Hnattvæðing andspænis þjóðvæðingu

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist annar hluti af fjórum.

Auglýsing

Þjóðir komu misilla undan hrun­inu. Þrjú eylönd Evr­ópu, gróf­lega full­yrt, urðu harð­ast úti. Ísland, Írland, og Kýp­ur, en einnig  Grikk­land og Portú­gal.

Verst varð ástandið á Íslandi, þökk sé krón­unni og útbólgnu fjár­mála­kerfi, en einnig í Grikk­landi, með sitt ónýta skatt­kerfi, fölsuðu hag­töl­ur, útbreiddu spill­ingu og ofur­skuld­ir. Þrátt fyrir blessun ferða­mann­anna eigum við enn nokkuð langt í land með að ná okk­ur. 

En hnatt­væð­ingin gerð­ist ekki bara á fjár­mála­svið­inu, heldur einnig á sviði vöru­fram­leiðslu og þjón­ustu þar sem mót­tök­u­löndin voru í Aust­ur­löndum fjær og í Afr­íka. Fyrir mörg þess­ara landa var hnatt­væð­ingin hval­reki sem efldi þau. Okkar minnsti bróðir bjó að vísu langt í burtu og var okkur fram­andi en þetta bætti hag hans, þrátt fyrir ómennskar vinnu­að­stæður og lág laun. Héðan flutt­ust bæði Hamp­iðjan og ull­ar­vinnsla og mik­ill sam­dráttur hjá Prent­smiðj­unni Odda er angi af þessum meiði.

Auglýsing

En þar sem fram­leiðsla og atvinna hvarf, og frum­kvæði að nýrri atvinnu­starf­semi var ekki til stað­ar, misstu margir stóran spón úr aski sín­um. Þessu fólki fannst sem það hefði  lent á úthafs­skeri þangað sem bylgjur hnatt­væð­ingar höfðu skolað því. Eng­inn kastaði björg­un­ar­hring á sker­ið.

En þar með er ekki allt sagt. Alþjóð­lega fjár­mála­kerfið var orðið risa­vax­ið,vold­ugt og örlaga­ríkt. Arð­ur­inn af starf­semi þess rann aðeins til fámenns hóps þeirra rík­ustu þ.e. eig­and­anna. Lægri settar stéttir eða milli­stéttir náðu ekki að bæta hlut sinn. Þegar vextir voru síðan lækk­aðir ofan í núll, töp­uðu þessir síð­ast­töldu þjóð­fé­lags­hópar ávexti af ára­lögum sparn­aði sín­um. Andóf gegn og óánægja með þessa þróun var skilj­an­leg. Þarna brugð­ust flestar rík­is­stjórnir Vest­ur­landa. Alþjóða­væð­ingin  skilur eftir sig bæði lönd og lands­hluta sem urðu fyrir skakka­föllum en líka þjóðir sem hagn­ast og dafna sbr. Kín­verja.

Lýð­skrum og þjóð­leg hag­kerfi

Til við­bótar þessu efna­hags­lega mis­gengi hefur straumur flótta­manna úr stríðum og efna­hags­þreng­ingum skollið á Evr­ópu­rík­in. Þetta hefur magnað upp hræðslu við að fram­andi menn­ing og trú­ar­brögð hinna ókunn­ugu muni breyta eða yfir­taka heima­menn­ing­una. Fólki fannst sem sam­sömun (identitet) við eigin sögu og þjóð­menn­ingu væri í hættu.

Senni­lega hefði verið affara­sælla að fara með meiri gát, því lýð­skrumarar not­færðu sér  að­stæð­urnar með því að ala á tor­tryggni og hatri. Þeim hefur víða orðið ágengt þó mest í afskekktum lands­hlut­um, þar sem mennt­un­ar­stig er lágt, gagn­rýnin hugsun litin horn­auga og atvinnu­vegir orðnir laskaðir eða lítt sam­keppn­is­hæf­ir.

Ráð þeirra til að bregð­ast við og snúa vörn í sókn, er að loka landa­mærum, hag­ræða gengi, setja á inn­flutn­ings­hindr­anir og hafna alþjóð­legum samn­ing­um. Það er þó skamm­góður verm­ir.

Efna­hags­leg þjóð­ern­is­stefna dafnar illa í tækni­vædd­um, hnatt­rænum kap­ít­al­isma. Hún er rangt svar við áskor­unum og afleið­ingum hnatt­væð­ing­ar­inn­ar, því mark­aðs­hindr­anir skaða alla og draga að lokum mest úr sam­keppn­is­hæfni þess lands sem inn­leiðir þær. Þessi við­brögð eru ættuð úr vopna­búri  for­tíð­ar. Sams konar slag­orð og „Amer­ica Fir­st“ er þekkt úr hag­sög­unni sem „beggar my neig­h­bour policy“ og var einn af orsaka­völdum heim­styrj­ald­ar­inn­ar.

Nýkap­ít­al­íska fjár­mála­kerfið er ósjálf­bært og óstöðugt. Of seint er að tak­marka það við landa­mæri þjóð­ríkja. En trauðla mun það ná að róast að marki á meðan stóru alþjóð­legu bank­arnir geta treyst því, ef illa fer, að fá aðstoð frá rík­inu til að forða þeim frá gjald­þroti.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar