Uppbrot á stöðunni eins og við höfum þekkt hana

Hvernig munu tæknibreytingar koma fram í hagkerfinu? Hvernig erum við búin undir miklar breytingar?

Auglýsing

Það er mikið rætt um nýja iðn­bylt­ingu og hvaða áhrif hún mun hafa í fram­tíð­inni. Er þar ekki síst vitnað til auk­innar sjálf­virkni í atvinnu­líf­inu, notkun gervi­greindar við hin ýmsu störf og síðan mik­illa breyt­inga sem kunni að leys­ast úr læð­ingi með sjálfa­kandi bif­reiðum og breyt­ingum í orku­geir­an­um.

Svo fátt eitt sé nefnt.

Hér í Banda­ríkj­unum er nú í gangi for­vitni­leg rök­ræða innan Banda­ríkja­þings og í mörgum ríkjum Banda­ríkj­anna. Hún snýr að sam­keppn­is­sjón­ar­miðum og hvernig tækni­breyt­ingar geti brotið upp grund­vall­ar­at­riði í alþjóð­legu sam­keppn­is­reglu­verki.

Auglýsing

Hag­kerfi heims­ins - bæði ein­staka þjóð­ríki og svæði innan þeirra (sem jafn­vel eru marg­falt stærri en íslenska hag­kerf­ið) - eru mis­jafn­lega búin undir hraðar og miklar breyt­ing­ar. Víða er unnið að því hörðum höndum að greina breyt­ingar og hvernig þær komi til með að hafa áhrif.

Hvað varðar sam­keppn­is­sjón­ar­miðin sér­stak­lega þá er það oft erfitt fyrir ris­ana að feta sig áfram í vexti án þess að brjóta á minni aðilum á mark­aði. Sagan sýnir þetta glöggt og má nefna him­in­háar sektir sem lagðar hafa verið á Microsoft og fleiri fyr­ir­tæki því til stað­fest­ing­ar.

Eitt atriði hefur þó verið svo til óum­deilt til þessa: Það er aðskiln­aður banka­starf­semi og smá­sölu­mark­að­ar. Segja má að það atriði sé grund­vall­ar­at­riði í sam­keppn­is­lög­gjöf­inni.

Í nýrri skýrslu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey er fjallað um þessi atriði, og greint frá því að banka­starf­semi sé á barmi gíf­ur­legra hraðra breyt­inga sem geti haft mikil áhrif á heilu hag­kerf­in. Ekki endi­lega nei­kvæðar breyt­ing­ar, heldur þurfi bankar og stjórn­völd að vera vak­andi fyrir því hvað sé á seyði.

Taka má dæmi um það sem gæti gerst.

1. Smá­sölu­fyr­ir­tæki á vefnum - eins og Amazon - gætu fram­þróað fjár­mála­þjón­ustu sína (Amazon Pay) og farið að bjóða í vax­andi mæli lán til ein­stak­linga og smærri fyr­ir­tækja. Að baki ákvörð­unum um þetta liggja rök­réttar skýr­ing­ar, þar sem Amazon - líkt og margir aðrir tæknirisar - búa yfir miklu dýpri og áreið­an­legri gögnum til að meta láns­hæfi og áhættu­á­lag. Hið flókna og umdeilda kerfi sem er notað í dag (Credit Score) í Banda­ríkj­unum verður ekki sam­keppn­is­hæft til lengdar og þörf á algjörri kúvend­ingu. Tækni­fyr­ir­tækin muni auka mark­aðs­hlut­deild sína í hefð­bund­inni fjár­mála­þjón­ustu við almenn­ing hratt og örugg­lega.

2. En hvernig sam­ræm­ist það reglu­verk­inu að umsvifa­mikil og jafn­vel mark­aðs­ráð­andi smá­sölu­fyr­ir­tæki geti orðið lán­veit­endur og þátt­tak­endur í banka­starf­semi? Það er nýr veru­leiki. Þetta getur orðið raunin ef sátt um þetta næst, og það mun reyna á stjórn­mála­menn víða við að greina þetta og átta sig á mik­il­vægum sam­fé­lags­legum spurn­ing­um. Störf munu hverfa, önnur verða til, og þeir stóru verða enn stærri og valda­meiri. Hvar liggja hags­munir almenn­ings? Hvernig verður sam­keppni tryggð? Þetta eru stórar og mik­il­vægar sið­ferð­is­legar spurn­ing­ar.

3. Það sem er einna mik­il­væg­ast í þessu sam­hengi er hversu hratt þetta getur komið fram. Allt í einu gætu stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims­ins komið fram með lausnir og þannig dýpkað veru­lega við­skipta­sam­band sitt við millj­arða manna um allan heim. Þetta er ekki lítið mál, heldur upp­brot á stöð­unni eins og við höfum þekkt hana.

Þessi þróun er þegar farin af stað víða, en næstu skref eru að miklu leyti háð breyt­ingum á reglu­verk­inu. Gríð­ar­lega hraður vöxtur Ali­baba í Asíu, þegar kemur að neyt­enda­lán­um, er dæmi um breyt­ingar í þessa veru. 

Hvernig gæti þetta birst á Íslandi og hvernig er Ísland und­ir­búið undir miklar breyt­ing­ar?

Ísland er einn allra minnsti sjálf­stæði vinnu­mark­aður heims­ins - sem er með eigin mynt og reglu­verk - eða um 200 þús­und ein­stak­ling­ar. Miklar breyt­ingar á und­ir­stöðu við­skipta eins og við höfum þekkt þær und­an­farna ára­tugi, eins og upp­brot á banka­starf­semi og smá­sölu, gæti komið hratt inn á mark­aðnum og gjör­breytt lands­lag­inu. Breytt und­ir­stöðum vinnu­mark­aðar í leið­inn­i. 

Það er til dæmis vel hægt að hugsa sér að Amazon opni vöru­hús á Íslandi fyrst Costco gerði það, og taki til sín bróðu­part­inn af smá­sölu með háþró­uðu heim­send­ing­ar­kerfi sínu og háu þjón­ustu­stigi.

Á Íslandi eru tækni­legir inn­viðir betri en víða og því er ekki úti­lokað að alþjóð­leg fyr­ir­tæki muni líta til Íslands sem góðs svæðis fyrir þjón­ustu sem bygg­ist öðru fremur á inter­net­inu og staf­rænni tækni. Góðir og vist­vænir inn­viðir í orku­málum hjálpa líka til.

Mikil áskorun bíður íslensks atvinnu­lífs. Alþjóð­leg sam­keppni hefur að und­an­förnu haft mikil áhrif á Íslandi og margt bendir til þess að hún sé rétt að byrja. Tæknin er þegar komin mun lengra en mark­aðs­breyt­ingar gefa til kynna, því rök­ræðan hjá alþjóð­stofn­unum og þjóð­þingum er ekki búin. Hún gefur til kynna að grund­vall­ar­breyt­ingar séu framund­an. Leið­ar­stefið í þeim er að eng­inn verður eyland. Það verður ekki val­kostur að búa við ein­angr­un, nema þá að það sé gert með vilja að drag­ast aftur úr í harðn­andi sam­keppni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari