Auglýsing

Það er stundum áhuga­vert að sjá sam­fé­lagið okkar í gegnum augu utan­að­kom­andi. Útlend­ingar sjá fernt. Í fyrsta lagi mikla efna­hags­lega vel­megun hjá örþjóð. Í öðru lagi ótrú­legt magn stór­kost­legra lista­manna miðað við höfða­tölu. Í þriðja lagi mikið óþol fyrir spilltri yfir­stétt, sem við mót­mælum kröftu­lega og reglu­lega, en kjósum svo alltaf aftur yfir okk­ur. Og í fjórða lagi knatt­spyrnu.

Í kjöl­far þess að íslenska karla­lands­liðið tryggði sér far­seðil á heims­meist­ara­mótið í Rúss­landi næsta sumar skap­að­ist mikil umræða um það í erlendum fjöl­miðl­um. Margt var týnt til þegar útskýra átti hvernig land með jafn marga íbúa og Wupp­er­tal í Þýska­landi hefði kom­ist á EM í Frakk­landi 2016, unnið það mót án þess að lenda í fyrsta sæti, og væri nú komið á HM í Rúss­landi eftir að hafa unnið riðil­inn sinn í und­ankeppni.

Klisjurnar sem farið var með eru marg­tuggn­ar. Að skömmu fyrir síð­ustu ald­ar­mót hafði þessi veð­ur­barna þjóð áttað sig á því að hún myndi lík­­­lega ekki ná neinum árangri í knatt­­spyrnu með því að spila á mal­­ar­­völlum í aftaka­veðri og myrkri átta mán­uði á ári. Þess vegna var ráð­ist skipu­­lega í að byggja tíu knatt­­spyrn­u­hallir og á þriðja tug gervi­­gras­valla. Sam­hliða bættri aðstöðu þá hafi menntun þjálf­­ara verið auk­in.

Auglýsing

En er þessi mikli árangur ein­ungis afleið­ing af fyr­ir­mynd­ar­skipu­lagi og hár­nám­kvæmri fram­kvæmd þess? Viðar Hall­dórs­son, dós­ent í félags­fræði, er ekki alveg sann­færður um það. Hann skrif­aði grein í Kjarn­ann fyrir um mán­uði síðan þar sem hann færði rök fyrir því að Ísland hafi gert vel í því að nýta sér þau tæki­færi sem eru til­komin vegna til­vistakreppu margra þaul­reyndra knatt­spyrnu­þjóða sem Viðar telur að sé vegna „al­þjóð­­legrar þró­unar sem felur í sér aukna atvinn­u­væð­ingu, mark­aðsvæð­ingu og stjörn­u­­dýrkun sem hefur myndað kúltúr í íþróttum sem ýtir undir ein­stak­l­ings­hyggju, græðgi, firr­ingu og jafn­­vel spill­ing­u.“

Hann færir rök fyrir því að slík menn­ing, þar sem ein­stak­l­ings­hyggju er hampað á kostnað heild­­ar­hyggju, sé sér­stak­lega óheppi­leg í hóp­í­þrótt­um. Til þess að byggja upp lið þurfi að vinna saman og „nýta sér allar bjargir til að ná árangri í harðri keppn­i.“

Það er ekki á neinn hallað þegar sagt er að íslensku lands­liðs­menn­irnir í knatt­spyrnu eru nán­ast allir langt frá því að vera bestu leik­menn heims. Flestir eru annað hvort að spila utan elítu­deilda Evr­ópu­bolt­ans og margir eiga í stök­ustu vand­ræðum með að kom­ast að hjá félags­lið­unum sín­um. En þegar þeir mæta í lands­liðs­verk­efni þá smellur allt. Heild verður til úr brot­unum sem mynda hana. Og með slíkri heild, þar sem tak­markið og félag­arnir eru settir í fyrsta sæti, en ein­stak­lings­mark­miðið sett kyrfi­lega til hlið­ar, þá mynd­ast til­trú, jákvæðni og kraftur sem gerir það að verkum að hin nýja ein­ing –liðið – getur flutt fjöll.

Íslend­ingar eru ekki með betra erfða­mengi en aðrar þjóð­ir. Við erum ekki ofur­menni af nátt­úr­unnar hendi. En þegar við stöndum saman og vinnum að hag heild­ar­innar þá getum við sem sam­fé­lag flutt fjöll. Við njótum góðs að sterkum efna­hags­stoðum sem landið færir okkur og höfum öll hrá­efni til þess að byggja hér upp yfir­burð­ar­sam­fé­lag. En þá þurfum við að hafa þessi gildi sem ein­kenna knatt­spyrnu­lands­liðið okkar í hávegum og sem leið­ar­ljós. Gildi eins og sam­vinnu, heið­ar­leika, forn­fýsi, stolti, vinnu­semi, gleði og aga.

Ef okkur ber gæfa til að inn­leiða heild­ar­hyggj­una, þar sem hags­munir margra eru teknir fram yfir hags­muni fárra, í stjórn­málin okkar þá eru okkur allir vegir fær­ir. Ef okkur tekst að sann­færa þá sem hafa gengið menn­ingu ein­stak­lings­hyggju á hönd um að snúa til baka, þá gæti það traust sem hefur glat­ast á stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins unn­ist aftur á skömmum tíma.

Og Ísland blómstrað fyrir alla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari