Að selja hugsjónir fyrir völd og áhrif

Auglýsing

Fyrstu mán­uðir nýs stjórn­ar­sam­starfs hafa verið erf­iðir fyrir Vinstri græn. Stuðn­­ingur við rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur féll um 13,7 pró­­sent­u­­stig frá ára­­mót­um og til marsloka. Það er meira fall í stuðn­­ingi á fyrstu fjórum mán­uðum rík­­is­­stjórnar en hjá nokk­­urri annarri rík­­is­­stjórn sem setið hefur frá ald­­ar­­mót­­um. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír mæl­ast ekki lengur með meiri­hluta atkvæða á bak­við sig. Það gengur því hratt á póli­tíska inn­eign for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Vinstri græn sitja að völdum með tveimur öðrum flokkum sem eru vanir því að stýra land­inu, og hafa mótað og mannað stjórn­kerfið eftir því sem þeim hent­ar. Þess vegna er auð­veld­ara fyrir Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk að gera mála­miðl­anir á pappír til að kom­ast í rík­is­stjórn, en koma síðan áherslum sín­um, eða hindra mál sem þeim hugn­ast ekki, í gegnum stjórn­kerf­ið.

Kjós­endur beggja flokk­anna eru líka van­ari því að gerðar séu mála­miðl­anir með hug­sjónir og kosn­inga­lof­orð. Þetta eru enda valda­flokkar og hafa náð mjög miklum árangri sem slíkir við að sníða sam­fé­lagið að því sem hentar þeim.

Auglýsing

Vinstri græn telja sig hins vegar vera hug­sjón­ar­flokk sem byggir á ófrá­víkj­an­legum grunn­gild­um. Það verður þó erf­ið­ara og erf­ið­ara fyrir flokk­inn að rök­styðja að hann standi fastur fyrir þau grunn­gildi.  

Fjögur mál hafa sýnt þetta umfram önn­ur.

Utan­rík­is­mál

Ein helst hug­sjónin sem Vinstri græn hvíla á er sú að Ísland eigi að standa utan hern­að­ar­banda­laga, tala fyrir friði hvar­vetna í alþjóða­sam­fé­lag­inu og beita sér fyrir póli­tískum lausnum á átök­um.

Það er tekið svo alvar­lega að 2. grein laga flokks­ins hljómar svona: „Mark­mið hreyf­ing­ar­innar er að berj­ast fyrir jafn­rétti, jöfn­uði, rétt­læti, kven­frelsi, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, lýð­ræði, sjálf­stæði þjóð­ar­innar og frið­sam­legri sam­búð þjóða.“

Í stefnu Vinstri grænna segir að Ísland eigi að taka „skil­yrð­is­lausa afstöðu gegn hern­aði“ og að Ísland eigi að segja sig „úr NATO og biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í hern­að­ar­að­gerðum á þeirra veg­um“. Þetta verður eig­in­lega ekk­ert skýr­ara.

Flestir þing­menn og leið­togar flokks­ins eru á þeirri skoðun að það sé þrátt fyrir þessa miklu áherslu á frið­ar­mál ekki hægt að gera neina kröfu um að hug­sjónir Vinstri grænna hafi áhrif á utan­rík­is­mála­stefnu þjóð­ar­inn­ar, þótt flokk­ur­inn sé í rík­is­stjórn. Þvert á móti sé allt í lagi að gefa þessa hug­sjón og grunn­stefnu eftir til að a) kom­ast í rík­is­stjórn og b) til að halda henni sam­an. Þess vegna sé rétt­læt­an­legt að styðja loft­árásir á Sýr­land, líkt og rík­is­stjórn Íslands, undir for­sæti Vinstri grænna, hefur gert. Eða eins og stóð í til­­kynn­ingu frá NATO dag­inn eftir loft­árásir Banda­ríkj­anna, Breta og Frakka á Sýr­land: „Öll NATO ríkin lýstu yfir fullum stuðn­­ingi við aðgerð­­irnar í gærnótt.“ Ísland er aug­ljós­lega eitt allra NATO ríkj­anna.

Það er látið eins og að Íslandi hafi ekki átt ann­arra kosta völ en að lýsa yfir þessum fulla stuðn­ingi á vett­vangi NATO. Þannig virki NATO bara og ef Ísland ætli að vera hluti af þeim félags­skap þá geti landið ekki sýnt neitt sjálf­stæði í afstöðu sinni gagn­vart atburðum sem þess­um. Þetta er rangt. Loft­árás­irnar á Sýr­land eru ekki gerðar af NATO. Þær eru ekki gerðar sem við­bragð við árás á aðild­ar­ríki NATO.

Að láta eins og að Ísland hafi ekki sjálfs­á­kvörð­un­ar­vald um stuðn­ing við slíkar aðstæð­ur, í máli sem hafði ekki einu sinni komið til umfjöll­unar þings­ins, er í besta falli barna­legt og í versta falli til­raun til að blekkja almenn­ing. Aðild að NATO er ekki skuld­bind­ing um skil­yrð­is­lausan stuðn­ing við allt sem banda­lagið ákveður að gera eða styðja.

Flatar skatta­lækk­anir

Í kosn­inga­stefnu Vinstri grænna fyrir síð­ustu kosn­ingar er sér­stak­lega fjallað um efna­hags­mál. Efst í þeim hluta seg­ir: „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenn­ing á Íslandi. Hins vegar ætlum við að hliðra til innan skatt­kerf­is­ins til að gera það rétt­lát­ara. Kjör almenn­ings verða sett í for­gang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram rík­ari á sama tíma og aðrir sitja eft­ir.“

Í kynn­ingu á fimm ára fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem leið­togar þeirra flokka sem skipa rík­is­stjórn­ina stóðu að, kom fram að tekju­skattur ein­stak­linga eigi að lækka í neðra skatt­þrepi og geti lækkað um eitt pró­­­sent­u­­­stig í áföngum á áætl­­­un­­­ar­­­tím­an­­­um. Orð­rétt segir þar: „Gert er ráð fyrir eins pró­sentu­stigs lækkun á skatt­hlut­falli neðra þreps.“

Tekjur rík­­is­­sjóðs af tekju­skatti myndu minnka um 14 millj­­arða króna við þá lækk­­un. Slík skatta­breyt­ing mun skila fólki sem er með meira en 835 þús­und krónur í heild­ar­laun á mán­uði þrisvar sinnum fleiri krónum í vas­ann en fólki sem er á lág­marks­laun­um. Það er erfitt að sjá hvernig hún rímar við það lof­orð að gera skatt­kerfið rétt­lát­ara og að stöðva þá þróun að hinir ríku verði rík­ari.

Dóms­mála­ráð­herra

Vinstri græn eru upp til hópa á móti emb­ætt­is­færslum Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra í Lands­rétt­ar­mál­inu. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði til að mynda í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í byrjun apríl að hún væri „þeirrar skoð­unar að þessi emb­ætt­is­­færsla hafi verið röng. Og raunar er þar sam­­mála dóm­stólum um þá nið­­ur­­stöð­u.“

Svan­­dís kaus hins vegar gegn van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði þegar hún var lögð fram í mars. Í þætt­inum sagð­ist hún að líta svo á að til­lagan hafi ekki snú­ist um þá emb­ætt­is­­færslu heldur hvort að Vinstri græn styddu áfram rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn og Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn.

Sama sögðu ýmsir þing­menn flokks­ins þegar van­traustið var til umfjöll­un­ar. Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé sagði til að mynda í ræðu sinni að hann hafi verið mót­­fall­inn þeim ákvörð­unum og emb­ætt­is­verkum Sig­ríðar sem van­­traust­s­til­lagan snérist um, en að hann styddi rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur.

Lilja Raf­­­ney Magn­ús­dóttir sagði í ræðu sinni við sama til­efni að van­­traust­s­til­lagan snérist ekki um dóms­­mála­ráð­herra heldur rík­­is­­stjórn­­ina í heild. „Það er alveg ljóst að skað­inn er skeð­­ur. Þegar er búið að vinna þau emb­ætt­is­verk sem eru ástæða þess­­arar umræðu. Það var gert í síð­­­ustu rík­­is­­stjórn lands­ins, fyrir síð­­­ustu kosn­­ing­­ar. Ef van­­traust­s­til­lagan verður sam­­þykkt getur tvennt ger­st; ann­að­hvort að ráð­herr­ann fari og nýr dóms­­mála­ráð­herra taki við[...]Hitt sem gæti gerst væri að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn yfir­­­gæfi rík­­is­­stjórn­­ina og þar með væri hún úr sög­unni. Vil ég aðra rík­­is­­stjórn án Alþing­is­­kosn­­inga, aðra en rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur? Mitt svar er nei.“ Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, tal­aði á sam­bæri­legan hátt.

Allt er þetta í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu Vinstri grænna fyrir síð­ustu kosn­ingar um að mik­il­vægt sé að „stjórn­sýslan þjóni almenn­ing­i.“ Og þetta er í hróp­legri and­stöðu við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem segir m.a. að hún muni „beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu.“ Það að stjórn­mála­menn við­ur­kenni opin­ber­lega að þeir telji emb­ætt­is­færsli ráð­herra ranga, og að fyrir liggi að hún dragi úr trausti á bæði stjórn­mál og nýtt milli­dóms­stig, en styðji hann samt til valda­setu er ekki til að auka traust á stjórn­mál né stjórn­sýslu. Og að rök­styðja það með gam­al­dags sam­trygg­ing­ar­rökum er það ekki held­ur. Þvert á móti.  

Hval­veiðar

Á lands­fundi sínum árið 2015 lögð­ust Vinstri græn gegn hval­veið­um. Í sam­þykkt fund­ar­ins sagði: „„Við veið­arnar er beitt ómann­úð­legum veiði­að­ferðum til að við­halda áhuga­máli örfárra útgerð­ar­manna. Háum upp­hæðum af opin­beru fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhuga­menn um hval­veið­ar. Nú er mál að linn­i.“ Í umhverf­is­stefnu flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar sagði að Ísland ætti „að stækka grið­ar­svæði hvala í kringum land­ið.“

Hvalur hf., fyr­ir­tæki sem stýrt er af Krist­jáni Lofts­syni, ætlar að hefja hval­veiðar að nýju í ár. um er að ræða áhuga­mál Krist­jáns sem hefur kostað hann feyki­legar fjár­hæðir á und­an­förnum árum, enda eng­inn mark­aður fyrir afurð­ina sem hann veið­ir. Skað­inn fyrir orð­spor Íslands á alþjóða­vett­vangi er þó aug­ljós.

Í kjöl­far þess að Krist­ján og við­skipta­fé­lagar hans eru að selja hlut sinn í HB Granda á tæpa 22 millj­arða króna þá ætti hann að eiga nóg til þess að halda sport­veiðum sínum á hvölum áfram eins lengi og honum sýn­ist.

Vinstri græn virð­ast ekki ætla að beita sér gegn hval­veiðum þrátt fyrir að vera í rík­is­stjórn. Eina við­bragðið sem stjórn­málin hafa sýnt við þess­ari ákvörðun er þings­á­lykt­un­ar­til­laga tíu þing­manna um að for­sæt­is­ráð­herra verði falið að „end­ur­meta hval­veiði­stefnu Íslend­inga og greina þjóð­hags­legt mik­il­vægi veið­anna. Við matið verði m.a. horft til hags­muna ann­arra atvinnu­greina eins og ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­vegs og til­lit tekið til vís­inda­rann­sókna, dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða og hags­muna sveit­ar­fé­laga.“ Þeir þing­menn sem standa að til­lög­unni eru flestir úr stjórn­ar­and­stöð­unni, en á henni eru einnig Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son, þeir tveir þing­menn Vinstri grænna sem kusu gegn stjórn­ar­sátt­mál­anum og með van­trausti á Sig­ríði Á. And­er­sen. Það virð­ist því ætla að verða jafn erfitt fyrir Vinstri græn að smala kött­unum í þess­ari rík­is­stjórn og það var í þeirri sem sat á árunum 2009 til 2013.

Að éta skít

Það er við hæfi að rifja upp orð fyrr­ver­andi vara­þing­manns Vinstri grænna og fram­kvæmda­stýra hans til margra ára, Drífu Snædal, sem sagði sig úr flokknum þegar sitj­andi rík­­is­­stjórn var mynd­uð.

Við það til­­efni sagði Drífa að Vinstri græn verði í þeirri stöðu að verja sam­­starfs­­flokk­inn Sjálf­stæð­is­flokk­inn „og mörkin munu sífellt fær­­ast til í sam­­starf­inu líkt og í ofbeld­is­­sam­­bandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjör­­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo lengi. Með ákvörð­un­inni um stjórn­­­ar­við­ræður setti flokk­inn nið­­ur, trú­verð­ug­­leik­inn laskað­ist veru­­lega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt upp­­­dráttar næstu árin og ára­tug­ina.“

Það er skilj­an­legt að þeir sem eru í stjórn­málum séu í slíkum til að hafa áhrif. Og sæk­ist þar af leið­andi eftir völd­um.

En það verður að telj­ast sér­kenni­legt að gefa jafn mik­inn afslátt og ofan­greind dæmi sýna á nær öllum helstu hug­sjónum sínum til að kom­ast í ráð­andi stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari