Auglýsing

Stjórn­mála­menn hafa það fínt. Fá góð laun og löng frí. Þeim er engin vor­kunn. En það þýðir þó ekki að þeir þurfi ekki að takast á við ýmsar áskor­anir sem fylgja störfum þeirra.

Eitt er gagn­rýnin sem störf þeirra og orð verða fyr­ir. Sú gagn­rýni er bæði nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi og til þess fallin að dýpka umræðu um aðgerðir sem geta haft gríð­ar­lega mikil áhrif á líf fólks. Dýpkun umræð­unnar gerir það að verkum að fleiri sjón­ar­mið heyr­ast og þeir sem taka ákvarð­anir hafa betri for­sendur til að byggja þær á.

En stjórn­mála­menn­irnir sjá þetta auð­vitað oft ekki svona. Skilj­an­lega svo sem. Það er mann­legt að upp­lifa gagn­rýni sem vegur að manns eigin sann­fær­ingu og afstöðu sem árás frekar en mál­efna­lega. Enda er gagn­rýnin og orð­ræðan heldur ekk­ert endi­lega alltaf mál­efna­leg. Eins og geng­ur. Allir hafa rödd, skoðun og til­finn­ing­ar, sem þeir hafa rétt á að láta í ljós og á heild­ina litið er ferlið sem slíkt jákvætt. Manns eigin afstaða er ekk­ert endi­lega sú réttasta. Það er öllum hollt að heyra önnur sjón­ar­mið og ósk­andi að fleiri væru opn­ari fyrir því að þeir hefðu rangt fyrir sér. Sér­stak­lega stjórn­mála­menn.

Auglýsing

En stundum verður umræðan sjálfri sér verst. Stundum er eins og að þeir sem bera hana uppi, oft ótrú­legur fjöldi, hafi engan áhuga á mál­efna­leg­heitum eða fram­þróun sem kemur mál­efn­inu til góðs. Stundum er eins og nið­ur­rif og útúr­snún­ingur sé mark­mið í sjálfu sér. Það er mið­ur.

Tvö slík dæmi hafa komið upp nýlega. Ann­ars vegar í tengslum við kjara­bar­áttu ljós­mæðra, sem af ein­hverjum óskilj­an­legum ástæðum lækka í launum þegar þær bæta við sig námi og sér­hæf­ingu. Heil­brigð­is­ráð­herra reyndi í umræðum á þing­inu um málið að setja stöðu ljós­mæðr­anna í sögu­legt og sam­fé­lags­legt sam­hengi. Hún sagði stöðu ljós­mæðra á opin­berum vinnu­mark­aði óvenju­lega þar sem þær fara úr stétt­ar­fé­lagi hjúkr­un­ar­fræð­inga þegar þær hefja störf sem ljós­mæður og fara í Ljós­mæðra­fé­lag Íslands. Þetta tóku BHM og Ljós­mæðra­fé­lagið óstinnt upp. Í yfir­lýs­ingu sem bar heitið kaldar kveðjur heil­brigð­is­ráð­herra til ljós­mæðra, voru orð ráð­herra túlkuð með þeim hætti að hún „telji að ljós­mæður geti sjálfum sér um kennt að þær lækki í launum við að bæta við sig námi.“ Frá­leitt væri að rök­styðja launa­lækkun ljós­mæðra með þessum hætti.

En ráð­herr­ann var ekki að rök­styðja eða bera í bætifláka fyrir þá stöðu sem ljós­mæður eru í í sinni kjara­bar­áttu. Það þarf ein­beittan vilja til að túlka orð ráð­herr­ans með þeim hætti, og ekki síður að ákveða sér­stak­lega að líta með öllu fram­hjá því sem ráð­herr­ann hafði áður sagt um mál­ið, til dæmis í ræðu sem hún hélt rétt á undan „köldu kveðj­unn­i“. Þar sagði hún orð­rétt: „Ég er þeirrar skoð­unar að meta eigi vinnu­fram­lag ljós­mæðra til launa og til sam­fé­lags­legrar virð­ing­ar.“

Hins vegar hafði rík­is­stjórnin stuttu áður kynnt fjár­mála­á­ætl­un. Þar kennir ýmissa grasa. Sumt gott, annað slæmt, allt eftir því hvar fólk stendur í stjórn­mál­um. Sumum er mikið niðri fyr­ir, telja á sér og sínum eða ein­hverjum brot­ið, fram­hjá þeim gengið eða að þeim veg­ið. Allt fylgir þetta umræð­unni, er óhjá­kvæmi­legt og nauð­syn­legt.

En hluti af henni varð und­ar­leg­ur. Í kafla um fjöl­skyldu­mál í áætl­un­inni segir að lélegt fjár­mála­læsi hjá almenn­ingi sé ákveðin áskorun þar sem aukin hætta sé á að fólk lendi í fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Hópur fólks fór á lím­ing­unum og vildi meina að fjár­mála­ráð­herra hafi með þessu orða­lagi gerst sekur um veru­leikafirr­ingu og skiln­ings­leysi á mál­efnum lág­tekju­fólks.

Það skal ósagt látið hversu djúpur skiln­ingur er hjá ein­stökum aðilum rík­is­stjórn­ar­innar á mál­efnum lág­tekju­fólks. En í þessum upp­hróp­unum þurfti sama ein­beitta vilja og í dæm­inu um heil­brigð­is­ráð­herra, til að skilja orða­lagið með þessum hætti. Það þurfti að horfa fram­hjá öllu öðru sem í kafl­anum um áskor­anir í mál­efnum fjöl­skyldna stóð. Þar var til að mynda rætt um hvernig gera megi barna­bóta­kerfið mark­viss­ara gagn­vart lág­tekju­fjöl­skyld­um, hækkun fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna og leng­ingu orlofs­ins, styrk­ingu grunn­þjón­ustu og efl­ingu for­varna og snemmtæka íhlutun vegna vax­andi geð­heil­brigð­is­vanda, svo eitt­hvað sé nefnt.

Það má svo sann­ar­lega vera ósam­mála þeim aðgerðum sem rík­is­stjórnin setur á odd­inn til að mæta fjár­hags­vand­ræðum og/eða fátækt. Hvort þar sé rétt að lækka tekju­skatt, hækka per­sónu­af­slátt eða hækka bæt­ur. Þær verða lík­lega alltaf umdeildar og um það snú­ast stjórn­mál­in.

En það er aug­ljóst að fjár­mála­læsi þessa hóps, og lík­lega margra ann­arra, er ábóta­vant og verður að bæta. Og það er hvorki fólg­inn í því að vilja bæta það skiln­ings­leysi eða veru­leikafirr­ing. Fátækt er fjöl­þættur vandi. Margt þarf að koma til en upp­hróp­anir um eitt úrræði, byggt á því hver leggur það til, er afvega­leið­ing.

Vilj­andi mis­skiln­ingur er hvim­leið­ur. Oft er slíkt gert út frá hags­muna­mati þess efnis að sá sem mis­skilur græði með mis­skiln­ingnum fylg­is­menn með for­dæm­ingu sinni og hneyksl­un. En hinn vilj­andi mis­skiln­ingur er ekk­ert annað en einmitt afvega­leið­ing á umræðu sem kemst fyrir vikið ekki úr spor­unum og leiðir ekki til þess að mis­mun­andi aðgerðir og aðferðir séu fundnar til að leysa hin raun­veru­legu vanda­mál.

Skilj­iði mig?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari