Auglýsing

Banda­ríkin hafa kosið van­hæfa raun­veru­leika­stjörnu sem for­seta. Mann sem ætlar að byggja bæði raun­veru­lega og ímynd­aða veggi í kringum land­ið. Mann sem hefur móðgað og atyrt inn­flytj­end­ur, kon­ur, múslima og ýmis þjóð­erni. Mann sem ætlar að segja upp við­skipta­samn­ing­um, ógilda Par­ís­ar­sam­komu­lagið og gera grund­vall­ar­breyt­ingar á NATO. Mann sem boðar ein­faldar töfra­lausnir á flóknum vanda­mál­um. Mann sem er alveg sama hvort það sem hann segir opin­ber­lega sé satt eða ekki, hann trúir því að ef eitt­hvað sé sagt nægi­lega oft þá verði það á end­anum satt. Mann sem boðar van­þekk­ingu og for­dóma og sækir allan sinn styrk í að ala á þeim.

Upp­lýst fólk spyr sig af hverju? Hvað hefur valdið því að Banda­ríkja­menn, og sér­stak­lega þeir sem búa utan borga, hafi valið sér svona flón sem for­seta? Stór­hættu­legan mann sem frá og með jan­ú­ar­mán­uði mun ráða yfir stærsta kjarn­orku­vopna­búri ver­ald­ar?

„Þeirra heimur er að hrynja, okkar er að byggj­ast upp“

Það eru margar ástæður fyrir því að Trump vann. Þær snú­ast um pen­inga, þær snú­ast um for­dóma og þær snú­ast um kyn­þátta­hyggju, svo fátt eitt sé nefnt. En fyrst og síð­ast snú­ast þær lík­lega um stétta­bar­áttu, afleið­ingar alþjóða­væð­ingu og mis­skipt­ingu gæð­anna sem hið kap­ít­al­íska mark­aðs­hag­kerfi hennar hefur leitt af sér.

Auglýsing

Aug­ljóst er að sífellt minnk­andi milli­stétt Banda­ríkj­anna, og sífellt stækk­andi lág­stétt, er að spyrna við fótum gegn kerfi sem stétt­unum finnst að skili þeim sífellt lak­ari lífs­gæðum en fóðri fjar­læga ofur-­yf­ir­stétt stjórn­mála­manna og við­skipta­for­kólfa af völdum og pen­ing­um. Mis­skipt­ing þeirra gæða sem orðið hafa til með auk­inni alþjóða­væð­ingu, þar sem efstu lög sam­fé­laga hafa hagn­ast ævin­týra­lega á meðan að milli­stéttir eru að hverfa, er meg­in­á­stæða þess að popúlistar eins og Trump, eins og þeir sem ráku Brex­it-bar­átt­una í Bret­landi, eins og Duterte á Fil­ipps­eyj­um, eru að ná miklum árangri.

Nú hljóta allra augu að vera á for­seta­kosn­ing­unum í Frakk­landi á næsta ári. Ef Marie Le Pen vinnur þar – en það er mjög raun­veru­legur mögu­leiki – þá stöndum við frammi fyrir ger­breyttum vest­rænum heimi. Bretar hafa þá dregið sig úr Evr­ópu­sam­band­inu og feta leið ein­angr­un­ar­hyggju, Banda­ríkja­menn hafa kosið sér for­seta sem er á sömu bylgju­lengd og er auk þess algjör­lega van­hæft ólík­inda­tól, og Frakkar kosið yfir sig for­seta sem elur á útlend­inga­andúð og and­stöðu við alþjóða­væð­ingu. Florian Phil­ippot, einn helsti ráð­gjafi Le Pen, skrif­aði á Twitter í morg­un, þegar fyrir lá að Trump væri að sigra: „Þeirra heimur er að hrynja. Okkar er að byggj­ast upp.“

Aft­ur­hvarf til milli­stríðs­ár­anna

Það er ansi ólík­legt að þeir sem kusu Trump fái það sem þeir eru að leita eft­ir. Efna­hags­á­ætlun hans snýst í grófum dráttum um að reisa tollam­úra (allt að 35 pró­sent) utan um Banda­rík­in, lækka skatta og umbreyta skatt­kerf­inu. Hann ætlar að auka gríð­ar­lega við fjár­fest­ingu í innviðum og hita hag­kerfið þannig innan frá. Hann ætlar auk þess að tak­marka inn­flæði inn­flytj­enda (vinnu­afl Banda­ríkj­anna mun drag­ast saman um ell­efu millj­ónir ef hann heldur sig við að fram­fylgja inn­flytj­enda­lögum út í ystu æsar líkt og hann hefur lof­að) og kippa úr sam­bandi frí­versl­un­ar­samn­ingum sem eiga að gera það að verk­um, sam­kvæmt áætl­un­inni, að störfum fjölgi til muna í Banda­ríkj­un­um. Trump ætlar líka að fjölga upp í 540 þús­und manns í Banda­ríkja­her, byggja fleiri ný skip fyrir sjó­her­inn, fjölga her­flug­vélum lofthers­ins í 1.200 og fjölga her­deildum í land­hernum í 36. Allt þetta býr til ný störf.

Nær allir sér­fræð­ingar sem rýnt hafa í stefnu Trump telja að hún muni hafa þver­öfug áhrif. Að enn muni hægj­ast á hag­vexti í Banda­ríkj­unum verði hún inn­leidd og eftir tvö ár verði hann sá minnsti síðan í eft­ir­köstum krepp­unnar miklu á þriðja ára­tugn­um.

Það vekur þó ugg að margt er sam­eig­in­legt með Trump og því sem gerð­ist í Evr­ópu á milli­stríðs­ár­un­um. Auð­vitað verður alltaf að fara var­lega í að bera nokkurn mann saman við Hitler, og Trump nýtur eðli­lega vafans í flestu til­liti í þeim sam­an­burði þangað til að sýnt hefur verið fram á ann­að, en efna­hags­stefnur þeirra eiga margt sam­eig­in­legt.

Hitler lagði upp með að banna Gyð­ingum að starfa í Þýska­landi. Hann reisti tollam­úra. Hann réðst í miklar inn­viða­upp­bygg­ingar til að skapa enn fleiri störf, m.a. á vega­kerfi lands­ins. Hann inn­leiddi líka her­skyldu, sem er alltaf prýði­leg leið til að fela atvinnu­leysi. Hitler kaus hins vegar þjóð­nýt­ingar fram yfir skatta­lækk­an­ir. Þar ber á milli.

Tvenns konar heimska

Heimska er sterkt hug­tak. Orða­bók­ar­skil­grein­ingin á því er „skortur á þekk­ingu, vits­mun­um, skiln­ings­gáfu, rökviti eða álykt­un­ar­hæfi­leik­um“. Heimska er þó hug­tak sem á vel við til að lýsa því sem er að ger­ast í heim­inum í dag. Við lifum á tímum þar sem til­finn­ing trompar stað­reynd­ir. Alls staðar er fólk að rísa upp gegn yfir­vald­inu, hvort sem það eru rík­is­stjórnir eða yfir­þjóð­leg banda­lög, og kjósa þann val­kost sem vinnur gegn ríkj­andi kerfi. Allt of mörgum finnst þeir afgangs­stærð og láta selja sér ein­faldar skýr­ingar á því hvað það sé sem valdi því. Heimska og hræðsla eru nefni­lega náskyldar systur og saman geta þær leitt til atburða eins og þeirra að Don­ald J. Trump hefur nú verið kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Það verður heldur ekki litið fram hjá því að hin frjáls­lynda elíta vest­ræns heims, sem telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vera með rétt­lætið í sínu liði, þarf að fara í nafla­skoð­un. Það er til að mynda nokkuð aug­ljóst að mis­skipt­ing auðs leikur risa­stóra rullu í þeirri þróun sem við sjáum nú hell­ast yfir heim­inn. Með því að hunsa yfir­stand­andi þróun sem van­þekk­ingu almúg­ans, og gefa sér að hatandi ras­istar sem skeyti ekk­ert um grund­vall­ar­mann­rétt­indi millj­óna manna né stað­reyndir mála geti náð árangri í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi, hefur hún sýnt af sér algjöran skort á þekk­ingu, skiln­ings­gáfu og álykt­un­ar­hæfi­leikum sjálf. Og er þar af leið­andi sek um mjög alvar­lega heimsku.

Ekki spurn­ing um hvort, heldur hvenær

Mér verður oftar og oftar hugsað til greinar sem Nick Hanauer, millj­arða­mær­ingur sem hefur hagn­ast gríð­ar­lega í hinu alþjóð­lega fjár­mála­kerfi, skrif­aði í Polit­ico sum­arið 2014. Hanauer er ekk­ert sér­lega geð­ugur náungi en greinin var mjög hrein­skiptin og góð. Í henni sagði hann heið­ar­lega frá því að hann til­heyrði því 0,01 pró­sent Banda­ríkja­manna sem nytu ávaxta ríkj­andi kerfis umfram alla hina. Hann ætti banka með vinum sín­um, einka­flug­vél, fullt af heim­ilum víða um heim o.s.frv.

Í grein­inni sagði Hanauer að hann væri ekki gáf­að­asti maður sem fyrir fynd­ist. Hann væri heldur ekk­ert sér­lega dug­legur og hefði alla tíð verið miðl­ungs náms­mað­ur. Hann hefði heldur í raun enga sér­staka hæfi­leika. Eina sem aðskildi Hanauer frá flestum væri að hann væri til­bú­inn að taka áhættur sem flestir myndu ekki taka. Hann spurði síðan sjálfan sig hvernig fram­tíðin liti út. Svarið var ein­falt: „Ég sé heygaffla“.

Það sem Hanauer átti við var að 99,99 pró­sent af íbúum hins vest­ræna heims væru skildir eftir á meðan að 0,01 pró­sent lifðu fjar­stæðu­kenndu vel­meg­un­ar­lífi, sem erfitt væri að rétt­læta. Bilið milli þeirra sem ættu og þeirra sem ættu lítið eða ekk­ert væri sífellt að aukast. Árið 1980 hefði efsta pró­sent ríkra í Banda­ríkj­unum átt átta pró­sent af árlegri þjóð­ar­fram­leiðslu en fátæk­ari helm­ingur þjóð­ar­innar 18 pró­sent. Árið 2014 hafði það breyst þannig að efsta pró­sentið ætti 20 pró­sent af henni en fátæk­ari helm­ing­ur­inn 12. „Ef við breytum ekki stefn­unni okkar á dramat­ískan hátt þá mun milli­stéttin hverfa og við færumst aftur til síð­ari hluta 18. aldar í Frakk­landi, áður en að bylt­ingin þar átti sér stað,“ sagði Hanauer,

Hinir sví­virði­lega ríku þyrftu að vakna og átta sig á að engin sam­fé­lags­gerð gæti borið slíka aukn­ingu í mis­skipt­ingu eins og við værum að lifa. Það myndi óum­flýj­an­lega leiða til þess að heygaffl­arnir yrðu mund­að­ir. „Þetta er ekki spurn­ing um hvort, heldur hvenær“.

Nú, rúmum tveimur árum eftir að Hanauer birti grein sína hefur spá­dómur hans ræst. Þeir sem telja sig ekki njóta lystisemda alþjóða­væð­ingar og hins kap­ít­al­íska kerfis hafa risið upp gegn því. Þeir hafa kosið stór­hættu­legan popúlista sem for­seta Banda­ríkj­anna. Mikil er þeirra ábyrgð. En þessi nið­ur­staða er afleið­ing orsak­ar. Og orsökin er þeim að kenna sem töldu að þetta myndi aldrei ger­ast. Þeir gengu alltaf út frá því – fullir af yfir­læti – að helm­ingur banda­rísku þjóð­ar­innar vissi ekki hvað væri þeim fyrir bestu og myndi treysta öðrum til að ákveða það fyrir sig. Þeir höfðu rangt fyrir sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None