Sögulegt skref í Singapúr

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson sérfræðingur í stjórnmálum A-Evrópu skrifar um sögulegan fund Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, og mögulegar afleiðingar þessa fundar.

Auglýsing

Eftir að hafa nið­ur­lægt for­sæt­is­ráð­herra Kanada á fundi G7 og nán­ast lýst yfir við­skipta­stríði við helstu banda­menn sína í Evr­ópu fór for­seti Trump til Singapúr og hitt náunga sem hann virð­ist hafa miklar mætur á; Kim Jong Un, ein­ræð­is­herra í Norð­ur­-Kóreu. En fram­tíðin er óljós í kjöl­far fund­ar­ins, þrátt fyrir tíst for­set­ans um annað og fund­ur­inn í Singapúr ef til vill aðeins fyrsta skrefið á langri göngu.

Þetta var lengsta fjöl­skyldu­ferð sem Kim Jong Un hafði fari í. Já, fjöl­skyldu­ferð vegna þess að frétta­myndir sýndu að helsti aðstoð­ar­maður hans var systir hans, ,,hið ljósa man“ Kim Yo Jong (sem vakti mikla athygli á síð­ustu vetr­ar­ólymp­íu­leikum). Það var hún sem rúll­aði stólnum undir Kim þegar hann sett­ist til að skrifa undir samn­ing­inn við Don­ald Trump í Singapúr og það var hún sem skipti um penna, sem Kim síðan not­aði til að pára nafn sitt á sama samn­ing (sagt er að á borð­inu hafi legið penni með inn­sigli Don­ald Trump, sem Kim vildi að sjálf­sögðu ekki nota).

Þessi topp­fund­ur/­leið­toga­fundur var vissu­lega sögu­leg­ur. Aldrei hafði leið­togi hins hrylli­lega ,,ætt­ar­ein­ræð­is“ í Norð­ur­-Kóreu hitt sitj­andi for­seta Banda­ríkj­anna. En fund­ur­inn hafði verið blás­inn af fyrir nokkrum vik­um, eftir að Kim (Norð­ur­-Kór­ea) hafði lýst Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna sem póli­tísku fífli. Það olli reiði í Was­hington. Á mán­uð­unum þar á undan hafði ríkt nán­ast stríðs­á­stand á milli ríkj­anna, með ótrú­legum fúk­yrðum á báða bóga, nið­ur­læg­ingum og fleiru. Norð­ur­-Kóreu­menn höfðu verið að gera til­raunir með kjarn­orku­vopn og hót­uðu meðal ann­ars Banda­ríkja­mönnum að þeir væru nú komnir með flug­skeyti sem gætu náð alla leið­ina þang­að. Voru þeir meðal ann­ars að ,,leika sér“ við að skjóta flug­skeytum yfir Jap­an, sem setti allt á annan end­ann þar.

Auglýsing

Illska í Was­hington – en fundur samt

Allt þetta brölt olli illsku í Was­hington. En þar sem sitj­andi for­seta Banda­ríkj­anna  virð­ist líka vel við nán­ast hvaða ein­ræð­is­herra sem er, þá var fund­ur­inn settur aftur á og ákveðið að hafa hann í Singapúr í Asíu. Kim Jong Un er ein­ræð­is­herra í landi sínu og má því ekki fara of langt að heiman, enda var fund­ur­inn varla búinn þegar hann hopp­aði upp í banda­ríska júm­bó­þotu (annað varla passandi fyrir Kim) í eigu Air China og brun­aði beint heim til höf­uð­borg­ar­innar Pyonyang. Þar þarf hann að halda í alla spotta, alltaf, enda eng­inn ,,að­stoð­ar­-ein­ræð­is­herra“ til í Norð­ur­-Kóreu. Kim hefur þó grein­lega sína tryggu systur sér við hlið. Það sást á öllum myndum frá Singapúr, á meðan Trump hafði nýlegan utan­rík­is­ráð­herra, Mike Pompeio, sér við hlið.

Allt í hámynd

Trump hefur verið stór­yrtur eftir fund­inn á upp­á­halds­græj­unni sinni, Twitter og (eins og um allt ann­að) talað um hann í hámynd. Trump hefur t.d. full­yrt að kjarn­orku­hættan frá N-Kóreu sé úr sög­unni. Bara búið mál! Öll kjarna­vopn N-Kóreu eru þó enn til staðar og í samn­ingnum sjálfum eru engin ákvæði um eft­ir­lit, tímara­mmar eða anna slíkt, sem negla það niður hvernig N-Kórea á að ,,af­kjarn­orku­væðast“ (den­ucle­arization) á næstu árum, sem var og er helsta krafa Trump og félaga. Samn­ing­ur­inn sjálfur var aðeins 440 orð (nær ekki 1 A4 síðu) og hafa margir frétta­skýrendur lýst honum sem óljósum, allt sem Trump hafi í raun fengið séu bara lof­orð frá N-Kóreu (Kim) og engar trygg­ing­ar. Hingað til hefur N-Kórea svikið nán­ast öll lof­orð í sam­bandi við kjarn­orku­mál sín – og þetta er ekki fyrsti samn­ing­ur­inn (og sam­þykkt­ir) sem þeir gera um kjarn­orku­vopn, um fjölda slíkra er að ræða frá liðnum ára­tug­um.

Kjarn­orkan er valda­tæki Kim

Enda má segja að kjarn­orku­vopna­eign og aðgangur að kjarn­orku­tækni sé ein helsta líf­lína Norð­ur­-Kóreu og tryggi í raun­inni völd leið­toga lands­ins og hafi gert í gegnum tíð­ina. Landið er álíka stórt og Ísland en íbúa­fjöldi þess er um 25 millj­ónir manna eða álíka og íbúar allra Norð­ur­land­anna. Í kringum það eru önnur öflug kjarn­orku­veldi, Rúss­land og Kína. Ríkið varð til í kjöl­far seinni heims­styrj­aldar (eftir sigur Banda­ríkj­anna á Japön­um) og nán­ast óþekktur komm­ún­isti, Kim Il Sung varð leið­togi þess. Hlaut það nafnið Alþýðu­lýð­veldið Kór­ea. Stríð braust hins­vegar aftur út tveimur árum seinna þegar N-Kórea réð­ist inn í Suð­ur­-Kóreu. Rússar og Kín­verjar studdu inn­rás­ar­liðið en gegn því stóðu and­stæð­ingar þeirra í suðri, sem nutu aðstoðar Sam­ein­uðu þjóð­anna og Banda­ríkja­manna. Talið er að á bil­inu 2-3 millj­ónir manna hafi fallið í þessu grimmi­lega stríði, sem stóð yfir frá júní árið 1950 til loka júlí 1953.

Frá und­ir­ritun vopna­hléssamn­inga hefur því í raun ríkt stríðs­á­stand á milli land­anna. Fyrsti leið­togi N-Kóreu, Kim IL Sung féll frá árið árið 1994 (reyndar er enn talað um að hann sé lif­andi) og við tók sonur hans, Kim Jong IL. Hann pass­aði upp á þetta lok­að­asta land heims fram til 2011, þegar sonur hans, Kim Jong Un, tók við, aðeins 27 ára gam­all. Þá stað­reynd gerði Don­ald Trump að umtals­efni sínu í kjöl­far fund­ar­ins, þar sem hann lýsti yfir mik­illi aðdáun á harð­stjór­anum unga og hvað honum hefði nú tek­ist vel upp með þetta – þ.e.a.s að taka við og stjórna öllu heila klabb­inu, aðeins 27 ára gam­all. Trump tal­aði hins­vegar lítið um að tugir, jafn­vel hund­ruðir manna hafa verið teknir af lífi í stjórn­ar­tíð Kim Jong Un og talið er að hann hafi einnig látið kála hálf­-bróður sínum Kim Ying Nam (sem sagt er hann hafi skamm­ast sín fyr­ir) á flug­vell­inum í Kuala Lumpur í Malasíu. Til­ræðið var óvenju ógeðslegt, en að  verki voru tvær konur og not­uðu þær VX-­tauga­gas tils verks­ins, sem klínt var á and­lit hálf­bróð­ur­ins. Þá var einnig lítið rætt um stór­felld mann­rétt­inda­brot N-Kóreu á fund­inum og litlum fréttum fer af þeim mála­flokki og mik­il­vægi hans. Enda verður kannski að telj­ast fremur ólík­legt að for­seti sem hermir opin­ber­lega eftir fötl­uðum ein­stak­lingum og gerir lítið úr kon­um, hafi mik­inn áhuga á mann­rétt­ind­um. Í þessu sam­hengi má einnig nefna að talið er að um 100-200 þús­und manns séu í vinnu og þrælk­un­ar­búðum í Norð­ur­-Kóreu, því sem kallað hefur verið ,,gúlag“ og var mest notað í þriðja ríki Adolfs Hitlers og á valda­tíma komm­ún­ista í Sov­érík­un­um.

Ein­ræð­is­að­dáun Trump

Ann­ars er þessi aug­ljósa aðdáun Don­ald Trump á helstu ein­ræð­is­herrum heims sér­stak­lega áhuga­vert fyr­ir­bæri, en á sama tíma nokkuð ógn­vekj­andi. Í kjöl­far fund­ar­ins lýsti hann Kim Jong Un sem ein­stak­lega skemmti­legum (,,very funny guy“), frá­bærum samn­inga­manni og sterkum og gáf­uðum leið­toga sem elskar þjóð sína (sem hefur soltið heilu hungri undir stjórn feðganna)! Þá hefur hann einnig farið mjög lof­sam­legum orðum um Pútín Rúss­lands­for­seta, sem er í raun ein­ráður í Rúss­landi. Leið­togi Kína, Xi Jin­p­ing, hefur líka fengið hrós frá Trump, þó hann hafi einnig talað illa um kín­versku þjóð­ina. Eng­inn for­seti Banda­ríkj­anna sem ég man eftir hefur tala með þessum hætti um helstu alræð­is­leið­toga heims­ins.

Trump ræður hjá Trump

Þetta allt saman er kannski ekki svo skrýtið í ljósi þess að Don­ald Trump er eig­in­lega ein­ráður sjálfur í sínu umhverfi. Hann hefur í gegnum sinn feril sem fast­eigna­brask­ari (hann rugl­að­ist reyndar á hlut­verk­unum í Singapúr) stjórnað öllu í kringum sig. Ekk­ert sem gerst hefur í kringum Trump hefur ekki verið sam­þykkt af Trump. Hann er í raun for­rétt­indagutti sem fékk ríku­lega for­gjöf frá föður sín­um, sem einnig var í fast­eigna­brans­an­um, og hefur í gegnum tíð­ina van­ist því að stýra og stjórna öllu í kringum sjálfan sig (sem hann er greini­lega mjög upp­fullur af). Það er því kannski bara eðli­legt að hann hríf­ist af öðrum ,,Al­fa-köll­um“ í kringum sig þegar hann sér þá? En nú þegar eru farin að sjást hættu­leg merki þess­arar hegð­unar í kringum Trump og til að mynda er farið að tala um að Repúblíkana­flokk­ur­inn (sem Trump til­heyrir nú, hann var líka einu sinni demókrati) sé að breyt­ast í eins­konar ,,Trump-költ“ eða sér­trú­ar­söfn­uð, þar sem skefja­laus per­sónu­dýrkun á sér stað gagn­vart Trump og bara ,,Trump-lín­unni“ sé fylgt. En per­sónu­dýrkun og upp­hafn­ing sterkra leið­toga hefur einmitt verið eitt af helstu ein­kennum alræðis og fas­ista­stjórna í gegnum tíð­ina. Verstu dæmin um þetta eru Adolf Hitler, Jósef Stalín og einmitt Kim IL Sung, sem ef til vill er lang­sam­lega versta dæm­ið.

Opn­ast raun­veru­legar dyr?

En aftur að leið­toga­fund­in­um. Það sem er kannski jákvæð­ast við hann er að menn séu nú að tala saman - að menn séu að kynn­ast (,,know your enemy“). Það er mik­il­vægt og það getur opnað dyr. Utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeio verður á ferð­inni í Asíu á næst­unni að manni skil­st, til að fylgja fund­inum eft­ir. Norð­ur­-Kórea býr við miklar við­skipta­þving­anir og lífs­gæði þar eru mörgum sinnum lak­ari en í lönd­unum í kring, nema fyrir þá sem búa í Pyonyang, flokks­gæð­inga komm­ún­ista­flokks­ins, aðila innan hers­ins og fleiri slíka. Enda er þetta fólkið sem eru helstu burða­rásar valda­kerfis Kim Jong Un. Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar (1994-1998) gekk hung­ursneyð yfir landið og talið að allt að 1-2 millj­ónir manna hafi lát­ist. En þar sem um er að ræða eitt lok­að­asta land í heimi er mjög erfitt að fá allar tölur stað­fest­ar. Þetta er þó talið nokkuð öruggt. Helsti við­skipta­að­ili lands­ins er Kína og talið að um tölu­verða ,,svarta versl­un“ sé að ræða á landa­mærum ríkj­anna. Kína vill ekki frek­ari vand­ræði í N-Kóreu, en það getur valdið miklum flótta­manna­vanda yfir til Kína og á því hafa valda­menn í Pek­ing engan áhuga.

Tak­ist Banda­ríkja­mönnum hins­vegar eftir fund­inn að halda þess­ari nýju línu opinni þá er ekki ólík­legt að eitt­hvað meira jákvætt geti gerst í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Norð­ur­-Kóreu. Sem er gott og ætti ef til vill að auka lík­urnar á var­an­legum friði og stöð­ug­leika á svæð­inu.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala­há­skól­anum í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar