Að selja hugsjónir fyrir völd og áhrif

Auglýsing

Fyrstu mán­uðir nýs stjórn­ar­sam­starfs hafa verið erf­iðir fyrir Vinstri græn. Stuðn­­ingur við rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur féll um 13,7 pró­­sent­u­­stig frá ára­­mót­um og til marsloka. Það er meira fall í stuðn­­ingi á fyrstu fjórum mán­uðum rík­­is­­stjórnar en hjá nokk­­urri annarri rík­­is­­stjórn sem setið hefur frá ald­­ar­­mót­­um. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír mæl­ast ekki lengur með meiri­hluta atkvæða á bak­við sig. Það gengur því hratt á póli­tíska inn­eign for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Vinstri græn sitja að völdum með tveimur öðrum flokkum sem eru vanir því að stýra land­inu, og hafa mótað og mannað stjórn­kerfið eftir því sem þeim hent­ar. Þess vegna er auð­veld­ara fyrir Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk að gera mála­miðl­anir á pappír til að kom­ast í rík­is­stjórn, en koma síðan áherslum sín­um, eða hindra mál sem þeim hugn­ast ekki, í gegnum stjórn­kerf­ið.

Kjós­endur beggja flokk­anna eru líka van­ari því að gerðar séu mála­miðl­anir með hug­sjónir og kosn­inga­lof­orð. Þetta eru enda valda­flokkar og hafa náð mjög miklum árangri sem slíkir við að sníða sam­fé­lagið að því sem hentar þeim.

Auglýsing

Vinstri græn telja sig hins vegar vera hug­sjón­ar­flokk sem byggir á ófrá­víkj­an­legum grunn­gild­um. Það verður þó erf­ið­ara og erf­ið­ara fyrir flokk­inn að rök­styðja að hann standi fastur fyrir þau grunn­gildi.  

Fjögur mál hafa sýnt þetta umfram önn­ur.

Utan­rík­is­mál

Ein helst hug­sjónin sem Vinstri græn hvíla á er sú að Ísland eigi að standa utan hern­að­ar­banda­laga, tala fyrir friði hvar­vetna í alþjóða­sam­fé­lag­inu og beita sér fyrir póli­tískum lausnum á átök­um.

Það er tekið svo alvar­lega að 2. grein laga flokks­ins hljómar svona: „Mark­mið hreyf­ing­ar­innar er að berj­ast fyrir jafn­rétti, jöfn­uði, rétt­læti, kven­frelsi, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, lýð­ræði, sjálf­stæði þjóð­ar­innar og frið­sam­legri sam­búð þjóða.“

Í stefnu Vinstri grænna segir að Ísland eigi að taka „skil­yrð­is­lausa afstöðu gegn hern­aði“ og að Ísland eigi að segja sig „úr NATO og biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í hern­að­ar­að­gerðum á þeirra veg­um“. Þetta verður eig­in­lega ekk­ert skýr­ara.

Flestir þing­menn og leið­togar flokks­ins eru á þeirri skoðun að það sé þrátt fyrir þessa miklu áherslu á frið­ar­mál ekki hægt að gera neina kröfu um að hug­sjónir Vinstri grænna hafi áhrif á utan­rík­is­mála­stefnu þjóð­ar­inn­ar, þótt flokk­ur­inn sé í rík­is­stjórn. Þvert á móti sé allt í lagi að gefa þessa hug­sjón og grunn­stefnu eftir til að a) kom­ast í rík­is­stjórn og b) til að halda henni sam­an. Þess vegna sé rétt­læt­an­legt að styðja loft­árásir á Sýr­land, líkt og rík­is­stjórn Íslands, undir for­sæti Vinstri grænna, hefur gert. Eða eins og stóð í til­­kynn­ingu frá NATO dag­inn eftir loft­árásir Banda­ríkj­anna, Breta og Frakka á Sýr­land: „Öll NATO ríkin lýstu yfir fullum stuðn­­ingi við aðgerð­­irnar í gærnótt.“ Ísland er aug­ljós­lega eitt allra NATO ríkj­anna.

Það er látið eins og að Íslandi hafi ekki átt ann­arra kosta völ en að lýsa yfir þessum fulla stuðn­ingi á vett­vangi NATO. Þannig virki NATO bara og ef Ísland ætli að vera hluti af þeim félags­skap þá geti landið ekki sýnt neitt sjálf­stæði í afstöðu sinni gagn­vart atburðum sem þess­um. Þetta er rangt. Loft­árás­irnar á Sýr­land eru ekki gerðar af NATO. Þær eru ekki gerðar sem við­bragð við árás á aðild­ar­ríki NATO.

Að láta eins og að Ísland hafi ekki sjálfs­á­kvörð­un­ar­vald um stuðn­ing við slíkar aðstæð­ur, í máli sem hafði ekki einu sinni komið til umfjöll­unar þings­ins, er í besta falli barna­legt og í versta falli til­raun til að blekkja almenn­ing. Aðild að NATO er ekki skuld­bind­ing um skil­yrð­is­lausan stuðn­ing við allt sem banda­lagið ákveður að gera eða styðja.

Flatar skatta­lækk­anir

Í kosn­inga­stefnu Vinstri grænna fyrir síð­ustu kosn­ingar er sér­stak­lega fjallað um efna­hags­mál. Efst í þeim hluta seg­ir: „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenn­ing á Íslandi. Hins vegar ætlum við að hliðra til innan skatt­kerf­is­ins til að gera það rétt­lát­ara. Kjör almenn­ings verða sett í for­gang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram rík­ari á sama tíma og aðrir sitja eft­ir.“

Í kynn­ingu á fimm ára fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem leið­togar þeirra flokka sem skipa rík­is­stjórn­ina stóðu að, kom fram að tekju­skattur ein­stak­linga eigi að lækka í neðra skatt­þrepi og geti lækkað um eitt pró­­­sent­u­­­stig í áföngum á áætl­­­un­­­ar­­­tím­an­­­um. Orð­rétt segir þar: „Gert er ráð fyrir eins pró­sentu­stigs lækkun á skatt­hlut­falli neðra þreps.“

Tekjur rík­­is­­sjóðs af tekju­skatti myndu minnka um 14 millj­­arða króna við þá lækk­­un. Slík skatta­breyt­ing mun skila fólki sem er með meira en 835 þús­und krónur í heild­ar­laun á mán­uði þrisvar sinnum fleiri krónum í vas­ann en fólki sem er á lág­marks­laun­um. Það er erfitt að sjá hvernig hún rímar við það lof­orð að gera skatt­kerfið rétt­lát­ara og að stöðva þá þróun að hinir ríku verði rík­ari.

Dóms­mála­ráð­herra

Vinstri græn eru upp til hópa á móti emb­ætt­is­færslum Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra í Lands­rétt­ar­mál­inu. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði til að mynda í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í byrjun apríl að hún væri „þeirrar skoð­unar að þessi emb­ætt­is­­færsla hafi verið röng. Og raunar er þar sam­­mála dóm­stólum um þá nið­­ur­­stöð­u.“

Svan­­dís kaus hins vegar gegn van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði þegar hún var lögð fram í mars. Í þætt­inum sagð­ist hún að líta svo á að til­lagan hafi ekki snú­ist um þá emb­ætt­is­­færslu heldur hvort að Vinstri græn styddu áfram rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn og Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn.

Sama sögðu ýmsir þing­menn flokks­ins þegar van­traustið var til umfjöll­un­ar. Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé sagði til að mynda í ræðu sinni að hann hafi verið mót­­fall­inn þeim ákvörð­unum og emb­ætt­is­verkum Sig­ríðar sem van­­traust­s­til­lagan snérist um, en að hann styddi rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur.

Lilja Raf­­­ney Magn­ús­dóttir sagði í ræðu sinni við sama til­efni að van­­traust­s­til­lagan snérist ekki um dóms­­mála­ráð­herra heldur rík­­is­­stjórn­­ina í heild. „Það er alveg ljóst að skað­inn er skeð­­ur. Þegar er búið að vinna þau emb­ætt­is­verk sem eru ástæða þess­­arar umræðu. Það var gert í síð­­­ustu rík­­is­­stjórn lands­ins, fyrir síð­­­ustu kosn­­ing­­ar. Ef van­­traust­s­til­lagan verður sam­­þykkt getur tvennt ger­st; ann­að­hvort að ráð­herr­ann fari og nýr dóms­­mála­ráð­herra taki við[...]Hitt sem gæti gerst væri að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn yfir­­­gæfi rík­­is­­stjórn­­ina og þar með væri hún úr sög­unni. Vil ég aðra rík­­is­­stjórn án Alþing­is­­kosn­­inga, aðra en rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur? Mitt svar er nei.“ Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, tal­aði á sam­bæri­legan hátt.

Allt er þetta í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu Vinstri grænna fyrir síð­ustu kosn­ingar um að mik­il­vægt sé að „stjórn­sýslan þjóni almenn­ing­i.“ Og þetta er í hróp­legri and­stöðu við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem segir m.a. að hún muni „beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu.“ Það að stjórn­mála­menn við­ur­kenni opin­ber­lega að þeir telji emb­ætt­is­færsli ráð­herra ranga, og að fyrir liggi að hún dragi úr trausti á bæði stjórn­mál og nýtt milli­dóms­stig, en styðji hann samt til valda­setu er ekki til að auka traust á stjórn­mál né stjórn­sýslu. Og að rök­styðja það með gam­al­dags sam­trygg­ing­ar­rökum er það ekki held­ur. Þvert á móti.  

Hval­veiðar

Á lands­fundi sínum árið 2015 lögð­ust Vinstri græn gegn hval­veið­um. Í sam­þykkt fund­ar­ins sagði: „„Við veið­arnar er beitt ómann­úð­legum veiði­að­ferðum til að við­halda áhuga­máli örfárra útgerð­ar­manna. Háum upp­hæðum af opin­beru fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhuga­menn um hval­veið­ar. Nú er mál að linn­i.“ Í umhverf­is­stefnu flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar sagði að Ísland ætti „að stækka grið­ar­svæði hvala í kringum land­ið.“

Hvalur hf., fyr­ir­tæki sem stýrt er af Krist­jáni Lofts­syni, ætlar að hefja hval­veiðar að nýju í ár. um er að ræða áhuga­mál Krist­jáns sem hefur kostað hann feyki­legar fjár­hæðir á und­an­förnum árum, enda eng­inn mark­aður fyrir afurð­ina sem hann veið­ir. Skað­inn fyrir orð­spor Íslands á alþjóða­vett­vangi er þó aug­ljós.

Í kjöl­far þess að Krist­ján og við­skipta­fé­lagar hans eru að selja hlut sinn í HB Granda á tæpa 22 millj­arða króna þá ætti hann að eiga nóg til þess að halda sport­veiðum sínum á hvölum áfram eins lengi og honum sýn­ist.

Vinstri græn virð­ast ekki ætla að beita sér gegn hval­veiðum þrátt fyrir að vera í rík­is­stjórn. Eina við­bragðið sem stjórn­málin hafa sýnt við þess­ari ákvörðun er þings­á­lykt­un­ar­til­laga tíu þing­manna um að for­sæt­is­ráð­herra verði falið að „end­ur­meta hval­veiði­stefnu Íslend­inga og greina þjóð­hags­legt mik­il­vægi veið­anna. Við matið verði m.a. horft til hags­muna ann­arra atvinnu­greina eins og ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­vegs og til­lit tekið til vís­inda­rann­sókna, dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða og hags­muna sveit­ar­fé­laga.“ Þeir þing­menn sem standa að til­lög­unni eru flestir úr stjórn­ar­and­stöð­unni, en á henni eru einnig Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son, þeir tveir þing­menn Vinstri grænna sem kusu gegn stjórn­ar­sátt­mál­anum og með van­trausti á Sig­ríði Á. And­er­sen. Það virð­ist því ætla að verða jafn erfitt fyrir Vinstri græn að smala kött­unum í þess­ari rík­is­stjórn og það var í þeirri sem sat á árunum 2009 til 2013.

Að éta skít

Það er við hæfi að rifja upp orð fyrr­ver­andi vara­þing­manns Vinstri grænna og fram­kvæmda­stýra hans til margra ára, Drífu Snædal, sem sagði sig úr flokknum þegar sitj­andi rík­­is­­stjórn var mynd­uð.

Við það til­­efni sagði Drífa að Vinstri græn verði í þeirri stöðu að verja sam­­starfs­­flokk­inn Sjálf­stæð­is­flokk­inn „og mörkin munu sífellt fær­­ast til í sam­­starf­inu líkt og í ofbeld­is­­sam­­bandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjör­­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo lengi. Með ákvörð­un­inni um stjórn­­­ar­við­ræður setti flokk­inn nið­­ur, trú­verð­ug­­leik­inn laskað­ist veru­­lega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt upp­­­dráttar næstu árin og ára­tug­ina.“

Það er skilj­an­legt að þeir sem eru í stjórn­málum séu í slíkum til að hafa áhrif. Og sæk­ist þar af leið­andi eftir völd­um.

En það verður að telj­ast sér­kenni­legt að gefa jafn mik­inn afslátt og ofan­greind dæmi sýna á nær öllum helstu hug­sjónum sínum til að kom­ast í ráð­andi stöðu.

Meira úr sama flokkiLeiðari