Auglýsing

Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og nú for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, hafi brotið jafn­rétt­islög þegar hann valdi karl­mann sem starf­aði í ráðu­neyt­inu hans í emb­ætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu opin­berra fjár­mála í ágúst í fyrra. Kona sem taldi sig hæf­ari kærði skip­un­ina og vís­aði auk þess í að það hall­aði á konur á meðal skrif­stofu­stjóra ráðu­neyt­is­ins. Ef jafn­hæfir ein­stak­lingar sækja um slíka stöðu ber, sam­kvæmt lög­um, að skipa þann sem er af því kyni sem hallað er á. Það gerði Bjarni, sem tók bæði kon­una sem kærði og þann sem var ráð­inn í við­tal, ekki. Og braut þar af leið­andi lög.

Bjarni er ekki fyrsti ráð­herr­ann til að brjóta lög. Ögmundur Jón­as­son gerði það þegar hann var inn­an­rík­is­ráð­herra og skip­aði sýslu­mann á Húsa­vík fyrir fimm árum síð­an. Svan­dís Svav­ars­dóttir braut lög sem umhverf­is­ráð­herra þegar hún synj­aði aðal­skipu­lagi Flóa­hrepps stað­fest­ing­ar. Og Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þá for­sæt­is­ráð­herra, braut gegn sama ákvæði jafn­rétt­islaga og Bjarni gerði, þegar hún skip­aði karl í emb­ætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu stjórn­sýslu og þró­unar árið 2011.

Auglýsing

Krafð­ist afsagnar Jóhönnu

Stöldrum aðeins við lög­brot Jóhönnu. Í kjöl­far nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála var það mál tekið fyrir í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi. Máls­hefj­andi var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, sem þá sat í stjórn­ar­and­stöðu. Í ræðu Bjarna kom fram að þrátt fyrir skýr­ingar for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um að mat hafi farið fram á hæfni umsækj­enda hafi kæru­nefndin kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ákvörð­unin hafi verið röng og í bága við jafn­rétt­islög. Alþekkt væri að Jóhanna hafi verið fremst í flokki þeirra sem ann­ars vegar hefðu talað fyrir mik­il­vægi jafn­rétt­islaga í land­inu og því að þeim sé fylgt og svo hins vegar því að menn myndu axla póli­tíska ábyrgð og að á þing­inu ætti að setja strang­ari reglur um það hvernig mætti koma ábyrgð yfir ráð­herra þegar þeir gerð­ust brot­legir í starfi.

Við­brögð Jóhönnu við nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar hafi hins vegar verið þannig að for­sæt­is­ráð­herr­ann þáver­andi teldi þessar reglur ekki eina við um sig og sér­stak­lega ekki um þetta til­vik.

Síðan sagði Bjarni: „Stað­reynd máls­ins er hins vegar sú að það blasir við allri þjóð­inni að for­sæt­is­ráð­herra hlýtur að vera að íhuga afsögn vegna þessa máls og fyrstu við­brögð hennar við nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar ganga alger­lega í ber­högg við einn meg­in­til­gang þess frum­varps sem varð að jafn­rétt­islögum fyrir fáum árum, t.d. um að úrskurðir kæru­nefnd­ar­innar væru bind­andi.

Nú ber ég það upp við hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra hvort hún sé ekki örugg­lega alvar­lega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráð­herr­ann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafn­rétt­islög­gjöf­ina og um ráð­herra­á­byrgð í gegnum árin? Hins veg­ar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dóms­mál eða greiða skaða­bætur vegna þessa máls?“

Jóhanna taldi engin efni til að segja af sér og að fylli­lega fag­lega hefði verið staðið að ráðn­ing­unni, þrátt fyrir að hún hafi verið ólög­leg. Sá sem kærði hafi verið met­inn fimmti hæf­astur og sá sem met­inn var hæf­astur hafi verið ráð­inn. Það hefði hins vegar komið vel til greina að segja af sér ef hún hefði ráðið póli­tískt í stöð­una, líkt og sjálf­stæð­is­menn hefðu iðu­lega staðið fyr­ir. „Hvað hefðu menn sagt ef for­sæt­is­ráð­herra hefði skipað flokks­systur sína í þetta emb­ætti sem var fimmta í röð­inni í hæfn­is­mati sér­fróðra aðila sem fóru yfir þetta?“

Teitur Björn Ein­ars­son, núver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Bjarna, ver for­mann sinn og nýlega upp­lýst lög­brot hans í Face­book-­færslu á fimmtu­dag. Þar segir hann að ábyrgð ráð­herr­ans sé að ráða hæf­asta ein­stak­ling­inn og að á bak við „loka­á­kvörðun liggur mat ráð­herr­ans sjálfs, sem hann ber ábyrgð á, um hvor sé hæf­ast­ur.“ Hann beitir sem sagt sömu málsvörn og Jóhanna beitti árið 2011. Það er í lagi að brjóta lög ef ráð­herra telur þann sem var hæf­astur hafa verið ráð­inn í starf­ið.

Að vera sam­kvæmur sjálfum sér

Eftir að Jóhanna hafði sagt að hún ætl­aði ekki að segja af sér kom Bjarni aftur í pontu og sagði ekki standa stein yfir steini í mál­flutn­ingi henn­ar. „Póli­tísk ábyrgð er ráð­herr­ans. Ráð­herr­ann getur ekki bent á ein­hvern sér­fræð­ing sem hún fékk sér til aðstoðar við að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu. Hafi við­kom­andi sér­fræð­ing­ur, alveg sama hversu margar próf­gráður við­kom­andi hefur haft, kom­ist að rangri nið­ur­stöðu er ábyrgðin ráð­herr­ans og það gengur ekki fyrir hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra að tína það til sem ein­hver rök í þessu máli að það sé í lagi að ganga gegn nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála vegna þess að sér­fræð­ingur sem kom að mál­inu hafi kom­ist að annarri nið­ur­stöðu. Þetta stenst enga skoð­un. Ábyrgðin er ráð­herr­ans. Ráð­herr­ann á að meta umsækj­endur á grund­velli jafn­rétt­islaga. Hann verður að leggja sjálf­stætt mat á málið á grund­velli lag­anna og taka sjálf­stæða afstöðu til þess hvort sér­fræð­ing­ur­inn hafi kom­ist að réttri nið­ur­stöðu eða ekki. Hann getur ekki tekið nið­ur­stöðu sér­fræð­ing­anna athuga­semda­laust án allra fyr­ir­vara og lagt hana til grund­vallar nið­ur­stöðu í ráðn­ing­ar­ferli eins og þessu og skotið sér síðan á bak við slíka nið­ur­stöðu þegar spurt er um póli­tíska ábyrgð.“

Bjarni komst sem sagt að þeirri nið­ur­stöðu að Jóhanna ætti að meta umsækj­endur á grund­velli jafn­rétt­islaga og að hún bæri alltaf ábyrgð á þeirri nið­ur­stöðu sem það mat leiddi að sér. Hún ætti að axla þá ábyrgð og segja af sér. Enda braut hún lög. Mat Bjarna var rétt. Jóhanna hefði átt að segja af sér. Og hinir ráð­herr­arnir sem brutu jafn­rétt­islög líka. Það er nefni­lega alls ekki í lagi að brjóta lög og það verður alltaf að hafa afleið­ing­ar. Líka fyrir ráð­herra.

Ef Bjarni er sam­kvæmur sjálfum sér þá mun hann ekki benda á ein­hvern sér­fræð­ing í hæf­is­nefnd og kenna honum um lög­brot sitt. Hann mun gang­ast við því að hafa ekki metið umsækj­endur á grund­velli jafn­rétt­islaga, enda lá skýrt fyrir að þau lög segja að það verði að ráða umsækj­anda af því kyni sem á hall­aði á meðal skrif­stofu­stjóra ráðu­neyt­is­ins. Mjög ein­faldur hug­ar­reikn­ingur hefði skilað honum þeirri nið­ur­stöðu, enda fimm karlar og þrjár konur á meðal skrif­stofu­stjóra ráðu­neyt­is­ins og þar af ein kona sem var sett tíma­bundið í for­föllum karl­kyns skrif­stofu­stjóra.

Ráð­herrar mega ekki brjóta lög

En Bjarni mun auð­vitað ekki segja af sér, frekar en hinir ráð­herr­arnir sem brutu lög. Þótt hann hafi farið fram á að Jóhanna axl­aði póli­tíska ábyrgð á nákvæm­lega sama broti þá á það ekki við um hann. Það væri auð­vitað fjar­stæðu­kennt.

Það verður reyndar áhuga­vert að sjá hvernig sam­starfs­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn, sem eru við það að þurrkast út af þingi sam­kvæmt könn­un­um, taka á þessu lög­broti for­sæt­is­ráð­herra. Flag­skips­mál Við­reisnar á þessu þingi hefur verið lög­leið­ing jafn­launa­vott­unar, sem er reyndar teflt í tví­sýnu vegna þess að ansi margir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks eru á móti henni. Bæði Við­reisn og Björt fram­tíð lögðu ríka áherslu á að jafn­rétt­is­málum yrði gert hátt undir höfði í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar, þegar hún var sam­in. Þar er sér­stakur kafli sem heitir „Jafn­rétti og fjöl­skyldu­mál“. Til að und­ir­strika þessa áherslu var Þor­steinn Víglunds­son gerður að félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra. Jafn­rétti yrði sett í for­gang. Þ.e. þar til for­sæt­is­ráð­herra braut jafn­rétt­islög. Þá skiptir það ekki lengur neinu máli.

Það er ekki algengt að ráð­herrar segi af sér á íslandi. Vana­lega þarf eitt­hvað stór­kost­legt til, eins og leka­málið eða Wintr­is. Það dugar ekki að brjóta lög. Lög sem ráð­herrar eiga auð­vitað að fram­fylgja, og passa, ásamt und­ir­stofn­unum sín­um, að allir aðrir fram­fylgi. Stjórn­mála­menn eru líka í þeirri ein­stöku aðstöðu að geta beitt sér fyrir breyt­ingu á lög­unum ef þeir eru ósáttir við þau. Það er þeirra leið til að takast á við slíka stöðu. Þeir hafa hins vegar enga heilaga heim­ild til að brjóta þau.

Það sem við stöndum frammi fyrir er sam­trygg­ing stjórn­mála­manna alls staðar af hinum póli­tíska skala um að þeir þurfi ekki að axla póli­tíska ábyrgð ef þeir brjóta lög. Jóhanna, Ögmundur og Svan­dís þurftu ekki að gera það þegar þau gerð­ust lög­brjót­ar. Þess vegna þarf Bjarni, sem vildi ásamt sam­flokks­mönnum sínum að Jóhanna segði af sér fyrir sama brot og hann framdi, ekki að víkja.

Og þess vegna treystir ein­ungis rúm­lega fimmt­ungur þjóð­ar­innar Alþingi og íslenskum stjórn­mála­mönn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None