Bergur hafði rétt fyrir sér

Faðir stúlku í kynferðisbrotamáli sem brotið var gegn spurði gagnrýnna spurninga um hvernig elítan í landinu stóð að því að veita brotamönnum uppreist æru.

Auglýsing

Að und­an­förnu hefur íslenska þjóðin fylgst með Bergi Þór Ing­ólfs­syni, föður brota­þola barn­a­níð­ings­ins Roberts Dow­ney, rök­ræða um hvernig kerfið hefur gengið fyrir sig varð­andi upp­reist æru.

Í hans mál­flutn­ingi hefur einkum tvennt verið rauður þráð­ur.

Í fyrsta lagi, að velta því upp hvað veldur því að sam­fé­lag okkar veitir barn­a­níð­ingi– afbrota­manni af verstu sort – upp­reista æru og meira að segja lög­manns­rétt­indi.

Og í öðru lagi, hvernig elítan í land­inu – þing­menn, dóms­mála­ráð­herra, rík­is­stjórn og for­set­inn – standa að afgreiðslu mála. Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur fyrir sitt leyti gert grein fyrir því hvernig afgreiðslan er af hálfu for­set­ans. Í fullri sann­girni sagt þá er aðkoma for­set­ans form­legs eðlis og ábyrgðin á mál­inu liggur ekki þar. Hann hefur kraf­ist úrbóta á ferl­inu, taf­ar­laust, eins og hann sagði sjálfur í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni á Alþingi.

„Af hverju þessi leynd? Hvað er verið að fela,“ spurði Bergur í við­tali á dög­un­um. Hann var þá búinn koma ítrekað fram á opin­berum vett­vangi og verja sitt fólk og tala máli brota­þol­ans, dóttur hans. Fyrir utan hvað það er virð­ing­ar­vert, þá er það líka mikið umhugs­un­ar­efni að það hafi raun­veru­lega þurft að standa með þessum hætti í rök­ræð­um, óbeint, við elít­una í land­inu.

En þess þurfti. Þetta skipti sköpum og var und­ir­liggj­andi þáttur í atburða­rás sem end­aði með stjórn­ar­slit­um.

Auglýsing

Neitun og leynd

Fjöl­miðlar hafa líka staðið vakt­ina.

Dóms­mála­ráðu­neytið neit­aði að afhenda gögn um hvernig staðið var að afgreiðslu þess að barn­a­níð­ingur fékk upp­reist æru, þar á meðal um þá sem ábyrgj­ast og votta góða hegð­un. Frétta­stofa RÚV fór með málið fyrir úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál, og hafði bet­ur. Lok­inu var lyft af leynd um þá sem votta.

Það er lítið annað um það að segja, en að það sé ægi­legt áfall að sjá það, að Bene­dikt Sveins­son, faðir for­sæt­is­ráð­herra, skuli hafa vottað góða hegðun barn­a­níð­ings. Bjarni sjálfur sagði að það hefði verið áfall fyrir sig, að fá af því frétt­ir, og það á vafa­lítið við um meg­in­þorra almenn­ings.

Eins og Bene­dikt segir sjálf­ur, í yfir­lýs­ingu, þá hefur þetta orðið að við­bót­ar­tjóni fyrir brota­þola, sem Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son, mað­ur­inn sem Bene­dikt veitti með­mæli, braut geng ítrekað á aldr­inum 5 til 17 ára.

Í við­tali við Stund­ina hefur fórn­ar­lamb Hjalta stað­fest að hann hefur aldrei látið hana í friði, þrátt fyrir dóm og refs­ingu. Hann hefur birst fyrir utan hús brota­þol­ans, hringt og sent skila­boð. 

Í umsögn sinni um Hjalta segir Bene­dikt að „fram­ganga Hjalta hafi verið til fyr­ir­mynd­ar“ sam­kvæmt frá­sögn Stund­ar­inn­ar. Því fer nú aldeilis víðs fjarri.

Í gegnum hel­víti

Óhætt er að segja að brota­þol­inn hafi gengið í gegnum hel­víti vegna þess­ara brota og áfallið við að sjá hluta af elít­unni í sam­fé­lag­inu veita svona mönnum með­mæli er vafa­laust mik­ið. Þar liggur þung­inn í mál­inu, ekki síst.

Alveg eins og Bergur hefur bent á, þá snýst umræðan um upp­reist æru barn­a­níð­inga, og ann­arra sem hafa fengið hana í gegnum tíð­ina, um hvernig staðið er að því að veita hana. 

Það er síðan merki­legt að Sig­ríður And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, hafi upp­lýst for­sæt­is­ráð­herra um að faðir hans væri meðal með­mæl­enda í júlí síð­ast­liðn­um, eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 og Vísis fyrst, og hefur síðan verið ítrekað rak­ið.

Eftir það reyndi ráðu­neytið að leyna gögnum um votta með því að neita fjöl­miðlum um aðgang að upp­lýs­ing­um. 

Taldi Sig­ríður að hún hefði heim­ild til að leyni­makk­ast þetta með for­sæt­is­ráð­herra? Fróð­legt verður að fylgj­ast með fram­hald­inu - jafn­vel þó rík­is­stjórn­ar­sam­starfið sé á enda - en ekki er hægt að sjá að dóms­mála­ráð­herra hafi haft neina skýra heim­ild til að upp­lýsa for­sæt­is­ráð­herra um mál­ið, sér­tækt, umfram aðra, í þessu til­tekna til­vik­i. 

Hún fékk ekki sér­staka heim­ild frá Bene­dikt til þess, eins og hann hefur upp­lýst, og það skiptir heldur engu máli þótt Sig­ríður hafi „talið það rétt“ að upp­lýsa for­sæt­is­ráð­herra. Það eru ekki efn­is­leg rök fyrir einu eða neinu.

Neit­anir ráðu­neytis hennar um aðgang að upp­lýs­ingum máls­ins, standa í þessu sam­hengi. Ég tók eftir því að Bjarni Bene­dikts­son ræddi ekki í nákvæm­is­at­riðum um þessa laga­legu stöðu, það er þegar Sig­ríður upp­lýsti hann um stöðu föður hans, í blaða­mann­fund­inum sögu­lega í Val­höll í gær. Það eina sem hann sagði var, að hann hefði talið nauð­syn­legt að halda um þetta trún­að.

Ein­földu spurn­ing­arnar hjá Bergi; hvað er þarna á seyði? Af hverju þessi leynd? Er verið að hugsa þetta út frá brota­þol­un­um? Hvers eiga þeir að gjalda? Er kerfið rétt?

Þetta voru rétt­mætar spurn­ingar og svörin eru að koma fram, eitt af öðru. Þau eru flest á þá leið að stjórn­völd mega skamm­ast sín og þurfa að líta í eigin barm, áður en þau breyta kerf­inu til betri veg­ar. Rík­is­stjórnin lifði þetta mál ekki af, eins og nú er orðið ljóst, og það segir mikið um hvernig haldið var á málum innan henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari