Hættur að læra

Kristján Atli Ragnarsson lýsir því í aðsendri grein hvernig hann ætlar hætta að vafra á netinu eftir viskunni og byrja að stýra eigin þekkingarleit.

Auglýsing

Ég hef ákveðið að hætta að læra nýja hluti. Ekki meiri þekk­ingu í minn haus, takk. Ég fram­kvæmdi eins konar vörutaln­ingu, eins langt og slík hug­ar­leik­fimi nær, og komst að því að ég veit nóg, í raun miklu meira en ég þarf að vita. Og mér finnst það ekki gagn­ast mér nógu vel. Ég sé bæði gáf­aðra fólk en mig og þau hin sem, tja, virð­ist skorta þekk­ing­ar­þorst­ann, og oft finnst mér báðir hópar lifa sínu lífi betur en ég. Blómstra jafn­vel. Þetta fyllir mig öfund. Mér líður eins og ég hljóti að hafa tekið ranga beygju ein­hvers stað­ar, lesið mig í gegnum skóg­ar­þykknið á meðan annað fólk valdi skemmtiskokk í beina línu við strand­lengj­una og kom í mark fleiri árum á undan mér.

Ekki mis­skilja mig, mér gengur ágæt­lega. Ég veit alveg hell­ing og nýti mér það óspart. Blómstra jafn­vel. Mér finnst frekar eins og ég hljóti að hafa náð ósýni­legum áfanga á ein­hverjum tíma­punkti, kom­ist á stað í líf­inu þar sem minn bikar varð barma­fullur af þekk­ingu og allt sem ég læri eða til­einka mér eftir þann áfanga valdi því að það flæði úr bik­arn­um. Þetta skapar ójafn­vægi og er til trafala.

Nýlega las ég grein þar sem því var haldið fram að gras­flatir væru eitt það versta sem mann­kyn hefði gert jörð­inni og sjálfu sér. Að vel hirtar gras­flatir væru í raun heims­ins versta fyr­ir­bæri, að ekki aðeins værum við að skemma nátt­úru­lega eig­in­leika grass­ins með þessum enda­lausa slætti okkar í leit að hinni full­komnu golf­flöt í for­garð­inum heldur værum við að eyða óguð­legum upp­hæðum fjár í þessa til­gangs­lausu iðju, svo ekki sé minnst á röskun á jafn­vægi nátt­úr­unn­ar, slys sem verða á fólki við slátt og svo enda­laust fram­veg­is.

Auglýsing

Gras­flatir. Ég veit ekk­ert hvað ég á að gera eftir að hafa lesið þessa grein. Get ég fræðst betur um þetta stór­kost­lega vanda­mál? Þarf ekki ein­hver að taka að sér að mynda sam­tök sem berj­ast gegn grasslætti? Á ég að gera það? Eflaust gæti ég platað fullt af öðrum síþreyttum úthverfa­pöbbum með mér í hreyf­ing­una. Við myndum kalla okkur Óvini sláttu­véla, eða Gras­vini. Við yrðum eflaust nokkuð fljótt að fjöl­mennu afli. En allt slíkt útheimtir vinnu, gríð­ar­lega vinnu og ég … ég nenni því bara ekki.

En hver er hinn kost­ur­inn? Að gera ekk­ert? Get ég setið heima hjá mér og horft á gjör­vallt mann­kyn útrýma sér með garðslætti? Vill eng­inn hugsa um börn­in?!

Ég vildi óska að ég hefði aldrei lesið þessa grein. Þessi vit­neskja þvælist bara fyr­ir. Ég get hvor­ugt aðhaf­st, til­hugs­unin um báða val­kosti er með öllu lam­andi. Bikar minn titrar svo að önnur viska hrekkur úr hon­um, þökk sé þessum stóra dropa sem ég átti ekk­ert með að láta detta ofan í. Og ég er ekki einu sinni byrj­aður að fjalla um stóru plast­ógn­ina, snjall­tækjafíkn­ina eða býfl­ug­urn­ar. Aum­ingja býfl­ug­urnar! Þær eru að deyja. Hver ætlar að bjarga býflug­un­um? Á ég að gera það?

Nei. Ég hef ákveðið að hætta að læra nýja hluti. Það er hvort eð er eng­inn eftir í mínu lífi sem fylgir lær­dómi mínum eft­ir. Fyrsta ald­ar­fjórð­ung ævinnar skipt­ist fólk á að troða í mig upp­lýs­ing­um. For­eldr­ar, kenn­ar­ar, þjálf­ar­ar, annað almennt full­orðið fólk, vinnu­veit­end­ur, pró­fess­or­ar. Pistla­höf­und­ar.

Á ein­hverjum tíma­punkti varð ég minn eigin herra. Þetta var það besta sem gat komið fyrir mig, eða það hélt ég að minnsta kosti. Ég var hepp­inn, for­rétt­indapési, man þegar ég gekk út úr háskól­anum og beint inn í vel laun­aða yfir­manns­stöðu. Mér var treyst, ég var búinn að læra lex­í­urnar. En ég átt­aði mig ekki á að eitt hafði ég ekki lært á þess­ari kvar­töld, og það var að stýra eigin þekk­ing­ar­leit. Ára­tug síðar les ég engar greinar nema ein­hver mæli með þeim á Face­book og Twitt­er, fræði­mennskan fer að mestu fram á YouTube og ef Sindri Sindra eða Bogi Ágústs segja mér ekki fréttir af atburðum í kvöld­fréttum gerð­ust þeir ekki. Fake news. Ef ég hefði lok­ast inni í helli við útskrift væri ég eflaust betur staddur en í dag. Þá hefði ég getað tekið mitt full­komna þekk­ing­ar­jafn­vægi eftir full­an, akademískan feril og nýtt það eins og mér var ætl­að. Vernd­aður af berg­máli eigin hugs­ana. En mér var hins vegar ekki sjálfrátt. Ég tók við full­komnum kok­teil og fór að hella kar­dimommu­dropum og Red Bull út í. Í dag er þetta rusl ódrekk­andi. Inni­halds­efnin eru öll þarna en það skortir jafn­væg­ið.

Æi, fokk. Ég er búinn að fara allt of langt með þessa drykkj­ar­sam­lík­ingu hér. Þetta var góð hug­mynd en ég gekk allt of langt með hana. Og ég er senni­lega far­inn að end­ur­taka mig líka. Þessi pist­ill byrj­aði svo vel, en ég er alveg búinn að klúðra þessu. Snilld­ar­pæl­ingin hefur breyst í Face­book-sta­tus, ef þá það. Ég biðst for­láts.

Kannski ætti ég að gera eitt­hvað í þessu. Ég á master­inn alltaf eft­ir. Það er spurn­ing hvort ég skrái mig ekki bara í háskól­ann, taki slag­inn. Það er skömminni skárra en að hanga á YouTube og Face­book, og ég er nokkuð viss um að kenn­ar­arnir í Háskól­anum eru langtum ólík­legri til að reyna að troða Jor­dan Pet­er­son og Russell Brand inná mig sem ein­hverjum leið­ar­ljós­um. Og ég skal hundur heita ef ég verð lát­inn lesa dóms­dags­spár tengdar grasslætti í Árna­garði. Ann­ars er grasið hér í garð­inum mínum orðið ansi loð­ið. Hvernig get ég tekið svona stóra ákvörð­un? Það er spurn­ing um að mal­bika þetta bara í sum­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar