­skýrslu Sturlu fram yfir kosn­ingar vegna þess að ein­hverjum þætti að hún gæti mögu­lega verið túlkuð með póli­tísku nefi nákvæm­lega núna. Þá fyrst væru fjöl­miðl­arnir komnir á hálan ís.

Beint lýð­ræði umræð­unnar

Sú upp­lýs­inga- og tækniöld sem við lifum á hefur breytt öllu. Fjöl­miðlaum­hverfið virkar ekki lengur þannig að hand­fylli hlið­varða í rit­stjóra­stólum með rík póli­tísk tengsl geti stýrt því hvað verð­s­kuldi umræðu og hvað ekki. Með til­komu sam­fé­lags­miðla, inter­nets­ins og snjall­síma eru allir sem vilja þátt­tak­endur í umræð­unni og geta nálg­ast upp­lýs­ingar til að móta sér skoð­anir sjálfir, í stað þess að vera fóðraðir af slíkum af gömlu hlið­vörð­unum og stjórn­mála­mönn­um.

Sá tími er því lið­inn að almenn­ingur þurfi að fram­selja alla ákvörð­un­ar­töku skil­yrð­is­laust til val­inna manna í jakka­fötum sem flestir eru steyptir í sama mótið bara vegna þess að þeir hafa haft betra aðgengi að upp­lýs­ingum og þar af leið­andi getað tekið til sín vald. Að því leyt­inu er hið beina lýð­ræði, sem margir þrá svo mjög, þegar komið á þegar kemur að umræðu og þátt­töku í henni. Hlið­vörð­unum hefur verið eytt og dyrnar galopn­að­ar. Stjórn­mála­menn verða að aðlag­ast þeim veru­leika eða velja sér annan starfs­vett­vang, því „gömlu góðu dag­arn­ir“ þegar Morg­un­blaðið sagði og þagði allar fréttir eru ekk­ert að fara að koma til baka.

Hlut­verk fjöl­miðla er að miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings svo hann geti myndað sér skoðun á sam­fé­lag­inu sínu, dregið rök­studdar álykt­anir eða tekið upp­lýstar lýð­ræð­is­legar ákvarð­an­ir. Og innan þess hlut­verks rúm­ast sann­ar­lega að segja fram­vindu­fréttir um neyð­ar­lána­veit­ingu úr Seðla­banka allra lands­manna sem leiddi til tug­millj­arða króna taps.

Það að vera alltaf að básúna ein­hverjar illa grund­aðar sam­sær­is­kenn­ingar um að fjöl­miðl­arnir séu að vinna gegn völdum stjórn­mála­mönnum er orðið ansi þreytt. Sig­mundur Davið Gunn­laugs­son og Don­ald Trump eru búnir að ganga af þeim sam­kvæm­is­leik dauð­um.

Þeir sem ætla sér að leika hann áfram ættu að taka nýleg orð David Axel­rod, sem stýrði for­seta­kosn­inga­bar­áttum Barack Obama, til sín. Hann tísti í vik­unni að hann hafi sagt póli­tískum skjól­stæð­ingum sín­um: „Ef þú ert far­inn að kvarta yfir fjöl­miðl­um, þá ertu lík­lega að tapa.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None