Auglýsing

Úrskurður kjara­ráðs um laun ráð­herra, for­seta Íslands og al­þing­is­manna felur í sér afar þýð­ing­ar­mikil skila­boð fyrir kom­andi við­ræður á vinnu­mark­aði.

Ráðið skipar fólk með mis­jafn­lega mikla reynslu, en ­for­mað­ur­inn er Jónas Þór Guð­munds­son lög­fræð­ingur og trún­að­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann er einnig for­maður stjórnar Lands­virkj­unar í umboði Bjarna og for­mað­ur­ ­yf­ir­kjör­stjórnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Í ráð­inu eru einnig Svan­hildur Kaaber, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son hrl., Hulda Árn­ar­dóttir og Óskar Bergs­son.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt var á vef kjara­ráðs í dag, þá ákvað ráðið að hitt­ast á kjör­dag, 29. októ­ber, og hækka laun ráða­manna um tugi pró­senta, og að ­með­al­tali um sem nemur 340 þús­und á mán­uði.

Ákvörð­un­in, nákvæm­lega fram sett, er sú að frá og með 1. nóv­em­ber 2016 skulu laun for­seta Íslands vera 2.985.000 krónur á mán­uð­i. ­Þing­far­ar­kaup skal vera 1.101.194 krónur á mán­uði. Laun for­sæt­is­ráð­herra að ­með­töldu þing­far­ar­kaupi skulu vera 2.021.825 krónur á mán­uði. Laun ann­arra ráð­herra að með­töldu þing­far­ar­kaupi skulu vera 1.826.273 krónur á mán­uði.

Ákvörð­unin er nú þegar orðin að fyrsta vanda­máli kom­and­i ­rík­is­stjórn­ar. Hvaða áhrif mun hún hafa á rök­ræð­urnar sem framundan eru hjá ­kenn­urum og sveit­ar­fé­lög­um, sjó­mönnum og útgerð­um, starfs­fólki á gólf­inu og vinnu­veit­end­um? Og síðan öðrum stéttum hjá hinu opin­bera sem vafa­lítið mun­u horfa í eigin barm og spyrja sig að því, hvort ráða­menn eigi þetta skil­ið.

Kjarn­inn í rök­stuðn­ingi kjara­ráðs er þessi: „Afar mik­il­vægt er að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. Störf þeirra eiga sér ekki skýra hlið­stæðu á vinnu­mark­aði enda eru þeir kjörnir til­ ­starfa í almennum kosn­ingum og þurfa að end­ur­nýja umboð sitt að minnsta kosti á fjög­urra ára fresti. For­seta Íslands, ráð­herrum og þing­mönnum hafa ekki ver­ið á­kvarð­aðar sér­stakar greiðslur fyrir vinnu utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma, þrátt ­fyrir að störf þeirra fari að hluta til fram utan hans.“

Þetta er ein­feldn­is­leg nálg­un. Það er vissu­lega rétt að mik­il­vægt sé að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. En það má segja það sama um margar stéttir í íslensku sam­fé­lagi. Lækna, kenn­ara, ­sér­fræð­inga Lyfja­stofn­un­ar, veð­ur­fræð­inga, unga vís­inda­menn við háskól­ana, og fleiri. Best er auð­vitað ef allir geta verið fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir.

Kjara­ráð getur aldrei tryggt fjár­hags­legt sjálf­stæði fólks ­sem ræður sínum per­sónu­legu fjár­munum sjálft, og í grunn­inn er starf ­stjórn­mála­manns­ins hug­sjón­ar­starf, byggt á lýð­ræð­is­legu umboði. Í því liggur sér­staða þess, og fólk sem býður sig fram í starfið veit þetta.

Í Banda­ríkj­un­um er for­set­inn með 400 þús­und Banda­ríkja­dali í laun á ári, eða sem nemur 45,2 millj­ónum á ári, um 3,7 millj­ónum á mán­uði. Það er um 700 þús­und krónum meira en ­for­seti Íslands. Á hann meira skil­ið? Tryggir þetta fjár­hags­legt sjálf­stæði hans ­gagn­vart þeim hags­munum sem hann er að vinna með, vega á hverjum tíma, og taka tillit til? Nei, launin gera það ekki. Þau er vita­skuld lág í sam­an­burði við á­byrgð og umfang. En hin póli­tíska staða, í gegnum kosn­ingar og lýð­ræð­is­legan fram­gang, verður ekki metin til fjár. Einmitt í ljósi þessa, ætti að fylgja hóf­samri og skyn­samri leið­sögn þegar lín­urnar eru lagðar í launa­þró­un ráða­manna og kjör­inna full­trúa. Þeir eiga ekki að fá að stunda höfr­unga­hlaup í kjara­málum á sama tíma og þeir marg­ít­reka sjálfir að óæski­legt sé að stunda höfr­unga­hlaup­ið.

Í litlu sam­fé­lagi eins og Íslandi, þar sem vinnu­mark­að­ur­inn er aðeins 195 þús­und manns, þá skiptir máli hvernig efna­hags­málum er stýrt og hvaða skila­boð koma frá hinu opin­bera. Í lot­unni sem framundan er á vinnu­mark­aði er nú komið stórt og mikið vopn í hendur þeirra sem krefj­ast hærri og launa. Rök kjara­ráðs eru veik og matið á hlut­falls­legri hækk­un, er ekki í sam­ræmi við þær raddir sem komið hafa frá stjórn­völd­um, verka­lýðs­hreyf­ing­unni og ­for­svars­mönnum atvinnu­rek­enda, um hvernig skyn­sam­legt að horfa á launa­þró­un­ina. Fram­leiðni er ekki að aukast og styrkjast, þó gjald­eyr­is­inn­spýt­ing frá erlend­um ­ferða­mönn­um, til við­bótar við stöð­ug­leika­fram­lög slita­bú­anna, hafi lag­t grunn­inn að sterkri efna­hags­stöðu nú um stund­ir.

Kjara­ráð hefði átt að rök­styðja sína ákvörðun bet­ur, og með­ öðrum hætti en létt­vægum rök­semdum og upp­taln­ingu á því hvernig laun ráða­manna hefðu verið lækk­uð, eftir að Ísland þurfti að beita neyð­ar­rétti til að bjarga efna­hag lands­ins. Þá lækk­aði öll þjóðin meira og minna í laun­um, flestir um ­miklu meira en ráða­menn.

Úrskurð­ur­inn hjá kjara­ráði  frá kjör­deg­inum er nú orð­inn að þrætu­epli í kom­andi kjara­við­ræð­um, og mun gera þær erf­ið­ari. Það blasir við.

Fyrst og fremst vegna þess að ekk­ert bendir til þess að inni­stæða hafi verið fyrir þessum hækk­un­um, einkum og ­sér í lagi ef ekki er hægt að færa við­líka hækk­anir til ann­arra stétta fljótt og vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None