Menntamál sem hluti af samfélagsgerðinni

Auglýsing

Staðan í mennta­málum þjóð­ar­innar hefur verið í brennid­epli að und­an­förnu.

Í skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar er fjallað um hana, einkum á grunn­skóla­stig­inu og í fram­halds­skóla, og dregnar fram stað­reyndir sem eru því miður ekki góðar fyrir Ísland.

Nið­ur­­­stöður PISA-­prófa sýna verri út­komu hér en ann­­ars staðar á Norð­ur­­lönd­um og að við erum und­ir með­al­tali OECD-­ríkja á öll­um sviðum. Brott­fall úr námi í fram­halds­skóli er að með­al­tali meira en tvö­falt það sem þekk­ist í löndum sem við berum okkur oft saman við. Þá voru ein­kunn­ir inn­­­fæddra alls 23 pró­sent hærri en þeirra sem hingað hafa flust.

Auglýsing

Þekkt vanda­mál um ára­bil

Allt eru þetta þekkt vanda­mál, úr umræðum síð­ustu ára, þar sem ekki hefur gengið nægi­lega vel að ná fram góðum nið­ur­stöðum í PISA-­próf­un­um.

Það er hægt að benda á stjórn­mála­menn og segja; þið hafið gjör­sam­lega brugð­ist. Sveit­ar­fé­lögin bera vissu­lega ábyrgð á grunn­skóla­stig­inu, þegar kemur að rekstri og dag­legu starfi, en lín­urnar eru lagðar með lögum á Alþingi og í ráðu­neytum og stofn­unum sem fara með mála­flokk­inn.

Málin eru þó flókn­ari en svo.

Þetta hefur verið dregið vel fram í vel unnum umfjöll­unum í þætt­inum Kveiki á RÚV að und­an­förnu, þar sem kafað hefur verið ofan í stöðu mála, ekki síst þegar kemur að lökum árangri í lestri.

Mikið hefur verið skrifað um vanda­málin og rætt um þau við ýmis til­efn­i. 

Fjögur atriði má telja til (vilj­andi ein­föld­uð), sem segja má að séu stór við­vör­un­ar­merki fyrir íslenskt sam­fé­lag þegar kemur að mennta­mál­um, eins og staða mála er núna.

1. Innan 10 til 20 ára verður skóla­kerfið svo til óstarf­hæft vegna skorts á kenn­ur­um, ef ekk­ert dramat­ískt breyt­ist. Hvað er til ráða?

2. Árangur í grunn­skóla­kerf­inu er léleg­ur, í alþjóð­legum sam­an­burði. Af hverju?

3. Það gengur illa að laga nýja Íslend­inga, sem koma erlendis frá, að íslensku skóla­kerfi. Tölur um árangur sýna þetta. Af hverju?

4. Laun kenn­ara eru léleg, í sam­an­burði við önnur störf sem krefj­ast háskóla­mennt­unar í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera. Af hverju?

Burt með með­al­töl­in, inn með smá­at­riðin

Svörin við þessum grund­vall­ar­spurn­ingum verð­andi aldrei tæm­andi, en hugum að svör­un­um, í það minnsta á yfir­borðs­kenndan heim­speki­legan hátt.

- Eitt af því sem íslenskt sam­fé­lag þarf að varast, þegar sú mik­il­væga vinna að end­ur­skoða mennta­málin fer fram, er að fest­ast ekki í með­al­tals­sam­an­burði við marg­falt stærri og flókn­ari sam­fé­lög. Stjórn­mála­menn bera þetta mikið á borð, og við fjöl­miðla­fólk erum of mikið í því að bera atriðin svo til gagn­rýn­is­laust áfram.

PISA-­sam­an­burð­ur­inn er þessu marki brennd­ur. Það má taka dæmi um umræðu af þessu tagi víð­ar, meðal ann­ars í Banda­ríkj­un­um. Þar sem með­al­talsár­angur hefur farið lækk­andi, en á sama tíma hefur mun­ur­inn á milli ákveð­inna svæða orðið sífellt meiri. Til­teknar sýslur í Ohio sýna vondan árangur og lækk­andi, á meðan ákveðin borg­ar­svæði í Boston og Seattle eru á upp­leið og sýna stundum góðan árang­ur, svo dæmi sé tek­ið. 

Yfir­borðs­kennda álykt­unin er sú, að halda að eitt­hvað geti verið að kennsl­unni í sýsl­unni í Ohio en allt sé vel gert á hinum stöð­un­um.

Í smá­at­riða­skoð­un­inni getur komið í ljós, að kennslan í Ohio sé til fyr­ir­myndar og skóla­starfið allt, en vanda­málin megi frekar rekja til veikra félags­legra inn­viða, erf­ið­leika for­eldra - t.d. vegna vinnu­á­lags - og ann­arra þátta sem til­heyra því sem kalla mætti sam­fé­lags­gerð. 

Með öðrum orð­um; berum virð­ingu fyrir sam­an­burð­ar­upp­lýs­ing­un­um, en við skulum ekki halda að lausnin felist í því að grípa til yfir­borðs­legra aðgerða til að útkoman verði sú sama að með­al­tali, og hjá risa­þjóð­u­m. 

Skóla­starf á borg­ar­svæðum getur t.d. verið afar krefj­andi af félags­legum ástæð­um, og hvernig hópar nem­enda eru sam­sett­ir. Ég sá þetta sjálf­ur, þegar börnin mín fóru í nám opin­berum skóla í New York. Þar sá maður kenn­ara lyfta grettistaki við alveg ótrú­lega flóknar og erf­iðar aðstæð­ur, eftir á að hyggja, þar sem bak­grunnur svo til allra nem­enda í bekk var gjör­ó­lík­ur, mörg móð­ur­málstungu­mál og félags­leg staða gjör­ó­lík. Þetta var metn­að­ar­fullt og krefj­andi, en líka flókið skóla­starf.

Á eina svæð­inu á Íslandi, sem talist getur borg­ar­svæði - þó það nái því bara rétt tæp­lega sökum fárra íbúa - þá eru sam­fé­lags­legar aðstæður í skóla­starf­inu ekki nándar nærri jafn flókn­ar. Engu að síður sýna rann­sókn­ir, að það gengur illa að laga fólk af erlendum upp­runa að íslensku sam­fé­lagi í skóla­starf­inu.

Hugs­an­lega höfum við ekki hugað nægi­lega vel að þessu, því íslenskt sam­fé­lag er að breyt­ast hratt og stór hluti íbúa (10 pró­sent) er af erlendu bergi brot­inn. Það er mik­il­vægt að gefa þessu gaum, og reyna að rýna í vinnu ann­arra svæða í heim­inum sem hafa lengi þurft að glíma við flókna nem­enda- og íbúa­sam­setn­ingu. Ein­staka skólar á Íslandi hafa af þessu ágæta reynslu, en heilt yfir mætti eflaust rýna þessu hluti bet­ur, og draga fram atriði sem geta hjálpað til við að gera skóla­starfið betra. Lausn­irnar eru ekki í við­brögð­unum við með­al­töl­un­um, heldur í smá­at­rið­unum og gaum­gæfi­legri skoð­un.

- Kenn­ara­starfið ætti að vera meira met­ið, í launum talið. En kjara­bætur ættu ekki að koma fram í einu stökki, heldur sam­kvæmt stefnu sem yfir­lega hefur leitt fram. Sveit­ar­fé­lögin eru t.d. ekki í stakk búin til greiða hærri laun, og því vaknar spurn­ingin hvernig eigi að fjár­magna kjara­bæt­ur.

Ýmsir hafa bent á að fjár­mögnun skóla­starfs­ins á Íslandi sé ekki vanda­mál, séu með­al­tölin skoðuð í öðrum ríkj­um. Gleymum því samt ekki í þessum sam­an­burði, að hann getur verið hættu­leg­ur. Ann­ars vegar flókið og marg­þætt mengi, úr marg­falt stærri sam­fé­lög­um, og svo til­tölu­lega eins­leit mynd úr örrík­inu Íslandi.

Hugs­an­lega er hið rétta í þessum sam­an­burði, að Ísland þurfi einmitt að vera 10 til 15 pró­sent yfir öðrum þjóð­um, til að geta sinnt hlut­unum eins vel og við viljum og þurf­um, sem þjóð. Miðað við okkar stöðu og þarf­ir, til fram­tíðar lit­ið.

Ekk­ert er ein­falt, allt er flók­ið, og smá­at­riðin skipta meira máli en yfir­borð­ið. Alveg eins í kennsl­unn­i. 

Mik­il­væg vinna bíður nú í íslensks sam­fé­lags við að end­ur­skoða mennta­mál­in, meta hvernig best er að nálg­ast þennan mála­flokk heild­stætt og manna kenn­ara­stöður í skólum fram­tíð­ar­inn­ar. Þetta er lík­lega mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mála­manna þjóð­ar­inn­ar, bæði á vett­vangi Alþingis og sveit­ar­stjórna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari