Auglýsing

Fyrir fjórum árum síðan mæld­ist fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins undir þremur pró­sentum nokkrum vikum fyrir kosn­ing­ar. Þá var ráð­ist í breyt­ingar á for­ystu­sveit fram­boðs­ins og Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir kölluð til sem odd­viti. Fyrst um sinn virt­ist hún ekki lík­leg til stór­ræða en átta dögum fyrir kjör­dag mætti hún í við­tal og sagði: „á meðan við erum með þjóð­­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­­trún­­að­­ar­­kirkj­una“.

Tvennt gerð­ist í kjöl­far­ið. Fylgi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins stórjókst og útlend­inga­andúð var allt í einu orðið aðal­­­kosn­­ing­­ar­­málið í sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ingum í Reykja­vík. For­ysta Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tók enga skýra afstöðu gegn þessum ummæl­­um. Svein­­björg túlk­aði „þögn for­yst­unnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“.

Fram­sókn fékk 10,7 pró­sent og tvo borg­ar­full­trúa kjörna.

Þrír flokkar end­ur­nýta kosn­inga­lof­orð

Svein­björg Birna hélt áfram á svip­uðum nótum á kjör­tíma­bil­inu. Í fyrra fór hún m.a. í við­tal á Útvarpi Sögu og sagði það fælist „sokk­inn kostn­að­ur“ í því fyrir Reykja­vík­­­ur­­borg að taka við börnum hæl­­is­­leit­enda í grunn­­skóla borg­­ar­inn­­ar. Nokkrum vikum síðar hætti hún í Fram­sókn­ar­flokknum og sagði ástæð­una vera sú að flokks­menn skorti sann­fær­ingu í afstöðu sinni til hæl­is­leit­enda.

Hún er nú í sér­fram­boði til borg­ar­stjórnar sem kall­ast „Borgin okkar Reykja­vík“. Helsta kosn­inga­bragð hennar er end­ur­vinnsla á moskumál­inu sem skil­aði Svein­björgu Birnu svo miklu fylgi fyrir fjórum árum síð­an.

Fylgi við fram­boðið mælist vart í könn­un­um.

Auglýsing
Tveir aðrir tærir útlend­inga­andúð­ar­flokkar eru í fram­boði í Reykja­vík. Annar kall­ast Íslenska þjóð­fylk­ingin og helsta stefnu­mál hennar er að draga til baka lóð undir mosku og allar leyf­is­veit­ingar vegna við­bygg­ingar á bæna­húsi múslíma í Öskju­hlíð. Flokk­ur­inn styður auk þess ekki „óheftan inn­flutn­ing hæl­is­leit­enda eða flótta­manna á kostnað íslenskra skatt­greið­enda eða á kostnað útsvars­greið­enda í Reykja­vík. Íslenska þjóð­fylk­ingin styður ekki fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag á Íslandi í þeim skiln­ingi að hér búi margar þjóðir með sitt­hvora menn­ing­una eins og allir aðrir flokkar á Alþingi eða núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík­[..]Svo kallað „fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag“ er stefna sem hefur verið þröngvað upp á þjóð­ina að henni for­spurðri.“

Fylgi Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar lítið sem ekk­ert.

Frels­is­flokk­ur­inn, sem vill íslenska þjóð í eigin landi, er klofn­ings­fram­boð frá Íslensku þjóð­fylk­ing­unni. Sára­lít­ill munur er hins vegar á stefnu­málum flokk­anna tveggja. Á meðal þess sem Frels­is­flokk­ur­inn setur á odd­inn er and­staða við moskubygg­ingu auk þess sem hann styður við þjóð­leg við­horf, kristna trú og gildi. Hann berst gegn því sem hann kallar taum­lausa alþjóða­væð­ingu og mis­heppn­aðri fjöl­menn­inga­stefnu. Í nýlegu ávarpi for­manns flokks­ins segir hann að það þurfi kjark til að kjósa Frels­is­flokk­inn. „Þegar í kjör­klef­ann er komið þarf eng­inn að vita hvað þú kýst og þú þarft heldur ekki að segja frá því.“

Kann­anir sýna að Frels­is­flokk­ur­inn höfðar til sára­fárra.

Allir græða

Ísland þarf á aðfluttu fólki að halda. Til að ná þeim hag­vaxt­ar­mark­miðum sem áætl­anir gera ráð fyrir þarf að bæta við tvö til þrjú þús­und erlendum starfs­mönnum til að vinna á Íslandi á ári. Spár Hag­stof­unnar gera ráð fyrir að erlendir rík­is­borg­arar geti orðið um 25 pró­sent þjóð­ar­innar árið 2065.

Það er því ánægju­legt að sjá hvað ódýr hræðslu­á­róður og útlend­inga­andúð sem byggir á val­kvæðum stað­reynd­um, mann­hatri eða rang­færslum nær lít­illi fót­festu í Reykja­vík nútím­ans. Borgin hefur enda breyst mjög mikið á skömmum tíma. Frá byrjun árs 2012 og fram að síð­ustu ára­mótum fjölg­aði erlendum íbúum hennar um 70 pró­sent. Þeir eru nú 15.640 tals­ins, eða 12,4 pró­sent íbúa höf­uð­borg­ar­inn­ar. Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar.

Sam­hliða þess­ari aukn­ingu hafa greiðslur Reykja­vík­ur­borgar vegna félags­legrar fram­færslu dreg­ist sam­an, greiðslur rík­is­ins vegna atvinnu­leys­is­bóta dreg­ist sam­an, glæpum fækk­að, skatt­tekjur auk­ist og hag­vöxtur vaxið ár frá ári. Þá eru ótaldir þeir fjöl­mörgu menn­ing­ar­legu og mann­legu fletir sem auðg­ast með snert­ingu við fólk sem kemur úr annarri átt en við eins­leitu Íslend­ing­arn­ir.

Þessi breyt­ing á við­móti gagn­vart útlend­inga­andúð er ekki ein­ungis bundin við Reykja­vík. Könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði í fyrra sýndi að tveir af hverjum þremur lands­mönnum vildi annað hvort auka fjölda inn­flytj­enda eða halda fjöld­anum óbreytt­um. Yngra fólk og það sem býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var mun jákvæð­ara gagn­vart inn­flytj­endum en aðrir hóp­ar. Nýleg könnun MMR sýndi til dæmis að 75 pró­sent lands­manna telja að fjöldi þeirra flótta­manna sem fá hæli hér­lendis sé annað hvort hæfi­legur eða of lít­ill. Það eru helst kjós­endur Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins sem telja að þeir séu of margir, auk ofan­greindra fram­boða auð­vit­að, sem mæl­ast bara varla með neina kjós­end­ur.

Í nið­­­ur­­­stöðum íslensku kosn­­­inga­rann­­­sókn­­­ar­innar 2007 töldu 34,6 pró­­­sent Íslend­inga að inn­­­flytj­endur væru alvar­­­leg ógn við þjóð­­­ar­ein­­­kenni okk­ar. Árið 2016 var það hlut­­fall komið niður í 17,8 pró­­sent, og hafði því helm­ing­­ast.

Þess­ari stöðu, og hug­ar­fars­breyt­ingu, ber að fagna. Líkt og for­maður Frels­is­flokks­ins bendir á í áður­nefndu ávarpi sínu þá hafa þjóð­ern­is­sinn­aðir kreddu­flokkar verið að auka fylgi sitt víða um heim með því að beita fyrir sig útlend­inga­andúð. Hann spáir þar að það sé „að­eins tíma­spurs­mál hvenær sú bylgja nær Íslands­strönd­um.“

Allar tölur sýna að sú spá er röng. Þvert á móti er frjáls­lyndi, umburð­ar­lyndi og mann­virð­ing í upp­sveiflu á Íslandi.

Af því eigum við að vera stolt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari