Það sem allir vissu, en vildu ekki segja upphátt

Auglýsing

Svo virð­ist sem flokk­arnir fimm, sem hafa nú lokið tveimur umræðu­lotum um myndun rík­is­stjórn­ar, telji sig alla hafa fengið mikið út úr við­ræð­un­um. Það sama verður ekki sagt um almenn­ing, sem bíður enn á hlið­ar­lín­unni eftir rík­is­stjórn.

Af þeim við­ræðu­lotum sem þegar hafa átt sér stað er þetta sú sem var með fyr­ir­sjá­an­leg­ustu nið­ur­stöð­una. Flokk­arnir fimm höfðu áður reynt að ná saman og þá kom skýrt fram hjá lyk­il­fólki innan bæði Við­reisnar og Vinstri grænna að nær engar líkur væru á því að nást myndi sam­an.

Við­reisn, Björt fram­tíð, Sam­fylk­ing og Píratar ákváðu síðan að hefja óform­legar við­ræður til að mynda mót­vægi við það ástand sem skap­að­ist þegar Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur ræddu stutt­lega saman fyrr í þessum mán­uði. Til­gang­ur­inn var að stilla Vinstri grænum upp við vegg með skýra val­kosti fyrir framan sig: annað hvort umbóta­stjórn eða íhalds­stjórn.

Auglýsing

Þegar upp úr við­ræðum Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks slitn­aði fengu Píratar stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð, sem var nokkuð óvænt, og reynt var aftur við fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri.

Leikur um hver sæti uppi með sök­ina

Kjarn­inn greindi frá því á fimmtu­dag í síð­ustu viku að það væru engar líkur á því að flokk­arnir fimm myndu hefja form­legar við­ræður um myndun rík­is­stjórn­ar. Ástæðan væri sú að mjög langt væri á milli and­stæðra póla, sér­stak­lega Við­reisnar og Vinstri grænna, um hvernig ætti að haga tekju­öflun og hvernig ætti að taka á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Vinstri grænna og miðju­banda­lags Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar töldu þá þegar afar ólík­legt, og nán­ast úti­lok­að, að form­legar við­ræður verði teknar upp.

Yfir­lýs­ingar Pírata um að 90 pró­sent líkur væru á því að nást myndi að mynda regn­boga­rík­is­stjórn­ina, og skömmu síðar um að ekki væri annað sjá­an­legt að myndun hennar myndi ganga, fór ekki vel í marga innan Vinstri grænna. Sam­staða hafði náðst hjá flokk­unum fjórum á miðj­unni í mörgum lyk­il­málum og því fannst eina vinstri­flokknum í sam­ræð­unum eins og verið væri að stilla þeim upp til að berar sök­ina þegar við­ræð­unum yrði slit­ið.

Þegar til­kynn­ingar fóru að ber­ast um helg­ina að þing­flokkar Pírata og Sam­fylk­ingar hefðu sam­þykkt að hefja form­legar við­ræður ágerð­ist þessi til­finn­ing, í ljósi þess að Vinstri græn voru alls ekki á sama stað. Yfir­lýs­ingar Bjartrar Ólafs­dótt­ur, þing­konu Bjartrar fram­tíð­ar, í gær­morgun um að allir flokk­arnir nema Vinstri græn væru „sam­stíga og fram­sýn­ir“ trufl­uðu líka mjög.

Við­ræð­unum var svo loks slitið í gær og mikil hjaðn­inga­víg hófust á sam­fé­lags­miðlum þar sem Vinstri græn virt­ust hafa tapað í stóla­leikn­um. Þeim var kennt um hvernig fór. Síð­ast hélt Við­reisn á þeim kaleik og þar áður var búr Ótt­arrs Proppé hrist vegna þátt­töku hans flokks með því að reyna að mynda rík­is­stjórn með frænd­unum Bene­dikt Jóhann­essyni og Bjarna Bene­dikts­syni. Á meðan sitja flokk­arnir sem kunna þann leik að kom­ast að völdum best rólegir á hlið­ar­lín­unni, borða harð­fisk og horfa á and­stæð­inga sína tor­tíma sér innan frá.

Ein meiri­hluta­stjórn á borð­inu

Staðan nú er þannig að ein­ungis ein meiri­hluta­stjórn virð­ist vera mögu­leg, stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Flokk­arnir þrír eru þegar búnir að ræða sig niður á nið­ur­stöðu í tvígang, en í bæði skiptin hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hætt við á síð­ustu stundu. Opin­ber­lega hefur það verið gert með vísun til þess að meiri­hlut­inn – einn þing­maður – sé ekki nægur til að takast á við þær erf­iðu áskor­anir sem eru fram undan á Íslandi, sér­stak­lega á vinnu­mark­aði og í hag­stjórn­inni. Sam­kvæmt einka­sam­tölum er þó ljóst að þetta snýst líka um fisk, Evr­ópu­sam­band og óþol ákveð­inna afla innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins gagn­vart Við­reisn, sem litið er á sem svik­ara.

Þegar síð­asta umræðu­lota flokk­anna þriggja fór fram í lok nóv­em­ber töldu margir innan frjáls­lynda miðju­banda­lags­ins að nið­ur­staða hefði legið fyrir sem allir gátu sætt sig við. Búist var við því að það yrði jafn­vel gert form­legt mánu­dag­inn 28. nóv­em­ber. Þess í stað bauð Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Við­reisn að koma í rík­is­stjórn með sér og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Því til­boði var hafn­að. Á sama tíma var Bjartri fram­tíð gert til­­­boð um að slíta sam­­starfi sínu við Við­reisn og reyna að mynda rík­­is­­stjórn með Vinstri grænum og Sjálf­­stæð­is­­flokki. Því til­­­boði var líka hafn­að.

Bjarni end­ur­tók þó vilja sinn til að reyna á rík­is­stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð þegar hann mætti á fund for­manna stjórn­mála­flokka fyrir átta dögum síð­an. Sé sá vilji raun­veru­legur reynir á hvort að sjálfs­virð­ing hinna flokk­anna leyfi einn dans í við­bót við Bjarna og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Íhalds­stjórnin verður aldrei að veru­leika

Draumur íhalds­manna um þriggja flokka stjórn Sjálf­stæð­is­manna, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna er ekki að fara að verða að veru­leika. Fyrir því eru tvær mjög skýrar ástæð­ur. Ef Vinstri græn náðu ekki saman við miðju­flokk­anna fjóra um rík­is­fjár­mál vegna þess að hækka þyrfti skatta of mik­ið, þá eru þau alls ekki að fara að ná saman við Sjálf­stæð­is­flokk­inn um slíkar hækk­an­ir. Þar fer flokkur sem vill mun frekar lækka skatta.

Hin ástæðan er sú að það yrði póli­tískur koss dauð­ans fyrir Vinstri græn í þétt­býli, og fyrir Katrínu Jak­obs­dóttur sem stjórn­mála­mann, að verða þriðja hjólið undir vagn­inum hjá þeirri feiki­lega umdeildu og óvin­sælu rík­is­stjórn sem sat á síð­asta kjör­tíma­bili. Þetta veit lyk­il­fólk í Vinstri grænum mæta vel. Þétt­býl­is­fylgið er sótt til fólks sem dregst að flokknum vegna rót­tækni og vonar um umbæt­ur, ekki vegna þess að það taldi sig vera að kjósa kerf­is­varn­ar­flokk.

Þetta má raunar segja um alla flokka. Það er eng­inn þeirra að fara í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki sama hvað hinir frek­ustu kvarta yfir þeirri afstöðu. Lík­lega er engin ákvörðun í íslenskum stjórn­málum jafn óhagg­an­leg. Auk þess hræð­ast allir ástandið innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, þar sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er ein­angr­aður sem stendur en virð­ist ætla sér for­ystu­hlut­verk í flokknum að nýju. Í ljósi þess að hann er mjög óvenju­legur stjórn­mála­mað­ur, sem hefur áður náð að storka hinu mögu­lega, þá er alls ekki loku fyrir það skotið að honum tak­ist það mark­mið sitt. Og þá vill eng­inn flokkur vera búinn að læsa sig inni í rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Hvað nú?

For­seti Ísland segir stöð­una sem sé uppi vera alvar­lega og hvetur stjórn­mála­menn til að skoða minni­hluta­stjórn­ir. Í ljósi þeirra verk­efna sem fram undan eru þegar hag­sveiflu­toppnum lýk­ur, og okkar hefð­bundni nið­ur­túr verð­bólgu, geng­is- og kaup­mátt­ar­lækk­unar fer af stað, þá verður að telj­ast lík­legt að slík lausn yrði ein­ungis til skamms tíma og að kosið yrði aftur innan skamms.

Verði það nið­ur­stað­an, hvað tökum við þá út úr öllu þessu brölti? Hverju skil­uðu fjöl­menn­ustu mót­mælum Íslands­sög­unnar sem knúðu á kosn­ingar sem leiddu til fjöl­breyttasta Alþingi þar sem mis­mun­andi áherslur sífellt ólík­ari þjóðar end­ur­spegl­ast betur en nokkru sinni áður?

Ekk­ert sér­stak­lega miklu. Traust á stjórn­mál er enn þá afleitt og frammi­staða stjórn­mála­mann­anna á síð­ustu vikum hefur ekki gert neitt að auka það. Alls óvíst er að nýjar kosn­ingar geri það held­ur.

Það má stilla stöð­unni í íslenskum stjórn­málum þannig upp að á öðrum kant­inum séu fjórir miðju­flokkar sem eru með umbætur og breyt­ingar á stefnu­skránni. Þessir flokkar sækja styrk sinn helst í þétt­býli. Þeir fengu 37,9 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­ing­um. Hinum megin íhalds­blokk Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokks um að mestu óbreytt stjórn­kerfi sem fékk 41,9 pró­sent atkvæða. Á milli eru svo Vinstri græn með sín 15,9 pró­sent sem er blanda af báðu. Flokkur sem spilar á íhalds­strengi og litlar breyt­ingar fyrir lands­byggð­ar­fylgj­endur sína, en á rót­tækni og umbætur í höf­uð­borg­inni.

Eitt­hvað segir manni að nýjar kosn­ingar muni ekki breyta þessum valda­hlut­föllum að neinu ráði. Fólk sem kýs miðju­flokk­anna er ólík­legt að fara yfir til íhalds­blokk­ar­inn­ar, og öfugt. Eina sem gæti virki­lega breyst er að for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins tæk­ist að losna við Sig­mund Davíð til að gera sig stjórn­tækan á ný. Þá stendur bara eftir hvað óum­flýj­an­legu sér­fram­boði hans tæk­ist að ná í mikið fylgi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None