Auglýsing

Fyrir fjórum árum síðan mæld­ist fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins undir þremur pró­sentum nokkrum vikum fyrir kosn­ing­ar. Þá var ráð­ist í breyt­ingar á for­ystu­sveit fram­boðs­ins og Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir kölluð til sem odd­viti. Fyrst um sinn virt­ist hún ekki lík­leg til stór­ræða en átta dögum fyrir kjör­dag mætti hún í við­tal og sagði: „á meðan við erum með þjóð­­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­­trún­­að­­ar­­kirkj­una“.

Tvennt gerð­ist í kjöl­far­ið. Fylgi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins stórjókst og útlend­inga­andúð var allt í einu orðið aðal­­­kosn­­ing­­ar­­málið í sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ingum í Reykja­vík. For­ysta Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tók enga skýra afstöðu gegn þessum ummæl­­um. Svein­­björg túlk­aði „þögn for­yst­unnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“.

Fram­sókn fékk 10,7 pró­sent og tvo borg­ar­full­trúa kjörna.

Þrír flokkar end­ur­nýta kosn­inga­lof­orð

Svein­björg Birna hélt áfram á svip­uðum nótum á kjör­tíma­bil­inu. Í fyrra fór hún m.a. í við­tal á Útvarpi Sögu og sagði það fælist „sokk­inn kostn­að­ur“ í því fyrir Reykja­vík­­­ur­­borg að taka við börnum hæl­­is­­leit­enda í grunn­­skóla borg­­ar­inn­­ar. Nokkrum vikum síðar hætti hún í Fram­sókn­ar­flokknum og sagði ástæð­una vera sú að flokks­menn skorti sann­fær­ingu í afstöðu sinni til hæl­is­leit­enda.

Hún er nú í sér­fram­boði til borg­ar­stjórnar sem kall­ast „Borgin okkar Reykja­vík“. Helsta kosn­inga­bragð hennar er end­ur­vinnsla á moskumál­inu sem skil­aði Svein­björgu Birnu svo miklu fylgi fyrir fjórum árum síð­an.

Fylgi við fram­boðið mælist vart í könn­un­um.

Auglýsing
Tveir aðrir tærir útlend­inga­andúð­ar­flokkar eru í fram­boði í Reykja­vík. Annar kall­ast Íslenska þjóð­fylk­ingin og helsta stefnu­mál hennar er að draga til baka lóð undir mosku og allar leyf­is­veit­ingar vegna við­bygg­ingar á bæna­húsi múslíma í Öskju­hlíð. Flokk­ur­inn styður auk þess ekki „óheftan inn­flutn­ing hæl­is­leit­enda eða flótta­manna á kostnað íslenskra skatt­greið­enda eða á kostnað útsvars­greið­enda í Reykja­vík. Íslenska þjóð­fylk­ingin styður ekki fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag á Íslandi í þeim skiln­ingi að hér búi margar þjóðir með sitt­hvora menn­ing­una eins og allir aðrir flokkar á Alþingi eða núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík­[..]Svo kallað „fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag“ er stefna sem hefur verið þröngvað upp á þjóð­ina að henni for­spurðri.“

Fylgi Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar lítið sem ekk­ert.

Frels­is­flokk­ur­inn, sem vill íslenska þjóð í eigin landi, er klofn­ings­fram­boð frá Íslensku þjóð­fylk­ing­unni. Sára­lít­ill munur er hins vegar á stefnu­málum flokk­anna tveggja. Á meðal þess sem Frels­is­flokk­ur­inn setur á odd­inn er and­staða við moskubygg­ingu auk þess sem hann styður við þjóð­leg við­horf, kristna trú og gildi. Hann berst gegn því sem hann kallar taum­lausa alþjóða­væð­ingu og mis­heppn­aðri fjöl­menn­inga­stefnu. Í nýlegu ávarpi for­manns flokks­ins segir hann að það þurfi kjark til að kjósa Frels­is­flokk­inn. „Þegar í kjör­klef­ann er komið þarf eng­inn að vita hvað þú kýst og þú þarft heldur ekki að segja frá því.“

Kann­anir sýna að Frels­is­flokk­ur­inn höfðar til sára­fárra.

Allir græða

Ísland þarf á aðfluttu fólki að halda. Til að ná þeim hag­vaxt­ar­mark­miðum sem áætl­anir gera ráð fyrir þarf að bæta við tvö til þrjú þús­und erlendum starfs­mönnum til að vinna á Íslandi á ári. Spár Hag­stof­unnar gera ráð fyrir að erlendir rík­is­borg­arar geti orðið um 25 pró­sent þjóð­ar­innar árið 2065.

Það er því ánægju­legt að sjá hvað ódýr hræðslu­á­róður og útlend­inga­andúð sem byggir á val­kvæðum stað­reynd­um, mann­hatri eða rang­færslum nær lít­illi fót­festu í Reykja­vík nútím­ans. Borgin hefur enda breyst mjög mikið á skömmum tíma. Frá byrjun árs 2012 og fram að síð­ustu ára­mótum fjölg­aði erlendum íbúum hennar um 70 pró­sent. Þeir eru nú 15.640 tals­ins, eða 12,4 pró­sent íbúa höf­uð­borg­ar­inn­ar. Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar.

Sam­hliða þess­ari aukn­ingu hafa greiðslur Reykja­vík­ur­borgar vegna félags­legrar fram­færslu dreg­ist sam­an, greiðslur rík­is­ins vegna atvinnu­leys­is­bóta dreg­ist sam­an, glæpum fækk­að, skatt­tekjur auk­ist og hag­vöxtur vaxið ár frá ári. Þá eru ótaldir þeir fjöl­mörgu menn­ing­ar­legu og mann­legu fletir sem auðg­ast með snert­ingu við fólk sem kemur úr annarri átt en við eins­leitu Íslend­ing­arn­ir.

Þessi breyt­ing á við­móti gagn­vart útlend­inga­andúð er ekki ein­ungis bundin við Reykja­vík. Könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði í fyrra sýndi að tveir af hverjum þremur lands­mönnum vildi annað hvort auka fjölda inn­flytj­enda eða halda fjöld­anum óbreytt­um. Yngra fólk og það sem býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var mun jákvæð­ara gagn­vart inn­flytj­endum en aðrir hóp­ar. Nýleg könnun MMR sýndi til dæmis að 75 pró­sent lands­manna telja að fjöldi þeirra flótta­manna sem fá hæli hér­lendis sé annað hvort hæfi­legur eða of lít­ill. Það eru helst kjós­endur Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins sem telja að þeir séu of margir, auk ofan­greindra fram­boða auð­vit­að, sem mæl­ast bara varla með neina kjós­end­ur.

Í nið­­­ur­­­stöðum íslensku kosn­­­inga­rann­­­sókn­­­ar­innar 2007 töldu 34,6 pró­­­sent Íslend­inga að inn­­­flytj­endur væru alvar­­­leg ógn við þjóð­­­ar­ein­­­kenni okk­ar. Árið 2016 var það hlut­­fall komið niður í 17,8 pró­­sent, og hafði því helm­ing­­ast.

Þess­ari stöðu, og hug­ar­fars­breyt­ingu, ber að fagna. Líkt og for­maður Frels­is­flokks­ins bendir á í áður­nefndu ávarpi sínu þá hafa þjóð­ern­is­sinn­aðir kreddu­flokkar verið að auka fylgi sitt víða um heim með því að beita fyrir sig útlend­inga­andúð. Hann spáir þar að það sé „að­eins tíma­spurs­mál hvenær sú bylgja nær Íslands­strönd­um.“

Allar tölur sýna að sú spá er röng. Þvert á móti er frjáls­lyndi, umburð­ar­lyndi og mann­virð­ing í upp­sveiflu á Íslandi.

Af því eigum við að vera stolt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari