Auglýsing

Frá 21. nóv­em­ber hafa mörg hund­ruð konur stigið fram og greint frá áreiti, áreitni, ofbeldi, nið­ur­læg­ingu og kven­fyr­ir­litn­ingu sem þær hafa orðið fyr­ir. 

Stjórn­mála­konur riðu á vaðið og í kjöl­far þeirra fylgdi hver geir­inn á fætur öðr­um. Konur í sviðs­listum og kvik­mynda­gerð. Konur í tækni­geir­an­um. Í tón­list. Íþrótt­um. Konur sem starfa innan rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins og vís­inda­sam­fé­lags­ins. 

Enn er von á fleir­um. Konur sem starfa í heil­brigð­is­kerf­inu, við kennslu og í fjöl­miðlum hafa allar boðað að þær ætli að stíga fram með sínar sög­ur.

Auglýsing

Umfangið er ótrú­legt. Það virð­ist varla vera kimi íslensks sam­fé­lags sem er ekki fullur af konum sem hafa verið nið­ur­lægð­ar, haldið niðri eða beittar ofbeldi. Og körlum sem annað hvort eru ger­endur í slíku eða eru of með­virkir til að gera nokkuð í því.

Alheims­bylt­ing

Sög­urnar sem hafa verið opin­ber­aðar eru hræði­leg­ar. Og lýsa karllægri menn­ingu drekk­hlað­inni af kyn­bund­inni afl­beit­ingu. Menn­ingu sem er til þess fallin að festa í sessi yfir­burða­stöðu karla þrátt fyrir aukna fyr­ir­ferð kvenna. Menn­ing sem hefur meira að segja leitt þolendur til dauða. Menn­ing þar sem skelfi­legt ofbeldi fær að þríf­ast og er látið óáreitt. Menn­ing sem vald­eflir karla en heldur niðri kon­um. Menn­ing sem byggir á þeirri fyr­ir­fram­gefnu stöðu að karlar séu dað­ur­gjarnir flag­arar en konur ódýrar drusl­ur.

#Metoo-­bylt­ingin er alheims­bylt­ing. Í Banda­ríkj­unum hefur hún haft gíf­ur­leg áhrif og afleið­ing­ar. Hún hefur galopnað þá sorp­tunnu sem banda­ríski afþrey­ing­ar­iðn­að­ur­inn er og þá ævin­týra­legu með­virkni sem ríkti gagn­vart rán­dýrum eins og Har­vey Wein­stein. Mönnum sem nýttu sér stöðu sína til að níð­ast á konum og körl­um. Í til­felli Wein­stein bjó hann til sinn eigin ýkta og ömur­lega kima innan kven­hatandi menn­ingar Hollywood. Öll hans til­vera virð­ist hafa snú­ist um að níð­ast á öðr­um.

Wein­stein fékk aðra stjórn­endur fyr­ir­tækis síns til að fela slóð sína. Fjöl­marga lög­fræð­inga til að semja við fórn­ar­lömb. Nýtti sam­bönd í fjöl­miðlum til að ekki kæm­ist upp um hann og gerði jafn­vel samn­inga við fjöl­miðla­menn um að skrifa ævi­sögur stjarna þegar þeir ætl­uðu að fjalla um hegðun hans. Innan fyr­ir­tækis hans, Wein­stein Company, var til sér­tök hand­bók, kölluð „biblí­an“, sem inni­hélt leið­bein­ingar um hvernig ætti að takast á við ýmsar aðstæður sem snertu Wein­stein. Á meðal þeirra aðstæðna var hvernig takast ætti á við sím­töl frá eig­in­konu hans þegar Wein­stein var sjálfur fjar­ver­andi við iðju sem hún mátti ekki vita af.

Aðstoð­ar­menn hans hafa sagt frá því að þeir hafi þurft að kaupa lyf til að hjálpa Wein­stein að fá hold­ris. Lyf sem sprautað var beint í getn­að­ar­lim hans. Á sama tíma og þessir aðstoð­ar­menn þurftu að kaupa Caverject og Alprosta­dil þá sáu þær um að bóka fundi fyrir Wein­stein með hinum ýmsu kon­um. Konum sem hann mis­beitti valdi sínu gagn­vart í kjöl­far­ið. Það vissu allir í kringum Wein­stein hvað hann var að gera. Það gerði bara eng­inn neitt í því ára­tugum sam­an.

Bylt­ingin hefur líka haft afdrifa­rík áhrif á banda­rísk stjórn­mál. John Conyers, sem setið hefur í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings frá 1964, sagði af sér emb­ætti eftir að fyrr­ver­andi starfs­menn hans ásök­uðu hann um kyn­ferð­is­legt ofbeldi. Í gær til­kynnti svo Al Franken, öld­unga­deild­ar­þing­maður Demókrata, að hann myndi segja af sér emb­ætti líka vegna sam­bæri­legra ásak­ana.

Konur í fyrsta sæti, rán­dýr rétt á eftir þeim

Tíma­ritið Time valdi í vik­unni kon­urnar sem greindu frá reynslu sinni og rufu þagn­ar­múr­inn sem per­sónu árs­ins. Í öðru sæti, rétt á eftir kon­unum sem bera ábyrgð á menn­ing­ar­bylt­ingu, var Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. Maður sem hefur sjálfur ítrekað lít­il­lækkað og ráð­ist gegn kon­um. Það er meira að segja til upp­taka af Trump þar sem hann montar sig af því að kyssa, káfa á og reyna að sænga hjá kon­um, og sagði meðal ann­­ars að þegar menn væru frægir eins og hann kæmust þeir upp með það. Hann tal­aði um að hann lað­ist sjálf­krafa að fal­­legum konum og byrji bara að kyssa þær. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er...­­gripið í pík­­una á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“

Á meðan #Metoo-­bylt­ingin fer yfir heim­inn hefur Trump ákveðið að styðja Roy Moore, sem sæk­ist eftir því að verða kjör­inn öld­unga­deild­ar­þing­maður Ala­bama í næstu viku. Moore hefur verið ásak­aður um að hafa brotið gegn fjöl­mörgum stúlkum og konum fyrir nokkrum ára­tugum síð­an. Ein þeirra sem segir að Moore hafi ráð­ist á sig var 14 ára þegar atburð­ur­inn átti sér stað. Hinar eru á aldr­inum 16 til 28 ára.

Það er eitt­hvað mjög lýsandi fyrir þá brenglun sem á sér stað í heim­inum að konur sem stíga fram séu valdar per­sónur árs­ins, og kven­hatandi kyn­ferð­is­legt rán­dýr sé sett í annað sæt­ið. Hann er rétt á eftir þeim.

Allra að opin­bera

Fyrir sex árum skrif­aði ég pistil um litla karla. Þeim var þar m.a. lýst svona: „Litlu karl­arnir eru þeir sem vilja halda öðrum niðri til að stað­festa, og múra fasta, eigin stöðu í sam­fé­lag­inu. Þeir umbera illa skoð­anir sem eru ekki eins og þeirra, frum­kvæði sem er ekki frá þeim komið og metnað sem skilar þeim ekki per­sónu­lega áfram í líf­inu.

Í hugum litlu karl­anna eru aðrir sem eru efni­legir ógn við þeirra til­veru, ekki eft­ir­sókn­ar­verð við­bót við flór­una. Þessa aðra verður helst að kæfa í fæð­ingu, eða alla­vega halda kyrfi­lega niðri. Heild­ar­hags­munir verða alltaf að víkja fyrir sér­hags­mun­um. Ann­ars gæti kom­ist upp um litlu karl­anna. Það gæti ein­hver upp­götvað að þrátt fyrir glans­andi fægt yfir­borðið þá er gumsið innan í þeim rýrt.“

Til­efnið var annað en lýs­ingin á ekki síður við þá ger­endur sem við stöndum nú frammi fyr­ir. Þeir sem nota vald til að níð­ast á öðrum, hvort sem um sé að ræða karlar eða kon­ur, hvort sem það er kyn­ferð­is­legs eðlis eða ann­ars kon­ar, eru lítið annað en hræddir litlir karlar sem ótt­ast að það kom­ist upp um þá. Að aðr­ir, sér­stak­lega kon­ur, séu mögu­lega hæf­ari og betur til þess fallnar að fara með valdið sem þeir mis­nota. Þessa karla er að finna í öllum kimum sam­fé­lags­ins, líkt og hug­aðar opin­ber­anir kvenna und­an­farnar vikur hafa sýnt.

Það þarf algjöra við­horfs- og ábyrgð­ar­breyt­ingu til að #Metoo-­bylt­ingin hafi nauð­syn­leg áhrif. Þess vegna er hún menn­ing­ar­bylt­ing og hún krefst þess af körlum fyrst og síð­ast að takast á við óþægi­leg hlut­verk þeirra í að við­halda því ástandi sem hún sprettur upp úr. Ger­end­urnir eru bara lít­ill hluti af þeim sem skapa það ástand. Við hinir sem erum með­virkir og látum óásætt­an­lega hegðun við­gang­ast vegna þess að það er of óþægi­legt að takast á við hana erum ekki síður hluti af vanda­mál­inu. Réttur karla til að haga sér eins og þeim sýn­ist er nefni­lega ekki sterk­ari en réttur kvenna til að halda sjálfs­virð­ingu og lifa sínu lífi án nið­ur­læg­ing­ar, ofbeldis eða smætt­unar.

Það er okkar allra að opin­bera þá sem þannig láta. Og eyða þess­ari menn­ingu sem á engan rétt á sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari