Auglýsing


Í dag eru 100 ár liðin frá und­ir­ritun samn­inga um sam­bands­lögin svoköll­uðu, milli Íslands og Dan­merk­ur. Lögin tóku gildi 1. des­em­ber 1918 eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um haustið og varð Ísland þá full­valda ríki. Stór áfangi í sögu íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Alþingi hélt í dag hátíð­ar­þing­fund á Þing­völlum til að minn­ast 100 ára afmælis full­veld­is­ins. Greint hefur verið frá því að kostn­aður við fund­inn verður í kringum 80 millj­ónir króna, sem var sýndur í beinni útsend­ingu í Rík­is­sjón­varp­inu.

Pia Kjærs­gaard, for­seti danska þings­ins en fyrst og síð­ast stofn­andi og fyrr­ver­andi for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins, til margra ára, flutti sér­stakt ávarp og kveðju dönsku þjóð­ar­inn­ar. Þessi kona, sem er frum­kvöð­ull og einn helsti hug­mynda­fræð­ingur meg­in­straumsút­lend­inga­andúðar á Vest­ur­löndum og ein þeirra sem náð hefur hvað bestum árangri í sinni hug­sjóna­bar­áttu á síð­ustu ára­tug­um, er fyrsti erlendi aðil­inn í seinni tíð sem fær að ávarpa þjóð­þingið okk­ar. Og það á hátíð­ar­fundi.

Auglýsing

Á tímum þar sem fasískar til­hneig­ingar í stjórn­málum eru orðnar dag­legt brauð á Vest­ur­löndum skiptir máli hvernig stjórn­völd haga sér. Hund­rað ára full­veldi smá­þjóðar eru engin smá tíma­mót. Þjóðin okkar hefur náð langt frá 1918. Það er ekk­ert til að skamm­ast sín fyrir eða fela og ekk­ert að því að gera sér daga­mun þegar slíkum tíma­mótum er náð. Þá skiptir máli að á sama tíma og for­tíð­inni er sýnd til­hlýði­leg virð­ing, saga og menn­ing þjóðar rifjuð upp og höfð í háveg­um, sé tæki­færið nýtt til að flagga þeim áföngum sem þjóðin hefur náð á þeim tíma sem lið­inn er.

Heið­urs­gest­ur­inn Pia Kjærs­gaard gerði allt vit­laust með því einu að mæta. Til að mót­mæla við­veru hennar snið­gengu þing­menn Pírata fund­inn. Margir þing­menn mættu með nælur með danska slag­orð­inu „Nej til racis­me“. Einn þing­maður gekk af fundi. For­sæt­is­ráð­herra og for­menn Sam­fylk­ing­ar­innar og Við­reisnar sáu öll til­efni til að minn­ast á ras­is­ma, umburð­ar­lyndi og mann­rétt­indi í ræðum sínum á fund­inum í dag.

Bæði for­seti Alþingis og fjár­mála­ráð­herra báru því við að það sé emb­ættið for­seti danska Þjóð­þings­ins sem var hér mætt sem hátíð­ar­gestur - ekki ein­stak­ling­ur­inn. Báðir vita bet­ur. Báðir eru of reyndir stjórn­mála­menn til að halda að málið sé svo ein­falt, að diplómasía sé ekki flókn­ari, að ekki hefði verið hægt að gera þetta öðru­vísi og senda þannig önnur skila­boð. Þeir vita vel að Pia Kjærs­gaard situr í emb­ætt­inu í krafti skoð­ana sinna. Ann­ars væri hún skrif­stofu­stjóri danska þings­ins, ekki for­seti þess.

Hund­rað ára full­veld­is­há­tíð Íslands fylgir heldur ekki dag­skrá frá gam­alli tíð sem ekki má hrófla við. Hún er mann­anna verk, var sett saman nýlega, er á ábyrgð for­sætis­nefndar Alþing­is, for­seta þess og skrif­stofu­stjóra, á ábyrgð þeirra sem sóttu fund­inn í dag og þeirra sem predika að dag­ur­inn sé hátíð­is­dag­ur. Þessi full­veld­is­há­tíð er einmitt hátíð íslensku þjóð­ar­inn­ar. Dönsk aðkoma er þar í raun algjör­lega óþörf, en telji ein­hverjir ótækt í ljósi sög­unnar að halda hér fund án danska Þjóð­þings­ins má benda á að þar í landi eru starf­andi til dæmis ráð­herrar og alls 178 aðrir þing­menn en Pia Kjærs­gaard. Þá má benda á að danska drottn­ingin er á leið til lands­ins í des­em­ber af sama til­efni. Aðkoma Dana í dag var í raun ekki annað en vina­þel milli vina­þjóða. Hverjir eru vinir okk­ar? Er það Pia Kjærs­gaard? Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert.

Það var fleira sem stakk í stúf í dag en Kjærs­gaard. Til dæmis stað­setn­ing­in. Þeir eru óneit­an­lega fal­legir Þing­vell­ir. Umhverfið er ótrú­legt og hin sögu­lega teng­ing skýr og skilj­an­leg. En þau tíma­mót sem verið er að fagna, þungi þeirra og merk­ing, sem stjórn­mála­mönn­unum var svo tíð­rætt um í dag, eru einmitt þess eðlis að mun eðli­legra hefði verið að halda hátíð­ina í þétt­býli og auð­velda almenn­ingi aðgang að hon­um. Fund­ur­inn var gam­al­dags og þrátt fyrir mik­inn hátíð- og glæsi­leika, var í ljósi alls ofan­greinds, þjóð­leg elítu­ára yfir hon­um.

Ætt­jarð­ar­ástin er nefni­lega óþægi­lega náskyld þjóð­ern­is­hyggju og þó að um tvennt ólíkt sér að ræða þá er oft þunn lína þar á milli - vand­röt­uð. Tákn­málið sem fólst í því að sjá okkar kláru og glæsi­legu þing­konur klæddar í fal­legu íslensku þjóð­bún­ing­ana sína - á fundi þar sem einn helsti tals­maður útlend­inga­for­dóma og mann­hat­urs Norð­ur­land­anna var ekki aðeins heið­urs­gestur heldur einnig feng­inn til að brjóta blað í íslenskri sam­tíma stjórn­mála­sögu með því að halda yfir þingi og þjóð­inni ræðu - var ömur­legt. Ísland ögrum skorið, Þjóð­vísa og Þjóð­söng­ur­inn sömu­leiðis í sam­hengi við nær­veru ras­ista­leið­tog­ans. Ekk­ert á sér stað í tóma­rúmi. Allt er til í sam­hengi við umhverfi sitt og ber að túlka sem slíkt.

Mynd­málið nefni­lega skiptir máli. Í ljósi umkvört­unar fjár­mála­ráð­herra þess efnis að ein­stak­ling­ur­inn Pia Kjærs­gaard og skoð­ana­systk­ini hennar séu lýð­ræð­is­lega kjör­in, virða verði emb­ættin sem þau sitja í og passa að sýna danska þjóð­þing­inu ekki yfir­læti og van­virð­ingu, er vert að minna á að margar af helstu harð­stjórnum heims­sög­unnar hafa einmitt verið kosnar til valda. Það skiptir máli að taka ábyrgð á ásýnd heims­ins og muna að tákn dags­ins í dag geta orðið veru­leiki morg­un­dags­ins. Við getum borið virð­ingu fyrir ferl­inu sem eru lýð­ræð­is­legar kosn­ingar og nið­ur­stöðu þeirra og sam­tímis gagn­rýnt, fyr­ir­litið og barist hat­ramm­lega gegn mál­flutn­ingi og póli­tík sem ofbýður sið­ferð­is­kennd okk­ar.

Full­veld­is­há­tíðin er ekki síst hátíð þjóðar sem eins og framar greinir hefur kom­ist ótrú­lega langt á síð­ustu hund­rað árum. Og á slíkri hátíð­ar­stundu er lyk­il­at­riði - aðal­at­riðið jafn­vel - að halda á lofti gildum þjóð­ar­inn­ar, flagga þeim ótrú­lega árangri og lýð­ræð­is­legu fram­förum sem hér hefur náð­st, ekki síst þegar kemur að mann­rétt­indum og mann­helgi og þjóðin getur verið gríð­ar­lega stolt af.

Til að geta notið þessa ótví­ræða merk­is- og hátíð­ar­dags í sögu lands­ins skiptir máli að varpa ekki stórum skuggum á hátíð­ar­höld­in. Nær­vera Piu Kjærs­gaard gerði gott betur en það; hún varp­aði myrkri á þau öll, skrum­skældi og eyði­lagði allan þann jákvæða boð­skap sem hefði verið hægt að draga fram á 100 ára afmæl­inu. Og eins ömur­legt og það er þá er ekki við neinn annan að sakast en afmæl­is­barnið sjálft, gest­gjafann sem bauð í afmæl­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari