Auglýsing

Það er merki­legt að búa í sam­fé­lagi þar sem það borgar sig að fylgja ekki lög­um. Að beygja regl­urnar sjálfum sér í hag og fara fram með óheil­ind­um. Þar sem það veitir for­skot að vera óheið­ar­leg­ur. Þannig er málum hins vegar háttað hér­lend­is. Að minnsta kosti ef sá brot­legi er snyrti­legur og í jakka­föt­um.

Í gær­morgun var greint frá því að þekktur lög­mað­ur, Sig­urður G. Guð­jóns­son, hefði, fyrir hönd ónafn­greindra fjár­festa, keypt fjöl­miðla Pressu­sam­stæð­unn­ar, þriðja stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins. Sam­tals er ætlað kaup­verð metið á sjötta hund­ruð millj­ónir króna og er það greitt með reiðufé og yfir­töku skulda.

Umrædd fjöl­miðla­sam­steypa hefur verið byggð upp með því að fara í hverja skuld­settu yfir­tök­una á fætur annarri. Á þeirri veg­ferð safn­aði hún upp skuldum upp á mörg hund­ruð millj­ónir króna. 

Auglýsing

Ekk­ert í rekstri umræddra fjöl­miðla bendir til þess að þeir séu 600 millj­óna króna virði. Ef ein­hver hefði raun­veru­legan áhuga á að eign­ast DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, ÍNN og tengda vefi þá hefði sá hinn sami getað keypt þá út úr þrota­búi Pressunnar eftir nokkrar vikur á brota­brot af því sem borgað var fyrir miðl­anna. Í vik­unni átti nefni­lega að taka fyrir gjald­þrota­beiðni toll­stjóra á hendur einu félagi sam­stæð­unnar sem hélt utan um lyk­ilmiðla innan henn­ar.

En það var ekki vilji til þess. Í stað­inn fóru fram við­skipti sem eru aug­ljós­lega ekki á við­skipta­legum for­send­um. Í þeim fólst að greidd var nán­ast nákvæm­lega sú upp­hæð sem til þurfti til að hreinsa upp mörg hund­ruð millj­óna króna hala af opin­berum skuld­um, lán sem helstu for­svars­menn Pressunnar höfðu geng­ist í sjálf­skuld­ar­á­byrgð fyrir og prent­skuld­ir. Aðrar skuld­ir, sem eru meðal ann­ars líf­eyr­is­skuldir og alls kyns við­skipta­skuld­ir, voru skildar eft­ir. Þær eru hið minnsta upp á nokkur hund­ruð millj­ónir króna. Nær engar eignir eru eftir í Press­unni til að mæta þeim. Með öðrum orðum virð­ist til­gangur þess að kaup­verðið var það sem það var sá að koma í veg fyrir að for­svars­menn Pressunnar myndu þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sín­um, og mögu­lega sæta fang­els­is­vist fyr­ir. Og ein­hverj­ir, sem hafa ekki verið opin­berað­ir, voru til­búnir að greiða mörg hund­ruð millj­ónir króna fyr­ir.

Stenst þetta lög?

Kaupin voru gerð án vit­neskju stærstu hlut­hafa Pressunn­ar, eins sér­kenni­lega og það hljóm­ar. Þar er um að ræða eign­ar­halds­fé­lagið Dal­inn sem setti millj­ónir króna inn í sam­stæð­una í vor og eign­að­ist við það 68 pró­sent hlut í Press­unni. Hins vegar hafði ekki verið hald­inn hlut­hafa­fundur til að skipa stjórn sem end­ur­spegl­aði eig­enda­skipt­ingu (frá því að hún var til­kynnt í lok ágúst) þegar stjórn Pressunnar ákvað að selja nær alla fjöl­miðla sam­stæð­unnar til Sig­urðar G. á þriðju­dag. Í stjórn­inni sátu minni­hluta­eig­end­ur. Sömu menn og yfir vofði mögu­leg fang­els­is­vist ef ekki tæk­ist að gera upp við toll­stjóra. 

Salan á miðl­unum fór fram án vit­neskju og vilja þeirra sem eiga meiri­hluta í Press­unni. Erfitt er að sjá að það stand­ist t.d. 1. máls­grein 51. greinar einka­hluta­fé­laga­laga þar sem stend­ur: „Fé­lags­stjórn, fram­kvæmda­stjóri og aðrir þeir er hafa heim­ild til að koma fram fyrir hönd félags­ins mega ekki gera nokkrar þær ráð­staf­anir sem[...]eru fallnar til þess að afla ákveðnum hlut­höfum eða öðrum ótil­hlýði­legra hags­muna á kostnað ann­arra hlut­hafa eða félags­ins.“

Faldir yfir­ráða­menn

Allan þann tíma sem Pressu­sam­stæðan hefur verið að safna undir sig fjöl­miðlum með skulda­söfnun og ólög­legum leiðum til að afla sér rekstr­ar­fjár hefur aldrei verið hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hver það væri sem fjár­magn­aði veisl­una. Þótt við skatt­greið­endur hefðum gert það að stórum hluta með því að lána án sam­þykkis skatt­tekjur okkar í rekst­ur­inn þá er ljóst að umtals­verðir fjár­munir til við­bótar hafa runnið inn í sam­stæð­una.

Í kringum reyfara­kennt fjár­kúg­un­armál sum­arið 2015 var stað­fest að Pressan fékk tug millj­óna fyr­ir­greiðslu hjá MP banka, sem í dag heitir Kvika. Kjarn­inn greindi frá því í apríl síð­ast­liðnum að Kvika banki hefði fram­selt skulda­bréf á Pressu­sam­stæð­una til eign­ar­halds­fé­lags­ins . Ekki hefur feng­ist upp­lýst hvert tap Kviku á fyr­ir­greiðslu til Pressunnar var. Þegar frá eru talin selj­enda­lán þá er lítið sem ekk­ert annað vitað um  hverjir hafa fjár­magnað rekst­ur­inn. Og Fjöl­miðla­nefnd hefur ekki talið lög um fjöl­miðla, sem gera kröfu um að eign­ar­hald og/eða yfir­ráð allra fjöl­miðla sé rekj­an­legt til ein­stak­linga, nái til þeirra sem láni fé í fjöl­miðla­rekst­ur.

Þannig hafa yfir­ráð yfir Press­unni, þeir sem hafa haldið henni fjár­hags­lega á floti, verið dul­in. Og það eru þau enn. Ekk­ert hefur verið gefið upp um hverjir standa að baki félag­inu sem Sig­urður G. Guð­jóns­son veitir for­svar fyr­ir, þrátt fyrir að allir sem vilji vita það geri sér grein fyrir því að lög­mað­ur­inn var ekki að setja á sjötta hund­rað millj­ónir króna í upp­kaup á fjöl­miðla­rekstri sjálf­ur. Sér­stak­lega þar sem við blasir að kaupin eru ekki að neinu leyti gerð á við­skipta­legum for­send­um. Það er önnur ástæða fyrir þeim. Áfram er eign­ar­haldið og/eða yfir­ráðin á þriðja stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins dul­in. Án þess að stjórn­sýslan geri nokkuð við því.

Er til­efni til stolts?

Verst af öllu hefur þó verið að Pressu­sam­stæðan hefur fengið að kom­ast upp með það árum saman að skila ekki stað­greiðslu skatta sem þegar hafði verið dregið af starfs­fólki. Virð­is­auka­skatti sem öllum fyr­ir­tækjum ber að greiða. Trygg­ing­ar­gjaldi. Líf­eyr­is­sjóðs-, stétt­ar­fé­lags- og með­lags­greiðslum sem búið var að draga af launum starfs­fólks en stjórn­endur ákváðu að skila ekki á réttan stað, heldur eyða sjálfir í rekst­ur­inn. Og til að borga eigin svim­andi háu laun.

Umfangið er stjarn­fræði­legt og tím­inn sem þetta fékk að við­gang­ast er ofar öllum skiln­ingi. Þegar kaupin voru gerð á þriðju­dag voru 120 millj­ónir króna greiddar til toll­stjóra til að koma í veg fyrir að gjald­þrota­beiðni hans yrði afgreidd fyrir dóm­stól­um. Til við­bótar skuldar sam­stæðan 250 millj­ónir króna hið minnsta í opin­ber gjöld. 

Það skal við­ur­kenn­ast að manni fall­ast eig­in­lega hendur þegar svona lagað er opin­ber­að. Það er nefni­lega ekki bara verið að fara á svig við lög, svindla á toll­stjóra, taka óheim­ilt lán hjá skatt­greið­endum og brjóta öll eðli­leg sið­ferð­is­við­mið sem eiga að gilda í við­skipt­um. Það er líka verið að skapa sér sam­keppn­is­for­skot og draga úr mögu­leikum þeirra sem virða leik­regl­urn­ar, reka sína fjöl­miðla heið­ar­lega og borga sínar skuld­bind­ingar til að stunda sinn rekstur á jafn­ræð­is­grund­velli.

Það er gjör­sam­lega óþol­andi fyrir fyr­ir­tæki eins og Kjarn­ann, sem skuldar ekk­ert, hefur alltaf haft allar upp­lýs­ingar um eign­ar­hald uppi á borðum og sker frekar niður í launum og starfs­manna­haldi en að borga ekki skuld­bind­ingar sín­ar, að þurfa að keppa við lög­brjóta án þess að það hafi neinar afleið­ing­ar. Eftir margra ára ólög­lega starf­semi er bara ráð­ist í gam­al­dags kenni­tölu­flakk þar sem hluti kröfu­hafa eru skildir eftir og faldir áhrifa­menn fá að dylj­ast í jakka­fatafald­inum á Sig­urði G. Guð­jóns­syni á meðan að lagðar eru lín­urnar fyrir áfram­hald­andi ósjálf­bæran rekst­ur.

Björn Ingi segir í til­kynn­ingu að hann sé „gríð­ar­lega stoltur af þessum við­skiptum og finn fyrir miklum létt­i.“ Það er skilj­an­legt að hann finni fyrir létti. Nú mun hann ekki fara í fang­elsi. En yfir hverju hann sé stoltur er erfitt að átta sig á. Því að fólk sem lán­aði honum pen­ing verður skilið eftir með sárt ennið og ógreiddar kröfur eftir svæsið kenni­tölu­flakk? Er hann stoltur yfir því að hafa náð að snúa á Róbert Wessman, haft af honum fé og skilið hann og við­skipta­fé­laga hans eftir kjána­lega með meiri­hluta­eign í verð­lausu félagi? Eða er hann stoltur af því að hafa fengið menn sem þora ekki að opin­bera sig til að greiða mörg hund­ruð millj­ónir umfram mark­aðsvirði fyrir fjöl­miðla­sam­steypu á fallandi fæti? Þetta eru að minnsta kosti ekki atriði sem flest venju­legt fólk með sóma­kennd væri stolt af.

En svona er þetta víst oft­ast hér á Íslandi. Það ger­ist eitt­hvað skrýtið og vondu karl­arnir vinna. Það er val að breyta því. Val stjórn­mála­manna sem geta breytt leik­regl­un­um. Val eft­ir­lits­stofn­ana sem geta tryggt að það borgi sig ekki að brjóta lög. Val sið­legra fyr­ir­tækja að eiga ekki í við­skiptum við lög­brjóta. Og val almenn­ings sem getur kosið þá fjöl­miðla sem hann neytir og trúir að séu að starfa með hags­muni hans að leið­ar­ljósi.

Hægt er að ger­ast stuðn­ings­maður Kjarn­ans hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari