Dráp í nafni dýravelferðar

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir skrifar um það hvernig hentisemi ráði för hvað varðar velferð dýra annars vegar og smitvörn hins vegar.

Auglýsing

Á síð­ast­liðnum vikum hefur Mat­væla­stofnun (MAST) farið ham­förum í eft­ir­fylgni, og getur fjöldi lát­inna dýra vegna þeirra aðgerða mögu­lega farið hátt í 400 dýr á næstu dög­um.

Þann 14. mars sl. voru 29 kindur aflíf­aðar vegna snjó­köggla í ull þeirra. Vissu­lega er gott og blessað að huga að því að snjór­inn sé ekki að valda þeim skaða, en í fljótu bragði má finna að minnsta kosti fimm aðrar aðferðir til að koma fénu í rétt horf, sem ekki fælust í því að aflífa það. Þær aðferðir hefðu vissu­lega verið erf­ið­ari en aflíf­un. Er líf dýr­anna svo lít­ils virði í ákvarð­ana­töku MAST að þæg­indi eða kostn­aður vega langt um meira?

Í síð­ustu viku fannst síðan þvotta­björn á Reykja­nesi. Stofn­unin ýjar að í til­kynn­ingu sinni að þvotta­björn­inn hafi verið fluttur inn ólög­lega, þó ekki sé vitað hvaðan hann kom, og heldur til haga að inn­flutn­ingur þvotta­bjarna sé með öllu óheim­ill. Krist­inn Haukur Skarp­héð­ins­son dýra­vist­fræð­ingur segir að sam­kvæmt villi­dýra­lögum séu þvotta­birnir frið­að­ir. En svo séu lög um inn­flutn­ing dýra þar sem kveðið sé á um að eyða þeim þegar í stað og brenna hræ­ið. Hann segir mik­il­vægt að rann­saka þetta dýr bet­ur.

Auglýsing

Það er nokkuð ljóst að hann hefði verið drep­inn fyrr heldur en síð­ar, þar sem inn­flutn­ings­lög virð­ast trompa villi­dýra­lög. Færa mætti rök fyrir því að ef gæta skuli sannrar eft­ir­fylgni við inn­flutn­ings­lög hefði hræið verið brennt, en ekki sent til krufn­ingar eins og raun bar vitni.

Eftir stend­ur, að þó í ljós kæmi að dýrið hafi verið smit­beri, upp­rætir það ekki hugs­an­legt smit að drepa dýr­ið. Það er eins og stað­al­still­ing MAST sé að drepa.

Þetta minnir á atvik sem áttu sér stað þegar tveir kett­ir, einn árið 2003 og annar 2017, komu með eig­endum sínum til lands­ins með ferj­unni Nor­rænu. Án þess að ein­beittur brota­vilji eig­enda lægi fyrir voru kett­irnir aflífað­ir. Hund­ur­inn Hunter og kött­ur­inn Nuk sluppu út í íslensku nátt­úr­una úr flug­vélum í milli­lend­ingu en var leyft að fara úr landi, en eig­endur þeirra tjáðu sig strax að um slys væru að ræða. Það má því spyrja sig hvort hinir kett­irnir tveir hafi verið aflífaðir til að refsa eig­endum þeirra. Enn og aftur upp­rætir það engin smit sem af þeim hefðu getað staf­að. Mann­úð­legra hefði verið að ein­angra kett­ina og senda þá úr landi.

Nú í þess­ari viku eru það svo skraut­fugl­arnir 358 sem á að aflífa eða senda úr landi, en eig­andi þeirra fær að ráða um afdrif þeirra. Vissu­lega er hægt að fagna þeirri fram­för að MAST bjóði þann kost að senda fugl­ana úr landi, en eitt­hvað er bogið við frétta­flutn­ing MAST af þessu máli.

Í frétt á vef MAST segir að einn kanarí­fugl sem drapst í sótt­kví hafi verið tek­inn til skoð­unar og að á hon­um, þessum eina fugli, hafi fund­ist tólf þús­und mítlar og tólf þús­und egg. Það þarf ekki sér­fræði­þekk­ingu til að kom­ast að því að full­vax­inn mít­ill af teg­und­inni Ornit­honyssus syl­vi­arum er um það bil milli­metri á breidd, og full­vax­inn kanarí­fugl að með­al­tali þrettán senti­metrar á lengd frá goggi til sté­lenda. Það væri virki­lega áhuga­vert að sjá myndir af þessum fugli, alsettum tólf þús­und mítl­um, og einnig taln­inga­gögn á þessum mítlum og eggj­um.

Þetta atvik varpar enn einu sinni fram þeirri stað­reynd að sótt­kvíin er bein­línis hættu­leg dýr­un­um. Nú fá 358 ung­fuglar að líða fyrir það að hafa kom­ist í tæri við smit úr öðrum fugli.

Þónokkur dæmi eru um að hundar hafi drep­ist í ein­angrun vegna smita sem þeir fengu á meðan á ein­angr­un­ar­dvöl þeirra stóð, eða ann­arra óút­skýrðra atburð­ar­rása. Í einu til­felli drapst einn hundur af þremur og fengu hinir tveir að fara í heima­ein­angrun í kjöl­far þess. Hund­ur­inn Tyson sem komst í tæri við þvotta­björn­inn er einmitt í heima­ein­angrun núna vegna hugs­an­legs smits. Ef eitt á yfir alla að ganga ættu þá ekki önnur dýr sem eru ein­angruð vegna smit­hættu, t.d. þau nýinn­fluttu, að fá að vera í heima­ein­angr­un?

Fær Tyson að vera heima hjá sér vegna þess að hann var nú þegar inni í land­inu? Það eru miklu hærri líkur á að Tyson sé smit­aður heldur en nýinn­fluttu dýrin sem hafa nýlokið ströngu og marg­þættu ferli til að upp­fylla sann­an­lega og án alls vafa ótal heil­brigðis­kröfur til að fá inn­flutn­ings­leyfi.

Í mörgum þeirra til­kynn­inga sem koma frá MAST ítrekar stofn­unin að hún hafi „lög­boðið hlut­verk [...] að fyr­ir­byggja að smit­sjúk­dómar ber­ist til lands­ins með inn­fluttum dýrum,“ eins og í til­kynn­ingu þeirra um kanarífugl­inn. En þegar hent­ar, eins og í til­kynn­ingu stofn­un­ar­innar um drepnu kind­urnar í Loð­mund­ar­firði þá ítrekar stofn­unin að hún „sinnir eft­ir­liti með vel­ferð dýra.“

Ljóst er að þessir tveir hlutir fara ekki alltaf saman og svo virð­ist sem henti­semi ráði því hvort stofn­unin for­gangsraði vel­ferð eða smit­vörn hverju sinni.

Höf­undur er rit­ari Pírata í Reykja­vík, dýra­vel­ferð­araktí­visti og arki­tekt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar