Get ekki sætt mig við særandi umtal um starfsfólk Eflingar

Elín Kjartansdóttir, starfsmaður skrifstofu Eflingar, segist sár og svekkt yfir yfirlýsingum fólks sem skipar B-listaframboð til stjórnar í félaginu sem hún segir lýsa starfsfólki Eflingar þannig að það geri ekki nokkurn skapaðan hlut.

Auglýsing

Ég verð að segja að það særir mig og svekkir að lesa í Frétta­blað­inu og á sam­fé­lags­miðlum þessa dag­ana það sem haft er eftir fólki sem skipar B-lista til stjórn­ar­kjörs í Efl­ingu og mörgum stuðn­ings­mönnum sem eru ekki einu sinni félags­menn. Þau lýsa starfs­fólki Efl­ingar eins og það sé ekki að gera nokkurn skap­aðan hlut, sé ekki starfi sínu vaxið og því alger­lega óhæft starfs­fólk. Þessar full­yrð­ing­ar, þó í kosn­inga­bar­áttu sé, eru ósannar og ósann­gjarnar og ég vil mót­mæla þessum ávirð­ing­um. Fólkið á B-lista þekkir ekk­ert til starfa á skrif­stofu Efl­ingar eða félags­starfa þar sem það hefur aldrei skipt sér af félag­inu eða komið að starfi þess.

Það fer ekki á milli mála hjá starfs­fólki að það eru kosn­ingar í nánd í félag­inu. Það er eðli­legt að tek­ist sé á í kosn­ing­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem ég hef frá A-lista stjórnar og trún­að­ar­ráðs hefur engu efni A-list­ans fengið að kom­ast að í Frétta­blað­inu og Visi.is. Þess vegna er það sárar en ella að við skulum í drottn­ing­ar­við­tali við Sól­veigu Önnu, og stuðn­ings­menn hennar um helg­ina, þurfa að sætta okkur við svona full­yrð­ing­ar: „Þetta fólk á að vera í vinnu fyrir okkur og virð­ist ekki hafa minnsta áhuga á því.“   

Ég bara get ekki sætt mig við svona ósann­gjarnan og ljótan mál­flutn­ing um starfs­fólk Efl­ingar sem leggur sig allt fram við að vinna af fag­mennsku og sam­visku­sam­lega fyrir félags­menn Efl­ing­ar. Starfs­fólkið á ekki svona mál­flutn­ing skil­ið.

Auglýsing

Starfs­fólk í öllum deildum félags­ins tekur vel á móti félags­mönnum til að leið­beina þeim og lið­sinna á marg­vís­legan hátt. Í kjara­málum eru margir þjón­ustu­full­trúar og lög­menn okkar sem hjálpa fólki í rétt­inda­málum og inn­heimta fyrir þau van­goldin laun sem skipta millj­ónum á mán­uði.

Starfs­menn í sjúkra­sjóðnum taka á móti félags­mönnum sem margir hverjir koma á sínum erf­iðum stundum vegna and­láts í fjöl­skyld­unni, veik­inda eða af ein­hverjum öðrum ástæðum og þeir sem betur fer eiga skjól í sjúkra­sjóðnum og starfs­mönn­um. Starfs­menn Efl­ingar sem vinna sem ráð­gjafar VIRK end­ur­hæf­ing­ar­sjóðs eru að aðstoða félags­menn til að kom­ast á vinnu­mark­að­inn aft­ur eða í rétt úrræði eftir veik­indi og eru sann­ar­lega starfi sínu vaxn­ir.

Starfs­fólk okkar í Efl­ingu þarf nú að að hlusta á sím­töl þessa daga og hat­ur­s­pósta þar sem er hraunað yfir það vegna þess að það er búið að ausa óhróðri yfir starfs­menn og stjórn­ar­menn linnu­laust í Frétta­blað­inu og á Visi.is und­an­far­ið. Ég vona bara að almennir félags­menn sem hafa notið góðrar þjón­ustu Efl­ingar und­an­farin ár muni heldur ekki sætta sig við að félagið og starfs­fólk þess sé dregið þannig niður í skít­inn. Þetta er ósætt­an­legt og til hábor­innar skammar fyrir  ram­bjóð­endur B-list­ans og stuðn­ings­menn hans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar