Auglýsing

Rúmir fjórir mán­uðir eru til sveita­stjórn­ar­kosn­inga. Fyrir liggur að flestir flokk­arnir sem ætlar sér að bjóða fram í Reykja­vík eru í miklum vand­ræðum með að laða að fram­bjóð­endur sem eru þess eðlis að þeir heilli kjós­end­ur. Margt kemur þar til.

Í fyrsta lagi eru laun borg­ar­full­trúa ekki sam­keppn­is­hæf eins og staðan er í dag. Þau eru nú um 633 þús­und krónur á mán­uði, eftir að borg­ar­ráð afsal­aði sér launa­hækkun sem Kjara­ráð hafði veitt borg­ar­full­trúum óbeint haustið 2016. Launa­hækkun sem hvorki þing­menn né ráð­herrar afsöl­uðu sér.

Í öðru lagi þykir starfið ekki mjög spenn­andi, af ein­hverjum ástæð­um. Sér­stak­lega ef flokkur við­kom­andi lendir í minni­hluta. Þá eru áhrifin nær eng­in.

Auglýsing

Í þriðja lagi mun borg­ar­full­trúum fjölga úr 15 í 23 í eftir næstu kosn­ing­ar, og því þurfa flokk­arnir að finna fleiri fram­bæri­lega fram­bjóð­endur en áður.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fyrstur í bar­átt­una

Hjá flestum flokk­unum er enn verið að vinna að þessum málum bak við tjöld­in, og til stendur að velja eða raða á lista í febr­úar eða síð­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, er þar und­an­skil­in. Þar er hafin bar­átta um að leiða list­ann og leið­toga­kjörið fer fram 27. jan­úar næst­kom­andi.

Alls eru fimm ein­stak­lingar í fram­boði. Tveir þeirra, Áslaug Frið­riks­dóttir og Kjartan Magn­ús­son, eru reynslu­miklir borg­ar­full­trúar sem höfða til afar mis­mun­andi hópa. Áslaug reynir að höfða til frjáls­lynd­ari flokks­manna á meðan að Kjartan virð­ist áfram sem áður ætla að stóla á íhalds­sam­ari atkvæði í við­leitni sinni við að fá að leiða list­ann. Þau sátu í þriðja og fjórða sæti á lista flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2014. Tveir efstu menn þá, Hall­dór Hall­dórs­son og Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, verða hvor­ugir aftur í fram­boði.

Hinir þrír sem bjóða sig fram sem leið­toga­efni koma, væg­ast sagt, úr mis­mun­andi átt­um.

Eyþór hitti Guð­laug Þór

Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, kemur úr Garða­bæ. Hann datt út af þingi í síð­ustu kosn­ingum og fáir Sjálf­stæð­is­menn sem rætt er við telja að hann eigi nokkra mögu­leika á góðu gengi í kjör­inu sem er fram und­an. Vil­hjálmur hefur ekki birt neina sér­staka stefnu­skrá síðan að hann til­kynnti um fram­boð.

Eyþór Arn­alds er einn stærsti eig­andi Morg­un­blaðs­ins, var um tíma vara­borg­ar­full­trúi í Reykja­vík og síðar odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Árborg árin 2010 til 2014. Hann hefur á und­an­förnum árum verið umsvifa­mik­ill í við­skipta­líf­inu og Stundin greindi frá því um helg­ina að hann væri stjórn­ar­maður í alls 26 eign­ar­halds­fé­lögum og fyr­ir­tækj­um. Slík umsvif eru lík­ast til nær ein­stök hjá manni sem sæk­ist eftir því að verða kjör­inn full­trúi. Hann sagði í áður­nefndri frétt Stund­ar­innar að hann myndi forð­ast alla hags­muna­á­rekstra og fara út úr öllum fyr­ir­tækjum ef „allt gengur eft­ir.“ Eyþór sagði enn fremur að hann væri sam­mála því að það væri mik­il­vægt að menn aðskilji við­skipti og stjórn­mál.

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að staða Eyþórs sé mjög sterk, sér­stak­lega vegna þess að hann og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hitt­ust á fundi í síð­ustu viku. Það þykir benda til þess að kosn­inga­vél Guð­laugs Þórs, sem er fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi með mjög sterka stöðu í Sjálf­stæð­is­fé­lögum í Reykja­vík, muni fylkja sér á bak við Eyþór. Hann virð­ist líka njóta stuðn­ings hjá Morg­un­blað­inu, fjöl­mið­ils sem hann á 22,87 pró­sent hlut í, sem vitn­aði meðal ann­ars í aðsenda grein hans á for­síðu síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Harð­lín­u-hægri­maður verður martröð ein­hvers

Þá stendur eftir Viðar Guðjohn­sen, sem seg­ist vera harð­lín­u-hægri­maður og lítur á alla sem aum­ingja nema „hina dug­leg­u“. Hann lítur á fólk í yfir­þyngd sem byrði á sam­fé­lag­inu sem ósann­gjarnt sé að „hinir dug­legu“ þurfi að axla ábyrgð á, er andsnú­inn því að erlendum „rón­um“ verði veitt húsa­skjól á vegum borg­ar­inn­ar, að „sá dug­legi“ sé lát­inn borga fyrir að láta ofdekrað ungt fólk hanga í skól­um, að allt of margir grunn­skóla­kenn­arar séu konur og telur að ef konur sem hafi ekki efni eða tíma til að eiga börn eigi ekki að vera að gera það því hann vilji „ekki borga fyrir ann­arra manna börn.“

Viðar telur múslima líka hafa ýmis­legt fram yfir aðra. Íslend­ingar séu til dæmis að „dekstra homma, les­b­íur og trans­fólk en við viljum ekki leyfa fjöl­kvæni. Af hverju má það frelsi ekki vera. Af hverju erum við svona ófrjáls? Af hverju er svona æðis­legt að þjóna hommum og les­b­íum? Það á auð­vitað að leyfa fjöl­kvæni hér á landi. Sjáið til dæmis Gylfa Þór Sig­urðs­son. Hann er hraustur og á nóg af pen­ing­um. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börn­um?“

Viðar vill líka stöðvar fram­lög til íþrótta­hreyf­inga, vill að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði þar sem hann er og telur sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­innar í algjörum ólestri. Svo fátt eitt sé nefnt.

Sam­an­dregið þá seg­ist Viðar vera martröð jafn­að­ar­manns­ins. En lík­legra verður að telj­ast að hann sé martröð hins venju­lega sjálf­stæð­is­manns. Flokks sem telur sig vera breið­fylk­ingu, vill að minnsta kosti í orði vera val­kostur fyrir frjáls­lynt fólk og rak kosn­inga­bar­áttu fyrir síð­ustu þing­kosn­ingar með lof­orðum um útgjalda­aukn­ingu upp á 100 millj­arða króna í sam­göng­ur, mennta­kerfi og heil­brigð­is­kerfi sem helsta áherslu­mál.

Bar­áttan við snjó­kornin

Áætlun Við­ars virð­ist vera Trumpísk. Allt sem hann segir opin­ber­lega er til þess fallið að vekja upp hneyksl­un. Að æra „góða fólk­ið“ sem leggur mesta áherslu á fínni blæ­brigði stjórn­mál­anna eins og jafn­rétti, mann­rétt­indi, jöfn­uð, umhverf­is­mál og sterkt vel­ferð­ar­kerfi sem grípur alla sem það þarf að grípa.

Í Banda­ríkj­unum er góða fólkið aldrei kallað annað en snjó­kornin (e. snowfla­kes) af harð­línu­mönnum af sama meiði og Við­ar. Orða­til­tækið er tekið úr skáld­sög­unni Fight Club eftir Chuck Pala­hniuk og er notað á niðr­andi hátt um þá sem móðg­ast fyrir hönd ann­arra, telja sig sér­stak­ari en aðrir og eru ekki jafn harð­gerir og fyrri kyn­slóð­ir.

Vanda­málið við að beita þess­ari áætlun í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í Reykja­vík er það að hvergi á Íslandi eru fleiri snjó­korn en í höf­uð­borg­inni. Í síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum náðu vinstri menn, jafn­að­ar­menn og frjáls­lynd öfl (Vinstri græn, Sam­fylk­ing, Við­reisn og Pírat­ar) til að mynda nokkuð góðum meiri­hluta atkvæða í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum á meðan að flokk­arnir fjórir voru saman langt frá því í hinum kjör­dæm­unum sex. Allt eru þetta flokkar með snjó­korna-á­herslur á odd­in­um. Þetta eru líka þau kjör­dæmi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í einna mestum vand­ræðum og fylgi hans í höf­uð­borg­inni er tölu­vert undir fylgi hans á lands­vísu. Þetta er aðferð sem dugar kannski fyrir flokka sem þurfa að hífa sig upp úr eins pró­sents fylgi og í tíu pró­sent, líkt og Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir gerðu fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar með daðri við ras­isma. En hún mun ekk­ert gagn­ast flokki sem vill smíða ofan á 25 pró­sent kjarna­fylgið sitt. Þvert á móti mun hún fæla nýja kjós­endur frá.

Ætla mætti að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þyrfti að breikka sig gagn­vart kjós­endum ef hann ætl­aði sér að ná betri árangri í borg­inni en hann hefur náð síð­ast­lið­inn ald­ar­fjórð­ung. 

Ljóst er að fram­boð Við­ars og hans mál­flutn­ingur sendir ekki út þau skila­boð að snjó­korn höf­uð­borg­ar­innar eigi sam­leið með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Bar­áttan við Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að fjórir af þeim fimm sem sækj­ast eftir leið­toga­sæti hjá Sjálf­stæð­is­flokknum leggi áherslu á að vera á móti Borg­ar­línu, almenn­ings­sam­göngu­kerfi í sér­rými sem áætlar er að liggi um allt höf­uð­borg­ar­svæðið og muni á end­anum kosta 63-70 millj­arða króna. Eini fram­bjóð­and­inn sem er fylgj­andi Borg­ar­línu­verk­efn­inu er Áslaug Frið­riks­dótt­ir.

Ef ein­hver þeirra sem er á móti því verður leið­togi Sjálf­stæð­is­flokks í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þá blasir við sér­kenni­legur slagur fyrir við­kom­andi. Þannig er að Borg­ar­lína er sam­vinnu­verk­efni allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæði, ekki einka­mál Reykja­vík­ur. Að verk­efn­inu standa því líka Hafn­ar­fjörð­ur, Garða­bær, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær og Sel­tjarn­ar­nes. Í des­em­ber 2016 skrif­uðu full­trúar allra þeirra undir samn­inga um inn­leið­ingu Borg­ar­línu. Og í öllum hinum fimm sveit­ar­fé­lög­unum utan Reykja­víkur er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í meiri­hluta. Ef borg­ar­stjórn­ar­flokkur hans ætlar að berj­ast gegn Borg­ar­línu þá verður hann því í bar­áttu gegn Sjálf­stæð­is­flokknum í öðrum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þá er ótalið að rík­is­stjórn Íslands, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn situr í, styður líka gerð Borg­ar­línu. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagði í sjón­­varps­þætti Kjarn­ans í des­em­ber 2017 að þess myndi sjást stað í fjár­­­­­mála­á­ætlun nýrrar rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar, sem lögð verður fram í vor, að ríkið ætlar sér að leggja fé til þess að Borg­­­ar­línan verði að veru­­­leika. Um það væri sam­­staða í rík­­is­­stjórn.

Ef borg­ar­stjórn­ar­flokkur hans ætlar að berj­ast gegn Borg­ar­línu þá verður hann því í bar­áttu gegn Sjálf­stæð­is­flokknum í rík­is­stjórn lands­ins.

Í átt frá því sem eft­ir­spurn er eftir

Þess utan má telja það lík­legt að kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar muni ekki bara snú­ast um mal­bik, mis­læg gatna­mót, bíla og almenn­ings­sam­göng­ur. Þau munu mun frekar snú­ast um þá þjón­ustu sem borgin getur veitt íbúum sín­um. Til að mynda í dag­vist­un­ar­mál­um, hús­næð­is­málum og í þjón­ustu við aldr­aða og fatl­aða. Þessi mál eru ekki áber­andi í þeim áherslum sem flestir fram­bjóð­endur í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni hafa sett fram til þessa, ef Áslaug Frið­riks­dóttir er frá­tal­in.

Í ljósi þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ekki riðið feitum hesti frá borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum frá því að R-list­inn náði völdum árið 1994, og ef frá er talið hið kostu­lega kjör­tíma­bil frá 2006 til 2010 þegar hann sat í þremur meiri­hlutum af fjórum, þá skýtur það skökku við að flokk­ur­inn reyni ekki að teygja sig nær því sem aug­ljós­lega er eft­ir­spurn eftir í borg­inni.

Ef horft er yfir þann hóp sem sæk­ist eftir leið­toga­sæt­inu á lista flokks­ins virð­ist þó sem flestir þeirra muni láta slíkt vera, kom­ist þeir í odd­vita­sæt­ið.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari