11 mánuðir í Hvergilandi stjórnvalda

Magnús Már Guðmundsson fjallar um kosti þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýkur við 9 mán­aða aldur barns og börn eru að með­al­tali 20 mán­aða þegar þau komst inn á leik­skóla. Í 11 mán­uði eru þau hvorki hér né þar, föst í Hvergilandi stjórn­valda. Í 11 mán­uði þurfa for­eldrar að brúa bilið – vera launa­laus heima, fá meiri­háttar aðstoð ann­arra fjöl­skyldu­með­lima eða borga háar fjár­hæðir til að kom­ast að hjá dag­for­eldri eða í einka­reknum leik­skóla. Miðað við þann tíma sem það hefur tekið stjórn­völd að bregð­ast við þessum vanda er engu lík­ara en þetta sé óbrú­an­legt bil, ævar­andi hluti þess að eign­ast barn á Íslandi. En þetta þarf ekki að vera svona. Með réttri for­gangs­röðun er hægt að brúa þetta bil.

Lengjum fæð­ing­ar­or­lofið

Fjöl­skyldum verður að vera gert kleift að vera heima með nýjum fjöl­skyldu­með­limi í að minnsta kosti eitt ár frá fæð­ingu. Fyrir því er marg­vís­leg rök og þau veiga­mestu snúa að því að það er ungu barni fyrir bestu að vera lengur hjá for­eldrum sínum upp á tengsla­myndun og þroska þess.

Það er því orðið löngu tíma­bært að lengja fæð­ing­ar­or­lof­ið. Algjör óþarfi er að þæfa málið eins lagt er til í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna og hægri­flokk­anna. Hvað lengd fæð­ing­ar­or­lofs varðar erum við eft­ir­bátar þjóða sem við berum okkur að jafn­aði við. Lengra fæð­ing­ar­or­lof er ein lyk­il­for­senda þess að brúa bilið sem skap­ast þegar fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýkur við 9 mán­aða aldur og þar til börn kom­ast kom­ast inn á leik­skóla.

Auglýsing

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar um að lengja fæð­ing­ar­or­lofið úr 9 mán­uði í 12 mán­uði. Það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu en að ganga hratt og örugg­lega til verka hvað þetta varð­ar. Nógu margar skýrslur og til­lögur liggja fyr­ir.

Tryggjum dag­vist­un­ar­úr­ræði strax að loknu fæð­ing­ar­or­lofi

Könnun sem BSRB gerði á síð­asta ári leiddi í ljós að börn eru að með­al­tali 20 mán­aða þegar þau kom­ast inn á leik­skóla hér á landi. Þá kom fram útt­tekt BSRB að dag­for­eldrar er aðeins starf­andi í 21 af 74 sveit­ar­fé­lög­um. Bent hefur verið á skekkj­una sem í því felst að sveit­ar­fé­lögum er í sjálfs­vald sett við hvaða aldur börn eiga rétt á dag­vist­un­ar­úr­ræð­um. Þar sker Ísland sig frá hinum Norð­ur­lönd­un­um, sem við berum okkur svo gjarnan við, en þar er skýrt kveðið á um rétt barna til dag­vist­unar eftir fæð­ing­ar­or­lof sem er auk þess alltaf lengra en hér á landi.

Við í Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík höfum unnið að því mark­miði að öllum 18 mán­aða börnum standi pláss á leik­skóla til boða. Stefnt er að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sæk­ir. Fjölgun dag­for­eldra, en ekki síst stofnun ung­barna­deilda á leik­skól­um, eða srstakir ung­barna­leik­skól­ar, eru lyk­il­at­riði þegar kemur að því að brúa bil­ið. Settar voru á stofn sjö ung­barna­deildir á síð­asta ári í Reykja­vík. Þeim mun fjölga á næst­unni. Í mars kynnum við áætl­anir sem gera ráð fyrir inn­töku enn yngri barna í lek­skól­ana. Loka­tak­markið er síðan að bjóða leik­skóla­vistun frá 12 mán­aða aldri. Þannig leggjum við okkar lóð á vog­ar­skál­arnar til að brúa bil­ið.

Brotið kerfi

Umönn­un­ar­bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og fram að því að barn kemst að jafn­aði inn á leik­skóla er 11 mán­uð­ir. Rætt tæp­lega ár. Þetta bil sem skap­ast reyn­ist ansi mörgum erfitt að brúa og skapar auk þess mikið óör­yggi og jafn­vel van­líðan þegar ekki liggur fyrir hvað taki við að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. Villta vest­urs ástand er stað­reynd þar sem for­eldrar kepp­ast um að koma börnum sínum að á biðlista hjá einka­reknum leik­skólum eða dag­for­eldr­un­um. Utan­um­hald og gegn­sæi er svo gott sem ekk­ert og kunn­ingja­skapur og rétt tengsl geta hjálpað til. Þá er þekkt að for­eldrar borgi sér­stakar greiðslur til að tryggja barni vist­un. Þetta ástand hefur fengið að við­gang­ast alltof lengi og því þarf hrein­lega að breyta.

Til marks um stöð­una er hóp­ur­inn "For­eld­arar sem fá ekki dag­gæslu fyrir börn sín að loknu fæð­ing­ar­or­lofi" sem stofn­aður var í jan­úar á Face­book. Nú þegar eru hátt í 1200 for­eldrar komnir í hóp­inn og skipt­ast þar á reynslu­sögum úr ólíkum bæj­ar­fé­lög­um. Neyðin er mörgum erfið og vand­inn öllum aug­ljós.

Ég og konan mín erum sjálf í þessum aðstæðum núna. Við eigum þrjú börn fædd 2011, 2013 og 2016 og höfum í öll skiptin tekið marga launa­lausa mán­uði til að brúa bil­ið. Í þetta sinn blanda ég saman vinnu og færð­ing­ar­or­lofi á meðan konan mín er í fullri vinnu. Eina áástæðan fyrir því að þetta fyr­ir­komu­lag gengur upp er sú að tengda­mamma tekur strák­inn sem er 16 mán­aða þá daga sem ég er að vinna. Öðru­vísi gætum við ekki brúað bil­ið. Við erum heppin því ekki hafa allir mögu­leika á brúa bilið með þessum hætti.

Fjöl­skyldu­vænna sam­fé­lag

Bilið verður seint brúað á skömmum tíma en það á heldur ekki að þurfa að taka mörg ár. Með því að sam­þykkja frum­varp þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar um lengra fæð­ing­ar­or­lof og tryggja mark­viss skref sveit­ar­fé­laga á borð við Reykja­vík þar sem börn eru tekin fyrr inn á leik­skól­ana en nú ert gert tryggjum við að bilið verði á end­anum brú­að. Ein­ungis þannig komum við á fjöl­skyldu­vænna sam­fé­lagi og tryggjum að Ísland verði aðlað­andi kostur á ný fyrir ungt fólk og barna­fjöl­skyld­ur.

Höf­undur er for­maður borg­ar­stjórn­ar­flokks Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar