„Stjórn taparanna“ endurnýjuð?

Þýska forsetanum tókst að draga sinn flokk að borðinu þrátt fyrir afdráttarlausar yfirlýsingar. Þröstur Haraldsson skrifar frá Berlín um aðventuna.

Merkel og Schulz
Auglýsing

Jæja, þá er komin stjórn uppi á Íslandi en hér í Berlín er enn verið að reyna og horf­urnar ekk­ert sér­stak­ar. Það helsta sem hefur gerst er að Frank-Walter Stein­meier for­seti hefur fyrir alvöru gripið inn í stjórn­ar­mynd­un­ina og dregið flokks­fé­laga sína að samn­inga­borð­inu. Já, þetta hljómar und­ar­lega í íslensku sam­hengi, en hér í landi er for­set­inn ekki kos­inn af þjóð­inni heldur á þingi og af því að Ang­ela Merkel hafði ekki haft sinnu á að ala upp nýjan for­seta þegar síð­ast var skipað í emb­ættið hreppti flokkur jafn­að­ar­manna, SPD, hnoss­ið.

Und­an­farnar þrjár vikur hafa því farið í það að tala Mart­in Schulz ofan af þeim afdrátt­ar­lausu yfir­lýs­ingum sem hann gaf út eftir að úrslit þing­kosn­ing­anna lágu fyrir og þar með tap flokks­ins. Hann lýsti því ein­arð­lega yfir að flokkur hans myndi nú taka sér hlé frá stjórn­ar­störf­um, sleikja sárin og end­ur­heimta sjálfs­mynd sína í ein­rúmi. Hann bætti því við að hann hefði engan áhuga á að starfa lengur undir for­ystu Merkel. Það leit því allt út fyrir að draga yrði kjós­endur að kjör­borð­inu á ný. Það leist for­seta sam­bands­rík­is­ins ekk­ert á svo hann fund­aði með öllum flokk­unum (að jað­ar­flokk­un­um Linke og AfD frá­töld­um, merki­legt nokk) og lagði hart að flokks­fé­lögum sínum að vera með í leikn­um.

Schulz rek­inn út úr hýð­inu

Schulz þrá­að­ist lengi við en í síð­ustu viku féllst hann á að opna á við­ræð­ur, ekki ein­ungis um Große Koa­lition, stóra flokka­banda­lagið með kristi­leg­um, heldur almennar við­ræður um þá mögu­leika sem fyrir hendi eru. En fyrst vildi hann ræða málið á fundi SPD sem hald­inn yrði í Berlín í þess­ari viku. Sá fundur stendur enn en í gær­kvöldi fékk Schulz þó svar við þeim spurn­ingum sem hann hafði lagt fyrir fund­inn. Ung­liða­deild flokks­ins lagði fram til­lögu þar sem mögu­leik­anum á GroKo var hafnað en sú til­laga var felld og að því loknu var Schulz end­ur­kjör­in ­leið­togi flokks­ins með 82% atkvæða.

Auglýsing

Á mánu­dag munu því vænt­an­lega hefj­ast nýjar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður með þátt­töku kristi­legu flokk­anna, CDU og CSU, jafn­að­ar­manna og hugs­an­lega Græn­ingja og Frjáls­lyndra, FDP. Í raun eru þrír stjórn­ar­mögu­leikar til umræð­u: GroKo, minni­hluta­stjórn kristi­legu flokk­anna og úrslita­til­raun til að end­ur­vekja Jamaíku sem Frjáls­lyndir höfn­uðu á dög­un­um. Lík­leg­ast þykir þó á þess­ari stundu að GroKo verði ofan á, eða það sem Der Spi­egel kallar „Stjórn tap­ar­anna“ Merkel og Schulz.

Jafn­að­ar­menn ætla þó ekki að taka upp óbreytta stefnu stjórn­ar­innar sem enn er við völd sem starfs­stjórn. Schulz og fleiri for­ystu­menn segja að engin sjálf­virkni ráði ferð­inni og hafa sett fram ýmsar kröfur um breytta stefnu. Meðal þess er krafa um að þróun í átt til einka­væð­ingar sjúkra­trygg­inga sem hér hefur verið í gangi verði stöðvuð og eitt rík­is­rekið kerfi end­ur­vak­ið. Fund­ur SPD gerði for­yst­unni að mæta eftir viku með fram­vindu­skýrslu og mat á horf­um, en allir virð­ast sam­mála um að ný stjórn verði ekki komin til valda fyrr en á næsta ári.

Síð­ustu leifar léns­veld­is­ins

Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að þau jól sem nú eru í upp­sigl­ingu verða undir merkjum starfs­stjórnar sem reynir að rugga ekki bátnum um of. Á því eru þó und­an­tekn­ingar eins og þegar land­bún­að­ar­ráð­herr­ann úr flokki hinna kristi­legu Bæj­ara, Christ­i­an Schmidt, skrapp á fund kollega sinna í Brus­sel og tók þátt í atkvæða­greiðslu um fram­leng­ingu á leyfi til notk­unar á umdeildu skor­dýra­eitri, glýfosat, sem notað er til að verja nytja­plönt­ur. Þetta efni hefur verið á dag­skrá þýsku stjórn­ar­innar en ekk­ert sam­komu­lag var um hvort það bæri að leyfa áfram.

Þetta minnti dálítið á deil­urnar um hval­veiðar á Íslandi þar sem afskipti starfs­stjórna hafa í raun haft afger­andi áhrif á þróun mála, nú síð­ast rétt áður en stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sett­ist að völd­um. En ólíkt því sem ger­ist á Íslandi ráku aðrir ráð­herrar stjórn­ar­innar upp rama­kvein og Merkel ávítaði land­bún­að­ar­ráð­herr­ann. Hann þurfti þó ekki að segja af sér og nið­ur­staða atkvæða­greiðsl­unnar stend­ur, en atkvæði Þjóð­verja var það sem til þurfti að tryggja þessu umdeilda eit­ur­efni fimm ára fram­halds­líf á ökrum Evr­ópu.

Þetta mál ásamt fleirum hefur hins vegar vakið upp tals­verðar umræður um það hvers konar flokk­ur CSU í Bæj­ar­land­i er. Dálka­höf­und­ur Tagesspi­egel hélt því fram að þessi sér­kenni­legi flokkur væri síð­asta virki léns­veld­is­ins í þýskri nútíma­sögu. Í honum hefur um langt skeið ríkt ein­dregið for­ingja­veldi, að ekki sé sagt dýrk­un, og oft vitnað til hins áhrifa­mikla íhalds­manns Franz Josef Strauss sem stýrði þessum flokki um langt ára­bil á dög­um ­kalda stríðs­ins. Nú er for­mað­ur­inn, Hor­st Seehofer, hins vegar veru­lega lask­aður eftir fylgis­tap í kosn­ing­um. Um skeið virt­ust keppi­nautar um for­manns­sætið að honum gengnum fara sínu fram, en nú er búið að útnefna arf­tak­ann sem verður vænt­an­lega hylltur áður en kosið verður í Bæj­ar­land­i næsta haust. Þessar hrær­ingar í flokknum hafa þó eflaust gert stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður snún­ari en ella og gætu áfram haft áhrif á þær.

Þýsku jóla­börnin í ess­inu sínu

En hvað sem þessum hrær­ingum líður þá taka Þjóð­verjar fagn­andi á móti jól­unum og skreyta hús og götur af miklum metn­aði og list­fengi. Versl­un­ar­gatan Kurfürstendamm er upp­lýst alla þrjá kíló­metrana og þar getur að líta ljósaskúlp­t­úra af jóla­svein­um, ýmist gang­andi eða í hrein­dýra­vögn­um, jólatrjám, snjó­köllum (þótt enn hafi ekki fallið snjó­korn til jarð­ar) og öðrum boð­berum jól­anna. 

Aust­ast við þá götu er jóla­mark­að­ur­inn sem í fyrra varð fyr­ir­ hryðju­verka­árás þegar ógæfu­maður rændi stórum flutn­inga­bíl og ók inn á mark­að­inn með þeim afleið­ingum að sjö manns lét­ust og fjöldi slas­að­ist. Nú er sá mark­aður opinn dag­lega og fólk kemur þangað til að skoða jóla­dót og bragða á jólaglöggi eða heitu kakói og ýmsu bakk­elsi sem teng­ist jól­um. Þjóð­verjar eru mikil jóla­börn og hér eru jóla­mark­aðir um borg og bý, flestir öllu merki­legri en þessi sem inn­fæddum þykir heldur túrist­a­leg­ur.

Spurn­ingin er þó hvort stjórn­mála­menn­irnir kom­ast í jóla­skap og taka sér gott frí frá stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Við sjáum hvað set­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit