Förum í hádegismat á elliheimilum

Eiríkur Ragnarsson finnur hvar sé hægt að nálgast hágæðamat á spottprís.

Auglýsing

Það eru margir mögu­leikar í boði þegar kemur að því að fá sér hádeg­is­mat. Sumir fara á veit­inga­staði eða í sjoppu á meðan aðrir koma með nesti. Það er aug­ljós­lega dýr­ast að fara á veit­inga­staði, aðeins ódýr­ara að fara í sjoppu og ódýr­ast að taka með sér nesti. Að sama skapi er skemmti­legra að fara út að borða en að taka með sér nesti. En það er einn annar mögu­leiki sem fæstir vita af: Út að borða á elli­heim­ili.

Guð­rún frænka verður 100 ára í þessum mán­uði og und­an­farin ár hefur hún búið á elli­heim­il­inu í Löngu­hlíð ásamt um það bil 34 öðrum eldri borg­ur­um. Guð­rún hefur notað meg­in­part sinna 100 ára í það að hugsa um aðra. Hún hefur saumað og prjónað fjall af fötum fyrir vini og ætt­ingja, eldað ofan í her­deild og aldrei beðið um neitt í stað­inn. 

Það var því smá breyt­ing fyrir Guð­rúnu að flytja á elli­heim­ili, sér­stak­lega þar sem íbúð­irnar í Löngu­hlíð eru útbúnar aðeins með tak­mörk­uðu eld­húsi. Þetta gerir heim­il­is­fólki erfitt fyrir að elda mat ofan í gesti. En sem betur fer er það regla í Löngu­hlíð að íbúar geta boðið gestum í hádeg­is­mat (á virkum dög­um) í mötu­neyti elli­heim­il­is­ins. Og gerir Guð­rún það reglu­lega.

Auglýsing

Hágæða veit­inga­hús á spott­prís

Í Löngu­hlíð er mat­ur­inn fyrsta flokks. Súpa í for­rétt, heitur heim­il­is­matur í aðal­rétt og kaffi á eft­ir. Starfs­fólk­ið, sem eru meira og minna konur á miðjum aldri, eru til fyr­ir­mynd­ar. Þjón­ustu­lundin er eins og á hágæða veit­inga­húsi. Í hvert skipti sem ég kem í mat dekrar starfs­fólkið ekki bara við íbú­anna heldur einnig við mig. Að sama skapi eru íbú­arnir alltaf í góðu stuði og deila með manni hágæða hvik­sögum og gefa manni sýn inn í heim sem maður rekst svo gott sem aldrei á ann­ar­staðar. 

Svo hjálpar það líka hvað þetta er ódýrt. Tveggja - og stundum þriggja - rétta mál­tíð kostar aðeins 1.200 krónur fyrr gesti. Ef við berum þetta saman við aðra val­mögu­leika þá sjáum við hversu ótrú­lega góður díll þetta er. Til dæm­is, síð­ast þegar ég fór fékk ég græn­met­is­súpu í for­rétt og Ýsu í orlý með kart­öflum og græn­meti í aðal­rétt. Ekki ósvipuð mál­tíð og býðst á hinum ýmsu veit­inga­húsum borg­ar­inn­ar.

Sama mál­tíð kostar tæp­lega fjórum sinnum meira á Fiski­fé­lag­inu en í Löngu­hlíð. Á Múl­anum kostar slík mál­tíð rúm­lega tvisvar sinnum meira og ef hrá­efnin eru keypt út í búð og nesti búið til kostar það um það bil það sama og í Löngu­hlíð. Samanburður á verði fyrir fisk og súpu. Heimild: Matseðlar veitingastaða, verðkönnun ASÍ og útreikningar höfundar.

Er ég sá eini í heim­inum sem veit af þessu? 

Það fer því ekki á milli mála að besti díll bæj­ar­ins er á elli­heim­il­inu. En af ein­hverri ástæðu þá hef ég aldrei rek­ist á neinn á elli­heim­il­inu í hádeg­is­mat - fyrir utan íbú­ana að sjálf­sögðu. 

Á síð­asta ári fór ég um það bil 7 sinnum í mat á Löngu­hlíð. Gestir fá aðeins að koma á virkum dögum (og ekki á hátíð­is­dög­um) sem þýðir að Það voru um það bil 2.8% líkur á því að finna mig þar í hádeg­is­mat á þessu ári. Þannig að ég hugs­aði með mér að þetta væri bara til­vilj­un. En eftir að hafa reiknað þetta almenni­lega út komst ég að þeirri nið­ur­stöðu að þetta er eflaust ekki nein til­vilj­un. 

Að með­al­tali eru kannski um 25 aðrir íbúar í mat í hvert skipti sem ég fer í mat. Öll eiga þau eflaust slatta af ætt­ingjum og ef hver íbúi fengi aðeins 3 heim­sóknir í hádeg­is­mat (frá sama eða mis­mun­andi aðil­um) á ári, þá eru um 88% líkur á því að ég hefði í það minnsta hitt einn þeirra í einu af þeim skiptum sem ég var í mat. Að sama skapi, ef hver íbúi hefði fengið aðeins eina heim­sókn í hádeg­is­mat á ári, þá eru meira en 50% líkur á því að ég hefði rek­ist á einn þeirra. Líkurnar á því að rekast á einhvern í mat. Heimild: Útreikningar höfundar. Út frá þessum útreikn­ingum er það nið­ur­staða mín yfir­gnæf­andi líkur séu á því að hinir íbú­arnir hafi fengið minna en þrjár heim­sóknir í mat á síð­asta ári. 

Af hverju fara svona fáir í mat á elli­heim­ili?

Þar sem fólk hefur greini­legan fjár­hags­legan hvata til þess að fara í mat á elli­heim­ili en gerir það ekki, hef ég þróað með mér þrjár kenn­ingar til þess að reyna að útskúra þessa hegð­un:

  1. Tak­mark­aður tím­i. Fólk hefur ekki tíma til að fara í hádeg­is­mat á elli­heim­ili.
  2. Leti og for­dóm­ar. Börn, barna­börn, barna­barna­börn, ætt­ingjar og vinir eru of löt eða for­dóma­full til að eyða hádeg­is­matnum með gam­al­menn­um. 
  3. Skortur á upp­lýs­ing­um. Fólk veit ekki að það er hægt að fara í mat á elli­heim­ili og/eða veit ekki hversu góður díll það er.

Af þessum þremur kenn­ingum er eflaust eitt­hvað til í öll­um. Fyrsta kenn­ingin útskýrir til dæmis af hverju fólk sem vinnur langt frá elli­heim­ili aðstand­anda sinna eða hafa ekki aðgang að bíl fara ekki í hádeg­is­mat. 

Önnur kenn­ingin útskýrir annan hóp fólks sem ekki vill fara í hádeg­is­mat vegna þess að þau ann­að­hvort eru of löt eða ein­fald­lega vilja ekki vera í kringum gam­alt fólk. Ég tel þó að fáir falli í þennan flokk þar sem gamla fólkið á elli­heim­il­inu eru bæði vina­leg og ein­stak­lega skemmti­leg.  

En þriðja kenn­ingin er sú sem ég held að spili hvað mestan þátt í þeirri órök­vísu hegðun að fara ekki í mat á elli­heim­ilum – fólk er til í að fara í mat, en veit ekki endi­lega að það er í boði og/eða veit ekki hvað það getur sparað sér mikið með því að fara í hádeg­is­mat á elli­heim­il­inu. 

Ég reikna með að skella mér nokkrum sinnum í hádeg­is­mat á elli­heim­ilið á næsta ári, þá vona ég að rek­ist á ein­hver ykkar sem lásu þessa grein og vitið nú um þennan dúndur díl. Kannski getum við meira segja setið við sama borð. 

Laun gætu hækkað um allt að 150 prósent
Launakostnaður fyrirtækja gæti meira en tvöfaldast verði fallist á kröfur SGS í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri SA segir alla tapa ef verkalýðsfélögin ganga of langt í kröfum sínum.
Kjarninn 17. október 2018
Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiEikonomics