Ánægjuleg tímamót - Óhagræðið er ekkert grín

Auglýsing

Skrán­ing Arion banka á markað hefur heppn­ast vel og er mik­il­væg fyrir íslenskt efna­hags­líf.

Eitt af því sem er mik­il­væg­ast við skrán­ing­una, er að í aðdrag­anda hennar fór fram hrein­skiptin umræða um stöðu íslenska banka­kerf­is­ins eftir end­ur­reisn­ina á grund­velli neyð­ar­lag­anna og fjár­magns­hafta fyrir tæpum ára­tug. Þegar hugsað er til baka, þá var þetta eðli­leg - en vissu­lega nokkuð hörð - rök­ræða um hvernig væri best að end­ur­heimta traust á banka­kerf­inu og tengja það við alþjóð­lega fjár­magns­mark­aði. Þó það eigi alveg eftir að koma í ljós, hvernig fjár­festar muni horfa til Arion banka á skráðum mark­aði til fram­tíð­ar, þá er skrán­ingin engu að síður mik­il­væg fyrir upp­bygg­ingu mark­aðs­bú­skap­ar.

Sitt sýnd­ist hverj­um, og sýn­ist eflaust enn, en stóra myndin er sú, að það skiptir Ísland máli að í land­inu sé fjár­mála­kerfi sem getur talist traust. 

Auglýsing

Búið að hreinsa íslenska kerfið

Með neyð­ar­lög­unum og fjár­magns­höft­unum - og þeirri víg­stöðu sem þau sköp­uðu í end­ur­reisn­ar­starf­inu - tókst að „hreinsa“ íslenska banka­kerfið vel. 

Erlendis hefur ekk­ert slíkt tæki­færi kom­ið. For­vitni­legt verður að fylgj­ast með við­brögðum á fjár­mála­mörk­uðum í Evr­ópu í haust, þegar magn­bund­inni íhlutun (QE) Seðla­banka Evr­ópu lýk­ur, eins og hann hefur nú form­lega boð­að. Með henni hefur tek­ist að halda hjól­unum á fjár­mála­mörk­uðum gang­andi, með stór­felldum kaupum á skulda­bréfum ríkja og fyr­ir­tækja, en spurn­ingin er hvaða veru­leiki það verður sem birt­ist þegar henni lýk­ur.

Á Íslandi er staða hinna end­ur­reistu banka nokkuð skýr.

Efna­hags­reikn­ing­arnir sýna að að bank­arnir eru gjör­ó­líkir þeim sem hrundu eins og spila­borg dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008, enda er starf­semin nú ein­angruð við Ísland, svo til alveg. Eig­in­fjár­hlut­föll eru há, á bil­inu 24 til 30 pró­sent. Í þetta skiptið er eigið féð heldur ekki falskt, eins og var þá.

Tvö­falda skrán­ing Arion banka, á Íslandi og í Sví­þjóð, gæti opnað dyr að frek­ari verk­efnum fyrir bank­ann og þá grund­völl fyrir frek­ari skyn­sam­legri útvíkkun á þjón­ustu hans. Það yrði þá útrás, með jákvæðum for­merkjum en ekki bólu­vexti og fífl­djarfri áhættu­töku eins og síð­ast þegar bank­arnir fóru í útrás.

Miklir hags­munir fyrir ríkið

Íslenskur almenn­ingur á mikla hags­muni undir því að vel tak­ist til í því að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald á íslensku bönk­un­um, t.d. með sölu á þeim í gegnum skrán­ingu á mark­að, með sam­bæri­legum hætti og gert hefur verið með Arion banka.

Ef það má læra eitt­hvað af þeirri skrán­ingu, sem má tala um sem víti til varast, þá er það óþol­in­mæði fjár­festa gagn­vart óhag­kvæmum rekstri. Verð­mið­inn sem fékkst fyrir hluti í Arion banka var ekki svo hár, eða 0,6 til 0,7 sinnum eigið fé bank­ans.

Arð­semi eig­in­fjár Arion banka var undir 5 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, og það var svipað hjá Íslands­banka. Kostn­að­ar­hlut­föll hafa verið í krinum 70 pró­sent. Hjá Lands­bank­anum var arð­semi eig­in­fjár í fyrra 8,2 pró­sent en kostn­að­arfhlut­fallið var rúm­lega 46 pró­sent. 

Það hefur sveifl­ast nokkuð hjá bönk­unum eftir upp­gjörum, en í stuttu máli sagt, þá benda rekstr­ar­kenni­tölur bank­anna til þess að þeir séu óhag­kvæmir í alþjóð­legum sam­an­burði.

Spurn­ingin fyrir ríkið - og þar með almenn­ing - er hvort það sé skyn­sam­legt, að hag­ræða veru­lega í rekstri bank­ana áður en þeir eru seld­ir, til að fá sem hæst verð fyrir þá? Það er að mörgu leyti rök­rétt að sam­eina Íslands­banka og Lands­bank­ann, í ljósi þess að sami eig­and­inn er að þeim báðum, en lík­lega myndi Sam­keppn­is­eft­ir­litið finna því allt til for­áttu, ein­hverra hluta vegna.

Það er yfir­lýst stefna rík­is­ins að selja Íslands­banka, en halda eftir um 30 til 40 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Miklar stærðir

Ef íslenska ríkið fengi jafn mikið fyrir þá hluti sem það ætlar að selja, miðað við það sem það sem fékk fyrir 13 pró­sent hlut­inn í Arion banka (23,4 millj­arð­ar), þá getur ríkið fengið 263 millj­arða króna í sinn hlut. Það er miðað við 0,8 sinnum eigið fé, miðað við það að ríkið selji 60 pró­sent hlut í Lands­bank­anum og Íslands­banka að öllu leyti.

Sam­tals er eigið fé rík­is­bank­ana tveggja 427,1 millj­arður króna, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra.

Óhag­ræðið í banka­kerf­inu er ekk­ert grín fyrir almenn­ing. Í því felst bruðl með almannafé sem ann­ars myndi nýt­ast með skyn­sam­ari hætti, t.d. í að bæta mennta- og heil­brigð­is­kerf­ið. Þegar ríkið á banka­kerfið að stórum hluta, þá eru almanna­hags­munir í húfi þegar kemur að hag­kvæmni í rekstri.

Ef ríkið fengi 0,6 sinnum eigið fé - en ekki 0,8 - þá fengi ríkið 197,2 millj­arða í sinn hlut. Það munar meira en 65 millj­örðum króna. Það má gera ýmis­legt fyrir þann pen­ing.

Íslensk stjórn­völd ættu að gera miklar kröfur til bank­anna sem almenn­ingur á, um að þar sé ekki verið að bruðla með fjár­muni og að rekst­ur­inn stand­ist sam­an­burð þegar kemur að hag­kvæmni. Í ljósi þess að bank­arnir eru ein­ungis að sinna okkar litla mark­aði, með 200 þús­und manna vinnu­markað und­ir, þá ætti það ekki að vera ósann­gjörn krafa og til­tölu­lega auð­velt að fara eftir henn­i. 

Miklar breyt­ingar á rekstr­ar­um­hverfi banka, meðal ann­ars vegna auk­innar þátt­töku fjár­tækni­fyr­ir­tækja í greiðslu­miðl­un, gera líka þá kröfu til þeirra, að þeir séu reknir með hag­kvæmum hætt­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari