Rafmagnsáin Múlakvísl

Jón Gnarr hefur lært að skilja helstu hugtök í veðurfræði. Enn hann hefur ekki nægjanlega þekkingu á íslensku né jarðfræði til að skilja hugtök sem notuð eru til að skýra hvort Ísland sé um það bil að fara að springa í loft upp.

Auglýsing

Eins og flestir aðrir Íslend­ingar þá er ég mik­ill áhuga­maður um nátt­úru­ham­far­ir. Það er lík­lega afleið­ing þess að búa í svona miklu návígi við nátt­úru­öfl­in. Ég fylgist vand­lega með veð­ur­frétt­um. Eins og flestir landar mínir er ég með risa­stórt trampólín í garð­inum sem ég bind vand­lega niður á vet­urna eða hrein­lega tek saman ef sér­lega djúp lægð er á leið yfir land­ið.

Ég reyni að til­einka mér og skilja helstu hug­tök í veð­ur­fræði. Ég veit hvað það þýðir þegar „gert er ráð fyrir stormi”, hvað skaf­renn­ingur er og hver mun­ur­inn er á kalda og stinn­ings­kalda. Ég byggi þetta mikið á per­sónu­legri reynslu af því að vera eða hafa verið í alls­konar mis­mun­andi veður aðstæð­un­um. Þegar það er kaldi út á Granda þá er gjarnan stinn­ings­kaldi út í Gróttu. Þetta veit ég alveg. Það er eitt að fara í Byko en allt annað að standa í fjör­unni úti á Sel­tjarn­ar­nesi. Eins hef ég lært að skilja metra á sek­úndu eftir að því var breytt úr vind­stig­um. Ég hef aðal­lega gert það eftir að hafa staðið úti í roki eða keyrt undir Hafn­ar­fjalli í miklum vindi.

Ég er samt ekki alveg búinn að átta mig á hvað hinar nýju lita­kóð­uðu aðvar­anir Veð­ur­stof­unnar þýða. Mér sýn­ist alltaf meira og minna vera „gul aðvör­un” sem nær meira og minna yfir allt landið og alltaf að Glett­ingi. Glett­ingur er alþekkt kenni­leiti úr íslenskum veð­ur­fréttum og ég hef heyrt talað um það frá því að ég var barn. Ég veit samt ekk­ert af hverju miðað er við Glett­ing frekar en eitt­hvað ann­að. Fyrir þá sem ekki vita þá er Glett­ingur fjall fyrir aust­an. Ég hef keyrt upp að því á fjór­hjóli og það virkar ekk­ert spes og svipar til flestra ann­ara fjalla á Íslandi, sem mér finnst öll meira og minna líta út eins og Esj­an. Kannski eru ein­stök veður í kringum Glett­ing. Af hverju nær gula aðvör­unin bara að Glett­ingi en ekki alveg niður að sjó? Kannski getur verið stormur öðru megin við fjallið en blanka­logn hinum meg­in. Ég bara þekki það ekki. En fljótt á litið sýn­ist mér „gul aðvör­un” bara þýða skíta­veður sem er alls ekki óal­gengt hér á landi; rok, kuldi og snjó­koma sem skyndi­lega getur breyst í haglél eða jafn­vel rign­ingu. Dæmi­gert íslenskt vetr­ar­veð­ur.

Auglýsing

Ham­fara­hyggja íslenskra fjöl­miðla

Og þrátt fyrir örtvax­andi ham­fara­hyggju íslenskra fjöl­miðla, sem virð­ast oft haldnir ein­hverri ósk­hyggju um að hér geti, á hverri stundu, eitt­hvað eld­fjall byrjað að gjósa, þá les ég svo­leiðis fréttir og reyni að fylgj­ast með. Maður veit aldrei. Það er líka mjög sér­stakt að búa í svona miklu návígi við mörg af stærstu eld­fjöllum í heimi. Ég hef fylgst með Kötlu í gegn um vef­mynda­vél Mílu og beðið eftir því, með önd­ina í háls­in­um, að sjá fjallið skyndi­lega springa í loft upp og hraun­fljótið streyma fram og fylgst með fréttum á vefnum um leið, sem full­vissa mig um að nákvæm­lega þetta gæti hugs­an­lega gerst á hverri stundu.

En ég var algjör­lega sleg­inn út af lag­inu nú á dög­unum þegar fréttir tóku að ber­ast af hrær­ingum í Öræfajökli. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er hann ein loppan á Vatna­jökli. Og undir honum er aga­legt eld­fjall sem hefur ter­r­or­íserað Íslend­inga og aðra frá örófi alda og valdið miklum mann­skaða og jafn­vel lagt blóm­leg héruð í eyði.

Fyrstu frétt­irnar sem bár­ust af þessu voru um „raf­leiðni” og að raf­leiðnin í ein­hverri Múla­kvísl væri að aukast og það væri áhyggju­efni. Ég veit ekk­ert hvað Múla­kvísl er en ég geri ráð fyrir að það sé ein­hver á. Sam­kvæmt fréttum var raf­leiðnin orðin 560 míkrómens/​cm. Það var ekk­ert skýrt neitt frek­ar. Míkrómens senti­metr­ar. Ég veit ekki hvað það er en það virkar ekki mik­ið. Ég geri ráð fyrir að raf­leiðni sé raf­magns­straum­ur. Er Múla­kvísl kannski ein­hvers konar raf­magnsá? Vatn leiðir raf­magn. Ég hef per­sónu­lega reynslu af því eftir að hafa pissað á raf­magns­girð­ingu þegar ég var ung­ling­ur.

Er ket­ill kanadískur leik­ari?

Í einni af fyrstu frétt­unum sagði: „Að sögn Bryn­­dís­ar Ýrar Gísla­dótt­­ur, nátt­úru­vá­r­sér­fræð­ings á Veð­ur­­­stofu Íslands, segja sig­katl­­arn­ir lítið um raf­­­leiðn­ina. Upp­­tök­in koma hins veg­ar frá jökl­in­­um. „Þetta er þekkt jarð­hita­­svæði og það bend­ir ekki til ann­­ars en að upp­­tök­in séu frá jökl­in­­um.“

Lík­­­legt er að hærri gildi mæl­ist nær ánni en þau geta valdið óþæg­ind­­um. Fólki er því ráð­lagt að vera ekki í ná­grenni við ána að óþörfu og var­­ast lægðir í lands­lag­i.”

Bryn­dís þessi er sér­fræð­ingur á veð­ur­stof­unni. Þarna heyrði ég fyrst um „sig­katl­ana”. Það var heldur ekki útskýrt neitt frekar hvað það væri. En þegar sér­fræð­ingur í nátt­úruvá ráð­leggur manni að „var­ast lægðir í lands­lagi” þá reynir maður helst að ganga á milli hóla. Og eftir óþæg­indin sem ég upp­lifði þegar ég piss­aði á raf­magns­girð­ingu þá væri ég síð­asti maður til að láta mér detta í hug að svamla í þess­ari Múla­kvísl þótt hún gæti virst heit og nota­leg.

Eftir þetta var algjör­lega hætt að flytja fréttir af raf­leiðn­inni í Múla­kvísl. Sig­katl­arnir eða sig­ket­ill­inn, eftir því við hvern var tal­að, voru nú mál­ið. Það kom í ljós að nýr ket­ill hafði mynd­ast í Öræfajökli. Ég reyndi að halda mig við RÚV til að fá ábyrg­ustu upp­lýs­ing­arnar en fór líka á Vísi og MBL til að reyna að skilja þetta eitt­hvað bet­ur. Ég gúgglaði orðið „ket­ill” en fékk bara upp­lýs­ingar um tek­atla og kanadíska leik­ar­ann Adam Copeland sem leikur Ketil flat­nef í nýj­ustu þátta­röð­inni af Vik­ings. Frétt­irnar voru frekar mis­vísandi, sögðu ýmist að engin hætta væri á eld­gosi eða að eld­gos væri lík­legt.

Þarf að skilja ef landið er að springa

Eftir að hafa lesið frétt fyrir fjöl­skyld­una við mat­ar­borðið var ég spurður hvað þetta þýddi. Þar sem þeir sem spurðu mig voru bæði kona og barn fannst mér að mér bæri skylda til að svara þeim, útskýra þetta á manna­máli og full­vissa þau um að hvorki okkur eða ætt­ingja okkar og vini fyrir austan staf­aði nein hætta af þessu brölti. Ég sagði þeim að raf­leiðni væri nú bara alls­konar og þyrfti ekki að vera merki um neitt hættu­legt og það væri nú bara oft alls­konar raf­leiðni út um allt. Tólf ára sonur minn skildi ekki setn­ing­una „sig­ket­ill í öskju”. Þegar ég var að reyna að útskýra það fyrir honum komst ég að því að ég skildi það ekki held­ur. En ég gat huggað þau bæði með því að Veð­ur­stofan hefði bara sett „gula aðvör­un“ og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur fyrr en hún yrði rauð.

-Sig­katl­arnir segja nátt­úr­lega ekk­ert um raf­leiðn­ina, sagði ég og reyndi að hljóma upp­örvandi.

Svo héldum við bara áfram að borða og reyndum að tala um eitt­hvað ann­að. Ég hugs­aði um það hvað vantar mikið góða fræðslu­þætti í íslensku sjón­varpi um jar­virkni og öll eld­fjöllin okk­ar, þar sem helstu hug­tök eru útskýrð og sýnt er á mynd­rænan hátt hvernig sig­ket­ill mynd­ast í öskju, þannig að þegar það er sagt þá viti maður nákvæm­lega hvað er átt við. Maður á eig­in­lega ekki að þurfa að vera með próf í jarð­fræði eða hafa fengið yfir 8.5 í Íslensku 503 til að skilja það ef landið sem maður stendur á er um það bil að fara að springa í loft upp.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit