Samkeppnishæfni til framtíðar

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikilvæg samstarfsverkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hafi liðið fyrir pólitíska óvissu á árinu. Verkefnum hafi miðað hægt og önnur ekki komist á dagskrá.

Auglýsing

Árið sem nú er að líða hefur ein­kenn­st m.a af póli­tískri óvissu. Örum rík­is­stjórn­ar­skiptum fylgdu ólíkar áherslur og sýn. Mik­il­væg sam­starfs­verk­efni stjórn­valda og ferða­þjón­ust­unnar liðu því fyrir stöð­una, verk­efnum mið­aði hægt og önnur komust ekki á dag­skrá. 



Stað­reynd­irnar tala sínu máli og ferða­mönnum fjölg­aði svo um mun­ar. Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar áætla að gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ust­unni á árinu muni nema 535 millj­örðum króna eða ríf­lega 40% af heild­ar­út­flutn­ings­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Vöxt­ur­inn hefur verið mik­ill og tel ég að bæði greinin og þjóðin hafi tek­ist á við þessar áskor­anir með ein­dæmum vel. Við stönd­umst vænt­ingar erlendra ferða­manna og þeir hafa skapað fáheyrðan efna­hags­bata. Til að svo megi áfram vera þarf að tryggja sjálf­bærni grein­ar­inn­ar, bæði sjálf­bærni nátt­úru og félags- og efna­hags­lega sjálf­bærni, sem kallar á sam­starf stjórn­valda, atvinnu­lífs og almenn­ings.

Auglýsing

Eitt mál stóð þó upp úr á árinu sem er að líða og var það bæði umdeilt og illa ígrundað og hefði skert sam­keppn­is­stöðu ferða­þjón­ust­unnar ef af hefði orð­ið. Hér er um ræða áform þáver­andi rík­is­stjórnar um hækk­un VSK á ferða­þjón­ust­una um 118% og færa grein­ina þannig úr lægra þrepi VSK kerf­is­ins í það efra sem er án for­dæma í helstu sam­keppn­is­löndum okk­ar. Er rétt að minna á að ferða­þjón­ustan er útflutn­ings­at­vinnu­grein, salan fer fram á erlendum mark­aði í sam­keppni við aðra áfanga­staði þó að afhend­ing þjón­ust­unnar fari fram á Íslandi. Því getur öll röskun stjórn­valda hér á landi á starfs­skil­yrðum haft skað­leg áhrif á við­skipti inn­lendra fyr­ir­tækja þvert á landa­mæri. Það er því sér­stakt fagn­að­ar­efni að ný rík­is­stjórn hefur horfið frá þessum áform­um. Sorg­legt er þó að hugsa til alls þess tíma og orku sem fór í það að vinda ofan áformum þessum á sama tíma og önnur mik­il­væg og upp­byggi­leg mál sátu á hak­an­um. Þá olli umræðan ein og sér fyr­ir­tækjum búsifj­u­m.  

Þrátt fyrir vöxt und­an­far­inna ára eru blikur á lofti. Staða fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hefur almennt veikst enda er ekki línu­legt sam­band milli fjölg­unar ferða­manna og afkomu grein­ar­innar eins og ætla mætti við fyrstu sýn. Fyr­ir­tækin hafa fjár­fest veru­lega í innviðum und­an­farin ár eða fyrir um 188 millj­arða á tíma­bil­inu 2015-16. Þá hafa miklar launa­hækk­anir tekið í ásamt því að styrk­ing krón­unnar og breytt neyslu­mynstur ferða­manna hefur tekið sinn toll. Stöðugt rekstr­ar­um­hverfi, skil­virkt reglu­verk, upp­bygg­ing og skýr sýn eru lyk­il­for­sendur jákvæðrar þró­unar og hlúa þarf að þeim for­send­um.

Þá er mik­il­vægt að tryggja að allir aðilar sitji við sama borð og greiði skatta og skyldur sam­kvæmt gild­andi lög­um. Má þar horfa til þeirra 16,7 millj­arða króna tekna sem hér­lend íbúða­gist­ing í gegn­um Air­bnb hefur aflað fyrstu 10 mán­uði árs­ins. Ef sköttum og skyldum af þessum við­skiptum væri skilað í rík­is­sjóð myndi hann sjálf­krafa vaxa um millj­arða, og munar um minna.

Leggja þarf áherslu á að tryggja stöðu ferða­þjón­ust­unnar til fram­tíð­ar. Ef umræðan á alfar­ið, og ein­göngu, að snú­ast um enn frek­ari gjald­heimtu af grein­inni í stað upp­bygg­ingar er voð­inn vís. Gleymum því ekki að verð­mæti og sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­grein­anna er grund­vall­ar­for­senda þess að unnt er að efla aðra inni­viði hér á landi, s.s. heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta­kerfi þar sem þörf á upp­bygg­ingu er ávallt til stað­ar. Áætlað er að um 50% af hag­vexti síð­ustu ára megi rekja beint og óbeint til ferða­þjón­ust­unnar og að greinin hafi skilað um 54 millj­örðum beint í sjóði ríkis og sveit­ar­fé­laga á árinu 2016. Það þarf því að hlúa að mjólk­ur­kúnni. 

Vit­unda­vakn­ing hefur átt sér stað um mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar fyrir íslenskt sam­fé­lag, sér­kennum og áskor­unum sem og nauð­syn sam­tals og sam­starfs við grein­ina. Í lok nýlið­ins árs tók ný rík­is­stjórn til starfa og óska ég henni vel­farn­aðar og von­ast til þess að eiga við hana gott og upp­byggi­legt sam­starf um hags­muna­mál grein­ar­innar næstu ár. Ég hef miklar vænt­ingar og stjórn­ar­sátt­mál­inn lofar góðu. Ég vil trúa því að orðum hans fylgi efndir en hefja þarf stór­sókn í upp­bygg­ingu inn­viða ferða­þjón­ust­unnar sem og að tryggja stöðugt rekstr­ar­um­hverfi hennar og sjálf­bærni til fram­tíð­ar. Þannig er sam­keppn­is­hæfni grein­ar­innar best tryggð sem skilar sér í auk­inni hag­sæld okkar allra til fram­tíð­ar.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit