Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar

Þorvaldur Logason segir að landráðaáróðurinn sem hafi verið settur fram eftir hrun hafi hentað svo stórum og valdamiklum hópum landsmanna að hann hlaut að takast.

Auglýsing

Fljót­lega eftir valda­töku vinstri stjórn­ar­innar vorið 2009 fór  stór­und­ar­leg ásökun að hljóma í fjöl­miðlum um land­ráð vinstri manna með erlendum kröfu­höfum gegn þjóð­inni. Ásök­unin var ákaf­ast sett fram af Fram­sókn­ar­flokknum en gömlu valda­el­ít­urnar í Sjálf­stæð­is­flokknum studdu kór­inn af krafti til dæmis með stofnun öfga­á­róð­urs­rits­ins AMX.­is. Ný og öflug sam­tök Indefence og Hags­muna­sam­taka heim­il­anna tóku undir og fljót­lega einnig nýir flokkar Bús­á­halda­bylt­ing­ar­inn­ar, hins nýja Íslands.

Skila­boð­in: Fylkið liði með varn­ar­sam­tökum þjóð­ar­innar gegn óvin­um!

Valda­el­ítan greip áróð­ur­inn feg­ins hendi. Þarna var lif­andi komið sjálft alheims­sam­særið sem yfir­færði ábyrgð­ina á afleið­ingum Hruns­ins yfir á vinstri menn og útlend­inga – eftir þekktum áróð­urs­for­múlum þýskra nas­ista um að finna einn blóra­böggul og kenna honum um allt sem aflaga fer.

Í allt um lykj­andi land­ráða­á­róðr­inum kom skyndi­lega fram sú fasíska vit­firr­ing sem almennt var talin að gæti aldrei náð fót­festu á Ísland – hvernig íslenska þjóðin varð, á nokkrum mán­uð­um, þess­ari brenglun að bráð er löng og snjöll áróð­urs­saga.

Kjarni máls­ins er þessi: Land­ráða­á­róð­ur­inn hent­aði svo stórum og valda­miklum hópum lands­manna eftir Hrun að hann hlaut að takast, þrátt fyrir að í allri aur­skrið­unni fynd­ist ekki heil hugsun á lífi.

Lítum á hags­mun­ina:

Fyrir Indefence og þá sem ótt­uð­ust Ices­ave skuld­ina var land­ráða­sam­særið hentug skýr­ing á kostn­að­ar­sömum Ices­ave milli­ríkja­samn­ing­um, krafa um betri samn­ing (eða engan) og afneitun ábyrgðar hægri manna á Ices­ave inn­lána­söfn­unni og Ices­a­ve-­samn­ing­un­um.

Fyrir stór­skuld­ara var land­ráða­sam­særið krafa um lækkun skulda. Aðferð til að ýkja fórn­ar­lambsí­mynd skuld­ara og þægi­leg afneitun eigin ábyrgðar á skulda­stöð­unni - að því marki sem þeir báru hana.

Fyrir sjálf­stæð­is-, fram­sóknar og banka­menn var land­ráða­á­róð­ur­inn himna­send­ing. Hann gjör­eyði­lagði vit­ræna umræðu um spill­ing­una fyrir Hrun (sem sumir töldu land­ráð) og beindi sjónum að skáld­aðri spill­ingu eftir Hrun – hann yfir­færði ábyrgð­ina af Hrun­inu og stöðu skuld­ara yfir á vinstri stjórn­ina og styrkti Umsát­urs­kenn­ing­una, um umsátur útlend­inga um Ísland.

Fyrir and­stæð­inga inn­göngu í ESB var land­ráða­á­sök­unin kær­komin útgáfa af þeirra eigin kenn­ingu um ESB umsókn­ina sem land­ráð.

Fyrir fimmta hóp­inn, hóp óháðra og nýrra fram­boða, var land­ráða­sam­særið frá­bært tæki­færi til að gera fjór­flokk­inn að einum ábyrgð­ar­að­ila fyrir hroða­legu ástand­inu undir slag­orðin “allir hinir eru eins!”. Þeir gátu þá sótt óánægju­fylgi til allra, líka þeirra sem enga ábyrgð báru á Hrun­inu (VG).

En ef til vill var það sjötti og óvænt­asti flytj­andi land­ráða­kenn­ing­ar­inn­ar, lít­ill hópur rót­tækra vinstri manna, sem gerði úts­lag­ið. Rót­tækir vinstri menn áttu um fram alla Íslend­inga að skilja ógn­ina af þjóð­ern­is­fasískum áróðri og lífs­mik­il­vægi bar­átt­unnar gegn honum – en gerðu ekki.

Auglýsing
Þeir sök­uðu með­bræður sína, sem sumir hverjir höfðu fórn­aði allri ævinni í bar­áttu gegn amer­ísku auð­valdi, um land­ráð með amer­ísku auð­valdi!  Þeir ásök­uðu fólkið sem gekk göng­una og bar fán­ann, fólkið sem fórn­aði vinn­unni, á Vell­inum og í álinu, og svelti ef til vill fjöl­skyld­una, jafn­vel fólkið sem barð­ist svo kröftu­lega að því var aldrei hleypt inn í Banda­ríkin – jafn­vel það var nú ásakað og kross­fest í nafni land­ráða­sam­sær­is­ins mikla.

Af því að rót­tækir vinstri menn voru líka and­stæð­ingar Ices­ave samn­inga, þeir voru líka stór­skuld­ar­ar, and­stæð­ingar ESB og að eilífu óháðir anar­kistar ginn­keyptir fyrir sam­sær­is­kenn­ingum um stór­auð­vald­ið, sér­stak­lega því amer­íska. Þess vegna gengu þeir - líka þeir - blindir og for­hertir inn í land­ráða-öskr­andi fjölda sem ómaði eins og þjóð­ern­is­fasískur hermars frá 1933.

Þar með var síð­asta varn­ar­vígið gegn fasíska ofstæk­inu fall­ið. Eftir stóðu kjarna­lausir og veikir vinstri flokk­ar, dauf verka­lýðs­hreyf­ing, með­vit­und­ar­lausir stúd­ent­ar, van­máttugir blaða­menn og mátt­laust þekk­ing­ar­sam­fé­lag. Auð­veld bráð - alveg eins og fyrir Hrun - sam­held­inni áróð­ur­sel­ítu með yfir­burða­völd yfir fjöl­miðl­um.

Á ein­ungis nokkrum mán­uðum síðla hluta árs 2009 varð íslenska þjóðin vit­firrtri þjóð­ern­is­fasískri orð­ræðu að bráð – einmitt þeim fas­isma sem aldrei átti að geta náð fót­festu á Íslandi.

Ofstækið varð stöðugt svæ­snara og réði ef til vill úrslitum um örlög Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar og nýja Íslands en ekk­ert var þó óhugn­an­legra og lýsti vit­firr­ing­unni betur en sú stað­reynd að ofstæk­is­á­róð­ur­inn átti sér skýra fyr­ir­mynd í áhrifa­rík­asta áróð­urs­bragði þýskra nas­ista, sjálfri Rýt­ings­stungu­goð­sögn­inni, Dolch­stoss­legende.

Sagan um það hvernig hún var lymsku­lega yfir­færð á Ísland og skipu­lega útfærð, verður efni í næstu grein.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar