Auglýsing

Tekju­blöðin komu út í síð­ustu viku. Þar eru mán­að­ar­laun hátt í 4 þús­und Íslend­inga birtar og reikn­aðar út með því að álykta út frá útsvars­stofni sam­kvæmt álagn­inga­skrá. Þar kennir ýmissa grasa. Sumir eru með margar millj­ónir á mán­uði. Aðrir minna, flestir raun­ar. Eins og geng­ur. Mikið af harð­dug­legu fólki sem vinnur vinn­una sína eins og gert er ráð fyr­ir. Frum­kvöðl­ar, milli­stjórn­end­ur, mennta­fólk og lista­menn. Og fleiri. Alls kon­ar.

Þó að tekju­blöðin séu eng­inn heil­agur sann­leikur um stöðu sam­fé­lags­ins þá segja þau vissa og nokkuð skýra sögu. Það er arð­bær­ast í íslensku sam­fé­lagi að passa pen­inga. Í blöð­unum má finna blað­síðu eftir blað­síðu af alls konar mis­mun­andi milli­færslu­fólki með tvær millj­ónir á mán­uði að gera eitt­hvað fyrir bankana, líf­eyr­is­sjóð­ina, þrota­bú­in, trygg­inga­fé­lög­in. Lög­fræð­ing­ar, fjár­fest­ar, við­skipta­fræð­ing­ar, end­ur­skoð­end­ur, ráð­gjaf­ar. Að víla og díla með okkar pen­inga, inn­stæður okk­ar, líf­eyr­inn og kröf­ur. Sumir með mán­að­ar­laun sem eru 187 föld lág­marks­laun.

Það er ein­fald­lega miklu skyn­sam­legra að passa pen­inga en passa til dæmis börn. Eng­inn leik­skóla­stjóri eða -kenn­ari er í Tekju­blaði Frjálsrar versl­un­ar. Þeir rata ekki þangað inn. Matið er kannski svo að öllum sé sama um hvað leik­skóla­starfs­menn eru með í laun. Þeir selja engin blöð. Það á við um miklu fleiri stétt­ir. Þær sem vinna með annað fólk, gam­alt og ungt. Þær sem þrífa upp eftir hina og þau sem vinna þunga­vinnu. Og svo fram­vegis og svo fram­veg­is. Hæst­laun­aði leik­ar­inn er með sömu laun og miðl­ungs­maður í flokknum „næst­ráð­endur og fleiri“. Venju­legir miðl­ungs­laun­aðir fjöl­miðla­menn eru með sam­bæri­legar fjár­hæðir á mán­uði og þeir lægstu í flokknum „ýmsir menn úr atvinnu­líf­in­u“.

Auglýsing

Ef litið er yfir sviðið er engin leið að átta sig algjör­lega á því hvað veldur því að þetta er svona. Af hverju við höfum ákveðið verð­leggja sum þess­ara starfa svona miklum mun hærra en önn­ur. Það er ekki eins og það sé ekki eft­isp­urn eftir kenn­urum og leik­skóla­kenn­ur­um. Það er meira að segja umfram­eft­ir­spurn. Bara inn á vef Reykja­vík­ur­borgar voru í þess­ari viku 22 aug­lýs­ingar eftir leik­skóla­kenn­urum og ell­efu grunn­skóla­kenn­urum og flestir skól­anna eru ekki einu sinni byrj­aðir að kvíða haustinu. Hátt í 40 starfs­menn vantar í skól­ana bæði í Kópa­vogi og Hafn­ar­firði. Lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurnar eru víðs fjarri.

Fjöl­miðlaum­hverfið kemur sér­stak­lega kald­hæðn­is­lega út í tekju­blöð­un­um. Mun­ur­inn á launum fjöl­miðla­fólks, sem vinnur við að veita almenn­ingi upp­lýs­ingar um gang sam­fé­lags­ins, upp­lýs­ingar sem eru nauð­syn­legar fyrir alla að hafa aðgang að til að geta verið virkir þátt­tak­endur í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi, og lobbí­ist­anna eða hags­muna­sam­tak­anna, þeirra sem sjá um að mála glans­mynd af þeim hæst­laun­uð­ustu í sam­fé­lag­inu, til dæmis atvinnu­rek­enda og fjár­mála­kerf­is­ins, er gígantísk­ur. Þessi munur á verð­lagn­ingu starfa er svo mik­ill að hann væri eig­in­lega fynd­inn ef hann væri ekki svona fárán­legur og bein­línis hættu­leg­ur.

Hvernig má það vera að þessir varð­hundar atvinnu­rek­enda eða þessi ótrú­legi fjöldi sem vinnur við að við­halda fjár­mála­kerfi sem er frá­leitt stórt miðað við mann­fjöld­ann hér á landi sem og umfang við­fangs­efn­is­ins, íslensks fjár­mála­kerfis sem lengst af frá hruni hefur starfað innan hafta, séu svona marg­falt verð­mæt­ari heldur en svo margir aðrir í sam­fé­lag­inu?

Það er í grunn­inn alveg sama hvar fólk stendur póli­tískt. Hvort það er jafn­að­ar­menn sem vilja beita lögum og skatt­heimtu til að jafna stöðu borg­ar­anna eða tals­menn ein­stak­lings- og við­skipta­frelsis sem trúa og treysta á því að mark­að­ur­inn leysi til lengri og skemmri tíma öll vanda­mál. Þessi staða er gal­in. Það er ekki til nein vit­ræn skýr­ing á því hvað varð til þess að við sem sam­fé­lag ákváðum að mál­unum væri best fyr­ir­komið með þessum hætti. Að kennsla skipti okkur svona miklu minna máli en mark­aðs­stjórnun í Lands­bank­an­um. Að sá leik­ari sem var verð­laun­aður fyrir að skara fram úr öllum á sínu sviði á síð­asta ári sé jafn okkur verð­mætur og við­skipta­stjóri sjáv­ar­út­vegs Íslands­banka.

Við erum búin að mála okkur út í horn. Ein­hvern veg­inn gerð­ist það bara að sam­fé­lagið þró­að­ist með þessum hætti.

Flestir eru með­vit­aðir um að án atvinnu­lífs­ins, án verð­mæta­sköp­unar í hvaða mynd sem er, er ekk­ert af hinu mögu­legt. En atvinnu­líf­ið, verð­mæta­sköp­un­in, er að sama skapi full­kom­lega háð öllu hinu. Hvar væri atvinnu­lífið án kennar­anna sem menntar alla fræð­ing­ana sem prýða síður tekju­blað­anna? Hvar væri sam­fé­lagið án lista? Án fjöl­miðla? Án ljós­mæðra?

Það er alveg örugg­lega þannig að ein­hver störf eru verð­mæt­ari en önn­ur. Hver þau eru skal hér ósagt lát­ið. En sú nið­ur­staða sem birt­ist okkur í tekju­blöð­unum er með þeim hætti að hægt er að full­yrða að matið okkar fór ein­hvers staðar út af leið, er orðið ramm­skakkt. Spurn­ingin er hvernig og hvenær það verður lagað og leið­rétt. Af því leið­rétt­ing á þess­ari skekkju er óhjá­kvæmi­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari