Auglýsing

Það er stundum áhuga­vert að sjá sam­fé­lagið okkar í gegnum augu utan­að­kom­andi. Útlend­ingar sjá fernt. Í fyrsta lagi mikla efna­hags­lega vel­megun hjá örþjóð. Í öðru lagi ótrú­legt magn stór­kost­legra lista­manna miðað við höfða­tölu. Í þriðja lagi mikið óþol fyrir spilltri yfir­stétt, sem við mót­mælum kröftu­lega og reglu­lega, en kjósum svo alltaf aftur yfir okk­ur. Og í fjórða lagi knatt­spyrnu.

Í kjöl­far þess að íslenska karla­lands­liðið tryggði sér far­seðil á heims­meist­ara­mótið í Rúss­landi næsta sumar skap­að­ist mikil umræða um það í erlendum fjöl­miðl­um. Margt var týnt til þegar útskýra átti hvernig land með jafn marga íbúa og Wupp­er­tal í Þýska­landi hefði kom­ist á EM í Frakk­landi 2016, unnið það mót án þess að lenda í fyrsta sæti, og væri nú komið á HM í Rúss­landi eftir að hafa unnið riðil­inn sinn í und­ankeppni.

Klisjurnar sem farið var með eru marg­tuggn­ar. Að skömmu fyrir síð­ustu ald­ar­mót hafði þessi veð­ur­barna þjóð áttað sig á því að hún myndi lík­­­lega ekki ná neinum árangri í knatt­­spyrnu með því að spila á mal­­ar­­völlum í aftaka­veðri og myrkri átta mán­uði á ári. Þess vegna var ráð­ist skipu­­lega í að byggja tíu knatt­­spyrn­u­hallir og á þriðja tug gervi­­gras­valla. Sam­hliða bættri aðstöðu þá hafi menntun þjálf­­ara verið auk­in.

Auglýsing

En er þessi mikli árangur ein­ungis afleið­ing af fyr­ir­mynd­ar­skipu­lagi og hár­nám­kvæmri fram­kvæmd þess? Viðar Hall­dórs­son, dós­ent í félags­fræði, er ekki alveg sann­færður um það. Hann skrif­aði grein í Kjarn­ann fyrir um mán­uði síðan þar sem hann færði rök fyrir því að Ísland hafi gert vel í því að nýta sér þau tæki­færi sem eru til­komin vegna til­vistakreppu margra þaul­reyndra knatt­spyrnu­þjóða sem Viðar telur að sé vegna „al­þjóð­­legrar þró­unar sem felur í sér aukna atvinn­u­væð­ingu, mark­aðsvæð­ingu og stjörn­u­­dýrkun sem hefur myndað kúltúr í íþróttum sem ýtir undir ein­stak­l­ings­hyggju, græðgi, firr­ingu og jafn­­vel spill­ing­u.“

Hann færir rök fyrir því að slík menn­ing, þar sem ein­stak­l­ings­hyggju er hampað á kostnað heild­­ar­hyggju, sé sér­stak­lega óheppi­leg í hóp­í­þrótt­um. Til þess að byggja upp lið þurfi að vinna saman og „nýta sér allar bjargir til að ná árangri í harðri keppn­i.“

Það er ekki á neinn hallað þegar sagt er að íslensku lands­liðs­menn­irnir í knatt­spyrnu eru nán­ast allir langt frá því að vera bestu leik­menn heims. Flestir eru annað hvort að spila utan elítu­deilda Evr­ópu­bolt­ans og margir eiga í stök­ustu vand­ræðum með að kom­ast að hjá félags­lið­unum sín­um. En þegar þeir mæta í lands­liðs­verk­efni þá smellur allt. Heild verður til úr brot­unum sem mynda hana. Og með slíkri heild, þar sem tak­markið og félag­arnir eru settir í fyrsta sæti, en ein­stak­lings­mark­miðið sett kyrfi­lega til hlið­ar, þá mynd­ast til­trú, jákvæðni og kraftur sem gerir það að verkum að hin nýja ein­ing –liðið – getur flutt fjöll.

Íslend­ingar eru ekki með betra erfða­mengi en aðrar þjóð­ir. Við erum ekki ofur­menni af nátt­úr­unnar hendi. En þegar við stöndum saman og vinnum að hag heild­ar­innar þá getum við sem sam­fé­lag flutt fjöll. Við njótum góðs að sterkum efna­hags­stoðum sem landið færir okkur og höfum öll hrá­efni til þess að byggja hér upp yfir­burð­ar­sam­fé­lag. En þá þurfum við að hafa þessi gildi sem ein­kenna knatt­spyrnu­lands­liðið okkar í hávegum og sem leið­ar­ljós. Gildi eins og sam­vinnu, heið­ar­leika, forn­fýsi, stolti, vinnu­semi, gleði og aga.

Ef okkur ber gæfa til að inn­leiða heild­ar­hyggj­una, þar sem hags­munir margra eru teknir fram yfir hags­muni fárra, í stjórn­málin okkar þá eru okkur allir vegir fær­ir. Ef okkur tekst að sann­færa þá sem hafa gengið menn­ingu ein­stak­lings­hyggju á hönd um að snúa til baka, þá gæti það traust sem hefur glat­ast á stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins unn­ist aftur á skömmum tíma.

Og Ísland blómstrað fyrir alla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari