Ógnin er raunveruleg

Getur brotist út kjarnorkustríð? Stórt er spurt, en fagtímarit um alþjóðamál hafa undanförnu verið að senda frá sér sláandi umfjallanir sem benda til þess að ógnin sé raunveruleg.

Auglýsing

Í For­eign Policy (FP), virtu riti um alþjóða­stjórn­mál, var á dög­unum fjallað ítar­lega um þá ógn sem hefur magn­ast upp frá því Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, tók við stjórn­ar­taumunum í byrjun árs.

Hætt­una á kjarn­orku­stríði.

Sam­kvæmt því sem í FP er skrifað þá eru nokkur ríki í Banda­ríkj­unum þegar farin að und­ir­búa sig vegna mögu­legrar árásar Norð­ur­-Kóreu með kjarn­orku­sprengju á Banda­rík­in. Í Kali­forníu, fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna með 38 millj­ónir íbúa, hefur nákvæmum leið­bein­ingum verið útdeilt til lög­reglu og ýmissa sam­taka, sem koma að hjálp­ar­starfi þegar mikla vá ber að. Svo dæmi sé tek­ið.

Auglýsing

Nið­ur­læg­ingin er algjör

Það sem er hins vegar verst er að út á við, virkar Banda­ríkja­stjórn gjör­sam­lega nið­ur­lægð vegna van­hæfis for­set­ans, og óyf­ir­veg­aðrar nálg­unar að flóknu máli. Útaf fyrir sig má líta á það sem árangur und­an­far­inna ára­tuga að það hafi tek­ist að koma í veg fyrir alvar­leg stríðs­á­tök á Kóreu­skaga, með til­heyr­andi nei­kvæðum afleið­ingum fyrir heim­inn allan, því ekki hefur vantað hót­anir og ógn­andi til­burði frá stjórn­völdum í Norð­ur­-Kóreu.

Það sem mestu hefur skipt - fyrir utan aðgerðir sem við heyrum lík­lega aldrei af - er að alþjóða­sam­fé­lagið hefur reynt að halda uppi virku sam­tali um sam­stilltar aðgerðir og þar hefur yfir­veguð nálgun verið leið­ar­stef, meðal ann­ars í for­seta­tíð Barack Obama. 

Þetta var meira að segja ofar­lega á for­gangs­lista hins ann­ars her­skáa George W. Bush Banda­ríkja­for­seta, en for­seta­tíð hans lit­að­ist veru­lega af við­brögðum við árásinni á tví­bura­t­urn­anna 11. sept­em­ber 2001. Sagan dæmir þau við­brögð nú þegar ekki vel, og hefur Bush sjálfur sagt að margt þar sem gert var hafi verið rangt eða ekki nægi­lega ígrund­að.



Gerir illt verra

Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, er sá leið­togi sem hefur talað með hvað mestum ákafa fyrir því, að stillt sé til friðar á Kóreu­skaga. Engan skal undra, enda hafa til­raunir Norð­ur­-Kóreu með lang­drægar flaugar ógnað beint íbúum á japönsku land­svæði en á dög­unum fór loft­varn­ar­kerfi á þremum svæðum í Japan í gang og var fólk beðið um að koma sér niður í kjall­ara og í skjól hið snarasta. Eitt­hvað sem maður hefur helst séð í bíó­mynd­um.

Það er erfitt að gera sér í hug­ar­lund, hvað fer um huga þjóð­ar­leið­toga, þar sem staðan er þessi. Þegar ógnin er raun­veru­leg. Abe hefur beitt öllum þeim þrýst­ingi sem hann get­ur, til að krefj­ast þess að unnið verði gegn Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, og hern­að­ar­brölti hans.

Tíu mán­uðir af nið­ur­læg­ingu

Trump hefur tek­ist það sem var reyndar nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt, sem er að stuðla að mik­illi sundr­ungu á alþjóða­vett­vangi með glanna­legum og yfir­borðs­kenndum yfir­lýs­ing­um. Ýmis fyr­ir­tæki í banda­rísku efna­hags­lífi hafa bent á að ímynd Banda­ríkj­anna sé á hraðri leið í ræsið með tali for­set­ans. Nú síð­ast var hann opin­ber­lega að skora á utan­rík­is­ráð­herrann, Rex Tiller­son, að fara í greind­ar­próf með sér.

Má þar nefna var­úð­ar­orð fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu í Banda­ríkj­un­um, en dregið hefur úr heim­sóknum um 4,2 pró­sent til Banda­ríkj­anna frá því Trump tók við. Þetta skýtur að mörgu leyti skökku við, því um margt - þrátt fyrir sögu­legan óróa í stjórn­mál­unum - þá hefur staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum verið að batna jafnt og þétt allt frá árinu 2010.

Alþjóð­leg áhrif

Það er bless­un­ar­lega full snemmt, að velta fyrir sér hver geta orðið efna­hags­leg áhrif af því, ef til átaka kemur á Kóreu­skaga með beinni þátt­töku Banda­ríkja­hers. Það yrðu alltaf pólaríser­andi átök út á við, með Norð­ur­-Kóreu og Banda­ríkin í aðal­hlut­verk­um, þó aðrar þjóðir kæmu að.

Það segir hins vegar sína sögu, að ein­stök ríki Banda­ríkj­anna séu farin að búa sig undir átök, stríð og skelf­ingu. Fag­tíma­rit eru farin að fjalla um yfir­gengi­lega van­hæfni Trumps sem beina ógn við heims­frið­inn, þar sem hann virð­ist skorta yfir­veg­un, sam­skipta­hæfi­leika og yfir­sýn. Eitt­hvað sem er ekki boð­legt valda­mesta stjórn­mála­manni ver­ald­ar.

Þetta er mikið umhugs­un­ar­efni, svo ekki sé meira sagt.

Nýleg dæmi um hvernig stríðs­á­tök geta haft áhrif á gang efna­hags­mála hjá þjóðum sem eru knúin áfram af ferð­þjón­ustu, ekki síst, má sjá við Mið­jarð­ar­haf í kjöl­far arab­íska vors­ins 2011.

Eng­inn er eyland

Þá hrundu tug­millj­óna ferða­manna­staðir með til­heyr­andi alvar­legum efna­hags­legum afleið­ingum fyrir þjóð­ir, og ein­stök svæði innan þeirra (sem eru miklu fjöl­menn­ari en Ísland, mörg hver) sem voru tengd þeim, bæði beint og óbeint.

Ekk­ert stríð var hjá mörgum þess­ara svæða, en víð­tæk hræðsla við ferða­lög og breyt­ingar á skipu­lagi ferða­skrif­stofa og flug­fé­laga, geta verið stórt og mikið mál í þessu sam­hengi.

Hver veit nema að áhug­inn á Íslandi hafi glæðst við þessar miklu breyt­ingar þarna eftir 2011, þegar breyta þurfti ferða­plönum hjá tug­millj­ónum manna á til­tölu­lega skömmum tíma vegna stríðs­á­taka og ófrið­ar.

En þetta er fyrst og síð­ast nefnt hér, sem dæmi um hversu mikil óvissa er fyrir hendi, í hinu efna­hags­lega gang­verki, þegar stríðs­á­tök brjót­ast út. 

Donald Trump hefur sjálfur fært mikla spennu í deilur á Kóreuskaga, samkvæmt skrifum virtustu fjölmiðla Bandaríkjanna á sviði alþjóðastjórnmála. Hann er beinlínis sagður hafa niðurlægt ímynd Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, og gefið höggstað á landinu.

Óút­reikn­an­legir menn

Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðum um spenn­una á Kóreu­skaga und­an­farin miss­eri. Fróð­legt var að heyra sjón­ar­mið þeirra sem starfa á alþjóða­mála­deild (For­eign Affairs) Seattle Times, þegar ég fór þangað á dög­un­um, eins og ég minnt­ist á um dag­inn.

Áhyggj­urnar af því að stríð geti brot­ist út eru raun­veru­legar og áhyggj­urnar snúa jafn mikið að Trump og Kim Jong Un, eins og ég skildi þá sem fylgj­ast með þessu úr nálægð og hafa góða heim­ild­ar­menn innan banda­ríska stjórn­kerf­is­ins og í þing­inu. Óút­reikn­an­legir stjórn­ar­herr­ar, sem til­búnir eru að svífast einskis, og láta fúk­yrða­flaum fljóta með um leið og ákvörðun er tek­in. Þetta hljómar ekki sem senni­leg lýs­ing þegar Banda­ríkja­for­seti á hlut, en svona er þetta nú samt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari