Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna

Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallar um árangur íslenska landsliðsins í aðsendri grein og hvernig stemningin gefur Íslendingum tólfta og jafnvel þrettánda manninn inn á völlinn.

Auglýsing

Eftir árangur fót­boltalands­liðs­ins á síð­ustu miss­erum, sem náði hvað hæst í jafn­tefl­inu við Argent­ínu­menn, er auð­velt að láta stemn­ing­una og þjóð­ar­remb­ing­inn hlaupa með sig í gönur og halda því fram að við Íslend­ingar séum eitt­hvað merki­legri en allir aðr­ir. Svo er þó lík­lega ekki. Eða eins og segir í heim­ild­ar­mynd­inni Síð­asta áminn­ingin – sem fjallar einmitt um fót­bolta­strák­ana okk­ar: „Ís­lend­ingar eru jú bara venju­legt fólk. Ekk­ert ómerki­legri en aðr­ir, en ekk­ert merki­legri held­ur.” Það er aftur á móti óum­deilt í huga flestra að Argent­ínu­menn eru með mun betri knatt­spyrnu­menn en við Íslend­ingar – sem sýndi sig til að mynda í opin­berri töl­fræði leiks­ins þar sem Argent­ínu­menn voru 80% með bolt­ann á móti 20% hjá okkur Íslend­ing­um. En það er ekki allt. Maður hafði það alla vega á til­finn­ing­unni, þegar maður horfði á fyrsta leik þjóð­anna á HM, að íslensku leik­menn­irnir spil­uðu eins og lið á meðan leik­menn Argent­ínu spil­uðu sem ein­stak­ling­ar.

Okkur Íslend­ingum hefur jafnan verið tíð­rætt um sam­stöð­una og liðs­heild­ina hjá okkar mönnum og hreykt okkur af henni á manna­mót­um. En getum við með réttu sagt að stemn­ingin hjá íslenskum íþrótta­lands­liðum sé eitt­hvað betri eða merki­legri en hjá öðrum þjóð­um? Ekk­ert endi­lega, en við getum þó með ágætis rökum haldið því fram að það var meiri liðs­stemn­ing og karakter hjá íslenska lið­inu en því argent­ínska í leiknum á laug­ar­dag­inn.

Í nýlegri rann­sókn sem gerð var á Evr­ópu­móti karla í knatt­spyrnu 2016 kemur fram að þau lið sem sungu með þjóð­söngvum sínum – og sungu af ástríðu og inn­lifun – náðu betri árangri en þau lið sem gerðu það síð­ur. Sér­stak­lega voru þessi lið ólík­legri til að fá á sig mörk en þau lið sem voru ástríðu­laus í þjóð­söngvun­um. Hvað sem er svo sem til í því þá sáust strax merki þess í þjóð­söngvum Íslands og Argent­ínu í hvoru lið­anna sam­staðan var meiri. Leik­menn Argent­ínu stóðu langt frá hvor öðrum, og snéri mark­vörður liðs­ins meira að segja í aðra átt en aðrir leik­menn liðs­ins. Eng­inn söng með þjóð­söngn­um. Íslensku leik­menn­irnir stóðu aftur á móti þétt sam­an, vöfðu örmum um hvor ann­an, og flestir sungu með þjóð­söngnum á meðan aðrir störðu ein­beittir fram á við. Og á meðan Heimir Hall­gríms­son þjálf­ari Íslands stóð með lokuð augun og hélt utan um félaga sína þar sem hann söng með að inn­lifun þá stóð þjálf­ari Argent­ínu­manna einn á hlaupa­braut­inni, eitt­hvað óró­legur eins og hann væri að bíða í röð eftir ein­hverju, og færð­ist ekki eitt orð af vör­um. Þessi aug­ljósu merki sam­stöðu sáust strax hjá íslenska lið­inu en þau voru ekki til staðar hjá Argent­ínu­mönn­um. Og þetta var for­smekk­ur­inn að því sem koma skildi.

Auglýsing

Þetta stað­festi grein­ing á tákn­rænum sam­skiptum sem ég fram­kvæmdi á sjón­varps­upp­töku af leiknum sjálfum á milli Íslands og Argent­ínu. Laus­leg grein­ing á lát­bragði, nánd og sam­skiptum leik­manna í leikn­um, það er þeim jákvæðu boð­skiptum sem búa til stemn­ingu, ýta undir sam­kennd og smita von og trú manna á milli , sýnir að íslensku leik­menn­irnir voru mun virk­ari en þeir argent­ínsku í jákvæðum boð­skiptum sín á milli. Stemn­ingin var okkar meg­in. Sjón­varps­upp­taka af knatt­spyrnu­leik er auð­vitað tak­mark­andi og gefur ekki heild­ar­upp­lýs­ingar um magn ýmissa tákn­bund­inna sam­skipta í heilum leik, en það er engu að síður hægt að líta á sjón­varps­upp­töku sem úrtak úr þýði knatt­spyrnu­leiks þar sem úrtakið er lík­legt til að end­ur­spegla þýð­ið. Þ.e. því oftar sem atferlið næst í mynd, því oftar á það sér stað í sjálfum leikn­um.

Á upp­töku af leiknum sjálfum sjást leik­menn íslenska liðs­ins ríf­lega 20 sinnum eiga jákvæð boð­skipti sín á milli. Alfreð þakkar fyrir send­ingu. Aron Ein­ar, Birkir Már, Hörður Björg­vin, Kári og Ragn­ar, klappa fyrir góðri vinnu félaga sinna. Hannes hvetur sína menn áfram. Emil gaf af sér. Rúrik slær á öxl Hann­es­ar. Ari Freyr klappar og tekur utan um Hann­es, Hannes tekur utan um Birki Má. Alfreð steytir bar­áttu­hnefa í átt að bekkn­um, og svo að Birni Berg­mann. Og þöglu týp­urnar Gylfi, Jói Berg og Birkir Bjarna gefa af sér með enda­lausum hlaupum fyrir félaga sína. Heimir Hall­gríms segir brand­ara. Helgi Kol­viðs sömu­leið­is. Allir úti­leik­menn­irnir hlaupa til Alfreðs eftir markið og fagna honum … og fagna svo hver öðr­um.

Þetta var ekki raunin hjá Argent­ínu­mönn­um. Þeir voru meira í því að svekkja sig. Til­vik um jákvæð boð­skipti þeirra á milli má telja á fingrum ann­arrar hand­ar. Di Maria þakkar einu sinni fyrir send­ingu og Caball­ero mark­vörður klappar fyrir góðri til­raun. Þá er það helsta upp­talið. En það sem var kannski mest slá­andi var að eng­inn Argent­ínu­mann­anna tók af skarið í þessum efn­um, sér­stak­lega þar sem þeir þurftu svo sann­ar­lega á því að halda. Hver til­raunin á eftir annarri fór út um þúf­ur. Klukkan tif­aði. Dóms­dagur færð­ist nær með hverri mín­út­unni. Hvað ef Argent­ína vinnur ekki Ísland? En það var enga hjálp að fá. Engin hvatn­ing. Ekk­ert ósýni­legt afl. Allir ein­hvern veg­inn bara að hugsa um sjálfa sig. Fyr­ir­lið­inn sjálf­ur, Messi, sagði varla auka­tekið orð allan leik­inn. Og gaf ekk­ert af sér til félaga sinna. Ekki frekar en aðrir í argent­ínska lið­inu. Það var í raun átak­an­legt að horfa upp á hvern Argent­ínumann­inn á eftir öðrum labba fram hjá félaga sín­um, sem hafði mis­tekist, án þess að líta til hans, slá á bak hans, hvetja hann áfram, hug­hreysta eða stappa í hann stál­inu. En þannig var það, og kannski þess vegna fór sem fór.

Jákvæð tákn­ræn sam­skipti virka eins og ósýni­legt afl sem styð­ur, hvetur og hjálpar fólki, gefur því kraft við að takast á við lífið og til­ver­una, og sigr­ast á krefj­andi verk­efn­um. Og það á ekki bara við um okkur venju­lega fólk­ið, heldur líka um skær­ustu stjörnur fót­bolt­ans – sem eru jú bara venju­legt fólk eins og við hin. Þegar ítalski knatt­spyrnu­snill­ing­ur­inn Andrea Pirlo var að koma að víta­punkt­inum til að taka víti í víta­spyrnu­keppni í úrslita­leik HM gegn Frökkum árið 2006 þá var hann stress­að­ur. Pressan náði til hans. „Ég reyndi að ná augn­sam­bandi við Buf­fon [mark­vörð Ítala]; ég hefði svo þegið stuðn­ing, eitt­hvað lát­bragð frá hon­um, góð ráð, bara eitt­hvað. En hann hafði greini­lega nóg með sjálfan sig og ekki tíma fyrir mig ” skrif­aði Pir­lo. Þrátt fyrir alla reynsl­una þá þurfti stór­stjarnan Pirlo aðstoð félaga sinna. Það sama átti við um Argent­ínu­menn í leiknum gegn Íslend­ing­um. Messi, Di Maria, og Maschera­no. Þeir stóðu ein­hvern veg­inn aleinir og ber­skjald­aðir frammi fyrir augum heims­ins, á stóra svið­inu, og ekk­ert gekk. Það leit út eins og Messi liði hrein­lega illa í öllu þessu til­standi á meðan Aron Einar naut hverrar mín­útu og sló meira að segja á létta strengi við unga dreng­inn sem fylgdi honum inn á völl­inn – á leið í stærsta leik lífs síns.

Við Íslend­ingar erum kannski ekk­ert endi­lega merki­legri en ein­hverjir aðrir en ef við höfum þessa leik­gleði, sýnum þessa óeig­in­gjörnu hegðun og sam­hug, sem ein­kenndi íslenska lands­liðið í leiknum gegn Argent­ínu þá getum við gert ótrú­lega hluti, eins og náð jafn­tefli gegn Argent­ínu. Stemn­ingin gefur okkur tólfta og jafn­vel þrett­ánda mann­inn inn á völl­inn. Það munar um minna í keppni þeirra bestu. Þetta er töl­fræðin sem skiptir okkur hvað mestu. Og í keppn­inni um betri liðs­heild­ina þá vann Ísland Argent­ínu örugg­lega 1-0 í fyrsta leik. Meira svona.

Höf­undur er dós­ent í félags­fræði við Háskóla Íslands og ráð­gjafi íþróttaliða.

Heim­ild­ir:

Haf­steinn G. Sig­urðs­son & Guð­mundur Björn Þor­björns­son (2018). Síð­asta Áminn­ing­in. Reykja­vík: Kalt Vor.

Sla­ter, MJ., Haslam, SA, & Steffens, NK. (2018). Sing­ing it for „“us“: Team passion dis­pla­yed during national ant­hems is associ­ated with sub­sequent success. European Journal of Sport Sci­ence, 18(4): 541-549. 

Hall­dors­son, V. (2017). Sport in Iceland: How small nations achi­eve international success. London: Routled­ge. 

 Pir­lo, A. (2016). I think ther­efore I play. Milan: Back­Page Press.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar